Skessuhorn


Skessuhorn - 14.10.2020, Blaðsíða 24

Skessuhorn - 14.10.2020, Blaðsíða 24
MIÐVIKUDAGUR 14. oKTÓBeR 202024 Vörur og þjónusta R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 H P Pípulagnir ehf. Alhliða pípulagnaþjónusta Hilmir 820-3722 Páll 699-4067 hppipulagnir@gmail.com SK ES SU H O R N 2 01 8 Fyrir alla vigtun Húsarafmagn Töflusmíði Iðnaðarrafmagn Bátarafmagn Bílarafmagn RAFMAGN vogir@vogir.is Sími 433-2202 VOGIR Bílavogir Kranavogir Skeifuvogir Pallvogir Aflestrarhausar Hönnun prentgripa & alhliða prentþjónusta Drei bréf - Boðsbréf Ritgerðir - Skýrslur Reikningar - Eyðublöð Umslög - Bréfsefni Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Getum við aðstoðað þig? sími: 437 2360 olgeirhelgi@islandia.is • Bílasprautun • Bílaréttingar • Framrúðuskipti BÍLASPRAUTUN VESTURLANDS S: 860-0708 • Smiðjuvellir 7, Akranesi • bv.sprautun@gmail.com Vinnum fyrir öll tryggingafélög Pennagrein Menningar- og miðaldastofnun- in Snorrastofa minnist þess nú að 25 ár eru liðin frá því að undirrit- uð var stofnskrá stofnunarinnar á dánardægri Snorra Sturlusonar 23. september árið 1995. Um leið er þess minnst að 20 ár eru liðin síðan stofnunin fékk sitt eigið húsnæði. Snorrastofa hefur ásamt fjölda aðila valdið straumhvörfum við uppbyggingu Reykholts. Starfsem- in stendur með blóma, þar sem vel hefur verið unnið að bæði innri málum stofnunarinnar og þró- un umhverfisins, sem hefur tekið stakkaskiptum. Þá hefur samstarfið við kirkjuna á staðnum verið með ágætum. Upphaf Snorrastofu má rekja til haustsins 1931 þegar kynnt var við vígslu skólans hugmynd að stofn- un Snorrasafns. Allt frá þessum fyrsta vísi hefur safninu borist fjöldi bókagjafa og ber þá hæst bókasafn Tryggva Þórhallssonar forsætisráð- herra, sem ráðstafað var í Reykholt árið 1936, og bókasafn dr. Jakobs Benediktssonar, er kom í Snorra- stofu árið 1999. Fram til stofnun- ar Snorrastofu 1995 hýsti Héraðs- skólinn þessar bókagjafir. Þess ber einnig að geta, að hug- mynd um íbúð fyrir gestkomandi fræðimenn í Reykholti hafði einn- ig vaknað áður en Snorrastofa kom til skjalanna. Það voru Gylfi Þ. Gíslason menntamálaráðherra og sr. einar Guðnason í Reykholti, sem kynntu þá hugmynd um svipað leyti og barist var fyrir endurheimt handritanna frá Danmörku. Söfnuður Reykholtssóknar tók ákvörðun um byggingu nýrrar kirkju árið 1984 og fljótlega fæddist sú hugmynd að við kirkjuna færi vel á að reisa Snorra Sturlusyni minn- isvarða, sem fæli í sér ræktun, rann- sóknir og miðlun á arfi þeim, sem hann skildi eftir sig. Snorrastofa hefur bæði varð- veislu- og miðlunarhlutverk og hefur starfsemi hennar borið af því keim allar götur síðan. Boðið er upp á íbúð og aðra gistingu fyrir gest- komandi fræðimenn, auk bókhlöðu fyrir almenning og sérfræðinga á sviði miðaldafræða. Þá sinnir stofn- unin fyrirlestra- og námskeiðahaldi og bókaútgáfu, að ógleymdri þjón- ustu við gesti og gangandi með til- heyrandi sýningum og fræðslu um Snorra Sturluson og Reykholt. Boðið er upp á vandaða grunn- sýningu í sýningarsal Snorra- stofu, „Sögu Snorra“, sem fjallar um ævi, verk og híbýli hins merka höfðingja, sagnfræðings og skálds. Snorrastofa hefur einnig verið að þróa hljóðleiðsögn í samvinnu við fyrirtækið Locatify, en smáforritið „Snorri“, leiðsögn utandyra sem Snorrastofa tók í notkun á miðju ári 2018, hefur reynst vel. Þá er einn- ig verið að setja upp hljóðleiðsögn fyrir sýninguna um Snorra. Árið 2019 var staðið fyrir 42 fjöl- breyttum viðburðum opnum al- menningi, en ásamt fyrirlestra- haldi var staðið fyrir málþingi um rannsóknarverkefni, sem ber heit- ið Reykholtsverkefnið, glæsilegri Barnamenningarhátíð, Norrænu bókmenntavikunni, námskeiðum og Prjóna-bóka-kaffi. Tónleikar og fleira í Reykholtskirkju er ekki tal- ið með. Hinir rómuðu og sívinsælu fyrirlestrar, „Fyrirlestrar í héraði“, voru með hefðbundnu sniði að meðaltali einu sinni í