Morgunblaðið - 20.06.2020, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 20.06.2020, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JÚNÍ 2020 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Þetta er mat á ástandinu í dag, að vísu að hluta til byggt á 25 ára göml- um gögnum. Það svarar ekki því hvað hefur gerst með nýtingu beit- arauðlindarinnar síðustu tuttugu árin en er þó upp- hafið að vöktun sem við hefðum þurft að vera komin lengra með,“ segir Unn- steinn Snorri Snorrason, framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda, um fyrstu niðurstöður og kortavefsjá verkefnisins GróLindar sem kynnt var í fyrradag. Landssamtökin áttu frumkvæðið að verkefninu fyrir þremur árum. „Okkur skorti upplýsingar um land- notkunina. Það háði verulegra allri umræðu og sýn á það hvernig landið væri að þróast. Þeirri spurningu hef- ur ekki verið svarað,“ segir Unn- steinn um tildrög þess að sauðfjár- bændur beittu sér fyrir þessu átaki. Hann tekur fram að þótt ekki sé unnt að sjá þróunina í þessum gögn- um séu þau grunnur vöktunar til framtíðar. Bæta þarf gögn Unnsteinn segir að nákvæmari gögn vanti, til dæmis um það hvar féð gengur. Þá séu beitarsvæði á lág- lendi ekki skilgreind nógu vel. Til dæmis séu sandarnir á Suðurlandi skilgreindir sem beitarsvæði sem og fjárlausar jarðir. „Einhvers staðar þarf að byrja og þetta er fyrsta skrefið.“ Hann segir að verkefnið styðji við það verk sem þegar er unnið að. Það hjálpi til við að meta hvernig best sé að skipuleggja landnýtingu og gera vinnu við að friða landsvæði eða breyta landnotkun markvissari. Bendir hann á að mörg svæði séu þegar friðuð í gegn um gæðastýr- ingu í sauðfjárrækt og fleiri verk- efni. Þannig gangi engar kindur á svæðinu milli Vatnajökuls og Hofs- jökuls og norður af Vatnajökli. Að hluta til gerist það með ákveðnum aðgerðum bænda en ekki girðingum því fé sem þangað fer sé ekki sleppt aftur úr heimahögum. Stór svæði fjárlaus Spurður hvort hann telji að fyrstu niðurstöður GróLindar geti leitt til þess að þrengt verði frekar að sauð- fjárbeit segir Unnsteinn að verkefn- ið sé ekki ætlað til slíks. Það sé verk- færi til að nota við mat á stöðu og þróun. Það fari meira eftir því hvern- ig lögum og reglugerðum um land- græðslu verði fylgt eftir hvort gripið verði til aðgerða í einhverjum tilvik- um. „Ég á von á því að haldið verði áfram vinnu á þeim grunni sem við stöndum á og uppgræðslustarf verði eflt. Svo gengur þetta í báðar áttir, í sumum tilvikum má hefja nýtingu lands sem nú er komið í betra stand,“ segir Unnsteinn.  Framkvæmdastjóri sauðfjárbænda bendir á að gögn GróLindar sýni ekki þróun beitar sl. 20 ár  Verkefnið sé upphaf vöktunar sem hefði þurft að vera komin lengra  Bæta þurfi gögnin Styður við verk sem unnið er að Morgunblaðið/Golli Vatnsdalur Þótt stór og viðkvæm svæði hafi verið friðuð fyrir sauðfjárbeit telst meirihluti landsins, eða 62% lands, beitarland, samkvæmt GróLind. Unnsteinn Snorri Snorrason Lilja Hrund Ava Lúðvíksdóttir liljahrund@mbl.is Tónlistarmaðurinn Örn Elías Guð- mundsson, betur þekktur sem Mug- ison, hefur síðustu árin farið hring- inn um landið á sumrin og haldið tónleika á leiðinni. Heimsfaraldur kórónuveiru hefur sett strik í reikn- inginn hjá fjölmörgum listamönnum, en Örn deyr þó ekki ráðalaus. Hann ætlar í sumar að ferðast um landið, elta veðurspána og halda tónleika undir berum himni við íslenskar náttúruperlur og í skrúð- og lysti- görðum. „Mig hefur langað að gera þetta í nokkuð mörg ár. Svo ýtti það aðeins við mér í þessum faraldri að þetta væri kannski bara málið,“ seg- ir Örn. „Þetta verðum bara við Rúna og kassagítarinn, ekkert vesen. Kannski nikkan ef við nennum að halda á henni.