Morgunblaðið - 20.06.2020, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 20.06.2020, Blaðsíða 25
UMRÆÐAN 25 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JÚNÍ 2020 Alveg undir lok A-riðils Ól-ympíuskákmótsins í Leip-zig í Austur-Þýsjalandi ár-ið 1960 fór fram á 1. borði viðureign Bandaríkjanna og Argent- ínu milli hins 17 ára gamla Bobbys Fischer og Miguel Najdorfs. Það blés ekki byrlega fyrir Don Miguel eftir byrjunina og lengi mátti hann verja stöðu sem flestir töldu tapaða. Þegar skákin fór í bið eftir eitthvað í kringum 40 leiki breyttist það mat lítið. En Najdorf var slyngur í vörn- inni, fann margoft eina leikinn til að halda taflinu gangandi og þar kom að hann náði upp jafnteflisstöðu. En í stað þess að sætta sig við orðinn hlut rauk Bobby frá borðinu og hreytti í leiðinni úr sér ókvæðis- orðum sem voru eitthvað að á þá leið að „karltuskan“ gæti fengið jafnteflið. Najdorf gat krafist vinn- ings en lét eftir fortölum bandaríska liðsstjórans og kvittaði fyrir jafn- tefli. En hann fór á eftir hinum unga andstæðingi sínum og sagði hátt og snjallt: „Þú munt ekki tefla í Arg- entínu í tíu ár.“ Og tíu árum síðar var Bobby Fisc- her kominn til Argentínu og tefldi á alþjóðlegu móti í Buenos Aires. Morgunblaðið greindi frá „Yfirburð- um Fischers“ þann 7. ágúst 1970; að hann væri efstur með 10½ vinning af 11 mögulegum. Hann hlaut að lokum 15 vinninga af 17, 3½ vinningi fyrir ofan næsta mann og átti nokkra leiki sem enn í dag ylja skákunnendum um hjartaræturnar. En sovéska tímaritið „64“ fann þó galla í úrvinnslu hans þegar hann tefldi við téðan Najdorf í 7. umferð: Buenos Aires 1970: Miguel Najdorf – Bobby Fischer Svartur lék nú 34. … f5 og eftir 35. exf6 Kf7 36. Bg5 náði Najdorf að bjarga jafntefli. Betra var 34. … d3! því að eftir 35. Hxc4 bxc4 36. Ke3 Re4! getur svartur leikið f- peðinu, kóngurinn sleppur út og svartur ætti að vinna. En þessi maður var alltaf betri með biskupana og þá einkum þann hvítreita og í næstu umferð gerðist þetta í skákinni við aðra skákstjörnu Argentínu: Bobby- Fischer – Oscar Panno 28. Be4!! De7 Skammgóður vermir en eftir 28. … dxe4 29. Rgxe4 kemst riddarinn inn til f6. 29. Rxh7! Rxh7 30. hxg6 fxg6 31. Bxg6 Rg5 32. Rh5 Rf3+ 33. Kg2 Rh4+ 34. Kg3 Rxg6 35. Rf6+! Kf7 36. Dh7+ - og svartur gafst upp. Eða þetta leikbragð úr 4. umferð: Bobby Fischer – Samuel Schwe- ber 23. Hxe4! Dxg3 Ekki 23. … dxe4 24. Bf4 og drottningin fellur. 24. Hxd4! Dg4 Drottningin á engan betri reit. framhaldið varð… 25. Hxg4 Bxg4 26. Bxg6 Hh8 27. Bh7! Hh8 28. Bd3 Hde8 29. f7 He7 30. f7 He7 31. f8(D)+! Hxf8 32. Bb4 - og hvítur vann skiptamun til baka og með peði meira vann hann auðveldlega eftir 47 leiki. Ásdís Bragadóttir heiðursfélagi SÍ Á aðalfundi Skáksambands Íslands sl. laugardag var Ásdís Bragadóttir, fyrrverandi fram- kvæmdastjóri SÍ, útnefnd heiðurs- félagi Skáksambandsins. Hún er fyrsta konan sem hlýtur þessa nafnbót og var vel að henni komin því að á 32 ára tímabili, frá 1987 til2019, stjórnaði hún skrifstofu skáksambandsins af mikilli rögg- semi. Á aðalfundinn mættu sex fyrrverandi og núverandi forseti SÍ og vildu með nærveru sinni votta Ásdísi þakklæti sitt fyrir störf sín. Aðalfundurinn var einn sá best sótti í manna minnum en þar var samþykkt breyting á keppnisfyrir- komulagi Íslandsmóts skákfélaga. „Þú munt ekki tefla í Argentínu í tíu ár“ Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is Morgunblaðið/Birna Halldórsdóttir Heiðursfélagi Ásdís Bragadóttir með viðurkenningu SÍ. Eftirlaun frá Trygg- ingastofnun hækka að- eins einu sinni á ári. Það er stjórnvalds- ákvörðun, ekki nátt- úrulögmál. Fólk er misjafnlega búið undir eftirlauna- árin. Flestir verða fyr- ir tekjufalli, en þeir sem hafa haft minnst úr býtum á starfs- ævinni eru yfirleitt dæmdir til að vera ofurseldir því hlutskipti allt til æviloka og aðrir sem voru sæmilega settir falla niður í fátækraflokkinn við það að fara á eftirlaun. Á síðasta ári var gerður lífs- kjarasamningur sem þótti tíðindum sæta til að bæta