Skessuhorn


Skessuhorn - 14.10.2020, Blaðsíða 27

Skessuhorn - 14.10.2020, Blaðsíða 27
MIÐVIKUDAGUR 14. oKTÓBeR 2020 27 Leikmannasamtök Íslands í knatt- spyrnu sendu síðastliðinn fimmtu- dag út netkönnun til allra leik- manna í Pepsí Max deildum karla og kvenna. Þar voru leikmenn spurðir hvort þeir vildu blása Ís- landsmótið í knattspyrnu af á þess- ari leiktíð, eða ljúka keppni, í ljósi ástandsins í þjóðfélaginu. Þetta var gert í framhaldi af því að hertar sóttvarnaaðgerðir voru settar fyr- ir höfuðborgarsvæðið vegna þriðju bylgju Covid-19 þar sem mælst var til að íþróttastarfsemi á höfuðborg- arsvæðinu yrði aflögð til 19. októ- ber. Niðurstaða könnunnarinnar var sú að meirihluti þeirra sem af- stöðu tók vildi stöðva keppni í ljósi ástandsins. 41,4% svöruðu spurn- ingunni játandi, 38,7% neitandi en 19,8% voru hlutlaus. „Niður- stöður könnunarinnar voru á þá leið að erfitt er að hundsa þær,“ segir í frétt Leikmannasamtakanna á Facebook. „Það þarf að eiga sér stað samtal um þær og sjá hvernig megi tryggja öryggi leikmanna enn betur en hefur verið gert, ef að það á að spila áfram yfirhöfuð. Það er ljóst að leikurinn fer ekki fram án leikmanna og því er það gríðarlega mikilvægt að þetta samtal eigi sér stað,“ segir í fréttinni. ef mótið yrði slegið af nú, þeg- ar tveimur þriðju þess er lokið, tæki reglugerð KSÍ um Covid-19 við um sætaröðun. Regla um meðalfjölda stiga á hvern leik tæki gildi og það gæti haft áhrif á sæti liðanna. mm Lögregla hefur að undanförnu orð- ið vör við að skúrkar reyni að mis- nota erfiða tíma í faraldrinum til að stela frá íþróttahreyfingunni. Lög- reglan á höfuðborgarsvæðinu varar við auknum fjölda netglæpa af þessu tagi. Til að koma í veg fyrir að fólk í íþróttahreyfingunni lendi í svika- neti hefur lögreglan búið til yfirlit um helstu aðferðir netglæpamanna og tekið saman lista yfir helstu ráðin gegn þeim. Nú þegar hafa nokkur íþrótta- félög í landinu orðið fyrir barðinu á svindli sem þessu og tapað talsverðu fé. Svik með tölvupóstum og beiðni um millifærslur er algengasti net- glæpurinn. Hann veldur fjárhags- legum skaða bæði hér heima og er- lendis. Heildartjón á Íslandi vegna netglæpa er talið nema nærri einum og hálfum milljarði króna á síðast- liðnum þremur árum. Auður Inga Þorsteinsdóttir, fram- kvæmdastjóri UMFÍ, segir í samtali við RÚV svikaleiðina líkasta þessu: Póstur virðist koma frá annað hvort gjaldkera eða formanni félags til framkvæmdastjóra eða starfsmanns eða sjálfboðaliða. Viðkomandi er beðinn um að upphæð verði milli- færð yfir á erlendan reikning. Þetta þurfi alltaf að gerast mjög hratt og af þeim sökum hafi margir stigið í gildruna. „Það virðist vera að þeir sem standa að baki þessu séu með mjög ítarlegar upplýsingar því félög með litla veltu hafa fengið tölvupóst með lágum upphæðum og félög með meiri veltu hafa fengið tölvu- póst með hærri upphæðum,“ segir Auður Inga. mm Nýlega endurnýjuðu þrjár ungar og efnilegar knattspyrnukonur samn- inga sína við ÍA. Þetta eru þær Védís Agla Reynisdóttir, Hrafnhildur Arín Sigfúsdóttir og Dagný Halldórsdótt- ir. Allar eru þær uppaldar hjá Skaga- liðinu og allar sömdu þær út keppnis- tímabilið 2021. Védís Agla er fædd árið 2003 og á að baki 18 leiki með meistaraflokki í 1. deild kvenna. Í þeim hefur hún skorað tvö mörk. Auk þess hefur hún spilað fjóra leiki í bikarkeppninni og skorað í þeim eitt mark. Hrafnhildur Arín er fædd 1998 og hefur leikið 36 leiki með meistara- flokki í næstefstu deild og skorað í þeim tvö mörk. Auk þess hefur hún leikið fimm leiki með ÍA í bikarkeppn- inni. Dagný er fædd árið 2002 og á að baki 24 leiki með ÍA í 1. deild kvenna og þrjá leiki í bikarnum. Í þeim leikj- um hefur hún skorað eitt mark. kgk Meirihluti knattspyrnufólks vill blása Íslandsmótið af Frá leik ÍA og KA í efstu deild karla síðastliðið sumar. Ljósm. úr safni/ gbh. Védís Agla Reynisdóttir, Hrafnhildur Arín Sigfúsdóttir og Dagný Halldórsdóttir. Ljósm. KFÍA. Þrjár skrifuðu undir hjá ÍA Netsvikarar herja á íþróttafélög Mikil umræða var um helgina í fjöl- miðlum og á samfélagsmiðlum um þá ákvörðun sóttvarnayfirvalda að láta loka golfvöllum á höfuðborg- arsvæðinu til 19. október næst- komandi. Þau tilmæli voru gefin út vegna víðtæks smits Covid-19 á höfuðborgarsvæðinu. Golfvell- ir í nágrenni höfuðborgarsvæðis- ins takmörkuðu flestir skráningar á velli sína við félagsmenn sem bú- settir eru á viðkomandi svæði, en á því voru þó undantekningar. Ljóst er að ákvörðun um lokun golf- valla á höfuðborgarsvæðinu hefur sætt gagnrýni, sem og sú ákvörðun stjórna nokkurra golfvalla á lands- byggðinni um að loka ekki völlum sínum fyrir aðra en íbúa á svæðinu, eins og mælst hafði verið til. Á hinn bóginn telja margir golfiðkend- ur að lítil hætta sé á að golfspilari smiti aðra, beri þeir sjúkdóminn, sé allra varúðarráðstafana gætt. engu að síður var það ákvörðun Golf- sambands Íslands að verða við til- mælum sóttvarnayfirvalda um að leggja af alla íþróttastarfsemi á höf- uðborgarsvæðinu til 19. október og þar með talið golfiðkun. mm Tilmæli um lokun golfvalla komu frá sóttvarnayfirvöldum Ljósm/Ómar Örn Ragnarsson

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.