Morgunblaðið - 20.06.2020, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 20.06.2020, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JÚNÍ 2020 Tillaga að deiliskipulagsbreytingu fyrir miðbæ Egilsstaða Í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, er auglýst tillaga að breytingu á deiliskipulagi á Fljótsdalshéraði. Á fundi bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs þann 18. júní 2020 var samþykkt að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Miðbæ Egilsstaða. Deiliskipulagið var til kynningar fyrir ári síðan og komu fram ábendingar við deiliskipulagstillögu. Eftir að kynningu lauk hefur verið unnið með hagsmunaaðilum að úrlausnum við ábendingum. Við endurskoðun á miðbæjarskipulaginu er unnið áfram með grunnhugmynd sem byggir á gildandi deiliskipulagi frá 2006. Leitast er við að færa skipulagið í átt að vistvæns skipulags og skapa vandaða miðbæjarbyggð. Meiri áhersla er lögð á umferðaröryggi, lækkun hámarkshraða bíla og aukin áhersla á fjölbreytta ferðamáta fyrir gangandi og hjólandi vegfarenda. Byggðin hefur verið þétt til muna, hlutfall íbúða aukið. Með því að þétta byggðina er verið að stuðla að betri landnýtingu, skapa fjölbreytt og líflegt bæjarumhverfi. Við það aukast rekstrarhagsmunir verslunar og þjónustu innan svæðisins og skapast aðstæður fyrir mannlíf í miðbænum samhliða. Tillagan er sett fram á deiliskipulags- og skýringaruppdrætti ásamt skipulags- og byggingarskilmálum. Tillagan, með skilmálum, er aðgengileg á vef Fljótsdalshéraðs. Frestur til að skila inn skriflegum athugasemdum rennur út þann 4. ágúst nk. Athugasemdir skal senda í tölvupósti til gunnlaugur@egilsstadir.is og dandy@egilsstadir.is Breyting á deiliskipulagi við Tunguás, Fljótsdalshéraði. Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs samþykkti á fundi sínum þann 3. júní sl., tillögu breytingu á deiliskipulagi við Tunguás, Fljótsdalshéraði. Deiliskipulag var áður kynnt í nóvember 2019 og komu fram ábendingar við deiliskipulagstillögu. Eftir að kynningu lauk hefur verið unnið að úrbótum á deiliskipulagi út frá athugasemdum. Meginmarkmið með deiliskipulaginu er að setja ramma utan um frekari uppbyggingu á svæðinu og er unnið á grundvelli skipulagslaga nr. 123/2010 og skipulagsreglugerðar nr. 90/2013. Um er að ræða deiliskipulag fyrir svæði sem skilgreint er sem frístundabyggð og verslunar- og þjónustusvæði í gildandi Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028. Deiliskipulagið er unnið á grunni landskipta sem unnin var af Steinsholti ehf. árið 2013. Í gildi er deiliskipulag fyrir svæðið frá 2005 og verður það fellt út gildi við gildistöku nýs deiliskipulags. Deiliskipulagið fellur ekki undir lög nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana þar sem deiliskipulagið felur ekki í sér framkvæmdir sem taldar eru upp í 1. viðauka laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000. Gerð verður grein fyrir áhrifum deiliskipulagsins á umhverfið í samræmi við gr. 5.4 í skipulagsreglugerð nr. 90/2013. Tillagan er sett fram á deiliskipulags- og skýringaruppdrætti ásamt skipulags- og byggingarskilmálum. Tillagan, með skilmálum, er aðgengileg á vef Fljótsdalshéraðs. Frestur til að skila inn skriflegum athugasemdum rennur út þann 4. ágúst nk. Athugasemdir skal senda í tölvupósti til gunnlaugur@egilsstadir.is og dandy@egilsstadir.is Breyting á deiliskipulagi við Eyvindará II Fljótsdalshéraði. Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs auglýsir hér með tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Eyvindará II skv. 43. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010, sem samþykkt var í bæjarstjórn þann 20. maí 2020. Deiliskipulag hefur verið í vinnslu um langan tíma og tafist vegna ýmissa ástæðna og er fyrri málsmeðferð fallin úr gildi. Skipulagssvæðið afmarkast eins og fram kemur á uppdrætti. Breytingin felur m.a. í sér að uppfærð er staðsetning gistihúss, lítilla gistihúsa og rotþróar. Uppfærð er vísun í aðalskipulagsuppdrátt. Skipulagssvæðið er stækkað til norðurs og bílastæðum breytt. Byggingarreitum er bætt við fyrir eitt lítið gistihús, gistiálmu til austurs, tengingu við eldri þjónustuhús og framtíðarstækkun gistiálmu til vesturs. Bílastæðum við aðalbyggingu breytt, fyrirkomulagi þeirra og stæðum fjölgað og bætt við rútubílastæðum. Tillagan er sett fram á deiliskipulags- og skýringaruppdrætti ásamt skipulags- og byggingarskilmálum. Tillagan, með skilmálum, er aðgengileg á vef Fljótsdalshéraðs. Frestur til að skila inn skriflegum athugasemdum rennur út þann 4. ágúst nk. Athugasemdir skal senda í tölvupósti til gunnlaugur@egilsstadir.is og dandy@egilsstadir.is Breytingar á deiliskipulagi við Fljótsdalshérað f.h. bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson Skipulags- og byggingarfulltrúi Útboð nr. 20321 Sporðöldustífla - Hrauneyjastífla Yfirfallsvegir – gröftur og fylling Landsvirkjun óskar eftir tilboðum í endurbætur á yfirfallsvegum Sporðöldu- og Hrauneyjastífla, samkvæmt útboðsgögnum nr. 20321. Neðan lokuvirkis Hrauneyjalóns skal dýpka og breikka yfirfallsveg þess á um 300 m löngum kafla og byggja úr uppgreftrinum varnargarð samsíða farveginum á suðurbakka hans. Þessi verkhluti verður unninn sumarið og haustið 2020. Í farvegi neðan yfirfalls Sporðöldulóns skal byggja þrjá fyrirstöðugarða sem mótvægisaðgerð við rofi sem átt hefur sér stað í farveginum. Gert er ráð fyrir að þessi verkhluti verði unninn í 2 áföngum, á árunum 2020 og 2021. Gert er ráð fyrir að verk geti hafist í lok júlí 2020 og eru verklok 17.09.2021 Helstu magntölur eru áætlaðar: Námuvinnsla-ofanafhreinsun 20.000 m3 Námuvinnsla-grjótvinnsla 20.000 m3 Gröftur, flokkun og flutningur 31.000 m3 Fyllingar 35.200 m3 Vettvangsskoðun verður 30. júní 2020. Útboðsgögn verða aðgengileg á útboðsvef Landsvirkjunar þriðjudaginn 23. júní 2020. https://in-tendhost.co.uk/landsvir- kjun/aspx/Home Tilboðum skal skila í gegnum útboðsvef Landsvirkjunar á slóðinni: https://in-tendhost.co.uk/landsvir- kjun/aspx/Home fyrir klukkan 14:00 þriðjudaginn 7. júlí 2020, niðurstöður tilboða, nöfn bjóðenda og heildarfjárhæðir með vsk verða birtar eftir kl. 14:00 sama dag á útboðsvefnum. Tilkynningar Hveragerðisbær óskar eftir tilboðum í verkið: Vorsabær – júní 2020 Verklok eru 15.10.2020 Verkið felur í sér frágang á nýrri götu, Vorsabær þ.e. að leggja út styrktarlag, jafna og þjappa þar sem vantar í, sem er einkum til endanna. Leggja út jöfnunarlag (burðarlag) jafna og þjappa og malbika svo alla götuna og botnlangann, Steypa kantsteina og skila allri götunni og lóðum byggingarhæfum. Auk þess skal undirbyggja og malbika gangstíg norðan götunnar og einnig undirbyggja og leggja grasþökur á milli götu og gangstígs. Verkið felur einnig í sér að setja upp ljósastaura og fullgera götulýsingu. Helstu magntölur eru: Helstu magntölur eru: Fylling óflokkað efni (undir gras) 430 m3 Styrktarlag (+ jöfnun og þjöppun) 1920 m3 Burðarlag (+ jöfnun og þjöppun) 270 m3 Malbik götur Y11 4340 m2 Malbik göngustígar Y8 750 m2 Vélsteyptur kantsteinn 1030 m Þökulagnir 540 m2 Útboðsgögn verða afhent á rafrænu formi frá og með mánudeginum 22.06.2020. Þeir sem hyggjast gera tilboð í verkið skulu hafa samband við Rúnar hjá Eflu Suðurlandi í síma 412 6900, eða með tölvupósti á netfangið runar.fridgeirsson@efla.is og gefa upp nafn, heimilisfang, síma og netfang og fá í kjölfarið útboðsgögnin send í tölvupósti. Tilboðum skal skila á skrifstofu Hveragerðisbæjar Breiðumörk 20, 810 Hveragerði fyrir kl. 14:00 miðvikudaginn 8. Júlí. 2020, þá verða þau opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Byggingarfulltrúi Hveragerðisbæjar ÚTBOÐ Ríkiskaup Allar útboðsauglýsingar eru birtar á utbodsvefur.is Utbodsvefur.is er sameiginlegur auglýsingavettvangur opinberra útboða. Á vefsvæðinu eru birtar auglýsingar og eða tilkynningar um fyrirhuguð innkaup opinberra aðila sem falla undir lög og reglugerðir um opinber innkaup. Vantar þig smið? FINNA.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.