Morgunblaðið - 20.06.2020, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 20.06.2020, Blaðsíða 40
40 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JÚNÍ 2020 Lengjudeild karla Þór – Grindavík ........................................ 2:1 Keflavík – Afturelding ............................. 5:1 Þróttur R. – Leiknir R. ............................ 1:3 3. deild karla KV – Reynir S........................................... 3:4 Lengjudeild kvenna Víkingur R. – ÍA ....................................... 1:1 Grótta – Fjölnir ........................................ 1:0 Haukar – Augnablik................................. 1:1 England Norwich – Southampton.......................... 0:3 Tottenham – Manchester United ........... 1:1 Staðan: Liverpool 29 27 1 1 66:21 82 Manch.City 29 19 3 7 71:31 60 Leicester 29 16 5 8 58:28 53 Chelsea 29 14 6 9 51:39 48 Manch.Utd 30 12 10 8 45:31 46 Sheffield Utd 29 11 11 7 30:25 44 Wolves 29 10 13 6 41:34 43 Tottenham 30 11 9 10 48:41 42 Arsenal 29 9 13 7 40:39 40 Burnley 29 11 6 12 34:40 39 Crystal Palace 29 10 9 10 26:32 39 Everton 29 10 7 12 37:46 37 Southampton 30 11 4 15 38:52 37 Newcastle 29 9 8 12 25:41 35 Brighton 29 6 11 12 32:40 29 West Ham 29 7 6 16 35:50 27 Watford 29 6 9 14 27:44 27 Bournemouth 29 7 6 16 29:47 27 Aston Villa 29 7 5 17 34:56 26 Norwich 30 5 6 19 25:55 21 Ítalía B-deild: Spezia – Empoli ....................................... 1:0  Sveinn Aron Guðjohnsen var varamaður hjá Spezia og kom ekki við sögu. Spánn Granada – Villarreal................................. 0:1 Mallorca – Leganés.................................. 1:1 Sevilla – Barcelona................................... 0:0 Staða efstu liða: Barcelona 30 20 5 5 69:31 65 Real Madrid 29 18 8 3 55:20 62 Sevilla 30 14 10 6 42:30 52 Atlético Madrid 29 12 13 4 37:22 49 Getafe 29 13 8 8 38:27 47 Real Sociedad 29 14 5 10 46:36 47 Villarreal 30 14 5 11 47:38 47 Valencia 29 11 10 8 39:43 43  Katla María Þórðardóttir, varnar- maður Fylkis í úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu, er að glíma við meiðsli í nára en þetta staðfesti Kjartan Stefánsson, þjálfari liðsins, í samtali við Morgunblaðið í gær. Katla fór meidd af velli í fyrri hálfleik í 3:1-sigri Fylkis gegn KR í 2. umferð deildarinnar í vikunni og er óvíst hvort hún geti leikið með liðinu 23. júní þegar Árbæingar fá nýliða Þróttar í heimsókn í 3. um- ferð deildarinnar. Glímir við meiðsli í nára KNATTSPYRNA Úrvalsdeild karla, Pepsi Max-deildin: Greifavöllur: KA – Víkingur R ......... L13:30 Vivaldi-völlur: Grótta – Valur........... L15.45 Meistaravellir: KR – HK ....................... L18 Extra-völlur: Fjölnir – Stjarnan....... S16.45 Kaplakriki: FH – ÍA .......................... S19.15 Würth-völlur: Fylkir – Breiðablik.... S19.15 1. deild karla, Lengjudeildin: Framvöllur: Fram – Leiknir F.............. L13 Hásteinsvöllur: ÍBV – Magni ................ L14 Ólafsvíkurv.: Víkingur Ó. – Vestri ........ L14 2. deild karla: Ásvellir: Haukar – Fjarðabyggð........... L13 Dalvíkurv.: Dalvík/Reynir – Þróttur V. L13 Rafholtsvöllur: Njarðvík – Völsungur.. L14 Nesfiskvöllur: Víðir – Kórdrengir ........ L14 Hertz-völlur: ÍR – KF ............................ L16 3. deild karla: Kópavogsv.: Augnablik – Einherji........ L14 Sindravellir: Sindri – KFG .................... L14 Sauðárkr.: Tindastóll – Höttur/Huginn L16 Úrvalsdeild kvenna, Pepsi Max-deildin: Þórsvöllur: Þór/KA – ÍBV ................ L15.30 1. deild kvenna, Lengjudeildin: Vodafonev.: Völsungur – Keflavík......... S12 2. deild kvenna: Fjarðabyggðarhöll: FHL – Fram .... S13.30 Kórinn: HK – Hamar.............................. S14 Hertz-völlur: ÍR – Sindri........................ S14 Boginn: Hamrarnir – Grindavík............ S16 GOLF Íslandsmótinu í holukeppni lýkur á Akur- eyri um helgina. Í dag er lokaumferð riðla- keppni leikin fyrir hádegi og átta manna úrslit hefjast kl. 14. Undanúrslit eru fyrir hádegi á morgun og úrslitaleikir hefjast í hádeginu. UM HELGINA! ÍA og Haukar misstigu sig bæði í fyrstu leikjum sínum í 1. deild kvenna í knattspyrnu, Lengjudeild- inni, í gærkvöldi en deildin hófst formlega á fimmtudaginn síðasta þegar Tindastóll lagði Aftureldingu að velli með tveimur mörkum gegn engu að Varmá í Mosfellsbæ. ÍA heimsótti Víkinga sem tefla fram kvennaliði á Íslandsmótinu í sumar í fyrsta sinn síðan 1985. Nadía Atladóttir kom Víkingum yfir á 22. mínútu og virtist allt stefna í sigur Víkinga í fyrsta heimaleiknum í 35 ár þegar María Björk Ómars- dóttir jafnaði metin fyrir ÍA í upp- bótartíma. Í Hafnarfirði tóku Haukar, sem spáð er sæti í efstu deild í spá þjálf- ara, fyrirliða og forráðamanna liða í deildinni, á móti Augnabliki. Vienna Behnke kom Haukum yfir á 26. mín- útu en Birta Birgisdóttir jafnaði metin fyrir Augnablik á 41. mínútu og þar við sat. Þá reyndist Helga Rakel Fjalars- dóttir hetja Gróttu en hún tryggði Seltirningum sigur gegn Fjölni á Vi- valdi-vellinum á Seltjarnarnesi. Leiknum lauk með 1:0-sigri en Helga Rakel skoraði sigurmark ný- liðanna á 77. mínútu. 1. umferðinni lýkur á morgun með leik Völsungs og Keflavíkur. Lítið skorað í fyrstu leikjunum  Nýliðar Gróttu fara vel af stað Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Vörn Nadía Atladóttir, Víkingi, reynir að verjast Evu Maríu Jónsdóttur, ÍA. stöðu með 2 stig eftir fyrstu tvo leiki sína. Saga Traustadóttir, sem á titil að verja á Akureyri, er einnig í efsta sæti síns riðils með 2 stig eft- ir fyrstu tvær umferðirnar. Í dag fer svo fram þriðja umferð mótsins og þá skýrist hvaða kylf- ingar fara áfram í átta liða úrslit keppninnar sem verða einnig spiluð síðar í dag. Á morgun ráðast svo úrslitin en undanúrslitin hefjast klukkan 8 karlamegin og 8:16 kvennamegin. Úrslitarimmurnar fara svo fram eftir hádegi á morg- un í bæði karla- og kvennaflokki. Kristófer Karl Karlsson, átján ára gamall kylfingur úr Golfklúbbi Mosfellsbæjar, gerði sér lítið fyrir og vann sigur gegn atvinnukylf- ingnum Haraldi Franklín Magnús í riðlakeppni Íslandsmótsins í holu- keppni sem hófst á Jaðarsvelli á Akureyri í gær. Haraldur er í slæmri stöðu en hann þarf nú að treysta á úrslit í öðrum leikjum til þess að eiga von um að komast upp úr riðli 3 og í átta liða úrslit keppn- innar. Alls er