Morgunblaðið - 20.06.2020, Síða 38

Morgunblaðið - 20.06.2020, Síða 38
38 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JÚNÍ 2020 50 ára Eiríkur ólst upp á Djúpavík á Ströndum en býr á Skagaströnd. Hann er skipstjóri á Dagrúnu hjá Útgerðar- félaginu Djúpavík og situr í stjórn Björg- unarsveitarinnar Strönd. Maki: Jóhanna Sigurjónsdóttir, f. 1971, bókari, launafulltrúi og gjaldkeri hjá Sveitarfélaginu Skagaströnd. Synir: Sigurjón Elí, f. 1995, Friðmar Kári, f. 1998, og Ívan Orri, f. 2003. Foreldrar: Lýður Hallbertsson, f. 1936, útgerðarmaður og eigandi Djúpavíkur, og Guðbjörg Eiríksdóttir, f. 1943, húsmóðir og bókari hjá Djúpavík. Þau eru búsett á Skagaströnd. Eiríkur Gunnar Lýðsson Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Það er ekki víst að þú ráðir við að aðstoða vin þinn í dag. Sú breytni er und- irstaða sátta og samkomulags. Leggðu á ráðin um ferðalög eða aukna menntun. 20. apríl - 20. maí  Naut Viljir þú hafa áhrif og koma sjálfum þér á framfæri skaltu gera það með því að vera þú sjálfur. Vertu viðbúinn því að eitt- hvað óvænt komi í ljós. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Undirbúningur er þýðingarmikill því hann flýtir fyrir árangri og styttir leiðina að settu marki. Fáðu vin þinn með í ævintýrið þitt. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú getur fengið upplýsingarnar sem þú þarfnast með því að spyrja. Seinna í dag leggjast allar þessar góðu fyrirætlanir á eitt og verða að einhverju raunverulegu. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Loksins öðlast þú viðurkenningu fyrir framlag þitt og mátt gjarnan skemmta þér af því tilefni. Sinntu því skyldum þínum af kostgæfni. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú átt svo auðvelt með að fara þínu fram, að þú þarft að gæta þess að ganga ekki of nærri öðrum. Fólk sem kallar fram það besta í þér á skilið meira af tíma þínum. 23. sept. - 22. okt.  Vog Það er ekki hægt að velta hlutunum endalaust fyrir sér. Gakktu til verks af opn- um huga. Lundin léttist og þú öðlast nýtt sjónarhorn. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Útlitið er gott hvað varðar við- skiptahugmyndir og áætlanir fyrir framtíð- ina. Gættu þess að þú fáir þá hvíld sem þú þarft á að halda. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Sérkennileg atburðarás kann að leiða til þess að þú hljótir loks umbun erfiðis þíns. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú hefur mikla möguleika á að lenda í spennandi ástarævintýri þessa dag- ana. Gagnrýni er ekki góð ef hún á ekki rétt á sér. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Reyndu að halda aftur af þér í samtölum við aðra; þeir þurfa líka að kom- ast að með sín sjónarmið. 19. feb. - 20. mars Fiskar Veltu ekki of lengi fyrir þér hvernig þú átt að framkvæma hlutina því þú gætir orðið of seinn. Reyndu að ná heildarsýn til þess að þú getir vegið og metið aðstæður. unda hundrað nafna gesta víðsvegar af landinu sem komu gagngert til að skoða þessa nýju fjósgerð. Þorvarður lést 2007 eftir veikindi og þá stóð ég frammi fyrir tveimur valkostum, kaupa hans hlut af erf- ingjum eða hætta rekstri, seinni kosturinn varð fyrir valinu.“ Frá árinu 2002 hefur Guðmundur verið annar tveggja úttektarmanna sam- kvæmt ábúðarlögum, en þeirra hlut- verk er að meta eignir fráfarandi ábúenda, aðallega á ríkis og kirkju- jörðum, ásamt því að annast land- skipti. „Ég hef á þessu tímabili heimsótt liðlega 200 jarðir víðs veg- ar um landið. Þá hef ég setið sem meðdómari í Héraðsdómi Suður- lands í landskiptamáli.“ Upp úr 1980 fór Guðmundur að hafa afskipti af félagsmálum bænda. Hann var formaður Búnaðarfélags Sandvíkurhrepps í sinni sveit í 30 ár. Hann var einn af stofnendum Fé- lags kúabænda á Suðurlandi sem var fyrsta búgreinafélagið í hefð- G uðmundur Lárusson er fæddur 20. júní 1950 á Stekkum í Sandvíkur- hreppi sem nú er hluti af Sveitarfélaginu Ár- borg. „Ég ólst upp í húsinu sem ég fæddist í til 22 ára aldurs en flutti þá ásamt eiginkonu minni í nýbyggt hús á jörðinni og hef því ekki búið víða á lífsleiðinni.