Skessuhorn


Skessuhorn - 14.10.2020, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 14.10.2020, Blaðsíða 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 42. tbl. 23. árg. 14. október 2020 - kr. 950 í lausasölu Tilboð gildir út október 2020 Family special 4.495 kr. Vökudagar á Akranesi 29. október - 8. nóvember Upplýsingar um dagskrána á www.skagalif.is Okkur er umhugað um viðskiptavini og starfsfólk og höfum því lokað á beinan aðgang að útibúum okkar. Hægt er að bóka heimsókn í útibú á arionbanki.is ef erindið er brýnt. Þjónustuverið í síma 444 7000 er opið kl. 9–16 virka daga. Notum Arion appið og netbankann. Fjarþjónusta í ljósi aðstæðna – sinnum bankaviðskiptum heima í stofu Vinkonurnar Jóhanna Nína Karlsdóttir og Heiðrún Hermannsdóttir á Akranesi eru í hópi þeirra ungu kvenna sem hafa fengið sér dúkkubörn til að sinna og hlúa að. Reglulega fara þær út að ganga með dúkkubörnin, viðra sig og þau um leið. Jóhanna á dúkkudótturina Aðalheiði Rós, sem hún kallar Heiðu. Heiðrún á hins vegar dúkkuson sem heitir Helgi Rafn. Meðfylgjandi mynd var tekin í blíðviðrinu fyrir síðustu helgi þegar þær Nína og Heiðrún voru á ferðinni við skriftofu Skessuhorns. Ljósm. mm. Dómnefnd hefur nú valið og kynnt vinningstillögu í samkeppni um út- sýnisstað á Súgandisey við Stykkis- hólm. Vinningstillagan var unnin af Glámu-Kím og Landslagi í samstarfi við Ólöfu Nordal og Gunnar Karls- son. Tillagan er óhefðbundinn útsýn- isstaður sem ber heitið Fjöregg. Fjör- eggið er útsýnisskúlptúr, útsýnispall- ur, upplifunar- og áningarstaður allt í senn. Fjöreggið verður sýnilegt frá bænum og því forvitnilegt aðdráttar- afl fyrir gesti og gangandi. „Fyrst og fremst er Fjöregg hugsað sem kennileiti fyrir Stykkishólm og sem glettinn, gamansamur og óvænt- ur áningarstaður til að njóta Súgand- iseyjar og útsýnisins yfir Breiðafjörð og eyjarnar,“ segir í greinagerð um verkið. Keppnin var haldin í samstarfi við Félag íslenskra landslagsarkitekta (FÍLA) og óskuðu 22 hönnunarteymi eftir því að taka þátt í samkeppninni og voru fjögur teymi dregin út til að taka þátt í keppninni. Í greinagerð vinningstillögunnar kemur fram að við hönnun hafi ver- ið leitast við að finna jafnvægi á milli þess náttúrulega og manngerða, þar sem varfærni, virðing og auðmýkt gagnvart staðnum voru leiðarstef í hugmyndavinnu og lausn verkefnis- ins. „Markmiðið var að hrófla við sem minnstu og bæta við sem fæstu. Þannig er notað efni sem fyrir er í eynni, bæði huglægt og efnislega. Unnið með formgerð svæðisins, liti og tákn og vísanir í gamlar sagnir og trú.“ Samkeppnin tókst vel að mati dómnefndar og skilaði mjög metn- aðarfullum og faglegum tillög- um. Dómnefnd lagði áherslu á að velja tillögu sem uppfyllti flest þau skilyrði sem lagt var upp með, en auk þess var reynt að leggja mat á kostnaðarrammann sem gefinn var upp í forsögn. Dómnefnd var sammála um að tillagan sem valin var í verðlaunasætið og skar sig úr með nýstárlegri nálgun, hefði auk þess ýmsar áhugaverðar skírskot- anir í menningu og náttúru svæð- isins. Dómnefndina skipuðu Jak- ob Björgvin Jakobsson, bæjarstjóri Stykkishólmsbæjar, og Ásmund- ur Þrastarson, verkfræðingur, fyrir hönd Stykkishólmsbæjar og Dagný Bjarnadóttir, landslagsarkitekt fulltrúi FÍLA. Ritari dómnefndar var Sigurbjartur Loftsson, trúnað- armaður dómnefndar var Ólafur Melsted, frá FÍLA. Sjá fleiri myndir sem tengjast Fjöregginu á bls. 25 mm Fjöregg hlutskarpast um hönnun útsýnisstaðar á Súgandisey skagabon@gmail.com 771-6866 @skagabon

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.