Morgunblaðið - 27.06.2020, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 2020
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Áætluð framlög Jöfnunarsjóðs sveit-
arfélaga til sameiningar sveitarfé-
laga í ár nema 800 milljónum króna.
Framlög sjóðsins til verkefna af því
tagi hafa margfaldast á undanförn-
um árum, eins og sést á meðfylgj-
andi línuriti.
Stjórnvöld stefna að því að gera
átak í sameiningu sveitarfélaga á
næstu sex árum með því að lögbinda
lágmarksfjölda íbúa í sveitarfélagi.
Jöfnunarsjóði er ætlað hlutverk í því
verki.
Tvö verkefni studd í ár
Unnið hefur verið að samein-
ingum á nokkrum stöðum, óháð
nýrri stefnu stjórnvalda og einhver
af þeim sveitarfélögum sem reiknað
er með að þurfi að sameinast öðrum
eru byrjuð að undirbúa sig. Dæmi
um það er Dalabyggð sem fengið
hefur 4,4 milljóna króna styrk úr
Jöfnunarsjóði til að gera athugun á
því hvert er vænlegast að snúa sér.
Þreifingar um sameiningu fimm
sveitarfélaga á Suðurlandi hafa stað-
ið lengur yfir en þau hafa fengið 23,8
milljón króna styrk á þessu ári til
sinnar vinnu. Að þeim viðræðum
standa Ásahreppur, Rangárþing
ytra, Rangárþing eystra, Mýrdals-
hreppur og Skaftárhreppur.
Stuðningur við sameiningu
sveitarfélaga, bæði vegna undirbún-
ings sameiningar og verkefna að
loknu því ferli, er hluti af lögbundnu
hlutverki sjóðsins, samkvæmt upp-
lýsingum samgöngu- og sveitar-
stjórnarráðuneytisins.
800 milljónir til
sameininga í ár
Framlög v. samein-
inga sveitarfélaga
M.kr. 2013-2020
700
600
500
400
300
200
100
0
'13 '14 '15 '16 '17 '18 '19 '20
800
413
330
93
Áætlun fyrir 2020
28 m.kr. það sem
af er ári
Jöfnunarsjóður
styrkir verkefni
Aron Þórður Albertsson
aronthordur@mbl.is
„Álagning hjá okkur hefur verið að
lækka þannig að þjónustan hefur
skilað sér í lægra verði til við-
skiptavina okkar,“ segir Eggert Þór
Kristófersson, forstjóri Festi. Vísar
hann í máli sínu til verðlækkana er
tengja má innleiðingu sjálfsaf-
greiðslukassa í verslunum Krón-
unnar. Hefur um-
ræddum
afgreiðslukössum
fjölgað verulega
hér á landi und-
anfarin ár. Að
sögn Eggerts
hefur slíkt leitt til
verðlækkunar
vara í verslunum
fyrirtækisins. Þá
er afgreiðslan
sömuleiðis liður í aukinni þjónustu
við viðskiptavini.
„Þetta hefur klárlega skilað sér til
viðskiptavina. Laun hafa hækkað
svakalega og fækkun fólks var ein af
þeim leiðum til að tryggja gott verð.
Við lítum líka þannig á þetta að þetta
sé skref í því að bæta þjónustuna. Þú
ferð hraðar í gegn og þarft ekki að
standa í röð,“ segir Eggert og bætir
við að þróunin muni halda áfram
næstu ár. Þegar fram líða stundir
verði viðskiptavinum ekki gert að
standa í röð til að ganga frá kaupum
á vörum. „Eftir nokkur ár held ég að
fólk muni afgreiða sig sjálft án þess
að þurfa að fara á kassa. Þetta er
spurning um tíma. Þú verður bara
með símann og stimplar vörurnar
inn sjálfur,“ segir Eggert.
Ólíkt forstjóra Festi segir Auður
Alfa Ólafsdóttir, verkefnastjóri hjá
verðlagseftirliti Alþýðusambands Ís-
lands (ASÍ), að verð hafi ekki lækk-
að. Það sé jafnframt ekki nýtt enda
skili lækkun rekstrarkostnaðar fyr-
irtækja sér sjaldan í hagstæðara
verði. Þannig hafi verð hækkað tals-
vert undanfarin misseri.
