Morgunblaðið - 20.06.2020, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 20.06.2020, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JÚNÍ 2020 20. júní 2020 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 135.91 Sterlingspund 169.79 Kanadadalur 100.37 Dönsk króna 20.508 Norsk króna 14.368 Sænsk króna 14.543 Svissn. franki 143.21 Japanskt jen 1.2692 SDR 187.52 Evra 152.9 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 179.2443 Hrávöruverð Gull 1732.65 ($/únsa) Ál 1577.5 ($/tonn) LME Hráolía 40.43 ($/fatið) Brent ● Tryggingafélögin TM og VÍS koma ný inn í Úrvalsvísitölu íslensku kauphall- arinnar, Nasdaq Iceland, eftir að vísital- an var endurskoðuð. Tilkynnt var um þetta í gær. Samkvæmt tilkynningu frá kauphöll- inni er endurskoðun sem þessi gerð tvisvar á ári og mun endurskoðuð sam- setning taka gildi 1. júlí næstkomandi. TM og VÍS taka sæti Brim hf. og Haga hf., sem hverfa nú úr vísitölunni. Eins og segir í tilkynningunni er Úr- valsvísitala Nasdaq Iceland, eða OMX Iceland 10 eins og hún er einnig kölluð, samsett af þeim tíu félögum sem hafa mestan seljanleika á Nasdaq Iceland. Vægi félaga í OMX Iceland 10 vísitöl- unni ræðst af flotleiðréttu markaðs- virði, sem þýðir að einungis það hlutafé sem ætla má að myndi grunn að virkum viðskiptum á Nasdaq Iceland er hluti af vísitölunni. Frá 1. júlí verður samsetning vísitöl- unnar með eftirfarandi hætti: Arion Banki hf Eik fasteignafélag hf. Festi hf. Icelandair Group hf. Marel hf. Reitir fasteignafélag hf. Síminn hf. Sjóvá-Almennar tryggingar hf. TM hf. Vátryggingafélag Íslands hf. TM og VÍS koma ný inn í Úrvalsvísitölu Nasdaq Breyting Brim og Hagar hverfa á braut. STUTT BAKSVIÐ Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Upplýsingatækifyrirtækið Advania býður nú upp á uppljóstrunar- þjónustu í gegn- um heimasíðu sína. Þangað inn er hægt að senda inn nafn- lausar ábending- ar um hvaðeina sem snýr að rekstri og þjón- ustu Advania, þar sem fyllsta trúnaðar er gætt. Uppljóstrarinn þarf ekki sannanir fyrir grunsemdum sínum, en ábendingar þurfa að byggja á góðri trú, eins og það er orðað á heimasíðu fyrirtækisins. Þar segir einnig að þjónustan, sem veitt er í gegnum uppljóstrunarþjónustu WhistleB, sé veitt til að stuðla að gagnsæi og góðu viðskiptasiðferði. Tilkynnt í gegnum óháðan aðila Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania á Íslandi, segir að sam- stæða Advania hafi farið í gegnum talsvert mikla vinnu varðandi sam- félagslega ábyrgð og siðareglur, og annað því tengt. Í kjölfarið hafi verið tekin ákvörðun um að setja upp uppljóstrunarþjónustu þannig að hver sá sem yrði var við eitt- hvað misjafnt í viðskiptaháttum Advania eða innan fyrirtækisins, hefði þá leið til að tilkynna um það í gegnum óháðan aðila. „Tilefnið var í raun ekkert sér- stakt, nema að við viljum bara hafa okkar hluti á hreinu,“ segir Ægir. „Þetta er hluti af hálfgerðri naflaskoðun sem við fórum í, hvernig við gætum verið sam- félagslega ábyrg og virkilega sýnt að við meinum það að við viljum stunda viðskipti með siðferðilegum hætti.