“ Örn segir undirbúninginn hafa gengið ágætlega. „Ólíkt því sem hef- ur verið undanfarin ár ætla ég ekki að gefa út fastar dagsetningar held- ur elta bara veðurspána. Ég fékk hugmyndir að örugglega hátt í 300 stöðum til að spila á. Ég setti þetta allt saman inn á kort og svo þegar ég fer í gang eftir svona tvær vikur ætla ég bara að skoða veðurspána, opna kortið og svo bara rúnta. Sennilega læt ég vita með svona dagsfyrirvara hvar ég verð,“ segir Örn. Náttúran vinnur með manni Örn hefur síðustu 17 ár haldið tón- leika um land allt. „Ég er búinn að fara svo marga hringi og það er al- veg magnað hvað er hægt að lenda alltaf í leiðinlegu veðri. Í fyrra var ég fastur í þoku og rigningu í nærri þrjár vikur á Suður- og Austurlandi á meðan það var sól og blíða hérna á Vestfjörðum,“ segir Örn, sem er bú- settur á Súðavík. „Það var eins þeg- ar ég fór hringinn um landið á bát einu sinni. Þá vorum við 20 daga á leiðinni og það rigndi hvern einasta dag. Mig langar ekkert að lenda í því aftur. Núna fer ég þangað sem sólin og stuðið er.“ Örn hefur áður spilað undir berum himni og segir það allt aðra upplifun en að spila innandyra. „Að fara á svona fallega staði, óhefð- bundna staði, það getur unnið svo með manni einhvern veginn að vera einhvers staðar í svona spes fíling. Þá er sigurinn eiginlega unninn áður en maður byrjar að spila, það verður svo kósí eitthvað og þægilegt,“ segir hann. Þó að Örn ætli að elta veðrið í sumar segist hann hafa í huga nokkra draumastaði til að halda tón- leika. „Eins og að spila í fjörunni í Skálavík er mjög gamall draumur. Eins hefur mig dreymt ótrúlega lengi að spila hjá Hljóðaklettum, það er svo skrítið og skemmtilegt endur- kastið þar. Svo leynast fjölmargir sætir og vannýttir skrúðgarðar í litlum þorpum úti á landi sem væri gaman að spila í,“ segir Örn. Morgunblaðið/Golli Tónleikar Mugison fer um landið í sumar með kassagítarinn og heldur tónleika ásamt Rúnu konu sinni. Fer með fjölskylduna, gítarinn og nikkuna  Mugison heldur tónleika undir berum himni á vel völd- um stöðum víða um landið í sumar  Ætlar að elta veðrið Menningarnótt í Reykjavík verður með breyttu sniði í ár, til að stefna ekki of miklum mannfjölda saman í samræmi við tilmæli almannavarna vegna Covid-19-ástandsins, eins og það er orðað í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Hátíðinni verður dreift yfir 10 daga og mun fara fram dagana 13. til 23. ágúst nk. Af þessu tilefni hefur borgin kall- að eftir hugmyndum og tillögum að atriðum á Menningarnóttunum. Veittir verða styrkir á bilinu 100 til 500 þúsund krónur, til þeirra sem dregnir verða upp úr Menningar- næturpottinum svonefnda. Að sögn Elfu Bjarkar Ellerts- dóttur, upplýsingafulltrúa hjá Reykjavíkurborg, er óljóst hvort flugeldasýning verði í ár vegna fjöldatakmarkana á samkomum. Það muni skýrast þegar nær dregur. Nú sé búið að auka framlög til listafólks um helming og hvetur hún alla áhugasama til að sækja um í pottinn. „Listafólk, íbúar, rekstraraðilar, félagasamtök og allir áhugasamir geta sótt um styrki. Allt er þetta gert til að lífga upp á miðborgina í nafni menningarnætur,“ segir m.a. í tilkynningu borgarinnar, en hægt er að sækja um til 3. júlí. Menningarnæturpotturinn er samstarfsverkefni Reykjavíkur- borgar og Landsbankans. Fastur liður á menningarnótt hefur verið Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka. Það er enn fyrirhugað laugardaginn 22. ágúst, en með breyttu sniði mið- að við afléttingar á samkomubanni. Ræst verður út í nokkrum ráshópum til að virða hámarksfjölda hlaupara, en þá verður ræsingin yfir lengri tíma en áður hefur verið. Rássvæði verður í Sóleyjargötunni og mark- svæði í Lækjargötu. Menningarnótt haldin í 10 daga  Tekið við umsóknum um atriði  Óvissa um flugeldasýninguna Morgunblaðið/Eggert Menningarnótt Hátíðin verður með allt öðru sniði vegna veirunnar. Halla Lögg. fast. 659 4044 Ólafur Sölu- og markaðsstjóri 690 0811 Ellert Sölustjóri 661 1121 Sigþór Lögg. fast. 899 9787 Hafrún Lögg. fast. 848 1489 Bárður Sölustjóri 896 5221 Elín Urður Lögg. fast. 690 2602 Elín Rósa Lögg. fast. 773 7126 Lilja Sölufulltrúi 820 6511 Kristján Sölufulltrúi 691 4252 Grensásvegur 13 - 108 Reykjavík - Sími 570 4800 - gimli.is - gimli@gimli.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.