“ Guðmundur gekk í Barnaskóla Selfoss og síðar í Gagnfræðaskóla Selfoss og lauk þaðan landsprófi. „Í Sandvíkurhreppi var ekki skóli, kirkja né félagsheimili, heldur var þessi þjónusta öll sótt að Selfossi en miðbærinn er í 5 km fjarlægð frá Stekkum. Ég hlaut því ekki dæmi- gert sveitauppeldi sem kann að hafa mótað skoðanir mínar meira að einhvers konar þéttbýlisskoð- unum. Á Sandvíkurtorfunni voru mörg heimili og barnmargar fjöl- skyldur og sérstaklega yfir sum- artímann voru oft tugir krakka á líkum aldri saman í leikjum á kvöldin. Ég var aðeins 13 ára þegar faðir minn lést af slysförum, þessi at- burður gjörbreytti hag fjölskyld- unnar, en tekin var ákvörðun um að halda áfram búskap sem tókst með samstilltu átaki stórfjölskyldunnar og góðra nágranna. Upp úr 1970 var stofnað félagsbú sem að stóðu móðir mín, Þorvarður bróðir minn og ég, en eftir að móðir mín komst á aldur hætti hún aðild að búrekstr- inum.“ Öll útihús á Stekkum voru byggð upp á árunum 1972-1977 og lögð að- aláhersla á mjólkurframleiðslu, sauðfjárkvóta var skipt yfir í mjólk, enda talin lítil von um hagnað af sauðfé. Eftir kynnisferðir til Dan- merkur var ráðist í stórfelldar breytingar á rekstri búsins árin 1997-98. „Var þessi breyting ein sú fyrsta hérlendis þar sem hefð- bundnir básar voru aflagðir en þess í stað byggt á lausagöngu gripa með sérstökum át-, legusvæðum og mjaltaaðstöðu. Samhliða var keypt- ur aukinn kvóti og var búið á þess- um tíma meðal stærstu innleggj- enda hjá Mjólkurbúi Flóamanna. Í gestabók búsins er að finna á sjö- bundnum búgreinum og fyrsti for- maður þess félags, formaður Lands- sambands kúabænda, Hestamanna- félagsins Sleipnis, Ræktunar- sambands Flóa og Skeiða og Kjöt- framleiðanda ehf. Hann sat aðal- fundi Stéttarsambands bænda og á Búnaðarþingi, var í Framleiðsluráði landbúnaðarins, auk þess sem hann sat í fjölda nefnda á vegum bænda, m.a. Verðlagsnefnd búvara og samninganefndum um búvörusamn- inga. „Ég tók 3. sæti á lista Alþýðu- bandalags vegna kosninga til Al- þingis 1995, það sæti var ekki talið líklegt til þingsetu, samt lenti ég í því að sitja þar nokkrar vikur sem varamaður Margrétar Frímanns- dóttur. Sú seta féll mér ekki vel og þegar flokkurinn var lagður niður lauk afskiptum mínum af pólitík að mestu. Við búskaparlok hófum við hjónin byggingu frístundahúss á landi Nautabús þar sem Margrét kona mín ólst upp. Þar hefur fjölskyldan Guðmundur Lárusson, fyrrverandi bóndi – 70 ára Fjölskyldan Guðmundur og Margrét ásamt sonum, tengdadætrum, barnabörnum og viðhengjum í Skagafirði í gær þar sem Guðmundur fagnar stórafmælinu. Á myndina vantar Elías Óttar Lárusson sem var sá eini sem komst ekki. Hefur búið á Stekkum alla tíð Hjónin Guðmundur og Margrét. 40 ára Halla ólst upp í Njarðvík en býr í Kópavogi. Hún er lög- fræðingur að mennt frá Bifröst og er lög- maður hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Maki: Brynjar Örn Sigmundsson, f. 1974, innkaupastjóri hjá Pennanum. Dætur: Guðrún Elfa, f. 2001, Bryndís Eva, f. 2010, og Emelía Rún, f. 2012. Foreldrar: Elínborg Ellertsdóttir, f. 1957, sérfræðingur hjá Samgöngustofu, og Les Evans, f. 1955, fv. hermaður, bús. í Toronto. Stjúpfaðir er Bjarne P. Svend- sen, f. 1956, starfsmaður hjá Isavia. Elínborg og Bjarne eru búsett í Reykja- nesbæ. Halla Björg Evans Til hamingju með daginn Reykjavík Hrafnhildur Lára Arnþórsdóttir fæddist 25. júní 2019 í Reykjavík. Hún vó 3.685 g og var 51 cm að lengd. Foreldrar hennar eru Arn- þór Reynisson og Rakel Grettisdóttir. Nýr borgari Smiðshöfða 9, 110 Rvk. logoflex@logoflex.is 577 7701 www.logoflex.is Fánaprentun

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.