“ Ægir segist ekki hafa orðið var við að sambærileg þjónusta sé í boði hjá öðrum íslenskum fyrir- tækjum. Því sé hér um ákveðna nýjung á markaðnum að ræða. Hann segir að það sé ákjósanlegra að opna fyrir svona þjónustu þeg- ar fyrirtæki hafi ekki lent í neinum vandræðum, frekar heldur en eftir á. „Þetta fór í gang í þessum mán- uði, og það hefur ekkert misjafnt verið tilkynnt enn þá. Þetta er rekið af sænskri lögfræðistofu. Ábendingar fara inn í þeirra kerfi, og svo í ákveðinn farveg innanhúss hjá okkur, þar sem tekið er á mál- inu.“ Ægir segir að þjónustan hafi verið innleidd fyrir alla samstæð- una, en Advania er með starfsemi um öll norðurlöndin. Engin ábend- ing hafi heldur komið hjá fyrir- tækjum Advania annars staðar á Norðurlöndum. Aðspurður segir Ægir að hann hafi orðið var við að erlend fyrir- tæki bjóði upp á svona þjónustu, þótt hún hafi ekki tíðkast hér á landi til þessa. „Þetta er hluti af því að við vilj- um ganga vel um auðlindir og fólk. Þetta er gott skref, og setur mein- ingu á bak við fögur fyrirheit.“ Framleiðnin hefur aukist Spurður um reksturinn það sem af er ári segir Ægir hann ganga vel. „Hér á Íslandi höfum við farið í gegnum Covid-tímann án meiri háttar áfalla, og framleiðni jókst frekar en hitt. Það mæddi mikið á okkar þjónustufólki, sérstaklega í byrjun faraldursins, en við erum stolt af því hvernig við komumst í gegnum þetta,“ segir Ægir, en bætir við að nokkur óvissa sé í kortunum í haust, eins og hann orðar það. Advania opnar fyrir uppljóstrunarþjónustu Morgunblaðið/Sigurður Bogi Meining Ægir már segir að uppljóstrunarþjónustan sé gott skref, sem setji meiningu á bak við fögur fyrirheit. Bundið í lög » Lög um vernd uppljóstrara voru sett á í maí síðastliðnum. » Lögin gilda um starfsmenn sem greina frá upplýsingum eða miðla gögnum í góðri trú um brot á lögum eða aðra ámælisverða háttsemi í starf- semi vinnuveitenda þeirra. » Markmið að stuðla að því að upplýst verði um lögbrot og aðra ámælisverða háttsemi og þannig dregið úr slíku hátterni.  Veitt í gegnum WhistleB  Nafnleysi heitið  Stuðlar að góðu viðskiptasiðferði Ægir Már Þórisson Þrír stærstu lífeyrissjóðir landsins, Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins, LSR, Lífeyrissjóður verslunar- manna, LIVE, og Gildi, hafa nú allir greint frá ávöxtun eignasafns síns á fyrstu 4-5 mánuðum þessa árs. Á því tímabili gekk landið og heimurinn allur í gegnum mikið efnahagsáfall af völdum kórónuveirufaraldursins. Allir sjóðirnir þrír juku við eignir sínar þrátt fyrir áfallið. Þannig var ávöxtun á fyrstu fimm mánuðum árs- ins hjá LSR rúm 3% fyrir sjóðinn í heild sinni. Áætluð ávöxtun tímabilsins 1. janúar til 30. apríl hjá LIVE er 3,5%, og hefur hrein eign til greiðslu lífeyris hækkað úr 868 milljörðum króna í lok árs 2019 í 904 millj- arða í apríllok. Nafnávöxtun Gildis á fyrstu fjórum mánuðum ársins 2020 nam 3,5% sem þýðir 3,0% raunávöxtun. Hrein eign samtryggingardeildar sjóðsins í lok apríl nam 684 millj- örðum króna samanborið við 656 milljarða í lok árs 2019. Morgunblaðið/Árni Sæberg Ávöxtun Eignir sjóðanna hafa aukist um tugi milljarða. Þrír stærstu hafa stækkað  Eignir LSR, LIVE og Gildis hafa aukist um 3-3,5% á fyrstu 4-5 mánuðum ársins Nú finnur þú það sem þú leitar að á FINNA.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.