Morgunblaðið - 27.06.2020, Síða 26

Morgunblaðið - 27.06.2020, Síða 26
26 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 2020 Ekki þarf að hafa mörg orð um stöðu Skálholts og Skálholts- staðar í Íslandssögunni. Kirkjan í Skálholti ber vel nafnið Höfuðkirkja Íslands en þar var mið- stöð menningar, trúar- bragða, stjórnmála og mannlífs um aldir allt frá landnámi Íslands. Kirkjan í Skálholti er móðurkirkja allra kristinna söfnuða í landinu. Sagan hefur náð þar bæði hæstum hæðum og einnig niðurlæg- ingu í formi vanræktar og sögulegra átaka sem markað hafa djúp spor. 1950 hófst þar nýtt tímaskeið sem núlifandi kynslóðir hafa notið. Á rúst- um hruninnar timburkirkju var stað- urinn aftur færður til fyrri tignar með nýrri dómkirkju, skólahaldi, menningarstarfsemi og veru vígslubiskups. Til landsins streymdu styrkir frá vinaþjóðum okkar sem gerðu kleift ásamt átaki dyggra stuðningsaðila innan- lands að reisa Skál- holtsdómkirkju í þeirri mynd sem við þekkjum hana í dag. Þarna var grettistaki lyft. En ekkert varir að ei- lífu og tímans tönn vinnur sitt verk ef ekki er brugðist við. Við höfum áþreif- anlega verið minnt á að kirkjan og munir hennar hrópa á viðhald. 2016 var stofnaður sérstakur sjóður, Verndarsjóður Skálholtsdómkirkju, sem hefur það meginhlutverk að safna fé til viðgerða og viðhalds menningarverðmæta á staðnum og vera til stuðnings Skálholtsfélaginu hinu nýja. Sjóðurinn gerði að sínu fyrsta verki að fjármagna björgun á steindum glerlistaverkum Gerðar Helgadóttur í kirkjunni. Með myndarlegum stuðningi fyrirtækja, stofnana og einstaklinga tókst að safna fé sem dugði til að koma þess- um dýrgripum fyrir á ný í kirkjunni, öllum til gleði og ánægju. Verða þessi framlög seint fullþökkuð. En enn á ný er þörf á átaki. Komið hefur fram opinberlega að kirkju- byggingin sjálf þarf verulegt viðhald og verðmæti sem þar eru varðveitt þurfa að komast í öruggt skjól. Þar er m.a. um að ræða bókasafn, sem áhugi er á að veita almenningi og rannsókn- araðilum aðgang að í endurnýjuðu biskupshúsi á staðnum. Biskupstofa hefur heitið myndarlegum stuðningi við endurbætur kirkjubyggingar- innar í samstarfi við Minjastofnun en sjálfboðaliðar og frjáls framlög eru jafnframt mikilvægur þáttur í endur- reisnarstarfinu. Þar kemur hlutverk Verndarsjóðs Skálholtsdómkirkju aftur til sögunnar en fjármagna þarf frágang merks bókasafns, endurnýja þarf alla lýsingu kirkjunnar, gera við klukkuverkið í turni hennar sem er illa farið og efla alla menningar- starfsemi sem staðurinn á skilið. Ekki þarf að minna á hlut prentverksins að Hólum og í Skálholti til varðveislu ís- lensks ritmáls á örlagatímum í sögu þjóðarinnar. Það er mögulega til að æra óstöð- ugan að afla fjár frá almenningi, fyr- irtækjum og öðrum styrktaraðilum við þær erfiðu aðstæður sem nú eru uppi í samfélagi okkar. En margt smátt gerir eitt stórt. Stofnað hefur verið sjálfvirkt símanúmer sem hringja má í eða senda SMS og þann- ig gefa kr. 2.000 til Verndarsjóðsins. Hringja má oftar en einu sinni! og síminn er 907-1603. Einnig má greiða beint inn á reikn- ing sjóðsins sem er 0152-15-380808 kt. 451016-1210. Gefendur sem eru atvinnurek- endur eða með sjálfstæða starfsemi geta dregið gjafir til sjóðsins frá skattskyldum tekjum sínum og óska má nafnleyndar. Sjóðurinn hefur sjálfstæða stjórn sjálfboðaliða en lýtur reglum Rík- isendurskoðunar og Biskupsstofu. Öll framlög eru vel þegin og renna óskipt til kirkjunnar og muna hennar. Höfuðkirkju Íslands vantar stuðning Eftir