kjör þeirra lægst launuðu í þjóðfélaginu. Allra nema eftirlaunafólks á lægstu eftirlaun- unum. Lífskjarasamningurinn náði ekki til þeirra. Hvorki ríkisstjórnin né verkalýðshreyfingin setti samn- ingafólki stólinn fyrir dyrnar og krafðist að samningnum yrði ekki lokað fyrr en eftirlaunafólk á lægstu launum fengi sambærilega hækkun og annað fátækt fólk. Ekki heldur Samtök atvinnulífsins svo því sé nú haldið til haga ef einhverjum dytti í hug að spyrja. Þessir fátækustu þurftu að þrauka árið til enda. Þá kom loks að þeirra launahækkun. Hún var að- eins 3,5%. Hafði þá þegar rýrnað umtalsvert síðan margrómaður lífs- kjarasamningurinn var undirrit- aður. Eflingarfólk á lægstu launum náði að bæta kjör sín núna fyrir stuttu og er það vissulega fagnaðar- efni. Kjaragliðnun milli lægstu launa á vinnumarkaði og eftirlauna frá Tryggingastofnum varð enn meiri en fyrir var. Næst mun þessi hópur eldra fólks á eftirlaunum fá sína hækkun 1. janúar 2021 ef fer sem horfir og stjórnvöld halda sig við sinn keip. Og ef stjórnvöld halda sig við klassíkina þá verður hækkunin hógvær, svipað og lengi hefur verið um áramót, svona 3,5%. Kjaragliðnunin milli eftirlaunafólks annars vegar og hinna lægst launuðu á vinnumark- aði hins vegar verður sífellt meiri. Eftirlaun ættu aldrei að vera lægri en lægstu laun á vinnumarkaði. Lægstu laun á vinnu- markaði eru 335.000 kr. en há- markseftirlaun frá Trygg- ingastofnun eru 256.789 kr. Það munar tæpum 80.000 kr. á mánuði. Stjórnvöld hafa kynnt björg- unarpakka í milljörðum til að bjarga stórfyrirtækjum og ýmsum sem þurfa að taka á sig kjara- og ekki síst tekjuskerðingu á þessum „for- dæmalausu tímum“, eins og það er kallað. Ekkert hefur verið brugðist við ákalli eftirlaunafólks um leiðrétt- ingu sinna kjara. Á meðan halda eft- irlaunin áfram að rýrna með geng- issigi og verðbólgu. Það er ekkert fordæmalaust við það í sjálfu sér. Að hlusta ekki eftir röddum þeirra sem hafa lokið sínu dagsverki á langri starfsævi er svo sem ekki nýtt. Eldri borgarar lifa ekki á fordæmalausum tímum. Þeir lifa á fordómafullum tímum. En því má breyta. Á þessum for- dómafullu tímum Eftir Viðar Eggertsson »Eldri borgarar lifa ekki á fordæmalaus- um tímum. Þeir lifa á fordómafullum tímum. En því má breyta. Viðar Eggertsson Höfundur er verðandi eldri borgari, í starfsþjálfun. vidaregg@islandia.is Steinn Steinsen fæddist 20. júní 1891 á Fjósum í Lax- árdal, Dal. Foreldrar hans voru hjónin Moritz Vilhelm Steinsen, f. 1866, d. 1946, og Guðrún Katrín Benedikts- dóttir, f. 1859, d. 1912. Steinn Steinson lauk stúdentsprófi frá MR 1912 og prófi í byggingarverkfræði frá DTH í Kaupmannahöfn 1922. Rak hann eigin verk- fræðistofu í Reykjavík 1930- 1934 og annaðist þá einkum útreikninga og teikningar á járnbentri steinsteypu, m.a. í Þjóðleikhúsið, Landakotsspít- alann, Landssímahúsið og Sundhöllina, en áður vann hann við undirbúning Flóaá- veitunnar og hafði umsjón með framkvæmd verksins. Steinn Steinsen var bæjar- stjóri á Akureyri 1934-1958, lengst allra sem hafa gegnt þar embættinu. Hann tók við á erfiðum tímum í kreppunni en vann sér fljótt traust með- al bæjarbúa. Hann rak síðan eigin verkfræðistofu í Kópa- vogi. Steinn var formaður Verk- fræðingafélags Íslands 1932- 1934 og var stjórnarformaður Laxárvirkjunar 1938-58. Kona hans var Anna Egg- ertsdóttir, f. 30.6. 1893, d. 7.7. 1965, húsfreyja og eignuðust þau tvo syni. Steinn lést 19.2. 1981. Merkir Íslendingar Steinn Steinsen Hamraborg 12 200 Kópavogur 416 0500 www.eignaborg.is ÁRANGUR Í SÖLU FASTEIGNA Skipholt 70, 105 Reykjavík Opið hús mánudaginn 22. júní kl 17:00-17:30 Verð 36.9 m. Upplýsingar gefur Óskar Bergsson lgfs. sími 893 2499, oskar@eignaborg.is Falleg og vel skipulögð tveggja herbergja íbúð með sérinngangi og stórum svölum, byggð 2017, í fallegu endurgerðu lyftuhúsi. Húsið er 3ja hæða lyftuhús með 19 íbúðum og eru verslanir á jarðhæð. staðsett í grónu hverfi á vinsælum stað. Stærð 54,5 fm Allt um sjávarútveg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.