Skessuhorn


Skessuhorn - 14.10.2020, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 14.10.2020, Blaðsíða 10
MIÐVIKUDAGUR 14. oKTÓBeR 202010 Sveitarstjórn Borgarbyggðar sam- þykkti samhljóða á fundi sínum á fimmtudag 150 milljóna króna lán frá Lánasjóði sveitarfélaga, til allt að 15 ára. er lántakan í samræmi við áður samþykktan viðauka við fjárhagsáætlun Borgarbyggðar og er ætlað að fjármagna framkvæmdir við stækkun Grunnskólans í Borg- arnesi, að því er fram kemur í sam- þykkt sveitarstjórnar. Guðveig eyglóardóttir lagði fram bókun á fundinum þar sem hún sagði að fyrir lægi 150 millj- óna króna lán til að bregðast við rekstrarhalla næstu vikna. „Fulltrúi Framsóknarflokksins leggst ekki gegn lántökunni en telur grund- vallaratriði að upplýsingar og áætl- anir liggi fyrir frá meirihluta með hvaða hætti eigi að bregðast við rekstrarhalla til lengri tíma. Lán- taka er skammgóður vermir til að bregðast við rekstrarhalla,“ segir í bókuninni. Lilja Björg Ágústsdóttir lagði fram bókun fyrir hönd meirihluta sveitarstjórnar, þar sem ítrekað er að lántakan sé hluti af viðauka sem þegar hafi verið samþykktur í sveit- arstjórn. ekki sé verið að taka lán til að rétta af hallarekstur. „Um- rædd lántaka er til að fjármagna framkvæmdir sem áætlað var að fjármagna með tekjum en vegna tekjufalls í kjölfar Covid-19 efna- hagsáhrifa er nauðsynlegt að taka lán til að klára [að] fjármagna fram- kvæmdirnar,“ segir í bókun meiri- hlutans. kgk/ Ljósm. úr safni. Gróflega er áætlað að tekjur Grundarfjarðarbæjar á árinu verði að minnsta kosti rúmum 50 millj- ónum króna lægri en reiknað var með í fjárhagsáætlun. Mestu munar þar um lækkun á áætluðum tekjum úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, eða rúmar 30 milljónir króna. Bæjarráð ítrekaði fyrri bókanir sínar og bæj- arstjórnar og lýsti yfir vonbrigð- um með lækkun tekna úr Jöfnunar- sjóði. „enda standa þær tekjur und- ir mikilvægri lögskyldri grunnþjón- ustu sveitarfélagsins,“ segir í bókun bæjarráðs. Áður hafði bæjarstjórn samþykkt 50 milljóna króna viðauka, einkum fjárfestingu, meðal annars sem við- brögð við áhrifum Covid-19 farald- ursins. „Áætlað tekjutap og viðbót- arfjárfesting, umfram upphaflega áætlun, gera því samtals yfir 100 millj. kr. lakari niðurstöðu sam- stæðunnar (rekstur og fjárfesting- ar) en upphafleg áætlun gerði ráð fyrir,“ segir í fundargerð frá síðasta fundi bæjarráðs. eftir yfirferð á fjárhagsstöðu og fjárhagsáætlun ársins 2020 lagði ráðið til endurskoðun á rekstrar- hlutanum. Með breytingum verði dregið úr rekstrargjöldum bæjar- félagsins, til að mæta rekstrarhalla sem blasir við. eftir þá yfirferð er áætluð rekstrarniðurstaða A og B hluta bæjarsjóðs um 15 milljón- um lakari en upphaflega var gert ráð fyrir. Sú niðurstaða er þó mikl- um fyrirvörum háð, einkum vegna óvissu um þróun útsvarstekna það sem eftir er ársins. Bæjarstjórn fjallaði um þessa af- greiðslu bæjarráðs á fundi sínum á fimmtudag. Tillögur um viðauka verða lagðar fram á nóvemberfundi bæjarstjórnar, en samkvæmt yfirliti bæjarráðs er svigrúm til að lækka fjárfestingaáætlun ársins. Bæjarráð og bæjarstjóri munu fylgjast áfram með stöðunni, að því er fram kemur í fundargerð bæjarstjórnar. Þá sam- þykkti bæjarstjórn þá tillögu bæjar- ráðs að héðan í frá verði öll aukning