Árna Gunnarsson » Fram undan er um- fangsmikið starf við viðgerðir og björgun á menningarverðmætum í Skálholti sem hófst 2016 með viðgerðum á steindum gluggum kirkjunnar. Árni Gunnarsson Höfundur er formaður Verndarsjóðs Skálholtsdómkirkju. Árið 2016 birti ég grein þar sem ég lagði fram hugmynd um hvernig mætti leysa þann vanda sem ungt fólk stóð þá frammi fyr- ir við kaup á sinni fyrstu íbúð og stendur enn. Eins og nú gat unga fólkið okkar sem ekki átti efnaða foreldra tekið þetta skref og var því ýmist búandi í foreldrahúsum eða var farið úr landi. Minnt er á þá skyldu okkar sem byggjum landið að sjá til þess að allir þegnar þess hafi hús- næði til að búa í og mikilvægi þess fyrir þjóð- félag okkar að halda í sitt unga fólk, sem m.a. mun standa undir velferð þegna þess í framtíð- inni. Hugmyndin sem lögð var fram árið 2016: Fjárfestum í fyrstu íbúðinni með unga fólkinu okkar Hugmyndin byggðist á að leggja fram pen- inga úr sameiginlegum sjóðum okkar gegn því að eignast samsvarandi hlut í íbúðunum til skemmri tíma. Nefndar voru 6 millj. kr. sem samsvarar um 8 millj. kr. nú. Á íbúðunum væri kvöð um að rekstur þeirra og viðhald væri að fullu á vegum kaupandans og hann myndi kaupa hlutinn innan tíu ára eða selja íbúðina ella. Á upphæðina væru reiknaðir hóflegir vextir, sem þá væru gerðir upp, t.d. vextir samsvarandi verðbólgumarkmiðum Seðlabanka Íslands á hverjum tíma. Ef íbúðin væri seld innan þess tíma þá væri upphæðin gerð upp á sömu for- sendum. Þetta er fjárfesting, ekki gjöf Málið væri einfalt þannig að ekki þyrfti að stofna til sérstakrar stofnunar vegna þessa með til- heyrandi kostnaði. Íbúðalánasjóð- ur ætti t.d. auðveldlega að geta séð um málið, enda málið skylt því sem sjóðurinn væri að fást við. Hann myndi einnig gæta hagsmuna okk- ar sameiginlega sjóðs við þessi við- skipti og þar með gæta þess að kaupverð viðkomandi eigna væri rétt og eðlilegt í hverju tilviki og að sala á eignahlutnum og uppgjör færi fram í samræmi við kvöðina. Nýtt frumvarp um hlutdeildarlán í sama tilgangi: Það er ánægjulegt að sjá að fram sé komið frumvarp sem byggist í grunninn á fram- angreindri hugmynd. En ekki eins ánægjulegt að sjá alla þá fyrirvara og skilyrði sem uppfylla þarf samkvæmt frumvarpinu. Fyrirvarar þessir og skilyrði munu koma í veg fyrir að megnið af þeim sem þurfa á aðstoðinni að halda eigi mögu- leika á því að uppfylla þá/þau öll og muni því enga aðstoð fá. Mér telst til að til að hugsanlegir umsækj- endur um hlutdeildarlán samkvæmt frumvarp- inu þurfi að uppfylla um eða yfir 30 skilyrði og mörg af þeim komi í veg fyrir að venjulegur um- sækjandi geti uppfyllt þau öll. Hér virðist forræðishyggjan hafa náð tökum á höfundum frumvarpsins og þeir náð að safna saman öllum þeim fyrirvörum sem þeim gat hugsanlega dottið í hug og úr hefur orðið þessi samsetningur fyrirvara og krafna, þar sem leit- að hafi verið að þeim smugum sem hugsanlegur umsækjandi gæti sloppið í gegnum og girt fyrir þær. Helst dettur mér í hug þegar ég les kynn- inguna á frumvarpinu að verið sé að búa til verkefni fyrir það starfsfólk sem á að tékka af öll þessi rúmlega 30 atriði sem upp eru talin í kynningu fjölmiðla á frumvarpinu. Hvað ætli það muni kosta og hvað ætli það muni kosta deilt niður á þá fáu sem sleppa í gegnum frum- skóginn? Og hvað ætli mikill tími umsækjanda fari í að finna út úr og uppfylla kröfurnar? Var það kannske markmiðið með frumvarp- inu strax í upphafi? Ég ætla ekki að telja hér upp þessi 30 atriði, en vísa til