Morgunblaðið - 20.06.2020, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 20.06.2020, Blaðsíða 10
Það teygðist á umræðum á Alþingi í fyrradag og í fyrrinótt um þegar samgönguáætlanir til fimm ára og til ársins 2034 voru teknar til síðari umræðu. Stóð umræðan yfir frá klukkan 15 á fimmtudag og lauk ekki fyrr en tólf tímum síða upp úr klukkan þrjú í fyrrinótt. Þingmenn Miðflokksins tóku mikinn þátt í um- ræðunum og voru einir samfleytt í pontu frá því um kvöldið og í sex klukkustundir fram eftir nóttu eða þar til Steingrímur J. Sigfússon þingforseti sleit þingfundi kl. 03:16. „Forseti hvetur því háttvirta þingmenn til að hug- leiða hvort þeir geti nú ekki þjappað sínum sjón- armiðum þannig saman að þegar þessari umræðu heldur fram á næsta fundi, þá taki það ekki langan tíma,“ sagði Steingrímur áður en hann sleit fundi. Þingmenn Miðflokksins hafa lýst sig andsnúna samgönguáætluninni sem er gerð til fimm ára. Kváðust þeir flestir hverjir mótfallnir þeirri upp- byggingu sem fram á að fara á almennings- samgöngum en Ólafur Ísleifsson, þingmaður Mið- flokksins, sagði það hafa verið fyrir „níu árum og níu milljörðum síðan“ að ráðist var í slíka uppbygg- ingu sem hefði litlu skilað. Tólf tímar fóru í að ræða um samgöngumál MIÐFLOKKSÞINGMENN SAMFLEYTT Í PONTU Í 6 KLST. VIÐ UMRÆÐUR UM SAMGÖNGUÁÆTLUN 10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JÚNÍ 2020 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Lagfæringar á Biskupsbeygju syðst á Holtavörðuheiði, gerð hringtorga við Landvegamót, á Eyrarbakka- vegi og á Flúðum og breikkun sex einbreiðra brúa, svo sem yfir Skjálf- andafljót við Fosshól og Núpsvötn. Þetta eru meðal verkefna sem meirihluti umhverfis- og samgöngu- nefndar Alþingis leggur til að verði flýtt og hafist handa um þegar í ár undir merkjum fjárfestingarátaks- ins 2020 sem ríkisstjórnin kynnti í vor. Alls eru til skiptanna 18 millj- arðar króna og þar af eru vega- málum eyrnamerktir 6,5 milljarðar til framkvæmda í ár. Önnur verkefni sem lagt er til, samkvæmt þingsályktunartillögu, að komist til framkvæmda eru m.a. breikkun brúa yfir Botnsá í Tálkna- firði, Bjarnadalsá í Önundarfirði og Gilsá í Skriðdal. Sömuleiðis er gerð tillaga um að bæta Þverárfellsveg til Skagastrandar við Laxá í Refasveit. Einnig á að verja auknum fjár- munum í ýmis vöktunarverkefni til að bæta viðbrögð við óveðri og ann- arri náttúruvá. Sömuleiðis verður einum milljarði króna varið til tengi- vega í dreifbýlinu, vega milli bæja og hverfa í sveitum víða um landið. Svigrúm gefst Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins á sæti í um- hverfis- og samgöngunefnd og er framsögumaður meirihlutans um samgönguáætlun. „Gildandi sam- gönguáætlun er í endurskoðun um þessar mundir og væntanlega gefst svigrúm til að flýta ýmsum fram- kvæmdum í krafti átaksverkefna sem ríkisstjórnin efnir til. Undir þeim formerkjum er í dag verið að endurbæta helstu stofnvegi út frá höfuðborgarsvæðinu og halda verð- ur áfram á þeirri braut,“ segir Vil- hjálmur. Rætt hefur verið um frekara fjár- festingarátak á árunum 2021-2023 fyrir allt að 60 milljarða króna. Vil- hjálmur segir það hugsanlega verða kynnt í haust í tengslum við ríkis- fjármálaáætlun. Þá komi til greina ýmis verkefni í vegagerð sem hafi verið undirbúin og hægt sé að hrinda í framkvæmd næsta fyr- irvaralítið. Í þessu sambandi – og litið til lengri tíma – megi nefna breikkun Reykjanesbrautar við Fitjar í Njarðvík og endurbætur á hringveginum innanbæjar á Ak- ureyri við Glerá. Gerð nýs vegar yf- ir Veiðileysuháls