í stöðugildum bæjarfélagsins lögð fyrir bæjarráð til afgreiðslu, jafnvel þó fyrir þeim séu heimildir í fjár- hagsáætlun ársins. kgk eins og áður hefur verið greint frá kom upp hópsmit Covid-19 í Stykkishólmi seint í september- mánuði þegar sjö íbúar greindust með kórónuveiruna. Fjöldi íbúa fór í sýnatöku dagana á eftir og í kjölfar þeirra greindust örfáir til viðbótar. Undir mánaðamótin síð- ustu voru 13 manns í einangrun í Hólminum og 20 í sóttkví. Grip- ið var til sérstakra ráðstafana inn- anbæjar til að reyna að bregðast við ástandinu og frá mánaðamótum hefur ört fækkað í sóttkví og þeir sem smituðust hafa einn af öðrum lokið einangrun undanfarna viku. Þegar þessi orð eru rituð, síðdeg- is á mánudaginn 12. október, voru þrír í einangrun í Stykkishólmi og tveir í sóttkví. Sjö luku einangrun dagana fyrir og um síðustu helgi. „Það virðist vera komið jafnvægi á þetta og þróunin hefur verið mjög jákvæð,“ segir Jakob Björgvin Jak- obsson bæjarstjóri í samtali við Skessuhorn á föstudag. Hann tekur þó skýrt fram að Hólmarar fari enn að öllu með gát, því á sama tíma og veiran hefur verið í rénun í Hólm- inum hefur hún sótt í sig veðrið á landsvísu. „en það er ánægjulegt hvernig til tókst hjá okkur og þess- ar aðgerðir sem við fórum í virðast hafa skilað sér,“ segir Jakob. Í kjölfar hópsmitsins var í sam- ráði við sóttvarnaryfirvöld grip- ið til sérstakra varúðarráðstafana í Stykkishólmi, sem gengu lengra en þær sóttvarnarreglur sem almennt voru í gildi á landinu á þeim tíma. „Annars vegar sneru þær að skipu- lagi á starfsemi stofnana bæjarins, svo sem hólfaskiptingu og aðgangs- takmörkunum þar, og hins vegar að því að hvetja fólk til að huga vel að sóttvörnum og hópamyndun,“ segir Jakob. „Mikil samstaða var í Stykkishólmi og íbúar tóku á þessu sem ein heild,“ segir hann. Samheldið átak Aðspurður kveðst hann telja auð- veldara að ráðast í átak sem þetta í smærri samfélögum en þeim stærri. „Samstaða litlu samfélag- anna er oft sterkari heldur en í þeim stærri. Samheldnin og nánd- in gerir það að verkum að samstað- an er meiri og allir vinna saman að sama markmiði. Í stærri samfélög- um verður nándin aldrei eins mikil og það myndast ekki sami samhug- ur,“ segir bæjarstjórinn og bætir því við að íbúar í Stykkishólmi eigi sérstakt hrós og þakkir skildar fyr- ir það hvernig tekið var á málun- um. „Íbúarnir og ekki síst starfs- fólk Stykkishólmsbæjar tók mjög ábyrga afstöðu í þessum málum. Sem dæmi get ég nefnt starfsfólk dvalarheimilisins, sem hefti mikið eigið frelsi heima við og tók ótrú- lega ábyrga afstöðu utan vinnu- tíma, gætti þess að fara ekki neitt og umgangast enga utan eigin heimilis og vinnustaðarins,“ segir Jakob. „Það hefur hreinlega ver- ið frábært að fylgjast með því hvað fólk hefur verið samheldið í þessu átaki, að sjá alla leggjast á eitt og sýna ábyrgð, bæði íbúa og starfs- fólk bæjarins,“ segir Jakob bæjar- stjóri að endingu. kgk Jafnvægi komið á eftir hópsmit í Stykkishólmi „Íbúar tóku á þessu sem ein heild“ Jakob Björgvin Jakobsson, bæjarstjóri í Stykkishólmi. Ljósm. úr safni/ arg. Frá Stykkishólmi. Ljósm. úr safni/ sá. Borgarbyggð fær 150 milljónir lánaðar Frá Grundarfirði. Ljósm. úr safni/ tfk. Búist við minnst 50 milljóna tekjutapi

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.