Morgunblaðið - 20.06.2020, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 20.06.2020, Blaðsíða 23
23 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JÚNÍ 2020 Vegna umræðna jafnt í prentmiðlum sem á ljósvökum sé ég mig knúinn til þess að árétta eftirfarandi: Það bjó ekkert annað að baki þeirri skimun sem ÍE framkvæmdi eftir SARS-CoV-2 í Ís- lendingum en löngun til þess að taka þátt í að hemja faraldurinn. Það sama á við um skim- unina eftir mótefnum gegn veirunni. ÍE og eigandi hennar Amgen hafa aldrei haft uppi áætlanir um að búa til úr þessari vinnu söluvöru til þess hafa af fjárhagslegan ávinning. Þegar ég hafði á sínum tíma sam- band við stjórnendur Amgen og sagði að ég vildi hefja skimun var svarið sem ég fékk: „Í guðanna bænum gerðu það og bjóddu stjórnvöldum alla þá hjálp sem þú getur veitt.“ Það vill svo til að COVID-19- faraldurinn hefur laðað fram það besta í svo mörgum og meira að segja harð- svíruðum kapítalistum eins og þeim sem stjórna lyfjaiðnaðinum. Stærstu lyfjafyrirtæki heims hafa heitið því að gera sitt besta til þess að búa til eins fljótt og hægt er bóluefni gegn veir- unni og lyf til þess að lækna COVID-19 og dreifa þessu um allan heim án þess að græða á því fé. Þetta er einstakt og fallegt og svona á heimurinn að vera. Ég viðurkenni fúslega að þótt ekk- ert annað hafi búið að baki skimun ÍE en löng- un til þess að leggja að mörkum til þess að hemja faraldurinn og á þann máta gera líf okk- ar allra betra fórum við vísindamenn hjá ÍE fljótt að fá mjög mikið fyrir okkar snúð. Það sem við fengum fyrir snúðinn var sú gleði sem fylgir því að upp- götva eitthvað nýtt um eðli sjúkdóma og heilsu. Við erum uppgötvanafíklar og nýr sjúkdómur sem ekkert er vitað um er hvalreki fyrir þá fíkn. Þetta var dópið beint í æð. Sem sagt við skimuðum ekki af góðmennsku eða fórnfýsi held- ur til þess að hlúa að því samfélagi sem við búum og þannig að okkur sjálfum og síðan gerðum við það líka til þess að komast í þá vímu sem við lifum fyrir. Eftir Kára Stefánsson » Það vill svo til að CO- VID-19-faraldurinn hefur laðað fram það besta í svo mörgum og meira að segja harðsvír- uðum kapítalistum eins og þeim sem stjórna lyfjaiðnaðinum. Kári Stefánsson Höfundur er forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Til áréttingar því sem að baki býr Tekjur Uglu útgáfu drógust saman um 2/3 í maímánuði þegar Penninn tók upp á því að endursenda, án nokkurs aðdraganda, allar nýjar bækur Uglu úr verslunum sínum vegna þess að boðið var upp á bæk- urnar í hljóðbóka- streymi Storytel. Trúlega dragast tekjur Uglu enn meira saman í júnímánuði, því að Penninn situr enn við sinn keip og neitar að hafa til sölu nýútkomnar bækur Uglu sem jafnframt eru í hljóðbóka- streymi. Þetta eru bækur höfunda sem notið hafa mikilla vinsælda meðal íslenskra lesenda, svo sem eftir Ann Cleeves, Mary Higgins Clark, Mons Kallentoft, Jill Mansell, Lisu Marklund, Ninni Schulman, And- ers Roslund og Stefan Ahnhem. Jafnframt klassískir höfundar á borð við Evelyn Waugh og Bar- böru Pym, auk virtra nútímahöf- unda eins og Marilynne Robinson og Steve