Ægir - 2019, Qupperneq 14
14
framleiddi lang stærstan hluta búnaðar í
vinnslusalinn, þ.e. tvær FleXicut vatns-
skurðarvélar, flokkara, samvals- og
flokkunarbúnað fyrir ferskvöru, færi-
bönd, vinnustöðvar fyrir gæðaeftirlit og
fleira. Flökunarvélar áttum við fyrir,
bæði fyrir bolfisk og karfa, en bættum
við flökunarvél fyrir stóran fisk. Síðan
keyptum við tvo mjög öfluga skoska
lausfrysta og höfum um 180 fermetra
frystirými í þeim á fjórum böndum.
Skaginn 3X hannaði og framleiddi allan
búnað fyrir móttöku og innmötun og
Kælismiðjan Frost var með kæli- og
frystikerfi hússins. Hönnuður hússins er
Helgi Már Halldórsson hjá ASK arkitekt-
um og þetta eru stærstu aðilarnir að
baki framkvæmdunum,“ segir Guðmund-
ur Smári.
Tvennt markar nýrri vinnslu G.Run
ehf. algjöra sérstöðu en það er annars
vegar að í húsinu eru tvær aðskildar
vinnslulínur hlið við hlið, þ.e annars
vegar vinnslulína fyrir þorsk, ufsa og
ýsu og hins vegar sérlína fyrir karfa. Í
báðum tilvikum er hægt að stýra afurð-
um hvort heldur sem er í pökkun í fersk-
ar afurðir eða lausfrystingu, allt eftir
því hvers markaðurinn óskar hverju
sinni. FleXicut skurðarvél er á hvorri
línu fyrir sig.
Hitt atriðið er ný hönnun móttöku og
innmötunar frá Skaganum 3X sem ekki
hefur sést í fiskvinnslu hér á landi. Þeg-
ar fiskikör koma úr skipi fara þau á
kældan hráefnislager og þaðan tekur
lyftari karastæður og setur í nokkurs
konar „magasín“ sem með alsjálfvirkum
hætti tekur hvert karið af öðru, losar úr
því inn á vinnslulínur húsins, skilar
tómu kari áfram í sjálfvirkan þvott og að
endingu staflar vélbúnaður tómum,
hreinum körum upp í stæður sem lyft-
aramaður færir síðan úr húsi þaðan sem
þau fara um borð í skip á nýjan leik. Að-
eins þarf því einn mann í hráefnisinn-
mötun vinnslunnar.
Hátt í tvöföldun afkastagetu
„Með tilkomu nýja hússins verður gjör-
breyting á öllum sviðum fiskvinnslunnar
hjá okkur. Afkastagetan mun hátt í tvö-
faldast þó mannaflinn verði sá sami og
gjörbylting verður á þeim möguleikum
sem við höfum til að vinna í fjölbreyttar
afurðir, nákvæmni upp á gramm í bita-
skurðinum og þannig má áfram telja.
Erfiðustu störfin verða vélræn og erf-
iðasti hluti snyrtingarvinnunnar færist
yfir í vélbúnað. Verulega aukin afkasta-
geta gerir líka að verkum að við komum
til með að sækja meira út á fiskmarkað-
ina og til annarra eftir hráefni þar sem
Helstu verktakar og búnaðarframleiðendur
ASK arkitektar: Hönnun vinnsluhúss
Verkís: Hönnun burðarvirkja, loftræsikerfa, vatnsúðakerfa, hreinlætis- og
vatnskerfa, raflagna, lýsingar, reykskynjarakerfa, myndavélakerfa,
fjarskiptakerfi
Ístak: Bygging vinnsluhúss
Marel: Vinnslulínur, færibönd, vatnsskurðarvélar
Skaginn 3X: Innmötunarkerfi, karaþvottakerfi
Kælismiðjan Frost: Kæli- og frystikerfi
Ragnar og Ásgeir ehf.: Flutningar
■ Í vinnslusalnum. Hér sjást FleXicut skurðarvélarnar frá Marel, ein á hvorri vinnslulínu hússins. Nýja vinnslan er að því
leyti frábrugðin flestum öðrum að í húsinu eru tvær vinnslulínur, þ.e. önnu fyrir bolfisk og hin fyrir karfa.