Morgunblaðið - 08.06.2020, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 08.06.2020, Blaðsíða 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. JÚNÍ 2020 60 ára Laufey ólst upp í Stykkishólmi og Reykjavík en býr í Kópa- vogi. Hún er skrifstofu- maður hjá Landsvirkjun og hefur tekið ýmis námskeið í skrif- stofustörfum. Maki: Valur Marteinsson, f. 1961, slökkvi- liðsmaður á höfuðborgarsvæðinu. Börn: Ingibjörg Kristín, f. 1986, Aðalsteinn Helgi, f. 1988, og Marta Júlía, f. 1991. Barnabarn er Hafdís Birna Aðalsteinsdóttir. Foreldrar: Karl Torfason, f. 1932, d. 2004, verkamaður, og Ingibjörg Júlíusdóttir, f. 1934, fv. bankamaður, búsett í Borgarnesi. Laufey Karlsdóttir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú hefur lagt hart að þér og nú ferð þú að sjá fram á árangur erfiðis þíns. Búðu þig undir að fyrr eða síðar reyni á út- sjónarsemi þína. 20. apríl - 20. maí  Naut Það er orðið tímabært að þú dekrir svolítið við sjálfan þig. Gerðu þér grein fyr- ir því hvað skiptir máli svo þú vitir fyrir hverju þú ert að vinna. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú hefur sæst við hlutina sem þú ræður ekkert við. Láttu flugeldasýningar annarra sem vind um eyru þjóta því þeir eru síst betri menn en þú. Láttu því vera að taka stórar ákvarðanir. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Slíðraðu sverðin og láttu ekki ómerkilegar þrætur eyðileggja ágætan dag. Veittu það sem þú vilt veita og getur veitt. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú ættir að líta yfir farinn veg í dag og velta því fyrir þér hvar þú viljir verða eftir tíu ár. Láttu samt ekki hugfallast því annars gæti gott tækifæri farið forgörðum. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Vani getur verið þægilegur. Breyttu vinnulaginu svo þú náir sem mestum ár- angri á þeim tíma sem þú ætlar þér. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú ættir að slaka svolítið á og hvíla þig. Mundu að hrapa ekki að álitinu. Láttu samt öfund annarra ekki draga þig niður heldur láttu sem ekkert sé. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú ert nú loksins í þeirri að- stöðu að geta ráðið ferðinni. Leyfðu því öðrum að njóta sín og sinntu þínu. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Það er allt í lagi að vita ekki hvað tekur við. Undirbúðu þig vandlega og komdu svo beiðni þinni á framfæri. 22. des. - 19. janúar Steingeit Sköpunargáfa þín er með mesta móti í dag. Léttu á huga þínum og þá öðlastu þá ró sem þú þarfnast svo mjög. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú ert á góðri leið með að taka til í þínum eigin garði. Fólk er til í að vinna með þér, allt sem þú snertir verður að gulli. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú ert sannfærður um að þínar að- ferðir til að ná árangri séu þær bestu á all- an hátt. Nú er rétti tíminn til að ræða til- finningamálin. sagt alltaf að sinna yndislegum börnum sem þurfti að hafa svolítið fyrir.“ Ragna Freyja var í Ofvirkni- hópi Barna- og unglingageðdeildar Landspítalans, hélt fyrirlestra á vegum hópsins og gaf út Ofvirkni- bókina fyrir kennara og foreldra 2001 og birti greinar í blöðum. Ragna Freyja sat í stjórn Félags íslenskra sérkennara 1970-1974 og var formaður 1986-1990, var vara- bæjarfulltrúi í Kópavogi 1978, sat í félagsmálaráði Kópavogs 1973-78, formaður Alþýðubandalagsins í Kópavogi 1976-78 og formaður MFÍK 1980-1982. Hún var útnefnd heiðursfélagi Félags íslenskra sér- kennara 2012 og hlaut sérstaka við- urkenningu ADHD-samtakanna. Helstu áhugamál Rögnu Freyju hafa verið garðyrkja og steinasöfn- un. „Ég hef slípað mikið steina og er núna að mála myndir með eldri borgurum í Gullsmára í Kópavogi. Ég á enn stóran hluta af steinasafni mínu og svo fannst mér mjög gam- an að taka ljósmyndir og á meira en 20 möppur af þeim.“ Fjölskylda Eiginmaður Rögnu Freyju er Gísli Ólafur Pétursson, f. 31.3. 1940, kennari og fararstjóri. Þau gengu í hjónaband 31.3. 