Skessuhorn


Skessuhorn - 14.10.2020, Blaðsíða 11

Skessuhorn - 14.10.2020, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 14. oKTÓBeR 2020 11 SKIPULAG Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti á 203 fundi þann 10.9.2020 að auglýsa eftirfarandi skv. 41.gr. Skipulagslaga nr. 123/2010. Nes í Reykholtsdal, tillaga að nýju deiliskipulag fyrir golfvöll, íbúðar- og frístundalóða. Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkir tillögu að deiliskipulagi fyrir golfvöll, íbúðarhúsalóð og frístundalóðir í landi Ness, lnr. L134436, til auglýsingar. Lagður var fram uppdráttur dags. 28.08.2020. Deiliskipulag þetta samræmist gildandi aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022. Nes í Reykholtsdal, tillaga að nýju deiliskipulagi fyrir Hringanes. Sveitarstjórn Borgar- byggðar samþykkir tillögu að deiliskipulagi fyrir Hringanes í landi Ness, lnr. L134436, til auglýsingar. Lóðirnar eru stofnaðar úr landi Ness. Deiliskipulags uppdráttur dags. 01.12.2019, tekur til fjögurra lóða fyrir smábýli, það samræmist gildandi aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022. Melur á Mýrum, deiliskipulag fyrir sumarhúsa- og íbúðarhúsalóðir í landi Mels, lnr. L136020. Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkir tillögu til auglýsingar. Deiliskipulagsuppdráttur dags. 07.08.2020. Árið 2007 var gert deiliskipulag af svæði úr landi Mels, það öðlaðist ekki gildi. Þá hafði verið reist íbúðarhús á lóðinni Birkimel, nyrst á deiliskipulagssvæðinu og nú hefur einnig verið byggt á Furumel og Reynimel. Auk þessara lóða eru sex frístundalóðir á suðurhluta skipulagssvæðisins. Deiliskipulag þetta samræmist gildandi aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022. Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti á 204 fundi þann 8.10.2020 að auglýsa eftir- farandi skv. 41.gr. Skipulagslaga nr. 123/2010. Steðji, deiliskipulag fyrir fjögur útleiguhús lnr. 134467. Sveitarstjórn Borgarbyggðar sam- þykkti “lýsingu” deiliskipulagstillögunnar í maí sl. Brugðist hefur verið við athugasemdum/ ábendingum í tillögu deiliskipulagsins. Uppdráttur dags. 25.09.2020. Deiliskipulagið (3.970 m2) tekur til lóða með fjórum byggingarreitum, aðkoma að lóð er um heimreið að bænum Steðja. Deiliskipulag þetta samræmist gildandi aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022. Skriflegum athugasemdum skal skila í ráðhús Borgarbyggðar, Borgarbraut 14. 310 Borgarnes eða á netfang borgarbyggd@borgarbyggd.is eigi síðar en 25. nóvember 2020. Deiliskipulagstillögur eru til sýnis í ráðhúsi Borgarbyggðar frá 14.10-25.11.2020 og á vefnum www.borgarbyggd.is Virðingarfyllst, Ragnar Frank Kristjánsson, sviðsstjóri og skipulagsfulltrúi Borgarbyggðar Skipulagsauglýsingar hjá Borgarbyggð Í byrjun síðustu viku hófust fram- kvæmdir við jarðvegsskipti und- ir væntanlega nýbyggingu björg- unarsveitarinnar Brákar í Borgar- nesi. eins og kunnugt er gaf Borg- arbyggð björgunarsveitinni 3800 fm. lóð á Fitjum 2 undir björgunar- miðstöðina. Það var gert árið 2017 í tengslum við 150 ára verslunaraf- mæli Borgarness. Lóðin er á falleg- um stað næst fyrrum mjólkursam- lagshúsi, en ofan við gatnamót Snæ- fellsnesvegar og þjóðvegar eitt. Þar mun björgunarsveitin reisa 760 fer- metra hús. Áætlað er að byggingu hússins verði lokið á næsta ári. Tíðindamenn Skessuhorns hittu að máli á væntanlegum bygging- arstað þá Jakob Guðmundsson, Þóri Indriðason og Pétur Bj. Guð- mundsson, en þeir eiga allir sæti í byggingarnefnd fyrir Brák. Þeir segja tilhlökkun ríkja meðal félags- manna um að komast í nýtt og glæsilegt húsnæði. Fyrir á björgun- arsveitin Péturborg, félagsaðstöðu í hluta gamla BTB hússins við Brák- arbraut 18-20 í Brákarey. Það hús- næði verður sett á söluskrá fljótlega og segjast þeir félagar vongóðir um