Morgunblaðið - 20.06.2020, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JÚNÍ 2020
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Þær Katrín Þórhallsdóttir og Eydís
Anna Thorstensen, Reykjavíkur-
dætur sem báðar eru fæddar árið
2013 og búa við Stangarholt, voru
Pawel Bartoszek, forseta borgar-
stjórnar Reykjavíkur, til aðstoðar
þegar hann lagði blómsveig að leiði
Bríetar Bjarnhéðinsdóttur í Hóla-
vallakirkjugarði í gær. Stundin var
hátíðleg og lengi hefur tíðkast að
minnast Brítetar með þessu móti.
Hún var brautryðjandi í réttinda-
baráttu íslenskra kvenna og meðal
fyrstu kvennanna sem kjörnar voru
í borgarstjórn árið 1908. Þá lét
Bríet að sér kveða sem útgefandi, í
verkalýðsbaráttu og víðar og var
þannig kona sem markaði spor í
samtíð sinni og sögu.
Nafni Bríetar er haldið víða á
lofti og eftir henni er meðal annars
nefnd gatan Bríetartún, það er
hluti Skúlagötu sem fékk þetta
nýja nafn árið 2011. Hins vegar er
19. júní dagurinn sem íslenskar
konur fengu fyrst kosningarétt,
það var árið 1915, og þess var veg-
lega minnst fyrir fjórum árum þeg-
ar öld var liðin frá þessum tíma-
mótum.
Merkiskonu minnst í Hólavallakirkjugarði á baráttudegi íslenskra kvenna
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Blómin voru
lögð á leiði
Bríetar í gær
Pétur Magnússon
petur@mbl.is
Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsu-
gæslu höfuðborgarsvæðisins, hefur
miklar áhyggjur af fyrirhuguðu verk-
falli hjúkrunarfræðinga, sem hefst á
mánudagsmorgun ef ekki hafa náðst
samningar fyrir þann tíma.
Verkfallið hefði víðtæk áhrif á
starfsemi heilsugæslustöðva. Þannig
væri ekki hægt að halda úti ung-
barnavernd eða hjúkrunarvakt,
heimahjúkrun yrði unnin eftir neyð-
arplani og þjónusta við aldraða, síma-
þjónusta hjúkrunarfræðinga, net-
spjall og þjónusta við geðheilsuteymi
myndi skerðast.
Heilsugæslan mun sækja um
undanþágur til að geta haldið úti
þjónustu sem talin er lífsnauðsynleg.
Óskar segir að heilsugæslan undirbúi
nú umsóknir en það komi í ljós um
helgina til hvaða þjónustu þær muni
ná. Víst er að það mun nái til neyðar-
þjónustu og annarrar þar sem „líf og
heilsa liggur við“.
Milljarðsuppbót samþykkt
Alþingi hefur samþykkt tillögu
heilbrigðisráðherra um að umbuna
starfsfólki Landspítalans sem staðið
hefur vaktina vegna kórónuveiru-
faraldursins. Upphæð umbunarinnar
fer eftir viðveru starfsmanns í mars
og apríl, en hún getur numið allt að
250 þúsund krónum fyrir starfsmenn
í A-hópi og 105 þúsund fyrir starfs-
menn í B-hópi. Páll Matthíasson, for-
stjóri Landspítalans, greindi frá
þessu í forstjórapistli sínum í gær.
Páll segir í pistlinum að í byrjun
apríl hafi hann óskað eftir því við heil-
brigðisráðherra „að okkur yrði gert
kleift að umbuna með beinum hætti
starfsfólki sem tók þátt í þessu
gríðarlega átaki með okkur“.
Forstjórinn víkur orðum sínum
einnig að kjaradeilu hjúkrunarfræð-
inga í pistlinum, en að óbreyttu er allt
útlit fyrir að á mánudagsmorgun
skelli á allsherjarverkfall Félags ís-
lenskra hjúkrunarfræðinga.
„Eftir erfiðan vetur og sérstaklega
þungan fyrir starfsfólk okkar, þar
sem hjúkrunarfræðingar voru sann-
arlega hryggjarstykkið í starfsem-
inni, er afleitt að þetta sé sú staða sem
uppi er,“ segir Páll.