á Ströndum, end- urbætur á Vatnsnesvegi í Húnaþingi vestra og byggingu nýrr- ar brúar yfir Jökulsá á Fjöllum, svo eitthvað sé tiltekið. Skattlagning bíla verði sjálfbær Margt er undir í heildarendur- skoðun á framtíðarfjármögnun vegakerfisins sem nú er unnið að. Verkefnisstjórn um skattlagningu á notkun ökutækja var skipuð af fjár- málaráðherra síðasta haust og falið að koma fram með tillögur að fram- tíðarstefnu um sjálfbæra skattlagn- ingu bíla og tæknilega útfærslu slíkrar skattlagningar. Að mati nefndarinnar er ljóst að nýtt fyr- irkomulag við framtíðarfjármögnun verður vart tekið upp fyrr en árið 2022 eða 2023 og þá að því gefnu að tillögur um breytt fyrirkomulag liggi fyrir að minnsta kosti ári fyrr. Þá er stefnt að notendagjöldum í jarðgöngum samkvæmt endurskoð- aðri samgönguáætlun en frekari út- færsla gjalda mun koma fram við heildarendurskoðun á framtíð- arfjármögnun vegakerfisins. Í áformum um fjárfestingarátak til uppbyggingar innviða á allra næstu árum er margt undir. Vil- hjálmur segir mikilvægt að verk- efnum sem ýtt verður úr vör í ár verði fylgt eftir. Leiðarvísir þar verði skýrsla hóps sem greindi þörf á úrbótum í innviðum í kjölfar fár- viðrisins í desember á síðasta ári, sem sýndi þörf á framkvæmdum í vegamálum, við flugvelli, flug- stöðvar og flughlöð, hafnir, sjó- varnir, fjarskipti og svo mætti áfram telja. Mörgum verkefnum verði flýtt  Samgönguáætlun rædd á Alþingi  Fjárfestingarátak og vegagerð  Innviðir í uppbyggingu  Úrbætur á Veiðileysuhálsi og Vatnsnesi færast framar sem og smíði nýrrar brúar á Fjöllum Morgunblaðið/Sigurður Bogi Vegir Breikkun brúar yfir Núpsvötn hefur verið sett í forgang, enda þykir hún vera slysagildra, sbr. þegar þrír lét- ust þar seint á árinu 2018 þegar jeppi fór út af. Endurbætur á fleiri einbreiðum brúm þykja nauðsynlegar og þarfar. Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sín- um í gær tillögu forsætisráðherra um áframhaldandi samstarf ríkisins og Slysavarnafélagsins Lands- bjargar um kaup á þremur nýjum björgunarskipum. Tillagan gerir ráð fyrir 150 milljóna króna árlegri fjár- veitingu úr ríkissjóði í þrjú ár, eða alls 450 milljónir króna, með fyr- irvara um breytingar og samþykki Alþingis. Samhliða verði gert sam- komulag við Slysavarnafélagið Landsbjörg um fjármögnun og við- hald björgunarskipanna til lengri tíma. Tillögurnar byggja á vinnu starfs- hóps sem skipaður var í kjölfar þess að Alþingi samþykkti á 149. löggjaf- arþingi að vísa tillögu um eflingu björgunarskipaflota Landsbjargar til ríkisstjórnar. Núverandi floti orðinn gamall Í greinargerð með tillögunum kemur m.a. fram að björgunarskip Landsbjargar séu nú 13 talsins, staðsett víðs vegar um landið. Eru þau komin til ára sinna en meðalald- urinn er 34 ár. Elsta skipið hafði ver- ið tekið úr notkun en var virkjað tímabundið í kjölfar snjóflóðanna á Flateyri. Skipið var nýlega selt en það var orðið 43 ára gamalt. Jafnframt kemur fram í grein- argerðinni að ríkið hafi gert samn- inga við Landsbjörg á grunni skil- greindra verkefna. Samkvæmt fjárlögum fyrir þetta ár fær Lands- björg 233 milljónir á grundvelli fjög- urra samninga. Meginsamningurinn snýr að almannavörnum á hættu- og neyðartímum, skipulagningu og samhæfingu varðandi leit og björg- un, fræðslu björgunarsveita og rekstur björgunarskipa. 450 milljónir króna í ný björgunarskip  Ríkið áfram í sam- starfi við Landsbjörg  Þrjú skip keypt Morgunblaðið/Alfons Björgun Á næstu þremur árum verða þrjú ný skip keypt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.