Morgunblaðið - 08.06.2020, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. JÚNÍ 2020
Pétur Magnússon
petur@mbl.is
„Þetta var magnaðasta samkoma í
sögu Hróksins og þótt víðar væri
leitað,“ segir Hrafn Jökulsson, for-
maður skákfélagsins Hróksins, um
kveðjuviðburð félagsins sem haldinn
var í Pakkhúsinu um helgina. „Það
var slíkur krafur og eldmóður að ég
fylltist trú á þau verkefni sem fram-
undan eru.“
Eftir tuttugu og tveggja ára sögu
félagsins hafa forsvarsmenn þess
ákveðið að láta gott heita og einbeita
sér að nýjum verkefnum, en Hrafn
segir viðburðinn skemmtilegustu út-
för sem hann hafi verið í.
Fjölmennt var á viðburðinum, en
meðal gesta voru Dagur B. Eggerts-
son borgarstjóri, Katrín Jakobs-
dóttir forsætisráðherra og Guðni
Th. Jóhannesson, forseti Íslands, en
heiðursgesturinn var Tómas Knúts-
son, stofnandi umhverfisverndar-
samtakanna Bláa hersins.
Safna fyrir börn í Tasiilaq
Skákfélagið Hrókurinn var stofn-
að árið 1998 og á rætur að rekja til
skemmtistaðarins Grand Rokk. Fé-
lagið vann fjölda sigra á Íslands-
meistaramóti skákfélaga og hefur í
seinni tíð staðið fyrir skákkennslu í
grunnskólum og unnið hörðum
höndum í þágu góðgerðarmála.
„Hin ótalmörgu fræ sem flokk-
urinn hefur sáð eru löngu orðin að-
kraftmiklum jurtum,“ segir Hrafn,
en helstu málefni Hróksmanna, eins
og heimsóknir í Barnaspítala
Hringsins, standa þeim ennþá
nærri.
Hrafn segir að þjónustu sinni við
skákgyðjuna sé nú að mestu lokið og
hyggst hann ganga til liðs við Tómas
Knútsson og Bláa herinn, sem hefur
helgað sig hreinsun strandlengju Ís-
lands í þrjá áratugi.
Engu að síður stendur Hrókurinn
fyrir söfnun fyrir Kalak, vinafélag
Íslands og Grænlands, í þágu barna í
Tasiilaq, höfuðstað Austur-
Grænlands. Söfnunin er kveðjugjöf
Hróksins, en hún hófst formlega í
gær og mun standa yfir næstu tíu
daga.
Víkin breyst í öskuhauga
Hrafn strengir þess heit að safnist
þrjár milljónir króna fyrir sautjánda
júní næstkomandi muni hann verja
næstu fjórum árum í að hreinsa
Kolgrafarvík á Ströndum. Rétt eins
og það tók Hrókinn fjögur ár að
vinna Íslandsmeistaratitil í skák,
segir Hrafn, mun hann taka fjögur
ár til að hreinsa víkina.
„Kolgrafarvík var ævintýra-
heimur bernsku minnar þegar ég
var í sveit í gamla daga, en hefur nú
breyst í öskuhauga vegna sóðaskap-
ar og vanrækslu okkar mannanna.“
Hann segist þegar hafa eytt rúm-
lega sjötíu klukkutímum í að hreinsa
fjörðinn, en þá sé aðeins 1% af verk-
inu unnið.
Hann hvetur alla vini Hróksins, að
fornu og nýju, til að taka þátt í söfn-
uninni, svo kveðjugjöf Hróksins
verði sem veglegust. Auk þess heitir
hann á vini Árneshrepps og náttúru
Íslands og Grænlands að leggja
hönd á plóg.
„Hér gildir svo sannarlega hið
fornkveðna að margt smátt gerir eitt
stórt, og það er að sýna sig á fyrstu
dögum þessarar söfnunar.“
Skákfélagið Hrókurinn kveður
Saga skákfélagsins Hróksins er á enda, en aðstandendur kvöddu félagið á viðburði um helgina
Stendur fyrir söfnun í þágu barna á Grænlandi Formaðurinn ætlar að helga sig umhverfisvernd
Ljósmynd/Ómar Óskarsson
Hrókurinn kvaddur Hrafn ásamt Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra,
en hún var meðal viðstaddra og ávarpaði þá gesti sem saman voru komnir.
Ljósmynd/Ómar Óskarsson
Kveðjugjöf Stemning var í Pakkhúsinu og taflborðin voru að sjálfsögðu
dregin fram. Söfnun í þágu barna í Tasiilaq hófst formlega um helgina.
Aron Þórður Albertsson
aronthordur@mbl.is
„Við höfum verið að fá eitthvað af
pöntunum inn í júlí og ágúst. Þangað
til núna hafa þetta eingöngu verið af-
pantanir,“ segir Sigfús Bjarni Sigfús-
son, forstjóri bílaleigunnar Hertz, í
samtali við Morgunblaðið. Að hans
sögn er pöntunarstaða fyrirtækisins
rétt um fimmtungur af því sem hún
er í venjulegu árferði. Bindur Sigfús
þó vonir við að birta muni til þegar
líða tekur á sumarið.
„Ég er í sambandi við ferðaskrif-
stofur og það er alveg greinilega
áhugi á landinu. Þó að pantanirnar
séu ekki margar þá er eitthvað að
koma inn, sem segir manni að það sé
ljós við enda ganganna,“ segir Sigfús
sem kveðst einna helst hafa áhyggjur
af skorti á upplýsingum frá stjórn-
völdum. Þá sé ýmsum stórum spurn-
ingum enn ósvarað. „Hvað gerist ef
einn ferðamaður greinist jákvæður?
Þurfa þá allir sem komu nálægt hon-
um að fara í sóttkví? Og þarf viðkom-
andi sjálfur að greiða fyrir tvær vikur
á hóteli? Það er mjög margt óljóst og
við finnum að fólk er að hiksta við að
bóka sökum þessa,“ segir Sigfús.
Eins og áður hefur komið fram
þurfa ferðamenn að greiða fyrir
skimun við komuna til landsins.
Spurður hvort það hafi haft neikvæð
áhrif á viðskiptavini Hertz kveður
Sigfús nei við. „Við höfum ekki fundið
fyrir því ennþá þó að það kunni að
breytast. Aðalmálið er bara að fá svör
við öllum stóru spurningunum,“ segir
Sigfús.
Þrátt fyrir miklar afbókanir ferða-
manna hjá bílaleigunni er ljóst að erf-
ið staða hefur sömuleiðis skapað
tækifæri á nýjum mörkuðum. Að
sögn Sigfúsar hefur eftirspurn eftir
bifreiðum í langtímaleigu aukist tals-
vert undanfarin misseri. Hefur mikill
fjöldi fólks í landinu þar mikið að
segja. „Það er mikil aukning í lang-
tímaleigu. Þetta eru Íslendingar sem
eru að nýta sér bílaleigu í nokkra
mánuði, eða meðan á dvöl þeirra
stendur,“ segir Sigfús.
Morgunblaðið/Ómar
Bílar Pöntunarstaða bílaleigunnar Hertz virðist eitthvað vera að glæðast.
Vonar að birti
með haustinu
Skortur á svörum frá stjórnvöldum