Morgunblaðið - 20.06.2020, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 20.06.2020, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JÚNÍ 2020 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Kórónu-veiran hef-ur raskað flugi rækilega um allan heim eins og tilfinnanlega hefur orðið vart hér á landi. Vikum og mánuðum saman var vart flogið til lands- ins. Suma daga voru kannski ein eða tvær ferðir á áætlun og þeim var jafnvel aflýst. Um liðna helgi birtust myndir eftir Kristin Magnússon, ljósmynd- ara Morgunblaðsins, frá mannauðri Leifsstöð; þar sem áður hafði verið mannhaf var ekki hræðu að sjá. Þróunin í flugi undanfarna áratugi hefur verið með ólík- indum. Árið 1973 fóru 402 milljónir manna með flugi í heiminum. Í fyrra hafði sú tala tífaldast. Þá flugu 4.540 millj- ónir manna í heiminum. Í des- ember var því spáð að þróunin myndi halda áfram í sömu átt og 2040 yrðu flugfarþegar 9,4 milljarðar. Nú er því hins veg- ar spáð að flugfarþegum muni fækka um helming á þessu ári og fækka í 2.246 milljónir. Það er skuggalegt hrap, en gangi það eftir munu flugfarþegar í heiminum engu að síður verða fleiri á þessu ári en þeir voru árið 2008, þegar „aðeins“ 2.208 milljónir manna ferðuðust með flugi. Sveiflan er mun meira slá- andi hér á landi. Árið 1974 komu samtals 74.214 ferða- menn til Íslands og hafði fækkað um 13% frá árinu á undan. Frá þessu var greint í frétt í Morgunblaðinu 1975 og er merkilegt að þar er sagt að borið hefði á hræðslu vegna vaxandi fjölda ferðamanna hingað til lands. Í fyrra hafði orðið tutt- uguogsjöföldun á fjölda er- lendra ferðamanna á Íslandi frá 1974 eða aðeins 35 árum. Þá komu til landsins tvær milljónir ferðamanna. Mestur var fjöldinn hins vegar 2018 þegar 2,3 milljónir erlendra ferðmanna lögðu leið sína hingað. Ljóst er að veruleg fækkun verður á þessu ári og höggið er mikið. Samdrátturinn í flugi vegna kórónuveirunnar er gríð- arlegur. Hún hefur valdið flestum flugfélögum miklum búsifjum og voru mörg þeirra í vanda fyrir. Áhöld eru um horfur í flugi. Ýmsir telja að nú muni veru- lega draga úr ferðalögum, ekki síst í viðskiptaerindum. Netsamskipti hafi gefið góða raun á tímum hafta vegna veirunnar og eru mun ódýrari kostur en að flengjast álfa á milli í flugvélum. Vissulega skyldi þó ekki vanmeta tilhneig- ingu hlutanna til að falla í sama far- ið, en óvíst er hvað biðin eftir því gæti orðið löng. Það tók flugfélögin þrjú ár að ná sér eftir höggið vegna fjármálakreppunnar 2008. Stjórnvöld hafa verið snögg að hlaupa til vegna vanda flug- félaga. Stuðningur þýskra stjórnvalda við Lufthansa nemur níu milljörðum evra, franskra stjórnvalda við Air France sjö milljörðum evra og stuðningur bandarískra stjórnvalda við flugfélögin American Airlines, Delta Air- lines og Southwest Airlines samanlagt tæpum 12 millj- örðum evra. Ítalska flugfélagið Alitalia var á barmi gjaldþrots fyrir kórónuveirufaraldurinn og mátti því ekki við miklu. Í mars lýstu ítölsk stjórnvöld yfir því að flugfélagið yrði rík- isvætt og gæti yfirtakan kost- að ítalska ríkið 600 milljónir evra. Johan Lundgren, stjórnandi breska lággjaldaflugfélagsins Easyjet, gagnrýnir þennan stuðning í viðtali við Der Spie- gel og kveðst óttast að allur þessi stuðningur muni skekkja samkeppni gríðarlega. Hann vill ekki nefna nein nöfn, en segir að mörg þeirra flug- félaga, sem kölluð hafi verið flaggskip í greininni, hafi um árabil átt í rekstrarvanda, en nú sé viðkvæðið að verja þurfi lykilinnviði og tryggja sam- göngur viðkomandi lands við umheiminn. „Það getur ekki verið að moka eigi milljörðum á milljarða ofan í nokkur þeirra flugfélaga, sem eru hvað óskilvirkust og valda mestu loftslagstjóni,“ segir hann. „Við skorum á Evrópu- sambandið að koma í veg fyrir þetta.