Morgunblaðið - 27.06.2020, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 2020
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
www.kofaroghus.is - sími 553 1545
339.000 kr.
Tilboðsverð
BREKKA 34 - 9 fm
518.000 kr.
Tilboðsverð
STAPI - 14,98 fm
389.000 kr.
Tilboðsverð
NAUST - 14,44 fm
34mm
34mm44mm
Ítarlegar upplýsingar og teikningar ásamt ýmsum öðrum fróðleik
má finna á vef okkar
VORTILBOÐ Á GARÐHÚSUM!
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Fært er orðið frá Hringveginum á
Mývatnsöræfum alla leiðina í
Herðubreiðarlindir, að Drekagili og
í Öskju. Þórir Stefánsson hjá Vega-
gerðinni á Húsavík fór þessa leið nú
í vikunni, heflaði burt ójöfnum og
ruddi snjó. „Hér fyrir norðan hafa
verið mikil hlýindi að undanförnu
svo snjórinn var ekki mikill, nema
rétt á smá kafla fyrir innan Drekagil
áður en komið er á Vikraplan. Nú er
ég á leiðinni aftur til byggða, er að
fínpússa veginn og búinn að mæta
tveimur bílum á leiðinni,“ sagði Þór-
ir við Morgunblaðið í gær.
Margar fleiri leiðir á hálendinu
eru nú orðnar færar, svo sem inn í
Kverkfjöll. Nokkrir dagar eru síðan
Kjalvegur var opnaður, svo leiðin er
greið milli Biskupstungna og
Blöndudals. „Vegurinn er heflaður,
flottur og fær öllum bílum. Alveg
drossíufæri. Ástandið hefur ekki
verið svona gott í mörg ár. Umferðin
er þó ekki mikil, en ég veiti því eft-
irtekt að nú er maður aðeins farinn
að sjá aftur og mæta útlendingum
hér á Kjalvegi. Slíkt veit á gott og
segir mér að landið sé að rísa og
ferðaþjónustan að ná sér á strik að
nýju,“ segir Páll Gíslason stað-
arhaldari í Kerlingarfjöllum.
Sprengisandsleið er enn lokuð og
ekki verður hugað að opnun hennar
fyrr en eftir svo sem tíu daga héðan í
frá, að sögn Jóns Ingólfssonar vega-
verkstjóra á Húsavík. Þar kemur til
að enn er talsverður snjór á norður-
hluta leiðarinnar, það er milli Nýja-
dals og Fjórðungsvatn og vegurinn
þess utan mjög blautur. Á austan-
verðu landinu er ófært frá Kára-
hnjúkavegi í Snæfell vegna aur-
bleytu, en flestar leiðir aðrar orðnar
færar.
Ljósmynd/Þórir Stefánsson
Snjómokstur Enn er talsverður snjór nærri Öskju, en hefillinn komst í gegnum stálið svo nú er leiðin greið.
Fært í Dreka og Öskju en
Sprengisandur enn lokaður
Drossíufæri á Kjalvegi Aurbleyta við Snæfellið eystra
Aron Þórður Albertsson
aronthordur@mbl.is
Kosningar til embættis forseta Ís-
lands fara fram í dag. Kjörfundur
hefst klukkan 9 og lýkur klukkan 22.
Heildarfjöldi á kjörskrá eru 252.217
og skiptist sá fjöldi nær jafnt milli
kynjanna. Alls eru 125.667 karlar
kjörgengir og 126.550 konur.
Langstærstur hluti kjörgengra
einstaklinga kemur úr Suðvestur-
kjördæmi, eða rétt um 29%. Alls eru
72.695 einstaklingar á kjörskrá í kjör-
dæminu. Önnur kjördæmi skiptast
þannig að 37.439 kjósa í Suðurkjör-
dæmi, 46.059 í Reykjavíkurkjördæmi
norður, 44.818 í Reykjavíkurkjör-
dæmi suður, 21.511 í Norðvesturkjör-
dæmi, 29.695 í Norðausturkjördæmi.
Snemma í kvöld munu kjörstjórnir
hefjast handa við flokkun atkvæða. Í
kjölfar lokunar kjörstaða hefst form-
leg talning. Hefst talningin um klukk-
an 22 þegar öllum kjörstöðum hefur
verið lokað. Skömmu síðar eða rétt
um hálftíma eftir að kjörfundi lýkur
fara fyrstu tölur að birtast úr öllum
kjördæmum. Ráðgera má að tölur
fyrir landið allt birtist fyrir miðnætti.