Sem-Sandberg. Einnig er um að ræða barnabækur um Múmínálfana og sögu eftir Paul McCartney. Bókum þessara höfunda og fleiri kastar Penninn fyrirvaralaust úr búðum sínum vegna þess að útgef- andi þeirra leyfir sér að bjóða líka upp á bækurnar í hljóðbóka- streymi! Bókabúðir Pennans Eymundsson eru nú alls 16. Átta þeirra eru höfuðborgarsvæð- inu (Austurstræti, Skólavörðustígur, Laugavegur, Hall- armúli, Mjódd, Suður- Kringla, Norður- Kringla, Smáralind og Hafnarfjörður), en einnig situr Penninn einn að bóksölu í sjö stærstu bæj- arkjörnunum úti á landi (Akureyri, Reykjanesbæ, Akranesi, Ísafirði, Vestmannaeyjum og Húsavík), auk þess að hafa einokun á bóksölu í Leifsstöð. Þessi yfirþyrmandi markaðshlutdeild þýðir að 90-95% af sölu nýrra bóka Uglu fer jafnan fram í verslunum Pennans Ey- mundsson. Ef Penninn kemst upp með það að neita að hafa nýútkomnar bæk- ur Uglu til sölu í verslunum sínum blasir því við að Ugla útgáfa neyð- ist til að hætta starfsemi í haust. Ítrekuð misnotkun á markaðsráðandi stöðu Markaðsráðandi stöðu fylgja skyldur og þær aukast í réttu hlutfalli við aukna markaðs- hlutdeild. Því miður hafa núver- andi stjórnendur Pennans ekki sýnt ábyrgðarkennd og misfarið með þetta vald. Aðfarirnar gegn Uglu eru nefni- lega ekki eina dæmið um ámælis- verða háttsemi gagnvart birgjum. Það hefur útgefandi Uglu fengið að heyra undanfarna daga. Nefna má samskipti við Portfolio, útgáfu- félag Sigurgeirs Sigurjónssonar ljósmyndara, og Lesstofuna. Þá munu allmörg lítil fyrirtæki, sem framleiddu minjagripi fyrir ferða- menn, hafa harma að hefna eftir samskipti sín við Pennan. Núverandi stjórnendur Pennans hafa sýnt það í verki að þeim er ekki treystandi til að stýra mark- aðsráðandi fyrirtæki. Það hlýtur því að koma alvarlega til greina hjá Samkeppniseftirlitinu að nýta valdheimildir sínar og brjóta upp einokunarveldi Pennans á íslensk- um bókamarkaði. Heilbrigð samkeppni í fákeppnislandi þrífst aðeins ef reglur eru skýrar og eftirlit skil- virkt. Eftir Jakob F. Ásgeirsson »Núverandi stjórn- endur Pennans hafa sýnt það í verki að þeim er ekki treystandi til að stýra markaðsráðandi fyrirtæki. Jakob F. Ásgeirsson Höfundur er bókaútgefandi og rithöfundur. Nauðsynlegt að brjóta upp einokunarveldi Pennans Fram undan er tímabil lítils hag- vaxtar verði ekkert að gert. Á næstu ára- tugum þarf að skapa tugþúsundir nýrra starfa og aukin verð- mæti til að standa undir þeim lífs- gæðum sem við landsmenn viljum búa við. Auðlindir landsins munu áfram verða uppspretta verðmætasköp- unar, eins og verið hefur um aldir, og hefðbundnar atvinnugreinar munu leggja sitt af mörkum til þjóðarbúsins en vöxturinn þarf að koma með því að virkja hugmynda- auðgi landsmanna sem eru engin takmörk sett. Þess vegna er ný- sköpun ekki ein af leiðunum fram á við heldur eina leiðin. Nýsköpun skapar störf, verðmæti, útflutn- ingur eykst og nýjar lausnir líta dagsins ljós sem bæta líf okkar. Á dögunum gáfu Samtök iðn- aðarins út tímarit um nýsköpun þar sem rætt er við frumkvöðla og stjórnendur fyrirtækja um ný- sköpun og hvað þarf til að við náum frekari árangri á þessu