Morgunblaðið - 20.06.2020, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 20.06.2020, Blaðsíða 21
FRÉTTIR 21Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JÚNÍ 2020 Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO varaði við því í gær að kór- ónuveirufaraldurinn væri kominn á „nýtt og hættulegt skeið“, þar sem faraldurinn væri í miklum uppgangi á sama tíma og þorri almennings væri orðinn leiður á þeim sóttvarna- ráðum sem gripið hefði verið til. Tedros Adhanom Ghebreyesus, framkvæmdastjóri WHO, varaði á blaðamannafundi sínum í gær við þessari þróun. „Margir eru skiljan- lega orðnir leiðir á því að sitja heima, en veiran er enn að breiðast hratt út,“ sagði hann. Viðvörun stofnunarinnar kom sama dag og vísindamenn greindu frá því að þeir hefðu fundið um- merki kórónuveirunnar í skólpsýn- um frá borgunum Mílanó og Tórínó á Ítalíu síðan í desembermánuði, mun fyrr en talið var að fyrstu til- felli veirunnar hefðu komið upp í landinu. Er uppgötvunin talin geta varpað betra ljósi á útbreiðslu veir- unnar í upphafi faraldursins. Samkvæmt talningu Johns Hop- kins-háskólans í gær höfðu rúmlega 8,5 milljónir manna smitast af kór- ónuveirunni frá upphafi faraldurs- ins, og rúmlega 454.000 dauðsföll hafa verið staðfest af völdum henn- ar. Veiran er enn í miklum upp- gangi í Norður- og Suður-Ameríku, sem og í Asíu, en virðist vera í rén- un í Evrópu, þar sem ríki álfunnar hafa byrjað að létta á útgöngubönn- um og öðrum sóttvarnaaðgerðum sem ráðist hefur verið í vegna veir- unnar. Enn langt í bóluefni Dr. Anthony Fauci, yfirmaður sóttvarnateymis Bandaríkjastjórn- ar, sagði í gær að hann væri bjart- sýnn á að bóluefni gegn veirunni yrði tilbúið fljótlega, þar sem fyrstu niðurstöður úr prófunum lofuðu góðu. Flestir sérfræðingar virðast þó á því að enn séu nokkrir mánuðir hið minnsta áður en bóluefni kemst á markað, en fjöldi rannsókna á mis- munandi leiðum til að bólusetja gegn veirunni er nú í gangi. Bresk stjórnvöld tilkynntu í fyrradag að þau hygðust hefja framleiðslu á bóluefni, sem nú er verið að þróa við Oxford-háskóla, jafnvel þótt prófun- um á því yrði ekki lokið fyrr en í haust, í þeirri von að þá yrði hægt að bólusetja breskt heilbrigðis- starfsfólk sem og alla yfir fimmtugu gegn veirunni á tiltölulega skömm- um tíma. Náðu ekki samkomulagi Leiðtogar Evrópusambandsríkj- anna funduðu í gær og reyndu að ná samkomulagi um tillögur fram- kvæmdastjórnar sambandsins um neyðarsjóð upp á um 750 milljarða evra, en án árangurs. Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, sagði hins vegar að hann teldi ólíklegt að lausn myndi finnast á málinu fyrir leiðtogafund sambandsins, sem á að vera um miðjan júlí. „Hættulegt skeið“ fram undan  WHO varar við að kórónuveiran er enn í uppgangi  Veiran virðist hafa borist fyrr til Ítalíu en áður var talið  Bretar hefja framleiðslu á bóluefninu frá Oxford Heimild: talning WHO/AFP Ný tilfelli Ný dauðsföll Ný kórónuveirusmit í vikunni Á heimsvísu Staðan 19. júní 8.442.330+ tilfelli 451.980+ dauðsföll 142.630+ tilfelli Bandaríkin Mexíkó 9.130+ Egyptaland 8.810+ Tyrkland 15.100+ Íran 39.120+ Pakistan 26.040+ Sádi-Arabía 21.960+ Suður-Afríka 800+ 3.990+ dauðsföll 25.810+ 11.830+ 3.130+ 370+ Indland 69.410+ 3.730+ 380+ Brasilía 152.540+ 5.590+ 970+ Síle 64.250+ 510+ Argentína 8.170+ Kólombía Perú 26.110+ 1.140+ Bretland 940+ Rússland 49.660+ Bangladess 20.760+ 610+ Írak 350+ 630+ 290+ Indónesía 290+ Ítalía Valin lönd dagana 12.