“ Lundgren segist ekki vera andvígur ríkisaðstoð í grund- vallaratriðum, en aðstoð ætti að standa öllum flugfélögum til boða, allt annað skekki samkeppni og kostnaðinn beri farþegar og skattborgarar. Þessi umræða hljómar kunnuglega. Einangrunar- rökin hafa heyrst þegar rætt er um framtíð Icelandair. Grannríkin hafa þegar opnað veskin til að styðja sín flug- félög. Evrópusambandið mun lítið gera með áskoranir um að skerast í leikinn hvað sem líð- ur reglum og hugmyndum um frjálsa samkeppni. Það er erf- itt og jafnvel ekki verjandi að standa fyrir utan í þeirri stöðu, en það má aldrei gleyma hver fær reikninginn þegar upp er staðið. Opinberu fé er ausið í flugfélög – jafnvel þau sem seint munu bera sig} Blindflug Í gær frumsýndu samtök kvenna um nýju stjórnarskrána fræðslu- myndband um nýju stjórnarskrána, ferlið á bak við hana, hvar hún stopp- aði og til að minna þingmenn á nið- urstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar 2012. Þar er fjallað um viðbrögð samfélagsins í kjölfar efnahagshrunsins, allt frá því að Alþingi sam- þykkti með öllum greiddum atkvæðum að hefja það ferli sem endaði með atkvæðagreiðslunni 2012. En þegar kom að valdhöfum að lögfesta nýju stjórnarskránna sögðu þeir „nei“ og alla tíð síðan hunsað niðurstöðu þjóðaratkvæða- greiðslunnar. Núverandi stjórnarskrá er komin til ára sinna. Hún er mjög óljós hvað varðar með- höndlun valds, til dæmis hvað varðar embætti forseta. Hún býður ekki upp á beint lýðræði, hvorki í formi málskots- né frumkvæðisréttar og fjölmargir aðrir kaflar hennar þarfnast uppfærslu miðað við þróun mála á undan- förnum áratugum. Þingflokkar Pírata og Samfylkingar hafa lagt fram frumvarp til nýrrar stjórnarskrár. Það frumvarp byggir á grundvelli frumvarps stjórnlagaráðs og tekur mið af vinnu Alþingis við málið veturinn 2012-2013. Sumar af breyting- unum eru mjög góðar, aðrar kannski síður svo. Leiðar- ljósið með framlagningu þess máls var að gefa Alþingi kost á að halda vinnunni áfram þar sem frá var horfið árið 2013, áður en stjórnvöld stungu málinu í skúffu. Eftir sem áður á stjórnarskrárgerð að vera í höndum þjóðarinnar, ekki valdhafanna sem vinna samkvæmt henni og þarf því að leggja þær breytingar í hendur þjóðarinnar þegar allt kemur til alls. Nú er stutt í forsetakosningar og er nokkuð fjallað um túlkun á núverandi stjórnarskrá af frambjóðendum. Þá fer þingið hvað úr hverju í hlé en þar er nú hafið nýtt skeið málþófs sem hófst með þeirri aðferðafræði sem var beitt í orkupakkamálinu. Málþóf getur verið mál- efnalegt því í umhverfi þar sem meirihlutinn fer með allt vald þá er auðvelt að misbeita því. Að taka til máls í ræðustól þingsins getur verið eina vörnin gegn þeirri valdbeitingu. Það er hins vegar líka hægt að misnota þau forrétt- indi sem felast í því að hafa aðgang að ræðustól þingsins. Hvort tveggja er í nýju stjórnar- skránni. Valdheimildir og staða forseta er miklu skýrari í nýju stjórnarskránni og málþóf eða misbeiting meirihluta valds er löguð með málskots- rétti. Útvíkka mætti málskotsréttinn enn frekar þannig að minni hluti þingsins geti einnig skotið máli til þjóðarinnar. Þannig gætu bæði kjósendur og minni hluti gripið mál sem meirihlutinn ætlar að troða í gegn með valdi í stað samvinnu og samráðs. Í gær var kvenréttindadagurinn. Krafa samtaka kvenna um nýju stjórnarskránna er viðeigandi áminning um svo margt sem betur mætti fara á Íslandi. Réttinda- baráttunni er hvergi nærri lokið. Takið þátt: listar.is- land.is/Stydjum/nyjustjornarskrana. Björn Leví Gunnarsson Pistill Átak í lýðræði Höfundur er þingmaður Pírata bjornlevi@althingi.is STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Gífurleg aðsókn er að háskól-um landsins um þessarmundir og ræður atvinnu-ástandið mestu um það. Vel á tólfta þúsund umsóknir bárust Háskóla Íslands í grunn- og fram- haldsnám fyrir komandi skólaár. Sömu