Stutt bið eftir fyrstu tölum
Reglur kveða á um að opna verði
kjörstaði milli klukkan 9 og 12 að
morgni. Þó er misjafnt hversu lengi
kjörstaðir eru opnir og fer slíkt eftir
aðstæðum á hverjum stað. Kjör-
stjórnir geta tekið ákvörðun um að
byrja síðar og hætta fyrr. Nálgast má
kjörfundarupplýsingar á vefjum
sveitarfélaga. Kjósendur greiða at-
kvæði í sínum heimahverfum eða
bæjum, skv. nánari upplýsingum frá
kjörstjórnum á hverjum stað.
Oft og tíðum hafa fyrstu tölur kosn-
inga borist úr Suðvesturkjördæmi.
Ekki er ólíklegt að svo verði í ár. Að
sögn Hugins Freys Þorsteinssonar,
formanns yfirkjörstjórnar kjördæm-
isins, má búast við fyrstu tölum um
hálftíma eftir að kjörstöðum lokar.
„Það er aðeins breytilegt hvenær
kjörstaðir opna en flestir opna um
klukkan 9. Þeim er síðan lokað klukk-
an 22 og rétt um hálftíma síðar fara að
berast fyrstu tölur,“ segir Huginn.
Óvíst er hvenær fyrstu tölur verða
birtar úr Reykjavíkurkjördæmunum
tveimur, en ráðgera má að slíkt verði
rétt eftir klukkan 23. „Það fer eftir
framgangi talningar. Við hefjum taln-
ingu þegar kjörstaðir loka klukkan
22. Við gerum ráð fyrir að það verði á
bilinu 23-23:20,“ segir Erla S. Árna-
dóttir, formaður yfirkjörstjórnar í
Reykjavíkurkjördæmi norður. Í kjör-
dæmunum norðanlands er aðeins
breytilegt hvenær kjörstaðir opna.
Fyrstu kjörstaðir opna klukkan 9 og
ráðgert er að tölur taki að birtast upp
úr klukkan 23. „Við byrjum að flokka
áður en lokar og svo hefst talning
þegar kjörstöðum hefur verið lokað.
Rétt um klukkan 23 ættu að berast
tölur héðan,“ Gestur Jónsson, for-
maður yfirkjörstjórnar í Norðaustur-
kjördæmi.
Forseti kosinn í 9. sinn
Líkt og áður hefur komið fram eru
tveir í framboði til embættis forseta
Íslands. Frambjóðendurnir eru
Guðni Th. Jóhannesson, sitjandi for-
seti, og Guðmundur Franklín Jóns-
son, viðskipta- og hagfræðingur.
Guðni hefur notið umtalsvert meira
fylgis í skoðanakönnunum í aðdrag-
anda kosninganna. Er þetta jafn-
framt í 9. sinn sem Íslendingar kjósa
forseta í almennum kosningum. Sá
fyrsti, Sveinn Björnsson, var aftur á
móti kjörinn af Alþingi við lýðveld-
isstofnunina árið 1944.
252 þúsund manns á kjörskrá í dag
Gera má ráð fyrir að fyrstu tölur birtist skömmu eftir lokun kjörstaða Líklegt að línur skýrist
snemma í kvöld Forsetakjör í 9. sinn frá lýðveldisstofnun Kjörstaðir opna víðast hvar klukkan 9
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Kosningar Um 53 þúsund manns kusu utan kjörfundar og var mikill erill í Laugardalshöllinni í gær.
Tekist hefur að ná samkomulagi um
þinglok og er vonast til þess að
störfum þingsins verði lokið á
mánudaginn. Þetta staðfesti Stein-
grímur J. Sigfússon, forseti Alþing-
is, í samtali við mbl.is í gær. Í sam-
komulaginu felst meðal annars að
eitt þingmannamál frá hverjum
flokki verður afgreitt fyrir þinglok
og að þing komi stutt saman undir
lok ágúst.
„Það tókst að lokum að fylla út í
rammann sem lagt var upp með í
samkomulagi við forystumenn
flokkana í byrjun júní. Nú er búið
að sortera það út hvað á að afgreiða
á þessu vori. Það er bara mjög gott
að það loksins tókst. Við erum að
hamast við að taka fyrir þau mál
sem eru á þeim lista,“ segir Stein-
grímur.
Hann útskýrir að ekki er öruggt
að takist að afgreiða öll mál á
mánudag og að fundur geti staðið
fram á nótt. Þá gæti farið svo að
einnig verði fundað á þriðjudag.
„Það horfir ágætlega með það að
þetta sé að hafast.“ gso@mbl.is
Samkomulag um
þinglok í höfn
Eitt mál afgreitt frá hverjum flokki