leikið í átta, fjögurra manna riðlum, en aðeins mun efsti maður hvers riðils komast áfram í átta liða úrslitin. Þá er Rúnar Arn- órsson, ríkjandi Íslandsmeistari í holukeppni, í vænlegri stöðu en hann vann báða leiki sína í gær. Ís- landsmeistarinn Guðmundur Ágúst Kristjánsson einnig í þægilegri stöðu í efsta sæti síns riðils með 2 stig, sem og atvinnukylfingurinn Axel Bóasson. Í kvennaflokki er einnig hart barist en þar eru atvinnukylfing- arnir Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Val- dís Þóra Jónsdóttir allar í þægilegri Meistararnir í vænlegri stöðu Ljósmynd/GSÍ Bikar Saga Traustadóttir og Rúnar Arnórsson eiga titla að verja. Paul Pogba, miðjumaður enska knattspyrnufélagsins Manchester United, spilaði sinn fyrsta leik fyrir félagið síðan í desember á síðasta ári þegar hann kom inn á sem varamað- ur á 63. mínútu gegn Tottenham í ensku úrvalsdeildinni á Tottenham Hotspur-vellinum í London í gær. Leiknum lauk með 1:1-jafntefli en Pogba kom inn á sem varamaður fyr- ir Fred í stöðunni 1:0, Tottenham í vil. Pogba lét strax til sín taka og þegar tíu mínútur voru til leiksloka fór hann ansi illa með Eric Dier, varnarmann Tottenham, á hægri kantinum. Pogba keyrði í átt að marki og Dier togaði hann klaufa- lega niður í vítateignum. Vítaspyrna var dæmd og úr henni skoraði Portúgalinn Bruno Fernandes af miklu öryggi. Stigið gerir lítið fyrir bæði lið sem eru í harðri baráttu um sæti í Meist- aradeildinni á næstu leiktíð en Tott- enham er í áttunda sæti deildarinnar með 42 stig, sex stigum minna en Chelsea sem er í fjórða sæti deild- arinnar, á meðan United er í fimmta sætinu með 46 stig. Chelsea á leik til góða á bæði lið. AFP Glíma Erik Lamela og Paul Pogba takast á í London í gærkvöldi. Umdeildur Pogba gerði gæfumuninn  Jafntefli niðurstaðan í London Keflavík gaf tóninn strax í fyrstu umferð 1. deildar karla í knatt- spyrnu, Lengjudeildarinnar, þegar liðið vann stórsigur gegn Aftureld- ingu á Nettó-vellinum í Keflavík í gær. Leiknum lauk með 5:1-stórsigri Keflvíkinga en staðan að loknum fyrri hálfleik var 3:0, Keflavík í vil. Adam Árni Róbertsson skoraði tvö mörk fyrir Keflavík og þá skor- uðu þeir Nacho Heras, Josep Arthur Gibbs og Helgi Þór Jónsson sitt markið hver. Alejandro Zambrano skoraði eina mark Aftureldingar á 65. mínútu í stöðunni 4:0. Þá reyndist Spánverjinn Álvaro Montejo hetja Þórsara þegar liðið fékk Grindavík í heimsókn á Þórs- völl á Akureyri en Montejo skoraði sigurmark Akureyringa á 89. mín- útu. Fannar Daði Malmquist Gísla- son kom Þórsurum yfir á 7. mínútu en Aron Jóhannsson jafnaði metin fyrir Grindavík átta mínútum síðar. Leiknismenn sóttu svo þrjú stig í Laugardalinn þegar liðið heimsótti Þrótt en Vuk Oskar Dimitrijevic, Daníel Finns Matthíasson og Máni Austmann Hilmarsson skoruðu mörk Leiknis. Esau Rojo skoraði mark Þróttara á 82. mínútu. Fyrstu umferðinni lýkur í dag með þremur leikjum. Ljósmynd/Þórir Tryggvason Móttaka Álvaro Montejo reynir að snúa með Nemanja Latinovic í bakinu. Yfirlýsing í fyrsta leik í Keflavík  Dramatískur sigur Þórs á Akureyri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.