Morgunblaðið - 20.06.2020, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JÚNÍ 2020
Þorsteinn V. Einarsson, vara-þingmaður VG, skrifaði pistil á
Facebook í gær þar sem hann sagði
meðal annars: „Í dag fékk ég styrk
til að sinna aktívisma á þessum
samfélagsmiðli,
standa fyrir stærri
herferð ásamt
fræðslukvöldum um
karlmennskur og
gefa út ítarlegar
hljóðvarpsútgáfur
af karlmennsku-
þáttunum sem ég er
að vinna að með
Stundinni.“
Síðar í pistlinumsagði varaþing-
maðurinn: „Næstu
mánuði mun ég
halda áfram að af-
byggja íhaldssamar karlmennsku-
hugmyndir, varpa ljósi á tengsl
þeirra við rasisma, ofbeldi, for-
dóma og mismunun og benda á
gagnlegri og jákvæðar karl-
mennskur.“
Það hefur tekið mörg ár að ræðastyrki til fjölmiðla og niður-
staða í því liggur ekki enn fyrir.
Meðal annars í því samhengi vekur
athygli að varaþingmaður VG skuli
nú hafa fengið einn hæsta styrkinn
úr Jafnréttissjóði til að skrifa pistla
og vinna annað efni fyrir Stundina.
Sennilega þykir einhverjumskrýtið að það skuli vilja svo til
að Katrín Jakobsdóttir, formaður
VG, hafi úthlutað varaþingmann-
inum og Stundinni þessum gæðum.
Einhverjum gæti dottið í hug aðþetta kynni jafnvel að vera
óviðeigandi af ýmsum ástæðum, en
sennilega verða ekki margir til að
hafa orð á því, enda vitað að slíkt
myndi kalla flóðbylgju fúkyrða frá
„aktívistum“, jafnvel ríkisstyrkt-
um, yfir viðkomandi.
Aktívisti VG fær
framlag af skattfé
STAKSTEINAR
Katrín
Jakobsdóttir
Þorsteinn V.
Einarsson
Loftrýmisgæsla ítalska flughersins
fyrir Atlantshafsbandalagið (NATO)
er hafin hér á landi. Flugsveitin kom
hingað til lands 9. júní síðastliðinn
með sex orrustuþotur af gerðinni
F-35 og er gert ráð fyrir að hún verði
hér við eftirlit í alls sex vikur.
Liðsmönnum flughersins var gert
að sæta 14 daga sóttkví, læknisskoð-
un og skimun á herstöð áður en hing-
að var komið. Þá fóru þeir aftur í 14
daga sóttkví á öryggissvæðinu á
Keflavíkurflugvelli til að tryggja að
hópurinn sé laus við kórónuveiru.
Framkvæmd verkefnisins er með
sama hætti og fyrri ár og í samræmi
við loftrýmisáætlun NATO fyrir
Ísland. Alls taka um 135 liðsmenn
flughersins þátt auk starfsmanna frá
stjórnstöð NATO í Þýskalandi.
Ítalskar þotur vakta nú lofthelgina
Liðsmenn sveitarinnar fóru tvisvar í
sóttkví og í læknisskoðun
Ljósmynd/Ítalski flugherinn
Styrkur Tvær ítalskar F-35 sjást hér á öryggissvæði NATO í Keflavík.
Spurn eftir störfum í sumar sem
sköpuð voru fyrir námsmenn til að
bregðast við því ástandi sem skap-
aðist á vinnumarkaði vegna heims-
faraldurs kórónuveirunnar hefur
verið töluvert minni en vísbendingar
voru um að yrði. „Nú þegar myndin
er að skýrast er það mikið gleðiefni
að tekist hefur að skapa það mörg
störf að þau ganga ekki út. Við fór-
um af stað með 3.400 ný sumarstörf
fyrir námsmenn í fyrstu lotu og vor-
um tilbúin að bæta enn frekar í ef
aðstæður kölluðu á það. Við sjáum
hins vegar að eftirspurn námsmanna
í þessi störf er minni en gert var ráð
fyrir, og því er ekki þörf á að skapa
fleiri tímabundin störf í sumar,“ seg-
ir Ásmundur Einar Daðason félags-
málaráðherra. Isabel Alejanda Díaz,
forseti Stúdentaráðs Háskóla Ís-
lands, telur þó að umframsumar-
störfin skýrist ekki af því að atvinnu-
leysi stúdenta sé minna en áætlað
var. „Við teljum að ástæðan fyrir því
að ekki hefur tekist að manna þessi
störf sé í rauninni sú að þessi störf
voru gerð fyrir ákveðna hópa. Það
eru kröfur sem ekki allir geta upp-
fyllt, það tikka ekki allir í þessi box.
Það er ekki þannig að okkar mati að
það vanti fólk í störfin heldur vantar
frekar störf sem miða að fleirum,“
segir Isabel. „Við vitum að það eru
enn aðilar að leita sér að störfum og
þessi störf sem um ræðir miða að
frekar takmörkuðum hópum. Það er
ekki þar með sagt að það þurfi að
skapa fleiri störf en það þarf kannski
aðlaga þessi störf sem þegar hafa
verið búin til að fleira fólki.“ Alls
höfðu sveitarfélög heimild til að ráða
í 1.700 störf í sumar, en ekki hefur
tekist að ljúka ráðningu nema í tæp-
lega 1.450. Hjá stofnunum ríkisins
voru 1.510 námsmenn sem sóttu um
þau 1.500 störf sem voru í boði.
Munu ekki skapa
fleiri sumarstörf
Ná ekki að manna
öll störf sem sköpuð
voru fyrir námsmenn
Morgunblaðið/Ómar
Háskóli Íslands Stjórnvöld buðu
upp á 3.400 störf fyrir námsmenn.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Bjóðum MESTA úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum
o e s i e m .is
Ný áætlun
Uppbyggingarsjóðs EES
um endurnýjanlega orku,
umhverfis- og loftslagsmál
í Póllandi
Kynningar- og samstarfsfundur á vefnum
25. júní kl. 8:30–11:00 milli fyrirtækja
frá Póllandi, Íslandi og Noregi
Fjallað verður um:
• Bætta orkunýtni í skólabyggingum
• Bætta orkunýtni í framleiðslu raforku og hita (cogeneration)
• Uppbyggingu og endurnýjun hitaveitukerfa sveitarfélaga
með endurnýjanlegri orku
• Aukna nýtingu á jarðhita
• Aukna skilvirkni orkuvinnslu í litlum vatnsaflsvirkjunum
Mikil tækifæri geta verið fyrir fyrirtæki
frá Íslandi í þessu samstarfi
Fyrirtæki þurfa að skrá sig,
sjá nánar á os.is