-18. júní AFP Stund milli stríða Heilbrigðisstarfsfólk í borginni Machakos í Kenía sótti námskeið í zumba-dansi í gær til að létta lund sína í miðjum faraldrinum. Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, lýsti í gær yfir von- brigðum sínum, en Kínverjar höfðu fyrr um morguninn ákveðið að ákæra tvo Kanadamenn, Michael Kovrig og Michael Spavor, fyrir njósnir, en þeir voru handteknir í Kína skömmu eftir að Kanadamenn handtóku Meng Wanzhou, stjórnanda í Hua- wei, en til stendur að framselja hana til Bandaríkjanna. Sagði Trudeau að „Michaelarnir tveir“ ættu að fá að snúa heim til Kanada, þar sem ljóst væri að eina ástæðan fyrir ákærunum á hendur þeim væru aðgerðir sjálfstæðra dómstóla í Kanada í máli Meng. „Michaelarnir“ tveir ákærðir fyrir njósnir Justin Trudeau KANADA Krafa Hvíta hússins um að lögbann yrði sett á endurminningar Johns Bolton, fyrrverandi þjóðarörygg- isráðgjafa Donalds Trump Banda- ríkjaforseta, fór fyrir alríkisdóm- ara í Washington í gærkvöldi. Ekki var ljóst hvenær niðurstaða dóm- arans myndi liggja fyrir, en bókin á að koma út á þriðjudaginn. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Trumps, sagði í gær að bók Boltons væri uppfull af lygum um sig, og kallaði Pompeo Bolton „föðurlands- svikara“ fyrir að gefa bókina út. Þá hafa demókratar á Banda- ríkjaþingi einnig gagnrýnt Bolton fyrir að hafa neitað að bera vitni fyrir þinginu fyrr á árinu. Endurminningar Bók Boltons (t.h.) þykir koma sér illa fyrir Trump. Sótt að Bolton úr báðum áttum AFP BANDARÍKIN Utanríkisráðherrar Bretlands, Frakklands og Þýskalands lýstu því yfir í gær að þeir teldu nauðsynlegt að vopnasölubann Sameinuðu þjóð- anna gegn Írönum héldist áfram í gildi, en gert var ráð fyrir að því yrði aflétt í október á þessu ári. Sagði í yfirlýsingu ráðherranna, að þeir teldu afnám vopnasölubanns- ins geta teflt öryggi Mið-Austur- landa í hættu. Yfirlýsing ráðherranna kom í kjölfar þess að alþjóðakjarnorku- málastofnunin IAEA samþykkti ályktun, þar sem írönsk stjórnvöld voru harðlega gagnrýnd fyrir að hafa ekki leyft eftirlitsmönnum að kanna tvo staði, þar sem grunur leikur á að Íranar hafi reynt að þróa kjarnorkuvopn í leyni. Skor- aði stofnunin á Írana að sýna fullan samstarfsvilja við stofnunina án nokkurra frekari tafa. 25 ríki greiddu atkvæði með ályktuninni, en Rússar og Kínverjar voru á móti. Evrópuríkin þrjú eru aðilar að kjarnorkusamkomulaginu frá árinu 2015 ásamt Rússum og Kínverjum, en Bandaríkjastjórn dró sig úr sam- komulaginu árið 2018. AFP Fjarfundur settur Rafael Grossi, framkvæmdastjóri IAEA setur fjarfund stofnunarinnar fyrr í vikunni, en stofnunin ályktaði gegn Írönum í gær. Vilja áfram refsiað- gerðir gegn Írönum www.flugger.is Hjá Flügger færðu allt í málningarverkið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.