Ægir - 2019, Síða 11
Fiskvinnslan
Gúmmísteypa. Þ. Lárusson ehf.
Sérhæfð í færiböndum
fyrir sjávarútveginn
Gúmmísteypa Þ. Lárusson er gam-
algróið fyrirtæki, að grunni til frá því
á 6. áratug síðustu aldar og hefur það
alla tíð tengst sjávarútvegi. Í upphafi
annaðist fyrirtækið m.a. viðgerðir á
gúmmíblökkum sem notaðar voru við
síldveiðar en með tilkomu fiskitrolls-
ins fækkaði þeim verkefnum og fór
fyrirtækið þá að framleiða færibönd
sem meðal annars voru notuð í malar-
vinnslu og í álverum. Eftir að Gúmmí-
steypan keypti Reimaþjónustuna árið
2017 styrktust tengslin við sjávarút-
veginn enn frekar og framleiðir
Gúmmísteypan nú færibönd fyrir fisk-
vinnslu- og önnur matvælafyrirtæki,
vítt og breitt um landið.
Kubbaböndin góður kostur
Berglind Steinunnardóttir, framkvæmda-
stjóri fyrirtækisins, segir að sala og
þjónusta við færibönd fyrir matvælaiðn-
að sé nú orðinn stór þáttur í þjónustu
Gúmmísteypunnar og að byggður hafi
verið upp góður lager af reimum til að
geta brugðist við krefjandi markaði.
„Við útvegum reimar og færibönd fyrir
nánast hvaða starfsemi sem er, allt frá
fínustu matvælavinnslum upp í grófustu
malarvinnslur og stóriðjuver. Við erum
að sækja í okkur veðrið í svokölluðum
kubbaböndum sem eru auðveld og þægi-
leg í samsetningu fyrir viðskiptavininn.
Þau koma sér t.d. vel þegar band skemm-
ist úti á sjó, þá er hægur leikur fyrir
hvern sem er að laga það. Við ætlum að
vera með stóran lager af slíkum böndum
og bjóða upp á neyðarþjónustu allan sól-
arhringinn. Hjá okkur starfar fólk með
mikla reynslu og þekkingu á þörfum ís-
lenskra sjávarútvegsfyrirtækja auk þess
sem við fylgjumst vel með iðnaðinum á
alþjóðavísu til að kynna nýjungar jafnóð-
um og þær koma fram. Einnig tökum við
þátt í þróunarstarfi með íslenskum iðn-
fyrirtækjum sem framleiða vélar og ró-
bóta fyrir fiskiðnaðinn,“ segir Berglind.
Vörur steyptar úr gúmmíi
Berglind segir Gúmmísteypu Þ. Lárusson
leggja mikið upp úr vandaðri vöru og
þjónustu.
„Við framleiðum sterkar og endingar-
góðar vörur og höfum alla tíð lagt mikið
upp úr þjónustunni í kringum þær. Við-
skiptavinir okkar eru um allt land og við
mætum þangað sem okkar er þörf,“ segir
Berglind.
Eins og nafn fyrirtækisins gefur til
kynna steypir fyrirtækið ýmsar vörur úr
gúmmíi fyrir atvinnulífið, s.s. útgerðar-
félög, sveitarfélög, verktaka, stóriðjuver,
vélsmiðjur og fyrirtæki í verslun og
þjónustu.
„Hvað sjávarútveginn varðar fram-
leiðum við t.d. pressuhjól í flestar gerðir
netaspila og sjóvéla, gúmmíklæðum ál-
kefli fyrir spil og blakkir og önnumst
viðgerðarþjónustu á netaniðurleggjurum
svo dæmi séu tekin. Við bjóðum upp á
matvælavottað gúmmí, hita- og olíuþolið
gúmmí og efni sem litar ekki út frá sér.
Einnig flytjum við inn ýmsa gúmmíhluti
t.d. þéttilista fyrir lestarlúgur og vatns-
þétt skilrúm. Gúmmísteypan er alltaf
með á lager færibanda- og gúmmíreimar
allt frá 50 til 1200 mm á breidd en við
sérpöntum aðrar stærðir sem og prófíl-
reimar. Útgerðaraðilar og sjómenn vita
að hverju þeir ganga þegar Gúmmísteyp-
an er annars vegar, enda áhersla lögð á
skjóta þjónustu og varahluti á lager þeg-
ar viðhalds er þörf,“ segir Berglind að
lokum.
11
Vaskir starfsmenn Gúmmísteypunnar. Frá vinstri: Kristján V. Kristinsson, Stefán Hólm
Vinson, Berglind Steinunnardóttir, framkvæmdastjóri, Þorsteinn Lárusson,eigandi,
Kristján Þórðarson, Andrius Kacinskas og Deividas Kacinskas.