Morgunblaðið - 20.06.2020, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 20.06.2020, Blaðsíða 41
ÍÞRÓTTIR 41 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JÚNÍ 2020 Ef hægt að tala um að eitt- hvað jákvætt hafi komið út úr bannsettri kórónuveirunni sem hefur gert okkur lífið leitt und- anfarna mánuði þá hefur hún leitt til þess að fleiri ungir knatt- spyrnumenn hafa fengið tæki- færi en áður í upphafi Íslands- mótsins. Erfiðari fjárhagur félaganna, sem og meiri óvissa á leik- mannamarkaðnum í Evrópu, hafa orðið til þess að erlendir leikmenn eru meira en helmingi færri í deildinni en á sama tíma vorið 2019. Til viðbótar má nú hvert lið gera fimm breytingar í hverjum leik, í stað þriggja áður, vegna hins langa hlés sem gert var á æfingum og keppni, og það stuðlar á sama hátt að því að þeir sem eru númer fimmtán og sextán í röðinni í hverju liði fái möguleika á að koma við sögu í leikjunum. Þegar fyrsta umferðin um síðustu helgi er skoðuð kemur í ljós að tuttugu ungir leikmenn fæddir 2001 og síðar, gjald- gengir í 2. flokk, komu við sögu í leikjunum sex í úrvalsdeild karla. Á sama tíma í fyrra voru að- eins níu ungir leikmenn á sama aldri, fæddir 2000 og síðar, með í leikjum fyrstu umferðar. Vík- ingar áttu þrjá af þeim og Grind- víkingar tvo en Stjarnan, KR, KA, Valur, Fylkir og ÍBV voru með engan leikmann undir tvítugu í sínu liði í byrjun Íslandsmótsins 2019. Nú bregður svo við að Fjölnir tefldi fram fimm ungum strákum í sínum fyrsta leik, Skagamenn fjórum, Stjarnan, KA og Fylkir tveimur hvert félag. Aðeins Valur og Breiðablik notuðu engan leik- mann á 2. flokksaldri í fyrstu umferðinni um síðustu helgi. Þetta er áhugaverð þróun og mætti alveg vera komin til að vera. BAKVÖRÐUR Víðir Sigurðsson vs@mbl.is GRÓTTA Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is „Stemningin er mjög góð og menn eru klárir í þetta,“ sagði Halldór Kristján Baldursson, fyrirliði Gróttu, í samtali við Morgunblaðið. Grótta leikur sinn fyrsta heimaleik í efstu deild í sögu félagsins er liðið fær meistaraefnin í Val í heimsókn á Vivaldi-völlinn klukkan 15:45 í 2. umferð Pepsi Max-deildarinnar í fótbolta í dag. „Fyrir okkur eru þetta allt stórir leikir en það er ekkert grín að fá Blikana úti og Val heima í fyrstu tveimur leikjunum. Valsmenn koma vænt- anlega æstir til leiks eftir tap í fyrsta leik og þeir ætla sér að ná í stig en við ætlum okkur að koma í veg fyrir það,“ bætti Halldór við. Sviðskrekkur í fyrsta leik Grótta mátti þola 0:3-tap á úti- velli gegn Breiðabliki í 1. umferð- inni. Halldór viðurkennir að leikmenn liðsins hafi verið með sviðskrekk, enda níu af ellefu leikmönnum í byrjunarliðinu að spila sinn fyrsta leik í efstu deild. Axel Sigurðarson og Óliver Dagur Thorlacius höfðu áður leikið í deildinni, samtals sjö leiki með KR, þar af aðeins einn í byrjunarliði. Þá kom Ástbjörn Þórðarson inn á í seinni hálfleik og lék sinn tólfta leik í efstu deild, en hinir ellefu komu sömuleiðis hjá KR. „Frammistaðan á móti Breiða- bliki var ekki nægilega góð, en það er hægt að byggja ofan á það hvernig við kláruðum leikinn. Mér fannst vera smá sviðsskrekkur og við eigum meira inni,“ sagði Hall- dór. Miðvörðurinn fékk verðugt verk- efni í sínum fyrsta leik í deild þeirra bestu þar sem hann fékk að kljást við framherjann Thomas Mikkel- sen. Daninn er einn besti framherji deildarinnar og kom hann boltanum fjórum sinnum í netið á Kópavogs- velli. Aðeins eitt markanna var lög- legt hins vegar þar sem Mikkelsen var í rangstöðu í þrígang er hann skoraði. „Mér fannst ganga ágæt- lega að berjast við Mikkelsen. Hann er mjög klókur og öðruvísi en þeir leikmenn sem maður er vanur að spila við í 1. deildinni t.d. Hann var alltaf að hlaupa bakvið og er snið- ugur leikmaður og mjög góður. Það var góð reynsla að mæta Mikkelsen því Valur er með Patrick Pedersen sem er ekki lakari leikmaður. Mað- ur verður að aðlagast fljótt í þessari deild, sérstaklega gegn bestu fram- herjunum.