sviði. Það er okkar framlag til umræðunnar og vekur vonandi frekari áhuga á viðfangsefninu. Drifkraftur vaxtar Á hverjum degi kvikna margar hugmyndir. Nýsköpunarferli getur spannað mörg ár þar til afurð eða ávöxtur hugmyndar er fullþroskaður og því þurfum við að temja okkur þolinmæði. Órjúfanlegur hluti ný- sköpunar er sömuleiðis að ekki bera allar hugmyndir ávöxt. Það er stað- reynd sem við þurfum að taka tillit til og virða. Merkustu uppfinningar og tækninýjungar sögunnar eru þannig margar hverjar afrakstur fjölda misheppnaðra tilrauna og verkefna. Ytri skilyrði þurfa að styðja við það ferli sem nýsköpun er og þar spila stjórnvöld lykilhlutverk. Halda þarf áfram á þeirri framfarabraut sem nú hefur verið lagður grunnur að enda er hugvitið án landamæra og mikil samkeppni ríkir milli landa um það hvar það er virkjað í þágu verðmætasköpunar og nýrra starfa. Stórauknir hvatar til ný- sköpunar geta skilað því að hér verði til þrjú til fimm fyrirtæki á borð við Marel, Össur og CCP á hverjum áratug í stað eins eða einskis. Stórstígar framfarir Sú fjárfesting í framtíðinni sem Alþingi hefur nú leitt í lög hefur verið Samtökum iðnaðarins og fjöl- mörgum félagsmönnum okkar hjartans mál um langa hríð. Það er því ærin ástæða til að gleðjast. Hækkun á hlutfalli og hámarks- fjárhæð endurgreiðslu rann- sóknar- og þróunarkostnaðar, hækkun skattaafsláttar til ein- staklinga vegna fjárfestinga í sprotafyrirtækjum, stofnun Kríu – sjóðs sem veitir nýsköpunarfyr- irtækjum súrefni og auknar heim- ildir lífeyrissjóða til fjárfestinga í sjóðum sem fjárfesta eingöngu í litlum og meðalstórum fyr- irtækjum eru merki um skýran vilja stjórnvalda til að bæta sam- keppnishæfni íslensks atvinnulífs. Tími uppskeru fram undan Ljóst er að margt hefur breyst til batnaðar á síðustu árum í starfsum- hverfi nýsköpunar á Íslandi, ekki síst eftir þær mikilvægu breytingar sem nú hafa nýlega verið lögfestar. Viðhorfsbreytingin er áþreifanleg og almennur stuðningur er við aðgerðir í nýsköpunarmálum. Enn er þó verk að vinna því önnur ríki vinna stöðugt að umbótum og auka því forskot sitt ef við bregðumst ekki við á þeim hraða sem sæmir því kraftmikla starfsumhverfi sem nýsköpun er. Staða Íslands í nýsköpunarmálum og skilyrði til nýsköpunar hafa tekið ótrúlegum framförum og mörg ís- lensk fyrirtæki, stór og smá, eru að gera spennandi hluti eins og lesa má í nýútgefnu tímariti Samtaka iðn- aðarins um nýsköpun. Jarðvegurinn er því frjór og framundan gæti hæg- lega verið áratugur uppskeru – ára- tugur nýsköpunar þar sem fyrirtæki vaxa hratt og verðmætin aukast, okkur öllum til heilla. Eftir Árna Sigurjónsson og Sigurð Hannesson »Nýsköpun skapar störf, verðmæti, út- flutningur eykst og nýj- ar lausnir líta dagsins ljós sem bæta líf okkar. Árni Sigurjónsson Árni er formaður Samtaka iðnaðar- ins. Sigurður er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Sigurður Hannesson Áratugur nýsköpunar Í vikunni fór fram fjölmennur aðalfundur í Félagi eldri borgara í Reykjavík og nágrenni (FEB). Ég gaf kost á mér til að gegna for- mennsku í félaginu og hlaut mjög gott umboð félagsmanna til að gegna embættinu. Kjör eldri borgara eiga hug minn allan og mér er þakklæti til fé- lagsmanna í FEB fyrir það mikla traust sem mér var sýnt á fundinum efst í huga. Ég mun ekki láta mitt eft- ir liggja í baráttunni framundan fyrir auknum lífsgæðum eldra fólks. Í FEB eru u.