Skessuhorn


Skessuhorn - 14.10.2020, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 14.10.2020, Blaðsíða 18
MIÐVIKUDAGUR 14. oKTÓBeR 202018 Hún er rótgróin Skagamær sem á rætur að rekja til Hvalfjarðarsveit- ar. eftir tæplega sex ára dvöl í Sví- þjóð er Sólveig Sigurðardóttir snú- in aftur heim til Íslands, nú sem nýr félagsmálastjóri Hvalfjarðarsveitar. Sólveig hefur mikla reynslu af störf- um í félagsþjónustu og barnavernd. Hún er með MA próf í félagsráð- gjöf frá Háskóla Íslands og hef- ur starfað í barnavernd og félags- þjónustu sveitarfélaga á Íslandi og í barnavernd og fjölskyldurétti í Sví- þjóð. Sólveig hóf störf hjá sveitar- félaginu 23. september síðastliðinn og segir hún verkefnin á nýja staðn- um fara vel af stað. Vildi alltaf vinna með fólki „Ég vissi í rauninni ekki hvað félagsráðgjöf væri fyrr en ég byrjaði í háskóla. Ég var að skoða á heima- síðu háskólans hvað ég ætti að læra. Ég hafði alltaf hugsað mér að fara í lögfræði en mér fannst líka spenn- andi tilhugsun að fara í kennarann þar sem mig langaði mest að vinna með fólki og þá helst börnum. ofan á það, þá hef ég ávallt haft áhuga á lögum svo þetta er svona bæði og. Það er unnið eftir lögum en maður fær að vinna með fólki,” segir hún glöð. Sólveig útskrifaðist með MA í félagsráðgjöf frá Háskóla Íslands árið 2010 og flutti í kjölfarið til Akraness þar sem hún hóf störf hjá Akraneskaupstað í félagsþjónustu og barnavernd þar sem starfsfer- ill hennar hófst. Sólveig vann hjá Akraneskaupstað nánast frá því hún útskrifaðist úr námi og þangað til hún flutti til Svíþjóðar í byrjun árs 2015, en þó með smá stoppi í Mos- fellsbæ þar sem hún starfaði einnig í barnavernd og félagsþjónustu. Svíþjóð Sólveig segir það alltaf hafa ver- ið á döfinni hjá fjölskyldunni að flytja út. „Maðurinn minn er lækn- ir. Hann kláraði læknisfræðina hérna á Íslandi 2011. Það var bæði það að hann vildi fara í sérnám og við vorum spennt að prófa eitthvað nýtt. Það að flytja erlendis hljóm- aði vel. Þetta var hvoru tveggja þörf og vilji, getum við sagt, að prófa þetta,“ segir Sólveig. Sólveig kynntist manni sín- um Njáli Vikari Smárasyni þegar þau voru í grunnskóla á Akranesi en bæði eru þau fædd og uppal- in á Skaganum. Saman fóru þau í framhaldsskóla eftir gunnskólann og svo áfram í HÍ, Sólveig í félags- ráðgjöfina og Njáll í læknisfræðina. „Við tókum þá ákvörðun að hann færi í sérnám í Svíþjóð. Við völd- um Svíþjóð vegna þess við höfð- um heyrt góða hluti frá vinum sem voru ánægðir með búsetuna úti svo höfðum við heyrt að þetta væri mjög fjölskylduvænt umhverfi og samfélag. okkur fannst líka spenn- andi og heillandi tilhugsun að læra sænsku. Það var mjög þægilegt og við tölum öll fína sænsku í dag,“ segir hún stolt. Aðlögunarferlið „Við fluttum út sumarið 2014, fór- um öll saman og fengum húsnæði og svona. Ég fór svo til baka með krakkana og vann hjá Akranes- kaupstað fram að áramótum það ár. Það var hluti að aðlögunarferl- inu, við komum tvisvar yfir önnina í heimsókn og stelpan okkar fékk að heimsækja skólann sinn og fékk aðeins að finna taktinn. Svo um áramótin 2014/15 vorum við al- komin. elsta okkar var þá níu ára og svo áttum við þriggja ára strák. Hún fór í skóla og hann í leikskóla. Þeim var gjörsamlega hent í djúpu laugina, sérstaklega þessari níu ára. Hún skildi náttúrlega ekki neitt, var nánast mállaus til að byrja með og þetta var bara mjög erfitt fyrir hana í fyrstu. Henni fannst spennandi að flytja út en var kannski ekki al- veg búin að átta sig á öllum þessum breytingum. Sömuleiðis félagslegi þátturinn, það er erfitt að kynnast fólki þegar maður talar ekki tungu- málið. Þetta tekur alltaf tíma og er erfitt fyrst, auk þess að vera fjarri fólkinu sínu, það var aðal sjokkið,“ segir Sólveig um aðlögunarferlið. Barnavernd og fjölskylduréttur Í Svíþjóð starfaði Sólveig annars vegar í barnavernd og svo í fjöl- skyldurétti. Þar kom hún að skiln- aðar-, ættleiðingar- og faðernismál- um sem eru hluti af velferðarþjón- ustunni úti. Það kom meðal annars í hlut Sólveigar að veita sáttameðferð fyrir foreldra sem komu sér ekki saman um fyrirkomulag í kringum börnin eftir skilnað eða gera út- tekt fyrir dómstóla þar sem deilur foreldra voru komin á það stig að ekki var hægt að semja um búsetu barnanna, forsjá eða umgengni, án aðkomu dómstóla. „Börnin lenda yfirleitt í miðjunni og eru í raun- inni fórnarlömb þessara aðstæðna,“ segir Sólveig um skilnaðarmálin. „Skilnaðarmálin voru tvíþætt. Ann- ars