umfjöllunar fjölmiðla. Ég skal þó nefna dæmi um þau:  Horft skal til nýsköpunar í mannvirkjagerð  Bara má lána til nýbygginga  Aðeins sé lánað til íbúðar sem er miðuð við fjölskyldustærð umsækjanda  Eigi umsækjandi meira eigið fé en 5% af kaupverði þá lækkar lánið sem því nemur  Fasteignalán á undan hlutdeildarláni má ekki vera til lengri tíma en 25 ára  Umsækjanda óheimilt að endurfjármagna fasteignalánið nema greiða hlutdeildarlánið upp  Vextir greiðist af hlutdeildarláni ef tekjur lántaka verða hærri en viðmiðin þrjú ár í röð Þetta eru 7 sýnishorn af ca. 30 sem umsækj- andi þarf að uppfylla til að fá stuðning sam- kvæmt frumvarpinu og sem koma munu í veg fyrir að góð hugmynd komist til framkvæmda og geri það gagn sem að er stefnt. Þetta er einn- ig sýnishorn af því hvernig einföld og góð hug- mynd er gerð það flókin að hún muni eingöngu gagnast það fáum að vandamálið muni verða áfram óbreytt og óleyst, eða sem næst því. Þá er bara að búa til nýja nefnd sem skila mun tillögum eftir næstu fjögur ár til að leysa það vandamál, eða hvað? Ítrekað er hér að hugmyndin er í báðum til- vikum að hið opinbera fjárfesti í húsnæðinu með kaupandanum og fær sitt fé til baka þegar það hefur gert sitt gagn. Hér er því um raunveru- lega aðstoð að ræða sem mun auðvelda unga fólkinu okkar að vera áfram Íslendingar nú og til frambúðar. Sleppið öllum þessum gildrum og hindrunum sem frumvarp þetta gerir ráð fyrir og byggið aðstoðina á fáum skilyrðum og gerið lán þessi aðgengileg fyrir sem næst alla sem eru að kaupa sína fyrstu íbúð. Þeir sem ekki þurfa á því að halda munu tæplega verða margir í hópi umsækjenda og skaðinn enginn þó að einhverjir slæðist með. Góð hugmynd eyðilögð Eftir Sigurð Ingólfsson » Sleppið öllum þessum gildrum og hindrunum sem frumvarp þetta gerir ráð fyrir og byggið aðstoðina á fáum og skýrum skilyrðum. Sigurður Ingólfsson Höfundur er framkvæmdastjóri. Á því Herrans ári 1484 reit Innocentius páfi VIII (1432-1492) örlagaríkt bréf. Glefsur úr því hljóma svo: „Hafa þeir [trúvill- ingar] með særingum, álögum, sjónhverf- ingum og öðrum argví- tugum galdraiðkunum og – athæfi, óhæfu og hræðilegri viðurstyggð, deytt afkvæmi kvenna, jafnvel í móð- urkviði, sem og ungviði búfjár, eyði- lagt afurðir jarðarinnar, vínþrúgur, ávexti trjáa, já, jafnvel konur og karla, áburðardýr, hjarðdýr sem önnur dýr, víngarða, aldingarða, engi, beitilönd, maís, hveiti og annað kornmeti. … [Að] undirlagi óvinar alls mannkyns [djöfulsins] hika þau ekki við að fremja og drýgja and- styggilegasta ófögnuð og saurugustu öfgar, steypandi sálu sinni í glötun, svívirðandi Guð almáttugan, fjöl- mörgum til hneykslunar og skaða.“ (Þýð. Ólína Þorvarðardóttir. Brennu- öldin). Bréfið varð hvatning hinum kynbældu svartmunkum, Heinrich Kramer (1430?-1505) og Jakob Sprengler (1436?-1495), til að rita hinn skelfi- lega Nornahamar (Mal- leus Maleficarum), leið- arvísi um galdraofsóknir, þrung- inn kvenhatri. Andskot- inn sjálfur hafði sam- kvæmt djöflafræði kirkjunnar tekið sér bólfestu í sálum manna, einkum klögumála- kvenna af alþýðustétt- um og kynsystra þeirra í klaustrum, sem ástunduðu saurugt líferni. Kölski var viðsjárverður og brá sér í allra kvik- inda líki. Eins og páfi benti á gerði djöfullinn konur undirgefnar sér í kynsvalli. Einnig rændi hann og ruplaði, eyddi og deyddi fyrir þeirra tilstuðlan, sbr. eftirfarandi vitnisburð fórnarlamba. Fyrra dæmi: „Hún hafði ekki aðeins bruggað banaráð mönnum jafnt sem skepnum; hún hafði einnig haldið við djöfulinn sjálf- an í 38 ár. Hann hafði vitjað hennar „í mannsmynd, svartur á hár og skegg, meiri á velli en nokkur dauðlegur maður, svartklæddur“ á næturþeli, ríðandi, búinn riddarastígvélum með spora og gyrtur sverði.