mánuði yfir veturinn, en boðið hefur verið upp á þessa fyrirlestraröð í samfellt 23 ár. Í svokölluðu Prjóna-bóka-kaffi, sem íbúar svæðisins eru duglegir að sækja, gefst fólki kostur á að njóta skapandi samveru í andrúmslofti bókhlöðu stofnunarinnar. Gestir voru um 1500 á þessum viðburðum öllum. Snorrastofa hefur stundað og tekið þátt í fjölda rannsókna tengd- um staðnum og miðaldafræðum almennt. Sú hugmynd, að gera Snorrastofu að evrópsku menning- arsetri, hefur verið grunnstef starf- seminnar, og allt frá árinu 1998 hef- ur stofnunin stuðlað að iðkun mið- aldafræða í samvinnu við innlendar sem erlendar stofnanir. Afrakstur- inn hefur birst í 20 útgefnum bók- um Snorrastofu og samstarfsaðila stofnunarinnar ásamt fjölda greina í fræðiritum. Fræðastarfinu hefur því verið sinnt með þátttöku fólks úr öllum heimshornum og hafa alþjóðlegu samskiptin vakið eftirtekt. Sex- til sjöhundruð innlendir og erlendir fræðimenn hafa komið í Reykholt á rúmum 20 árum, ýmist til að taka þátt í rannsóknarverkefnum, sitja ráðstefnur eða dveljast á staðnum við fræðaiðkun, þýðingar og aðrar skriftir. Lykilþáttur í starfsemi Snorra- stofu eru rannsóknir á ritmenn- ingu íslenskra miðalda og þá ekki hvað síst á eðli hinna fornu ritstofa. Spurt er hverjar aðstæðurnar hafi verið við sagnaritun og aðra texta- gerð, hvað hafi verið í forgangi, hvað vakti mestan áhuga viðtak- enda textanna og hverjar hafi verið hinar efnahags- og félagslegu for- sendur ritmenningarinnar. og þá eru rannsóknir á húsakosti, forn- minjum og umhverfisþáttum ekki síður mikilvægar. Það er mat margra, að nauðsyn- legt sé að varðveita, rannsaka og miðla enn betur en gert hefur verið menningarsögu og minjum þeirra staða og ritstofa á Íslandi þar sem ritmenning blómstraði á miðöld- um. og með því að setja ritstofur íslenskra miðalda í brennipunkt skapast nýtt sjónarhorn á fræði- og fornleifarannsóknir, sem lýt- ur að samanburði á niðurstöðum frá hverjum stað fyrir sig. Jörðin geymir vissulega svör við mörgum spurningum, en þess er að vænta að með samanburði á bókmennta-, menningarsögu- og fornleifarann- sóknum staðanna megi einnig fá skýrari heildarmynd af því tengsl- aneti og menningarlandslagi sem þróaðist á því tímabili sem ritstof- urnar voru starfandi. Fornleifarannsóknir eru góður upphafspunktur slíkra rannsókna. Með þeim hófust rannsóknir í Reykholti og skiluðu ómetanlegum upplýsingum um byggingu staðar og kirkju og athafnasemi ábúenda, ekki síst á tímum Snorra. Rannsóknir á ritstofum og ís- lenskri ritmenningu til forna eru fjárfrekar. Snorrastofa kom í árs- byrjun 2019 fram með hugmynd um stofnun sérstaks sjóðs, sem með tíð og tíma ætti að geta orðið að liði í þessu sambandi. Það ár voru 75 ár liðin frá stofn- un lýðveldis á Íslandi og af því til- efni hvatti Snorrastofa ríkisstjórn Íslands til að gera þennan sjóð að veruleika. Forsætisráðuneyti, fjármála- og efnahagsráðuneyti, mennta- og menningarmálaráðu- neyti, Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum ásamt Snorra- stofu ákváðu síðan að taka hönd- um saman við þróun átaksverk- efnis til fimm ára um þverfaglegar rannsóknir á ritmenningu íslenskra miðalda, skammstafað RÍM. Mark- miðið er m.a. efling rannsókna á heimildum um ritunarstaði mið- aldahandrita á Íslandi og þá sér- staklega á þeim lærdómsmiðstöðv- um og klaustrum þar sem ritmenn- ing blómstraði. Verkefnið skipt- ist í tvo verkþætti: Annars vegar að rannsaka menningarminjar og umhverfi tengt þessum stöðum og hins vegar handrita- og bókmenn- ingu þeirra. Snorrastofa annast umsýslu með þessu verkefni, sem miklar von- ir eru bundnar við. Verður fróð- legt að fylgjast með framvindu þess þegar fram líða stundir. Reykholti, 23. september 2020 Bergur Þorgeirsson, forstöðumaður Snorrastofu. Snorrastofa í Reykholti 25 ára Reykholt. Ljósm. Guðlaugur Óskarsson.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.