Ægir

Volume

Ægir - 2019, Page 13

Ægir - 2019, Page 13
13 Fiskvinnslan Ferskafurðaframleiðslan þrýsti á breytingar „Fyrir um fjórum árum vorum við farin að sjá þess merki að gamla húsið væri að ganga úr sér og ýmislegt í vinnslunni uppfyllti ekki lengur kröfur, gera þyrfti lagfæringar á ýmsum búnaði sem yrðu kostnaðarsamar. Þess vegna voru bara tveir valkostir í stöðunni, þ.e. að byggja nýtt eða hætta starfseminni. Fyrsti val- kostur okkar í nýbyggingu var að byggja nýtt hús frá grunni við höfnina en þegar til kom var ekki nægjanlega stór lóð á lausu til að koma starfseminni fyrir með ásættanlegum hætti. Þá var næsti valkostur að byggja við eldra hús- ið og niðurstaðan var þetta stóra og mikla hús sem er í alla staði glæsileg fiskvinnsla á nútíma vísu. Það sem líka knúði okkur til að ráðast í breytingar er sú þróun hjá okkur á síðustu fimm árum að færa aukinn þunga í vinnslunni yfir í ferskar afurðir og til þess horfðum við með útfærslu á vinnslulínum í nýja hús- inu. Framleiðslan fyrir ferska markaðinn hefur stöðugt vaxið og var mikil handa- vinna í gamla húsinu en er til muna tæknivæddari í nýju vinnslunni,“ segir Guðmundur Smári. Fyrsta skóflustungan að nýja húsinu var tekin í júní árið 2017 og nú er húsið komið í fulla notkun, rösku hálfu öðru ári síðar. Stöðva þurfti vinnslu í fyrir- tækinu í tvo og hálfan mánuð í lok fram- kvæmdanna meðan gengið var frá tækjabúnaði og öðrum þáttum til að hægt væri að hefja vinnslu. Tvær sjálfstæðar vinnslulínur Eigendur og stjórnendur G.Run lögðu vel niður fyrir sér hvernig byggja ætti vinnsluna upp í húsinu og fengu síðan Marel að borðinu með sínar tæknilausnir og sérþekkingu. „Við vorum því sjálf mjög virk í hönn- unarvinnunni frá upphafi en Marel ■ Ýsuflök koma úr lausfrystingu. ■ Sjálfvirknin í móttöku og innmötun er mikil. Þessi búnaður er frá Skaganum 3X.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.