þ.b. 12.700 félags- menn en markmið félagsins er að gæta hagsmuna eldri borgara í hvívetna og jafnframt að vera vett- vangur umræðna um málefni eldri borgara og fjölbreytts félagslífs. Ég mun bjóða upp á vikulega viðtalstíma yfir vetrarmánuðina, sem auglýstir verða á heima- síðu FEB, en mig lang- ar til að heyra hvað brennur á félagsmönn- um mínum, auk þess að standa vörð um réttindi þeirra. Stjórnvöld verða að draga úr tekju- tengingum almannatrygginga Eitt af hlutverkum félagsins er að berjast fyrir að dregið verði úr tekju- tengingum almannatrygginga vegna lífeyris. Ég mun halda því máli á lofti og baráttunni áfram fyrir réttlæti og bættum hag okkar eldri borgara. Hinn 27. apríl sl. var þingfest í hér- aðsdómi mál Gráa hersins vegna skerðinganna í lífeyriskerfinu. Við eldri borgarar verðum m.a. að fá úr því skorið hvort skerðingarnar í kerf- inu standist til að mynda eignar- réttarákvæði stjórnarskrárinnar en ég tel svo ekki vera. Óánægja vegna skerðinga á lífeyri úr almenna kerfinu hefur verið mikil undanfarin ár og mikill áhugi verið á að leita réttlætis í þeim efnum. Sjálf verð ég fyrir talsverðum skerðingum sem ýtt hefur undir áhuga minn á að taka þátt í þessari baráttu. Í málaferlum vegna skerðinga Ég hef sjálf staðið í undirbúningi að þeirri málssókn sem nú er farin af stað á vegum Gráa hersins. Segja má að ég standi í málaferlunum miðjum, enda er mitt mál sérstaklega tekið fyrir og er því um eins konar prófmál að ræða. Eftir að hafa greitt í lífeyrissjóð frá 1970 bætti það ekki kjör mín mikið umfram það sem fæst úr almenna líf- eyrissjóðskerfinu, enda búið að koma málum þannig fyrir að aðrar tekjur skerða þær greiðslur. Ég taldi mig allan tímann vera að safna viðbót- arlífeyri við almenn kjör til að eiga áhyggjulaust ævikvöld. Í sömu stöðu er stór hópur landsmanna sem hafa haft sömu væntingar allan tímann meðan þeir voru á vinnumarkaði og upplifa svo að þær standast ekki þeg- ar lífeyrisaldri er náð og taka lífeyris hefst. Skerðingar hafa margvísleg áhrif á fjárhag eftirlaunafólks. Kerfið er mjög flókið og erfitt að skilja það. Stundum er algjörlega óskiljanlegt hvernig valdhöfum og þeirra undir- mönnum hefur tekist að koma líf- eyrismálum okkar í þessar ógöngur. Sem formaður í FEB mun ég leita allra leiða til að draga úr skerðingum og bæta um leið kjör okkar eldra fólks. Þá mun ég leggja mikla áherslu á húsnæðismálin, hjúkrunarheimilin og heimilisaðstoð. Eftir Ingibjörgu H. Sverrisdóttur Ingibjörg H. Sverrisdóttir » Viðtalstímar yfir vetrarmánuðina verða vikulega og aug- lýstir á heimasíðu FEB, en mig langar til að heyra hvað brennur á félagsmönnum mínum. Höfundur er formaður Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrennis (FEB). ihs@mi.is Þakklæti til félagsmanna í FEB efst í huga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.