Ægir - 2019, Qupperneq 6
Ægir er að þessu sinni að stærstum hluta helgaður fiskvinnslunni
sem óhætt er að segja að gangi nú í gegnum skin og skúrir sam-
tímis. Uppsjávarvinnslur fá mikið högg vegna loðnubrests og ekki
aðeins fyrirtækin sjálf heldur og ekki síður sá mikli fjöldi fólks
sem hefur haft vinnu og tekjur af loðnuvinnslunni. Loðnubrestur-
inn kemur hvað harðast við byggðirnar á Austurlandi þar sem
byggðar hafa verið upp öflugar vinnslur í bæði frystingu og mjöl-
vinnslu en vitanlega mun þessa áfalls gæta á mörgum sviðum
sjávarútvegsins og raunar samfélagsins alls. Það mun ekki fara
hjá því að þess gæti þegar svo mikilvægar útflutningstekjur tap-
ast. Ljósið í myrkrinu er þó að náðst hafi samningar við Færeyjar
um gagnkvæmar veiðiheimildir sem tryggja íslenskum uppsjávar-
útgerðum veiðar á kolmunna en tíminn verður síðan að leiða í ljós
hvernig staðan verður á loðnustofninum í mælingum í haust og
næsta vetur.
Önnur og betri staða er hins vegar í bolfiskvinnslunni og staða
þorskstofnsins sterk um þessar mundir. Tækniþróun í landvinnsl-
unni er mikil og hún er drifkraftur í þeirri þróun að dregið hefur
úr sjófrystingu og vinnslan verið að færast í land. Hér er fjallað
sérstaklega um tvö hús þar sem miklar breytingar hafa átt sér
stað að undanförnu, annars vegar hjá Vísi hf. í Grindavík og hins
hjá G.Run í Grundarfirði. Í blaðinu er einnig viðtal við Kristján
Hallvarðsson, sviðsstjóra hjá Völku en það fyrirtæki hefur þróað
og framleitt tæknibúnað fyrir landvinnslu ÚA á Akureyri og er að
takast á við stærsta verkefni fyrirtækisins hingað til á þessu sviði
hér á landi sem verður ný vinnsla Samherja hf. á Dalvík sem
áformað er að verði komin í gagnið að ári.
Það atriði sem forsvarsmenn þessara vinnsla sem hafa verið
að tæknivæðast nefna fyrst er starfsumhverfið. Tæknin er að
leysa af hólmi erfiðustu störfin. Á því eru tvær hliðar, bæði minna
líkamlegt álag fyrir starfsmenn og líka hitt að líklegt er að það
verði æ erfiðara að fá fólk til þessara starfa. Umræða um að
tæknin leysi erfiðari störf af hólmi í fiskvinnslu hefur oftast snú-
ist um að störf hverfi, starfsfólki muni þar með fækka en í ljósi
reynslunnar er nær að tala um að störf breytist, færist til. Líkt og
Rósa Guðmundsdóttir, framleiðslustjóri G.Run bendir á þá er
starfsmannahópurinn sá sami eftir breytingar hjá fyrirtækinu en
enginn í nákvæmlega sama starfi og hann var áður.
Rauður þráður í þessum tæknibreytingum öllum eru afurða-
gæðin og samfella í meðhöndlun allt frá veiðum til endanlegra af-
urða. Gæðin felast líka í stöðugleika framleiðsluvaranna, t.d. í
bitaskurðinum þar sem hægt er að mæta æ fleiri óskum kaupenda
um bitastærðir. Í reynd eru þessar tæknivæddu fiskvinnslur
þannig búnar að þær ráða við sérvinnslu fyrir hvern og einn.
Fiskvinnsla gengur út á að mæta óskum og þörfum kaupenda er-
lendis. Svo einfalt er það. En aðalatriðið er að gæðin séu alltaf í
fyrsta sæti og stöðug.
Nú er það áleitin spurning hvort við komum til með að sjá
meiri samþjöppum í vinnslum en verið hefur. Tæknin er dýr og til
að standa undir stærstu vinnslukerfunum þarf stöðugan og mik-
inn afla. Enda sýnir sig að afkastageta þessara húsa er mun meiri
en áður. Tvöföld eða jafnvel enn meiri. Vinnsluþróunin kann því
að framkalla frekari sameiningar fyrirtækja en það er ekki endi-
lega þar með sagt að hún geti ekki nýst smáum vinnslum. Þær
geta nýtt sér ákveðna þætti vinnslutækninnar til framþróunar og
þjónað afmörkuðum sérþörfum viðskiptavina eða markaða. Því er
óhætt að segja að bolfiskvinnslan sé í hröðu umbreytingaferli og
hún er á margan hátt sterkari en oft áður.
Jóhann Ólafur Halldórsson skrifar
Skin og skúrir fiskvinnslunnar
Vökvakerfislausnir
Vökvadælur, vökvamótorar
og stjórnbúnaður
Danfoss hf. Skútuvogi 6, 104 Reykjavík, Sími: 510 4100
www.danfoss.is
Stjórnbúnaður skipa. Tæknibúnaður sem ætlaður
er til notkunar á sjó mætir erfiðustu hugsanlegu
skilyrðum. Álag óblíðrar náttúru, miklar
hitabreytingar og stöðugur ágangur af söltum
sjó, eykur þörf viðskiptavina fyrir áreiðanlegan
og skilvirkan búnað.
Út gef andi:
Ritform ehf. ISSN 0001-9038
Rit stjórn:
Ritform ehf. Glerárgötu 24, Ak ur eyri.
Rit stjór i:
Jóhann Ólafur Hall dórs son (ábm.)
GSM 899-9865.
Net fang: johann@ritform.is
Aug lýs ing ar:
Inga Ágústsdóttir.
inga@ritform.is
Hönnun & umbrot:
Ritform ehf.
Suðurlandsbraut 30, Reykjavík.
Sími 515-5215.
Á skrift:
Hálfsársáskrift að Ægi kostar 6800 kr.
Áskriftar símar 515-5215 & 515-5205.
Af Ægi koma út 10 tölublöð á ári.
Eft ir prent un og ívitn un er heim il,
sé heim ild ar get ið.
Leiðari
6