“ Þegar á svallhólminn var komið, upphófust almenn kynmök. Síðara dæmi: „Þar kemur djöfullinn inn um glugga sem „stór maður, allur svartklæddur með mikið og kolsvart skegg og augnalit mjög tindrandi og óttalegt. … Hvílu- brögð hans eru öflug og þjösnaleg, veita ekkert yndi, og hann er jök- ulkaldur viðkomu . … Hann otaði frá lendum sér ófögnuði nokkrum, köld- um sem ís, er gekk allt upp undir bringspeli eða á móts við geirvörtur á fyrrgreindum sakborningi.“ (Galdra- fárið í Evrópu, eftir Hugh Trevor- Roper, þýð. Helgi Skúli Kjartansson) Tæpum fjórum öldum síðar, var ritað annað „bréf“. Grundvallarkenn- ingasmiður kvenfrelsaranna, Eliz- beth Cady Stanton (1815-1902), skil- greindi fjanda okkar tíma: „Karlinn er þrunginn tortímingu; harð- neskjulegur [og] sjálfselskur. Hann unnir stríði, ofbeldi [og] sigurvinn- ingi, miklast af sjálfum sér og leggur að fótum sér. Eins og í hinum verald- lega heimi sáir hann í siðferðið ósætti, glundroða, sjúkdómum og dauða.“ (Þýð. höfundur) Nútímaútfærsla Ingibjargar Daggar Kjartansdóttur á kennisetn- ingu fræðaformóður hennar er áhugaverð. „Veruleiki kvenna er þessi. Kynbundið ofbeldi ógnar lífi þeirra og heilsu. … Vondi karlinn á sér enga eina birtingarmynd, hann er alls staðar og hvergi og þú veist aldr- ei hvort eða hvenær þú mætir hon- um. Stundum þekkir þú hann bara af góðu einu þar til hann snýst gegn þér. Stundum laðar hann þig til sín og brýtur á þér.“ Kvenfrelsarar berjast hatrammri baráttu gegn karldjöflinum. Þeir hafa valið áþekka leið og fyrr- greindur páfi, Jósef Vissarionovich Stalín (1878-1953), Adolf Hitler (1889-1945) og Joseph Raymond McCarthy (1908-1957). Áróður þeirra ýmist ól á eða skapaði ótta, ör- væntingu og ógn. Í áróðursherferðum kvenfrels- aranna hefur karlmönnum í hálfa öld verið brigslað um djöfullegar mis- þyrmingar barna sinna og ástvina. Karlmaðurinn kvelur aukinheldur dýr jarðar og spillir náttúrunni, svo heimsendir er rétt handan við hornið. Fólk, sem verður viti sínu fjær og veit ekki sitt rjúkandi ráð, verður auðveldlega bráð múgsefjunar, þar sem beitt er hugmyndafræði eða trúarbrögðum. Einhvern þarf að hafa til blóra. Um þessar mundir er það feðraveldið. Blóraböggulinn rúmar allan sálarsorann, enda um að ræða hálfa fjórðu milljón karla. Hefndarþorsta er svalað og refsigleði mögnuð. Hreinsunareldurinn brenn- ur glatt. Lög eru endurtúlkuð og ný samin. Sönnunarbyrði sakarábera er léttvæg fundin. Æra karla fuðrar upp á galdrabálkesti almenningsálits og fjölmiðla. Málstaðurinn er studd- ur eins konar „fræðihringekju,“ þar sem höfundar styðjast við „sann- leika“ hver annars. Staðreyndir, skynsemi og rök hripa af þeim sem vatn af gæs. Áróðurinn er hertur, fjármagnaður af opinberu fé. Kerf- isbundið er þaggað niður í „villu- trúarmönnum,“ sem ýmist eru dæmdir af löglegum dómstólum, sýn- ardómstólum eða dómstóli götunnar. Það er fátt nýtt undir sólinni. Gengur galdrafárið í endurnýjun lífdaganna á okkar méli? Gjörningaveður og kyngaldrar Eftir Arnar Sverrisson » Í aldanna rás hefur múgsefjun verið beitt af hagsmunahóp- um til að öðlast völd. Forsenda hennar er blóraböggullinn. Gegna karlar því hlutverki nú? Arnar Sverrisson Höfundur er ellilífeyrisþegi. arnarsverrisson@gmail.com

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.