Verðhækkanir skili sér strax
„Ef við tökum tímabilið fyrir far-
aldur kórónuveiru lækkaði verð ekk-
ert. Á þessu tímabili, frá því að kass-
arnir komu og þangað til veiran
barst til landsins, var engin lækkun.
Það er þó auðvitað ekki hægt að al-
hæfa eða staðfesta hvort einhverjir
aðrir þættir hafi haft þar áhrif,“ seg-
ir Auður og bætir við að verð hafi
hækkað talsvert eftir að heimsfar-
aldur kórónuveiru barst hingað til
lands. Það megi þó að hluta rekja til
gengisbreytinga íslensku krón-
unnar. Að hennar sögn er sjaldgæft
að verðlækkanir skili sér til við-
skiptavina. „Við sjáum verð mjög
sjaldan lækka á meðan hækkun skil-
ar sér yfirleitt strax,“ segir Auður.
Segja verðlag
lækka með
sjálfsafgreiðslu
Deildar meiningar um verðlækkanir
Sjálfsafgreiðsla eykur þjónustuna
Morgunblaðið/Eggert
Afgreiðsla Nýir afgreiðslukassar
eiga að lækka verð í verslunum.
Eggert Þór
Kristófersson
Snorri Másson
snorri@mbl.is
Eldsvoði á Bræðraborgarstíg eitt
mun að öllum líkindum koma til með
að hafa áhrif á eldvarnir á Íslandi,
að sögn Jóns Viðars Matthíassonar,
slökkviliðsstjóra á höfuðborgar-
svæðinu.
„Saga eldvarna er því miður oft
hörmungasaga. Það kemur eitthvað
fyrir, menn læra af því og færa það
síðan inn í löggjöfina og endurbæta
þar með hlutina. Hvort það muni
eiga sér stað núna kemur í ljós þeg-
ar Húsnæðis- og mannvirkjastofnun
skilar sinni skýrslu, því það er
þeirra hlutverk að hafa áhrif á lög-
gjöf, reglugerðir og annað út frá
þeirri reynslu sem við göngum í
gegnum,“ segir Jón sem telur að
bruninn sé einn sá mannskæðasti
hér á landi á síðastliðnum 30 - 40 ár-
um.
115 flutt úr húsinu á 13 árum
Sjónarmiðin sem Jón segir að
slökkviliðið muni setja fram í þessu
samhengi muni meðal annars varða
ábyrgð eigenda.
„Þú gerir ekki breytingar á hús-
næði nema að fá nýtt byggingaleyfi
og að menn séu meðvitaðir um allt
slíkt. Við erum að lenda í því alltof
mikið núna að menn séu ekki með-
vitaðir, breyta húsnæði og kollvarpa
allri starfsemi, segir hann.
Annað sjónarmið sem slökkviliðið
mun koma á framfæri að sögn Jóns
Viðars er að búið verði þannig um
hnútana að einhvers konar flöggun
eigi sér stað í kerfi þjóðskrár ef
íbúatala er orðin of há miðað við fer-
metrafjölda.
73 eru með skráð lögheimili á
Bræðraborgarstíg samkvæmt Þjóð-
skrá, sem stingur í stúf við þær upp-
lýsingar lögreglu að sex hafi verið
búsett á efri hæðinni.
Samkvæmt upplýsingum sem
Þjóðskrá hefur veitt Morgunblaðinu
hefur enginn þessara 73 verið skráð-
ur þar til búsetu lengur en frá 2015.
Samtals hafa 188 einstaklingar
skráð sig til búsetu í húsinu frá 2007
og því hafa 115 manns flutt úr hús-
inu frá þeim tíma.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Fundur Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn og Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri fóru yfir málin.
Mun að öllum líkindum
hafa áhrif á eldvarnir
Slökkviliðsstjóri segir sögu eldvarna „hörmungarsögu“
Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is
ARCO gólflampi
Achille & Pier Giacomo Castiglioni 1962
Verð 349.000,-