vegar foreldrar sem voru í deilu og gátu ekki samið um hvernig fyr- irkomulagið í kringum börnin eftir skilnað væri háttað. Í þeim málum gerðum við könnun og úttekt fyrir dómstólinn. Við hittum börnin og foreldrana, heimsóttum þau heim, töluðum við skólann og annað fag- fólk og skrifuðum svo greinargerð og okkar faglega mat varðandi hvað væri best fyrir þetta tiltekna barn. Úttektin er fyrst og fremst um hvernig aðstæður þessa barns eru í dag ásamt þörfum og vilja barns- ins, tengslum þess við foreldrana og getu foreldrana til að vinna sam- an að hagsmunum barnsins. Það er mikið hlustað á börnin og það sem þau segja vegur þyngst, en þó er það alltaf ákveðið mat út frá þroska og aldri barnsins. Hins vegar var ég líka að veita sáttameðferð fyrir for- eldra sem gátu ekki komið sér sam- an um fyrirkomulagið í kringum börnin eftir skilnað, en voru ekki komin á það stig að þurfa að leita til dómstóla heldur vildu reyna að ná sáttum og ákveða sjálf, með aðstoð þriðja aðila,“ útskýrir Sólveig. „Það er því miður oft þannig og auðvitað er það hluti af því að fólk getur ekki búið saman, að það er ekki sammála og á erfitt með að vinna saman. Maður sér lógíkina í því að það verði áfram einhvers konar ágreiningur. en sumir geta þó lagt það til hliðar og einbeitt sér eingöngu að velferð og hagsmun- um barnanna, en því miður ekki all- ir,“ bætir hún við um reynslu sína í fjölskyldurétti. Aftur heim Í lok maí á þessu ári tók fjölskyldan þá ákvörðun að flytja aftur heim til Íslands eftir sex ára dvöl í Svíþjóð. „Þetta gekk mjög hratt fyrir sig. Maðurinn minn fékk atvinnutil- boð frá Íslandi,“ svarar Sólveig og blaðamaður spyr hvort Covid hafi haft einhver áhrif á að þau fluttu heim. „Þegar það komu atvinnu- möguleikar á Íslandi upp á borðið í miðju Covid ástandinu í vor, þá get ég ekki neitað því að það spil- aði inn í að við vorum ekki búin að hitta fólkið okkar hérna heima lengi. Öll þessi ár sem við vorum úti þá fengum við mikið af heim- sóknum frá okkar fólki og við vor- um einnig dugleg að koma til Ís- lands. Við áttum von á heimsókn- um í ár sem áttu að byrja í mars, og næstu mánuðir á eftir voru alveg bókaðir í heimsóknir frá fólkinu okkar. Við erum bæði úr stórum fjölskyldum og eigum mörg systk- inin og flestir duglegir að koma,“ svarar Sólveig. „Í ljósi aðstæðna þá var allt svo óljóst. Við vissum ekk- ert hvenær við myndum geta kom- ið til Íslands eða fengið fólkið okkar út til Svíþjóðar svo ég get ekki neit- að því að þetta hafði áhrif á ákvörð- unina okkar. Hver veit hvernig næstu 1-2 árin verða, maður veit í rauninni ekkert hvernig það verð- ur að ferðast á milli landa. Það hef- ur alltaf verið mikilvægt fyrir okkur að vita að greiðri leið til og frá Ís- landi,“ bætir hún við. Áður en þau vissu af var komið hálft ár síðan þau höfðu hitt fólk- ið sitt og fundu þau fyrir áhrifun- um. „Yngsti var byrjaður að gleyma nöfnum og tengslum við ættingja og það hræddi okkur svolítið. en það voru margir þættir sem höfðu áhrif á ákvörðunina. Við vorum rosalega ánægð í Svíþjóð og ekki hægt að segja annað, allir glaðir og gekk vel hjá öllum í skóla og leik- skóla, við höfðum alveg getað hugs- að okkur að vera áfram. Við áttum marga góða vini, vorum bæði í góðu starfi og börnin ánægð en það er samt alltaf eitthvað sem togar, ís- lenska taugin er sterk. Það er auð- vitað alltaf fyrst og fremst fjölskyld- an sem maður saknar.“ Þetta reddast Ákvörðunin var tekin í lok maí á þessu ári, Njáll Vikar með sitt at- vinnutilboð en Sólveig hélt í bjart- sýnina að hún skyldi nú finna eitt- hvað við sitt hæfi á Íslandi. „Ég var ekki með neitt í höndunum þegar við tökum ákvörðunina. Ég tók Ís- lendinginn á þetta en þetta hugtak, þetta reddast, er ekki til í Svíþjóð. Þeir bara skilja ekki hvað átt er við þegar maður sagði þetta og fannst þetta hálf kómískt. Þeir bara, hvað meinarðu? ertu ekki með plan A, B og C? Þetta er ekki til í þeirra orða- forða og þeim fannst þetta oft bara fyndið. Sænsku vinnufélagarnir voru svolítið stressaðir fyrir mína hönd varðandi þessa óvissu með atvinnu þegar ég tilkynni ákvörðunina okk- ar en þeir voru mjög skilningsríkir á að við værum að fara heim. Sví- ar eru svo hrifnir af Íslandi og þyk- ir það rosalega spennandi og að „Það er unnið eftir lögum en maður fær að vinna með fólki“ -rætt við nýja félagsmálastjóra Hvalfjarðarsveitar Sólveg Sigurðardóttir er nýr félagsmálastjóri Hvalfjarðarsveitar.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.