Morgunblaðið - 27.06.2020, Qupperneq 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 2020
Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is
Skoðið // www.hjahrafnhildi.is
NÝ
SENDING
Fylgið okkur á facebook
SKOÐIÐNETVERSLUNLAXDAL.IS
FISLÉTTIR
SUMAR
JAKKAR
15-
20%
afsláttu
r
Opið laugard. 10-15
Skipholti 29b • S. 551 4422
Aron Þórður Albertson
aronthordur@mbl.is
Gera má ráð fyrir að ríflega þúsund
manns séu um borð í herskipunum
sem komu til hafnar í Reykjavík í
gær og fyrradag. Er koma skipanna
hluti af NATO-æfingu sem fer fram
við Íslandsstrendur 29. júní til 10.
júlí. Um er að ræða kafbátaeftirlits-
æfingu sem ber heitið Dynamic
Mongoose 2020 og er hún á vegum
Atlantshafsbandalagsins.
Eins og Morgunblaðið greindi frá
í gær kom þýski kafbáturinn U-36 til
hafnar við Skarfabakka í Reykjavík í
fyrradag. Auk Íslands taka sex ríki
Atlantshafsbandalagsins þátt í æf-
ingunni; Bandaríkin, Bretland,
Frakkland, Kanada, Noregur og
Þýskaland. Þau leggja til fimm kaf-
báta, fimm herskip og fimm kafbáta-
leitarflugvéla. Þar á meðal eru skip-
in; USS Roosevelt, HMS Kent og
HMS Westminister.
Ekki er vitað um nákvæman
fjölda skipverja, en ráðgert er að í
heildina séu þeir ríflega þúsund tals-
ins. Koma þeir hingað til lands í
nokkrum hópum. Að sögn Víðis
Reynissonar yfirlögregluþjóns er
misjafnt hvort skipverjar verði látn-
ir gangast undir sýnatöku. Í sumum
tilvikum er tekið tillit til langrar sigl-
ingar hingað til lands. „Það var farið
yfir þetta sérstaklega. Það verður
ýmist framkvæmd sýnataka eða litið
svo á að þeir hafi verið það lengi á
hafi að sóttkví sé lokið,“ segir Víðir
sem kveðst ekki vita hversu margir
munu stíga frá borði og fara í land.
„Þeir mega koma til lands. Ég veit
hins vegar ekki hversu margir fá að
fara frá borði,“ segir Víðir.
Æfingar af þessu tagi hafa verið
haldnar árlega undan ströndum
Noregs frá árinu 2012 nema þegar
hún fór fram hér á landi árið 2017.
Framvegis verða æfingarnar haldn-
ar til skiptis á Íslandi og í Noregi.
Íslendingar leggja til aðstöðu á ör-
yggissvæðinu á Keflavíkurflugveli
og Landhelgisgæsla Íslands tekur
þátt í æfingunni, m.a. með stjórnstöð
Atlantshafsbandalagsins á örygg-
issvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Að
auki munu varðskip og þyrlur taka
þátt í æfingum er viðkoma hefð-
bundnum verkefnum stofnunar-
innar.
Morgunblaðið/Eggert
Herskip Skipverji kanadísku freigátunar HMCS Fredericton lék á sekkjapípu þegar skipið kom til hafnar í Reykjavík. Mörg herskip eru nú í borginni.
Yfir þúsund manns um borð
Hluti hópsins látinn gangast undir sýnatöku NATO-æfing hefst á mánudag
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Ný samfelld 220 kV tenging frá Suð-
urnesjum um Vesturland, Norður-
land og að Austurlandi er komin inn
á 10 ára áætlun í kerfisáætlun
Landsnets. Línurnar á Norðurlandi
sem nú er unnið að eða eru í und-
irbúningi eru hluti af leiðinni. Lína
úr Hvalfirði í Hrútafjörð kemur ný
inn á framkvæmdaáætlun auk þess
sem Blöndulína 3 er sett inn að
nýju. Áætlað er að framkvæmdir við
báðar nýju línurnar hefjist á árinu
2023. Með þessum framkvæmdum
verður rúmur meirihluti byggðal-
ínuhringsins kominn í gott horf.