sögu er að segja af aðsókn að Háskólanum í Reykjavík og Háskól- anum á Bifröst. Þetta kallar á auknar fjárveitingar til háskólanna og var það mál til umræðu á fundi ríkis- stjórnarinnar í gær í tengslum við frumvarp til fjáraukalaga. Eins og fram kom hér í blaðinu í gær hefur metfjöldi umsókna borist Háskólanum í Reykjavík (HR). Alls hafa borist 3.900 umsóknir um skóla- vist fyrir næsta skólaár og er það 13% fjölgun frá síðasta ári, en und- anfarin ár hafa um 1.500 nemendur hafið nám að hausti. Flestir sóttu um grunnnám í tölvunarfræði, ríflega 460 manns. Á vef Háskólans á Bifröst má lesa að horfur eru á því að þessu ári hefji hátt í 200 manns meistaranám við skólann. Í byrjun árs hófu 32 nem- endur slíkt nám og á sumarönn bætt- ust 14 nemendur í hópinn. Miðað við fjölda umsókna má reikna með að 130 til 150 nýir nemendur komi inn á haustönn. Á vef Háskóla Íslands kemur fram að umsóknir hafa aldrei í sögu skólans verið fleiri. Umsóknir eru, sem fyrr segir, vel á tólfta þúsund en nú eru í skólanum 13.300 nemendur. Umsóknarfrestur um bæði grunn- og framhaldsnám háskólanna var framlengdur í vor í samráði við mennta- og menningarmálaráðu- neytið. Með því vildu skólarnir bregð- ast við vaxandi atvinnuleysi í landinu af völdum kórónuveirufaraldursins og milda efnahagsþrengingar á Ís- landi samhliða því að mennta fólk til nýrra áskorana. 6.720 umsóknir um grunnnám bár- ust Háskóla Íslands að þessu sinni og nemur hlutfallsleg fjölgun þeirra á milli ára nærri 21 prósenti. Þess ber að geta að umsóknum um grunnnám fjölgaði um nær 13 prósent milli ár- anna 2018 og 2019, en þá tók skólinn á móti óvenju stórum hópi vegna áhrifa af styttingu námstíma til stúdents- prófs. Metfjöldi umsókna barst einn- ig í framhaldsnám eða 4.927. Fjölgun þeirra milli ára nemur 50 prósentum. Heildarfjöldi umsókna fyrir komandi háskólaár er því 11.647. Fram kemur á vef skólans að mikil fjölgun umsókna er í hjúkrunarfræði, kennaranám og lögfræði. Þá hafa aldrei fleiri þreytt inntökupróf í læknisfræði og sjúkraþjálfun. Um- sóknir um grunnnám skiptast þannig eftir sviðum að 2.100 sóttu um nám á heilbrigðisvísindasviði, 1.350 á fé- lagsvísindasviði, 1.260 á hugvís- indasviði, 1.030 á verkfræði- og nátt- úruvísindasviði og 980 á menntavísindasviði. Umsóknir um meistaranám eru flestar á félags- vísindasviði eða 1.600. Flestir í þeim hópi, 540, skrá sig í viðskiptanám. Þá eru 150 umsóknir um doktorsnám við skólann. Umsóknir um nám við Háskóla Ís- lands í ár eru langt umfram þann fjölda sem lýkur stúdentsprófi eða fyrstu prófgráðu í háskóla nú í vor. Haft er eftir Jóni Atla Benediktssyni rektor að þessi mikla fjölgun sem horft er fram á muni reyna töluvert á starfslið og innviði Háskólans. „Við munum leggja áherslu á að styðja bæði nemendur og kennara með öll- um ráðum sem við höfum. Við vænt- um þess að þar munum við njóta stuðnings og skilnings stjórnvalda við þessar krefjandi aðstæður,“ segir hann. Metaðsókn að öllum háskólum landsins Morgunblaðið/Þorkell Háskóli Íslands Mikil aðsókn er að öllum háskólum landsins og á atvinnu- ástandið vegna kórónuveirufaraldursins mikinn þátt í aukningunni. Af 2.100 umsóknum á heilbrigð- isvísindasvið HÍ um 440 nem- endur sem skráðu sig í inntöku- próf í læknisfræði og sjúkraþjálfun. Í læknisfræði verða teknir inn 60 nemendur og 35 í sjúkraþjálfun. Þeir sem ekki fá inngöngu í námgsrein- arnar tvær geta skráð sig í aðr- ar deildir skólans fram til 20. júlí. Hástökkvarinn innan sviðs- ins er hjúkrunarfræðideild þar sem rúmlega 480 sóttu um nám eða 77% fleiri en í fyrra. Starfs- kjör hjúkrunarfræðinga virðast því ekki letja umsækjendur. Nær 500 í hjúkrun HEILBRIGÐISSVIÐ VINSÆLT Morgunblaðið/Árni Sæberg Hjúkrunarfræði Mikill fjöldi umsókna er um það nám.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.