Morgunblaðið - 27.06.2020, Síða 23

Morgunblaðið - 27.06.2020, Síða 23
23 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 2020 Sumargleði Sólinni hefur víða verið fagnað að undanförnu, enda gaman fyrir landsmenn að geta brugðið sér út og stundað líkamsrækt á borð við qigong á Klambratúni með góðum félögum. Eggert Nýlega lagði heilbrigð- isráðherra fram á Alþingi þingsálykt- unartillögu um sið- ferðileg gildi og forgangsröðun í heilbrigðisþjón- ustu. Framsögumanni nefndarálits meiri- hluta, þingmanni Vinstri grænna, varð tíðrætt í ræðu sinni um hugtakið mannhelgi og lagði áherslu á að það gengi framar öðr- um gildum. Einnig lagði hann áherslu á að nefndin ítrek- aði þann skilning sinn að hugtakið næði yfir réttinn til lífs. Taka ber heils- hugar undir það. En málið á sér aðra og dekkri hlið sem ég vakti athygli á. Sú hlið eru ný lög um fóstureyðingar, sem voru sam- þykkt á Alþingi á liðnu ári, við hávær fagnaðarhróp hluta þing- manna og áheyrenda á þingpöll- um. Þar með gengur íslensk lög- gjöf um fóstureyðingar lengra en gerist annars staðar á Norð- urlöndum og víðast hvar í Evr- ópu. Málið var forgangsmál rík- isstjórnar Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Fram- sóknar, með heilbrigðisráðherra í broddi fylkingar. Veldur von- brigðum að Sjálfstæðisflokk- urinn skuli ekki hafa stöðvað málið í ríkisstjórn, sem honum var í lófa lagið að gera. Flokkur sem eitt sinni barðist gegn fóst- ureyðingum en hefur horfið frá þeirri stefnu, eins og mörgum öðrum mikilvægum stefnu- málum á vettvangi stjórnmál- anna. Í vestrænni trúar- og menn- ingarhefð hefur mannhelgin ver- ið orðuð svo að maðurinn sé skyni borin vera, skapaður í Guðs mynd. Í umræðu um þingsályktun- artillöguna á Alþingi um siðferðileg gildi í heilbrigðisþjónustu spurði ég þingmann VG sem hafði fram- sögu í málinu hvern- ig nýju lögin um fóstureyðingar sam- rýmdust hugtakinu mannhelgi í heil- brigðisþjónustu. Lögin heimila að eyða fóstri fram til loka 22. viku með- göngu. Á þeim tíma meðgöngunnar hef- ur fóstrið tekið á sig fulla mannsmynd og öðlast tilfinningu og sársaukaskyn. Framsögumaður svaraði því til að bú- ið væri að skilgreina að ófædd börn féllu ekki undir hugtakið mannhelgi. Ég svaraði að bragði að slík skilgreining væri ekki á okkar færi. Fóstureyðingarlögin heillaspor að mati dómsmálaráðherra Í umræðunni veittist dóms- málaráðherra að þingmönnum Miðflokksins sem leyfðu sér að ræða að mannhelgi næði til ófæddra barna í móðurkviði. Ráðherra lýsti nýrri fóstureyð- ingarlöggjöf sem „miklu heilla- spori“. Leyfi ég mér að efast um að sjálfstæðisfólk sem almennt að- hyllist hefðbundin vestræn gildi taki undir orð ráðherrans. Nýju lögin um fóstureyðingar eru mesta óheillaspor sem rík- isstjórnin hefur stigið á sínum ferli. Þau eru hvorki henni né þjóðinni til blessunar. Eftir Birgi Þórarinsson »Nýju lögin um fóstur- eyðingar eru mesta óheilla- spor sem ríkis- stjórnin hefur stigið á sínum ferli. Birgir Þórarinsson Höfundur er þingmaður Miðflokksins birgirth@althingi.is Mannhelgi og ófædd börn Á sjálfan þjóðhátíð- ardaginn, 17. júní, dag- inn eftir að ný ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar um fiskveiðar næsta fisk- veiðiárs var kynnt, birt- ist í Morgunblaðinu grein eftir Ingu Sæland, alþingismann og for- mann Flokks fólksins, undir fyrirsögninni „Reiðarslag í fisk- veiðistjórnun“. Óhætt er að segja að þessi sögðu tíðindi hafi komið þeim sem í greininni starfa nokkuð á óvart. Því er ekki úr vegi að skoða málið aðeins bet- ur. Sínum augum lítur hver á silfrið Tilefni þessara skrifa þingmannsins er sú staðreynd að aflaregla þorskveiða leiðir nú til þess að leyfilegur hámarks- afli þorsks fyrir næsta fiskveiðiár verð- ur tæp 257 þúsund tonn í stað rúmlega 272 þúsunda tonna á yfirstandandi fisk- veiðiári, sem er 6% lækkun. Bent er á að nýliðun (fjöldi fiska í nýjum veiði- árgöngum) hafi verið léleg áratugum saman. Ennfremur kemur til skoðunar að heildarvísitölur stofnmælinga botn- fiska að vori og hausti hafa farið lækk- andi undanfarin þrjú ár og að magn- vísitala þorsks á lengdarbilinu 30-80 cm er lægri í ár en vænta mátti. Út frá þessum staðreyndum er síðan ályktað að „…hverfandi líkur [séu] á að snúa megi þessari miklu og hröðu nið- ursveiflu þorsksins við“. Vísað er í þær miklu fórnir sem þjóðin hefur fært til uppbyggingar á þorskstofninum sem sagður er minnka hratt