Landsnet er þessa dagana að
kynna uppfærða kerfisáætlun sem
nær til ársins 2029 ásamt fram-
kvæmdaáætlun til ársins 2023 og
umhverfisskýrslu. Er það meðal
annars gert á opnum fundum. Eru
áætlanirnar nú í opnu umsagnarferli
sem stendur út næsta mánuð.
Svigrúm fyrir vindorku
Auk þess að tengja þessa lands-
hluta með fullnægjandi tengingum
sem auka munu afhendingaröryggi
og tiltæka afhendingargetu á land-
inu öllu munu framkvæmdir sam-
kvæmt kerfisáætlun gera nýjum
framleiðendum raforku og nýjum
notendum kleift að verða minna
háðir takmörkunum í flutningskerf-
inu, að sögn Gnýs Guðmundssonar,
yfirmanns greininga og áætlana hjá
Landsneti.
Spurður um möguleika á teng-
ingu vindorkuvera segir Gnýr að
áætlanir Landsnets miði að því að
hægt verði að tengja ný vindorkuver
inn á flutningskerfið hvar sem er á
þessu svæði en möguleikarnir eru
mjög takmarkaðir nú. Nefnir hann
að Hrútafjarðarlína sé sett framar í
röðina til að koma til móts við áform
um vindorkuver á Vesturlandi og
sömuleiðis sé tengivirki í Hrútafirði
staðsett með hliðsjón af þeim.
Gnýr segir að kerfið sem byggt
verður upp samkvæmt áætluninni
eigi að duga vel fram yfir 2030. Í
kerfisáætluninni er þó fjallað um
framtíðarþróun í meginflutnings-
kerfinu fram yfir þann tíma og
helstu möguleika. Þeir eru annars
vegar að koma á tengingu yfir há-
lendið eða tengja saman kerfin með
línu suður fyrir Vatnajökul.
Áherslum í kerfisáætlun hefur
verið breytt í ljósi erfiðleika sem
urðu í raforkukerfinu í óveðrunum í
vetur. Meðal annars er gert ráð fyr-
ir að yfirbyggingu mikilvægra
tengivirkja verði hraðað í fram-
kvæmdaáætlun. Þá verður komið á
tvítengingu Dalvíkur og nýrri teng-
ingu milli Hellu og Rimakots sem
eykur raforkuöryggi í Vestmanna-
eyjum. Þá verður unnið að hring-
tengingu á suðurfjörðum Vest-
fjarða.
Bjartsýnir á góðan gang
Framkvæmdir Landsnets hafa
dregist mjög á síðustu árum, sér-
staklega vegna tafsams skipulags-
og leyfisveitingaferils. „Við erum
mjög bjartsýn á okkar nýju áætl-
anir. Undirbúningur og fram-
kvæmdir við stóru línurnar á Norð-
urlandi gengur vel. Framkvæmdir
standa yfir við Kröflulínu 3 og eru
að hefjast við Hólasandslínu 3. Þá er
endurtekið umhverfismat fyrir
Blöndulínu 3 að hefjast. Hrútafjarð-
arlína er á byrjunarstigi og við ger-
um okkur grein fyrir að hún getur
orðið þung í undirbúningi,“ segir
Gnýr.
Hann segir breytt vinnubrögð við
undirbúning og aukið samstarf við
heimamenn gefi tilefni til bjartsýni
um að stórframkvæmdir gangi bet-
ur á næstu árum.
Góð tenging til Austurlands
Kerfisáætlun Landsnets uppfærð Áhersla á framkvæmdir við styrkingu
nyrðri hluta byggðalínuhringsins Yfirbyggingu tengivirkja flýtt
Morgunblaðið/Einar Falur
Háspennulína Línurnar sem verið er að leggja á Norðurlandi og fyr-
irhugað er að leggja eru mun öflugri en gamla byggðalínan á Norðurlandi.
Atvinna