“ Frábært að mæta vinunum Halldór er uppalinn hjá Breiða- bliki en skipti yfir í Val í öðrum flokki. Frá Val lá leiðin til Ægis í Þorlákshöfn. Eftir tvö ár hjá Ægi í 2. deild varð hann leikmaður Gróttu árið 2016. Halldór viðurkennir að það hafi verið sérstaklega sætt að leika fyrsta leikinn í efstu deild á Kópavogsvelli gegn leikmönnum sem hann æfði og spilaði með lengi. „Ég er alinn upp hjá Breiðabliki og fór síðan í eitt ár í Val í 2. flokki. Það var frábært augnablik fyrir mig að spila á móti jafnöldrum og vinum mínum í Breiðabliki sem ég ólst upp með. Það var virkilega gaman að fá loksins að spila á Kópavogsvelli. Það var mikil upp- lifun fyrir mig og eitthvað sem mig hafði dreymt um, þótt draumurinn hafi fyrst og sinn verið að spila þar með Breiðabliki.“ Alltaf farið upp eða niður Tími Halldórs hjá Gróttu hefur verið skrautlegur í meira lagi. Á þeim fjórum árum sem hann hefur verið hjá félaginu hefur hann annað hvort farið upp eða niður um deild á hverju einasta tímabili. Árið 2016 fór Grótta upp í 1. deild, en féll nið- ur í 2. deild 2017. Þá tók Óskar Hrafn Þorvaldsson við liðinu og kom því upp um tvær deildir á tveimur árum, áður en hann hætti og tók við Breiðabliki eftir síðustu leiktíð. „Þetta er búið að vera mikill rússíbani. Ég spilaði reyndar ekki mikið sumarið 2017 þegar við féll- um úr 1. deild. Við höfum alltaf far- ið upp eða niður og núna er mark- miðið að sjálfsögðu að festa sig í sessi í deild sem ekki er hægt að fara upp úr.“ Lék Halldór aðeins þrjá deild- arleiki tímabilið 2017 er liðið féll úr 1. deild undir stjórn Þórhalls Dan Jóhannssonar. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar hjá leikmann- inum og félaginu. „Ég var ekki inn í myndinni hjá þeim þjálfurum sem voru þá,“ sagði Halldór og hann við- urkennir að hann sá ekki fyrir sér að vera að spila í efstu deild þremur árum síðar. Óskar gerði mikið fyrir mig „Nei, alls ekki. Ég ætlaði að hætta í fótbolta. Óskar Hrafn f́ékk mig til að skipta um skoðun. Hann færði mig niður í miðvörðinn og gerði mikið fyrir mig og breytti ferlinum mínum gjörsamlega.“ Téður Óskar tók einmitt við Breiðabliki eftir síðasta sumar og stýrði liðinu í fyrsta skipti gegn Gróttu síðasta sunnudag. Ágúst Gylfason fór í hina áttina og stýrði Gróttu í fyrsta skipti gegn sínu gamla liði. „Það var fínt að mæta hans liði í fyrsta leik. Óskar þekkir okkur alla mjög vel og náði að loka alveg á það sem við erum góðir í og gerði það vel. Á sama tíma vorum við ekki nægilega góðir. Við leik- mennirnir gerðum ekki mikið úr þessu og þetta var aðallega í frétt- um að þetta hafi verið einhver bar- dagi á milli þeirra. Þetta er bara fótbolti fyrir okkur,“ sagði Óskar. Ágætt að allir halda að við getum ekki neitt Flestir eru sammála um að Grótta eigi erfitt sumar í vændum. Liðið er mjög óreynt í efstu deild og kom öllum á óvart með að standa uppi sem sigurvegari í 1. deild síð- asta sumar. Halldór er samt sem áður brattur fyrir það sem