og stjórnlaust. Þetta sé nú öll fiskveiðistjórnunin og „[d]ýrasta hagfræði- og líffræðitilraun Íslandssögunnar“. Ég ætla að leyfa mér að segja það, að ef menn vilja endilega líta á stjórn þorskveiðanna sem tilraun þá sé rökrétt að álykta að hún hafi heppnast nokkuð vel. Góður árangur af stjórn þorskveiðanna Hvað er hér á seyði? Hér á árum áður hefði engum brugðið við það að sjá sveiflur í fiskistofnum og sveifla af því tagi sem við nú teljum okkur sjá og leið- ir til 6% lækkunar á afla- heimildum hefði aldrei ver- ið talin nálgast það að vera reiðarslag. Upphrópanir nú eru eingöngu vegna þess að menn er orðnir svo góðu vanir, enda hafa þorsk- veiðiheimildir vaxið ár frá ári í meira en áratug. Það er því nauðsynlegt að setja þessar tölulegu upplýs- ingar í rökrænt samhengi við atvik í þorskstofninum og veiðunum. Mér er minnisstætt að árið 2006 var þorskstofninn orðinn hættulega lítill og nánast helmingi minni en hann er nú talinn vera. Þá var varla að finna eldri fisk í stofninum en 6 ára svo neinu næmi. Þetta var alvarlegt því að með svona lítinn stofn þarf ekki nema lítið út af að bera til að hætta skapist á að missa stofninn í hrunferli. Þar að auki er hrygning svo ungra fiska máttlítil og einsleit í tíma og rúmi og líkur á góðri nýliðun því litlar. Þessu til viðbótar er fæða þorskstofns sem nær eingöngu er samsettur af ungum og smáum fiskum mun einsleitari en fæða heilbrigðs þorskstofns með bæði unga og gamla, litla og stóra fiska í umtalsverðu magni. Ástæða þessa slaka ástands þorsk- stofnsins var að of mikið var veitt af þorski ár eftir ár þrátt fyrir ráðgjöf vís- indamanna um annað. Til að sjá þetta þarf ekki nein nákvæm vísindi heldur dugar að taka eftir því að einungis fáir fiskar náðu því sem kalla mætti fullorð- insaldur hjá þorski, sem aftur segir það að dánartalan vegna veiðanna var allt of há. Við stóðum í skuld við þorskstofninn og skuldin fólst í vöntun á gömlum fiski í stofninn. Slíka skuld er dýrt og erfitt að greiða. Við þessar aðstæður var ákveðið að lækka veiðihlutfall í aflareglu þorsk- veiða úr 25% af viðmiðunarstofni í 20%. Árangurinn af lækkun veiðihlutfalls lét ekki á sér standa. Í hverjum árgang- inum af öðrum sem bættist nýr við stofninn fengu fiskarnir að lifa lengur og vaxa lengur og við stofninn bættist meira af fiski, árinu eldri, með hverju árinu sem leið. Er nú svo komið að úr þessum tiltölulega slöku þorsk- árgöngum hefur tekist að byggja upp mun stærri stofn og auka aflaheimildir árvisst í meira en áratug og fram á yf- irstandandi ár. Stærri þorskstofn nýtir mismundandi tegundir og stærð fæðu í vistkerfinu betur og þolir betur áföll og hætta á stofnhruni er verulega minni. Þar að auki er mun ódýrara að veiða til- tekið aflamagn úr stórum stofni en litlum og afkoma þorskveiðanna, sem reiknast sem mismunur á tekjum og kostnaði, er mun betri en áður var. Vegna þessa gátu þorskveiðarnar lagt æ meira af mörkum til þjóðarbúsins, sem skiptir miklu máli á þessum erfiðu tímum í lífi þjóðarinnar. Staða þorskstofnsins nú og horfur Hver er þá staðan núna? Fleira kem- ur til álita þegar meta skal ástand þorskstofnsins en hráar vísitölur stofn- mælinga einar og sér. Hafrann- sóknastofnunin metur stöðuna þannig að afli geti orðið svipaður og nú er, þangað til stærri árgangar taka að bæt- ast í stofninn. Þetta er mun betri staða á allan hátt en var fyrir rúmum áratug þegar stofninn var nær helmingi minni og aflinn líka og hagkvæmni veiðanna mun minni. Við verðum ávallt að halda vöku okk- ar varðandi ástand þorskstofnsins og horfur. Og víst er að við verðum að fylgjast vel með því hvað kann að vera að gerast með millifiskinn og hvort sú fækkun sem kemur fram í vorralli árs- ins í ár er raunveruleg eða aðallega mæliskekkja af einhverju tagi. Næsta tækifæri til að skoða þetta nánar fæst í haustralli ársins í ár. Það er hins vegar ótímabært að örvænta um þorskstofn- inn og fráleitt að álykta að stjórn veið- anna hafi mistekist. Þvert á móti hefur nýtingarstefna og stjórn veiðanna gef- ist vel og skilað ómetanlegum árangri. Vonandi verður svo áfram. Eftir Dr. Kristján Þórarinsson » Fleira kemur til álita þegar meta skal ástand þorskstofnsins en hráar vísitölur stofn- mælinga einar og sér. Kristján Þórarinsson Höfundur er stofnvistfræðingur SFS. Stjórn þorskveiðanna hefur skilað góðum árangri

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.