Morgunblaðið - 20.06.2020, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 20.06.2020, Blaðsíða 48
G e i r s g a t a 4 - 5 1 9 4 4 9 0 - v i ð H a f n a r t o r g Denmark Fyrsti menningarviðburður sumarsins í Hlöðunni að Kvoslæk í Fljótshlíð verður á morgun, sunnudag. Þá verða haldnir tvennir tónleikar og tveir fyrirlestrar. Systurnar Signý og Þóra Fríða Sæmundsdætur ríða á vaðið með dagskrá sem þær kalla Söngstund í Hlöð- unni að Kvoslæk. Á efnisskránni eru þekkt lög, bæði er- lend og íslensk og munu þær t.d. flytja tvö lög eftir Ingibjörgu Sigurðardóttur frá Bjálmholti í Rangár- vallasýslu. Signý og Þóra Fríða eru þekktar fyrir söng sinn og píanóleik í óperum og á tónleikum og einnig fyrir að miðla kunnáttu sinni til nemenda í tónlistar- skólunum. Signý og Þóra Fríða Sæmunds- dætur ríða á vaðið í Hlöðunni LAUGARDAGUR 20. JÚNÍ 172. DAGUR ÁRSINS 2020 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í lausasölu 1.196 kr. Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr. PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr. Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Grótta leikur í dag sinn fyrsta heimaleik í efstu deild karla í fótbolta þegar nýliðarnir taka á móti Val í annarri umferð Íslandsmótsins. Halldór Kristján Baldursson, fyrirliði Gróttu, sem ætlaði að hætta fyrir þremur árum þegar hann komst ekki í liðið, segir að Seltirningar ætli sér sigur og þeir séu mun betri en ætla mætti eftir frammistöðuna í fyrstu umferðinni. »41 Gróttumenn ætla sér sigur í fyrsta heimaleiknum í dag ÍÞRÓTTIR MENNING Reynslunni ríkari var undirbúning- urinn markvissari í vor. Hann útbjó upplýsingablað, þar sem hann kynnti sig og starfsemina, og dreifði því í hús í Vesturbænum auk þess sem hann setti upplýsingarnar á Vesturbæjar- síðuna á Fésbókinni. „Ég byrjaði svo að slá í lok maí og held að þetta verði gott sumar. Þetta er ekkert ógeðs- lega leiðinlegt.“ Vandvirknin og samviskusemin hafa skilað sér og Bessi er með nokkra fasta viðskiptavini. „Sumir vilja að ég slái tvisvar í mánuði, sumir vilja að ég slái einu sinni í viku og sumir vilja að ég slái á tíu daga fresti. Ég geri bara það sem fólkið vill, en reyni að vera ekki lengur en til klukk- an hálftíu á kvöldin, því þá fara litlu börnin að sofa.“ Viðskiptamaðurinn Bessi vill að það rigni sem mest því þá vaxi grasið hraðar, meira sé að gera og afrakst- urinn meiri, en sláttumaðurinn Bessi er á öðru máli. „Ég vil helst ekki slá í rigningu, því það er ekki það besta í heimi.“ Bessi sér sig varla sem garðyrkju- mann í framtíðinni. „Núna er ég bara að reyna að fá smá vasapening, en ég hef ekki velt fyrir mér hvað ég vil gera seinna. Það væri fínt að verða atvinnumaður í handbolta og svo var ég að spá hvort það væri sniðugt að vera verkfræðingur. Ég hef bara hugsað um þetta tvennt.“ Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Ungur sláttumaður með tól sín og tæki á þar til gerðum vagni, sem óneitanlega minnir á kerrur sótara, sést reglulega á gangi í Vestur- bænum. „Það er nóg að gera í slætt- inum,“ segir Bessi Teitsson, ákveðinn og öruggur á heimleið að loknu dags- verki, spyr hvort vanti slátt og bendir á að hann taki einnig að sér aukastörf eins og að þrífa tröppur, taka til, mála og fleira. Bessi er 14 ára, spilar í vinstra horni í handbolta í 4. flokki hjá Gróttu-KR með Guðjón Val Sigurðs- son sem fyrirmynd og fer í 9. bekk í Hagaskóla í haust. Hann byrjaði að slá bletti í fyrrasumar. „Það var eina leiðin fyrir mig til þess að græða pen- ing, þar sem ég var of ungur til þess að fara í unglingavinnuna,“ segir hann. Undanfarnar tvær vikur hefur hann hins vegar verið í henni í þrjá tíma á dag, en því starfi lýkur í lok næstu viku og þá er það bara einka- framtakið. „Ég hef verið að reyta arfa hjá Vesturbæjarskóla,“ segir hann og gefur óbeint til kynna að slátturinn sé mun skemmtilegri. Góð reynsla Hugmyndina að sumarvinnunni fékk Bessi hjá föður sínum, Teiti Atlasyni. „Hann sagði að þetta væri sniðug fjáröflunarleið og ég byrjaði að slá.“ Hann bætir við að fyrst hafi stór sláttuvél verið keypt og sláttuorf aðeins síðar. „Ég nota aðallega vélina og svo orfið til að taka kantana.“ Vinnan göfgar manninn og auk þess að fá greitt fyrir sinn snúð lærir Bessi ýmislegt á rekstrinum. Hann segir að faðir hans hafi kennt honum réttu handtökin, hvernig eigi að um- gangast vélina og orfið, gæta öryggis og svo framvegis auk þess sem hann aðstoði við að fara með grasið í burtu. „Ég byrjaði bara á því að fara í hús og spyrja hvort ég ætti að slá blettinn fyrir sanngjarnt verð.“ Hann segir að sér hafi verið vel tekið og vinnan hafi undið upp á sig. „Ég var með vinnu allt sumarið.“ Unglingurinn er til þjónustu búinn  Bessi Teitsson vinnur sér inn vasapening með garðslætti Sláttumaður Bessi Teitsson er 14 ára og slær garða í Vesturbænum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.