eftir lifir sumarsins. „Við getum gert mjög mikið í þessari deild og erum tölu- vert betri en frammistaðan í fyrsta leik sýndi. Það er kannski ágætt að allir halda að við getum ekki neitt. Við stefnum á að halda okkur í þessari deild og ég hef fulla trú á því að við getum það,“ sagði Hall- dór við Morgunblaðið. Þrír leikir eru á dagskrá í deild- inni í dag. KA og Víkingur Reykja- vík ríða á vaðið á Akureyri klukkan 13:30, áður en leikur Gróttu og Vals fer fram 15:45. Klukkan 18 eigast KR og HK við í Vesturbænum. Þá lýkur annarri umferðinni með þremur leikjum á sunnudag; Fjölnir og Stjarnan mætast í Grafarvogi klukkan 16:45 og klukkan 19:15 mætast Fylkir og Breiðablik í Árbæ og FH og ÍA í Hafnarfirðinum. Óskar Hrafn fékk mig til að skipta um skoðun  Fyrirliði Gróttu ætlaði að hætta í fótbolta  Fyrsti heimaleikurinn gegn Val Morgunblaðið/Eggert Seltjarnarnes Stuðningsfólk Gróttu fjölmennti á fyrsta leikinn í Kópavogi og í dag er komið að því að liðið spili í fyrsta sinn á heimavelli sínum í efstu deild. Valsmenn koma í heimsókn og viðureign liðanna hefst klukkan 15.45. Halldór Kristján Baldursson Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari kvenna í handknattleik, hefur valið 21 leikmann til æfinga með B- landsliði kvenna, en þetta kom fram í fréttatilkynningu sem HSÍ sendi frá sér í gær. Æfingarnar munu fara fram dagana 24.-27. júní en í liðinu er blanda af eldri leik- mönnum sem hafa verið nálægt eða í kringum A-landsliðið undanfarin ár. Þá eru einnig leikmenn í hópn- um sem hafa staðið sig vel með yngri landsliðum Íslands. Hópinn í heild sinni má sjá á mbl.is/sport/ handbolti. 21 leikmaður í æfingahópnum Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Skot Hafnfirðingurinn Berta Rut Harðardóttir er í æfingahópnum. Liverpool getur á morgun komist enn einu skrefinu nær enska meist- aratitlinum í knattspyrnu þegar liðið sækir granna sína, Gylfa Þór Sigurðsson og félaga í Everton, heim á Goodison Park en nágran- naslagurinn hefst klukkan 18 að ís- lenskum tíma. Vinni Liverpool leikinn þarf liðið aðeins einn sigur enn til að verða enskur meistari og gæti þá klárað dæmið á eigin heimavelli gegn Crystal Palace á miðvikudagskvöldið. Þetta er fyrsti leikur beggja liða í þrjá og hálfan mánuð. Grannaslagurinn á Goodison Park AFP Liverpool Sadio Mané og félagar eru langefstir í deildinni. Ef spár fyrirliða, þjálfara og for- ráðamanna liðann í 1. deildum karla og kvenna, eða Lengjudeildunum eins og þær heita í ár, ganga eftir verður mikil gleði í Keflavík í lok tímabilsins. Báðum liðum Keflavíkur er spáð velgengni, kvennaliðinu er spáð sigri í 1. deild og karlaliðinu öðru sæti á eftir Eyjamönnum. Haukar færu upp í úrvalsdeild með kvennaliði Keflavíkur ef spáin gengur eftir. Hjá körlum er Leikni á Fáskrúðsfirði og Magna á Grenivík spáð falli í 2. deild en hjá konum eru Fjölnir og Völsungur í fallsætunum tveimur. Niðurstaðan í Lengjudeild karla varð þessi: 1 ÍBV (410), 2 Keflavík (360), 3 Grindavík (329), 4 Leiknir R. (304), 5 Fram (272), 6 Þór (247), 7 Víkingur Ó. (201), 8 Vestri (137), 9 Afturelding (134), 10 Þróttur R. (109), 11 Leiknir F. (105), 12 Magni (72). Niðurstaðan í Lengjudeild kvenna: 1 Keflavík (253), 2 Haukar (220), 3 ÍA (196), 4 Tindastóll (189), 5 Augnablik (144), 6 Víkingur R. (131), 7 Afturelding (105), 8 Grótta (101), 9 Fjölnir (58), 10 Völsungur (35). Fara bæði lið Kefla- víkur upp um deild?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.