sölu þess enda húsið á afar hentug- um stað fyrir ýmsa starfsemi. Nýja björgunarmiðstöðin verður eins og fyrr segir 760 fermetrar að flatarmáli og byggð á einni hæð en lofthæð verður mismunandi eins og meðfylgjandi tölvugerða mynd sýn- ir. Í norðurenda hússins verður að- staða fyrir tækjabúnað og æfingar, en í suðurenda þess verður m.a. fé- lags- og fundaaðstaða og búnings- herbergi. Húsið verður á steyptum grunni og sökklum sem Steypu- stöðin framleiðir en á þá verða reist- ar yleiningar frá Límtré-Vírneti. Áætlaður byggingarkostnaður er 120 milljónir kr. Jakob Guðmunds- son, formaður byggingarnefndar, segir að sú tala sé þó ekki geirnegld, enda eigi eftir að koma í ljós hversu góð viðskiptakjör björgunarsveitin fái hjá öllum verktökum. Þeir hafi þó teygt sig langt og gefið sveitinni góð tilboð og afslætti, en í staðinn sýnir björgunarsveitin sem verk- kaupi ákveðinn sveigjanleika varð- andi hraða byggingarframkvæmda. „okkar áætlanir eru þær að grunn- ur og sökklar verði tilbúnir í síðasta lagi næsta vor. Hins vegar ef verk- ið gengur vel nú framan af vetri er ekki útilokað að hægt verði að reisa húsið fyrir næsta vor. Það mun allt skýrast á næstu vikum og helgast að einhverju leyti af veðráttunni,“ seg- ir Jakob. Þeir Pétur, Jakob og Þórir segja mikinn velvilja í garð björgunar- sveitarinnar víðsvegar í samfélaginu vegna þessa verkefnis. Stærsta ein- staka gjöfin til sveitarinnar hafi ver- ið lóðin sem Borgarbyggð gaf undir húsið. Hafi sú gjöf auðveldað björg- unarsveitinni að taka ákvörðun um svo stóra framkvæmd sem raun ber vitni. Hann óttast ekki að fram- kvæmdin muni ganga of nærri fjár- hag sveitarinnar. Fyrir áratug hafi verið byrjað að safna í byggingar- sjóð og þá væntir sveitin þess að fá góða sölu á húsnæðinu í Brákarey. „Við finnum fyrir miklum meðbyr um þessar mundir. Nýliðun í sveit- inni er því mikil og félagsstarfið er með blóma. Í Brák er fjöldinn allur af harðduglegu fólki sem er boðið og búið að standa með okkur nú sem fyrr,“ segja þeir. Ívilnun til þriðja geirans eins og kynnt var í síðasta Skessu- horni hefur fjármálaráðuneytið kynnt áform um lagasetningu um skattaívilnanir í þágu þriðja geirans svokallaða. Undir þriðja geirann fellur starfsemi hvers kyns félaga- samtaka, sjálfboðahreyfinga og sjálfseignarstofnana sem starfa án þess að vænta hagnaðar af starfsem- inni. Björgunarsveitir landsins eru dæmi um starfsemi í þriðja geiran- um, sem og ungmenna- og íþrótta- félög, hvers kyns góðgerðarfélög og mannúðarsamtök. Vænta má þess að björgunasveitin Brák geti nýtt ívilnun sem í væntanlegri laga- setningu felst við kaup á bygging- arefni og vinnu vegna þeirrar stóru framkvæmdar sem nú er hafin. mm Jarðvegsframkvæmdir hafnar við björgunarstöð Brákar Björgunarstöðin Pétursey í Brákarey verður nú sett á söluskrá. Húsnæði sveitar- innar er á neðri hæðinni, „á besta stað í bænum,“ segir Jakob Guðmundsson, formaður byggingarnefndar. Pétur Bj. Guðmundsson, Jakob Guðmundsson og Þórir Indriðason eiga allir sæti í byggingarnefnd. Fyrir aftan þá eru vinnuvélar frá Borgarverki að hreinsa upp úr væntanlegu bílastæði við húsið. Horft til austurs yfir lóð Brákar. Þegar myndin var tekin var nokkurn veginn búið að hreinsa upp úr þeim hluta lóðarinnar þar sem bíla- og geymslusvæði verður. Langhlið hússins verður samsíða bílastæðinu, á þeim stað sem mennirnir tveir standa. Tölvugerð mynd af húsinu. Teikning: Nýhönnun; Ómar Pétursson. Fyrsta skóflustungan að nýrri björgunarmiðstöð var tekin á afmæli Brákar, í mars 2019. Það voru eldri félagar í Brák sem tóku fyrstu skóflustunguna að nýju björgunarsveitarhúsi að Fitjum 2 en við moksturinn nutu þeir aðstoðar Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands. Ljósm. Skessuhorn/ kgk

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.