1959 og eru búsett í Kópavogi. Foreldrar Gísla voru hjónin Pétur Sumarliðason, f. 24.7. 1916, d. 5.9. 1981, kennari í Austur- bæjarskóla, og Guðrún Gísladóttir, f. 5.9. 1920, d. 2.7. 2013, bóka- og R agna Freyja Karls- dóttir fæddist 8. júní 1940 á Siglufirði og ólst þar upp. Hún var í sveit 6-7 ára í Gríms- ey hjá föðurömmu sinni og -afa, þar sem þau bjuggu í torfbæ. „Þar var hvorki vatn né rafmagn. Þar voru kýr, ær og hænsni og þar var algjör sjálfsþurftarbúskapur, þ.e.a.s slegið var með orfi og ljá, strokkað og kýrnar mjólkaðar með höndunum,“ segir Ragna Freyja. Ellefu ára var hún í barnagæslu á Vatnsenda í Kópavogi og næstu sumur vann hún í búð, í frystihúsi og við skóg- rækt. Ragna Freyja var í barnaskóla Siglufjarðar til 11 ára aldurs þegar fjölskyldan flutti í Kópavog. Hún gekk í Kópavogsskóla, lauk lands- prófi í Flensborg í Hafnarfirði og kennaraprófi frá Kennaraskóla Ís- lands 1960. Eftir kennarapróf kenndi hún í grunnskóla Grindavík- ur tvo vetur, síðan átta vetur við Kópavogsskóla. Veturinn 1968-1969 fór Ragna Freyja fyrst í framhalds- nám í sérkennslufræðum við Kenn- araháskóla Íslands. Þar var hún ein af níu nemendum í sérkennslunámi og voru þeir fyrstu menntuðu ís- lensku sérkennararnir sem útskrif- uðust þaðan. 1969-1970 var síðan öll fjölskyldan í Noregi og þar lauk Ragna Freyja prófi um vorið frá Sérkennaraháskólanum í Osló. Sér- grein hennar var kennsla nemenda sem áttu í félagslegum, tilfinninga- legum og geðrænum erfiðleikum. Hún var síðan í starfsleikninámi við KHÍ 1987-89. Eftir námið í Osló vann Ragna Freyja við sálfræðiþjónustu í Garðabæ 1970-71 og var skólastjóri við heimavistarskóla í Hlaðgerðar- koti í Mosfellssveit 1971-72. Þá var hún forstöðumaður sérkennslu- stöðvar í Kópavogi 1972-83 og skólastjóri Dalbrautarskóla 1984- 97. Síðan var hún sérkennari við Smáraskóla í Kópavogi og við Mýr- arhúsaskóla á Seltjarnarnesi og 2000-2010 var hún sjálfstætt starf- andi kennsluráðgjafi, sérstaklega um nemendur með ADHD og ann- an hegðunarvanda. „Ég var sem skjalavörður á Orkustofnun. Börn Gísla og Rögnu Freyju eru 1) Ólafur Freyr, f. 12.9. 1959, tæknifræðingur í Reykjavík, fyrr- verandi maki: Lilja Sigurðardóttir. Börn þeirra eru a) Ólafur Ari Sigurbjörnsson, f. 1981, barn Lilju af fyrra hjónabandi, maki: Hall- fríður Björgvinsdóttir, þeirra börn: Sigurbjörn Hörður, Björgvin Ágúst og Kristín Lilja Aradóttir; b) Assa Ósk, f. 1987, maki: Steinar Smári Hilmarsson, þeirra börn: Aþena Ísey og Jökull Arnar, c) Arna Björt, f. 1989, d) Ágúst Örn, f. 1994; 2) Ragna Freyja, f. 11.11. 1960, kennari á Möltu, maki: Þórir Hálf- dánarson. Dóttir þeirra er Berta Rögn Zhu, f. 2004. Dóttir Rögnu Freyju með fv. eiginmanni, Gunn- laugi Ragnari Magnússyni, er Lind, f. 1983; 3) Freyja Rún, f. 7.6. 1962, ferðafræðingur í Noregi. Dóttir hennar með fv. sambýlismanni, Björnar Bergseng, er Íris Hild, f. 1993; 4) ættleiddur sonur, Davíð Karl Sigursveinsson, f. 7.1. 1978, var hjá Rögnu Freyju og Gísla frá 6 Ragna Freyja Karlsdóttir, sérkennari á grunn- og framhaldsskólastigi – 80 ára Við Tungnaá Ragna Freyja ásamt börnum sínum, systurdóttur og bróður. Sinnti alltaf yndislegum börnum Nýgift Ragna Freyja og Gísli Ólafur á brúðkaupsdeginum. Afmælisbarnið Ragna Freyja. 40 ára Eva er Reyk- víkingur, ólst upp á Skólavörðuholtinu og býr í Vogunum. Hún er með BA-gráðu í sagn- fræði frá Háskóla Ís- lands og er heima- vinnandi. Maki: Stefán Þórhallur Björnsson, f. 1979, endurskoðandi hjá EY. Dætur: Hildur Emma, f. 2007, Elín Ósk, f. 2010, og Freyja Sif, f. 2014. Foreldrar: Benedikt Hjartarson, f. 1957, bakari og eigandi Hagabakarís, og Elín Borg, f. 1959, hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum. Þau eru búsett í Reykjavík. Eva Dögg Benediktsdóttir Til hamingju með daginn www.flugger.is Viðarvörnina fyrir pallinn færðu hjá Flügger Börn og brúðhjón Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.