„Landspítali sinnir mikilvægri en
jafnframt viðkvæmri og flókinni
starfsemi og það er skaðlegt þegar
starfsemin er sett í uppnám vegna
kjaradeilna ríkis og stéttarfélaga.“
Undanþágur fyrir neyðarþjónustu
Verkfall hjúkrunarfræðinga hefði víðtæk áhrif á starfsemi heilsugæslustöðva og Landspítala
Ungbarnavernd fellur niður Alþingi samþykkti umbun fyrir heilbrigðisstarfsfólk vegna COVID-19
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Fundað Reynt verður eftir fremsta megni að afstýra verkfalli á fundi í dag.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Stefnt er að því að úthluta tveimur
lóðum fyrir íshella og aðstöðu ferða-
þjónustufyrirtækja á suðurhlið
Langjökuls og Suðurjökli Langjök-
uls. Ferðaþjónustufyrirtæki sem
bjóða vélsleðaferðir hafa verið í sam-
bandi við sveitarstjórn Bláskóga-
byggðar vegna þessa máls.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar
vinnur að kynningu á skipulags- og
matslýsingu vegna breytingar á að-
alskipulagi og tveggja deiliskipulaga
fyrir íshella. Fela breytingarnar í
sér að skilgreind verða afþreyingar-
og ferðamannasvæði á Langjökli. Í
deiliskipulagi verða sett skilyrði um
landnotkun, lóðir, byggingar og
vernd náttúru- og menningarminja.
Ef þetta gengur eftir verða gerðir
tveir íshellar í Langjökli, sem
áfangastaðir fyrir ferðafólk. Annar
verður í suðurhlið Langjökuls, ná-
lægt innstu Jarlhettum, en hinn neð-
arlega í Suðurjökli.
Fyrir öryggi og umhverfi
Helgi Kjartansson, oddviti Blá-
skógabyggðar, segir að ferðaþjón-
ustufyrirtæki hafi óskað eftir að fá
lóðir uppi á jöklinum. Þarna séu nú
tvö fyrirtæki með vélsleðaferðir og
þau nýti náttúrulega íshella að ein-
hverju leyti. Segir Helgi að það geti
verið skynsamlegt út frá sjónarmið-
um um öryggi ferðafólks og um-
hverfismál að koma skipulagi á þessi
mál.
Íshellarnir Into the Glacier Borg-
arfjarðarmegin í Langjökli eru vin-
sæll áfangastaður ferðafólks.
Langjökull er þjóðlenda. Helgi
segir að sveitarfélagið þurfi að semja
við forsætisráðuneytið um að fá
þessar lóðir og auglýsa þær síðan til
úthlutunar.
Nýir íshellar á Langjökli
Breytingar á
skipulagi fyrir suð-
urhlið jökulsins
Íshellir Náttúrulegir og grafnir ís-
hellar eru vinsælir hjá ferðafólki.
www.kofaroghus.is - sími 553 1545
339.000 kr.
Tilboðsverð
BREKKA 34 - 9 fm
518.000 kr.
Tilboðsverð
STAPI - 14,98 fm
389.000 kr.
Tilboðsverð
NAUST - 14,44 fm
34mm
34mm44mm
Ítarlegar upplýsingar og teikningar ásamt ýmsum öðrum fróðleik
má finna á vef okkar
VORTILBOÐ Á GARÐHÚSUM!
Þrjú kórónuveirusmit greind-
ust á liðnum sólarhring. Tveir
hinna smituðu voru lög-
regluþjónar á Suðurlandi, sem
höfðu verið í sóttkví eftir af-
skipti af smituðum búð-
arþjófum í síðustu viku. Sá
þriðji sem greindist var far-
þegi frá Kaupmannahöfn sem
fór í sýnatöku í Leifsstöð.
Hann reyndist hafa gamalt
smit og er því ekki lengur tal-
in hætta á að hann smiti frá
sér.
Þrjú ný smit
greindust
KÓRÓNUVEIRAN