Morgunblaðið - 27.06.2020, Page 29
MINNINGAR 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 2020
✝ Þórunn JúlíaSteinarsdóttir
fæddist í Reykja-
vík 24. desember
1945. Hún lést á
hjúkrunar-
heimilinu Fells-
enda hinn 6. júní
2020. Foreldrar
hennar voru hjónin
Þórunn Kristjana
Hafstein hús-
mæðraskólakenn-
ari, f. 20. mars 1922, d. 19. júlí
1995, og Steinarr Kristjánsson,
skipstjóri og hafnsögumaður, f.
28. janúar 1913, d. 4. nóvember
2007.
Hinn 14. október 1972 giftist
Þórunn Júlía Hauki Jónassyni
lækni, f. 30. maí 1929, d. 16.
ágúst 2009. Þau slitu sam-
vistum. Sonur þeirra er Jónas
Sveinn Hauksson ráðgjafi, f. 26.
stjúpson, Reyni Hauksson, sem
er grafískur hönnuður, f. 1.
október 1964, og er búsettur í
New York. Hann á dótturina
Rakel Rut, f. 2. desember 1989,
með Berglindi Helgadóttur, og
synina Sebastian Ara, f. 17.
október 1997, og Lucas Frey, f.
15. febrúar 2002, með eigin-
konu sinni Monicu Hauksson.
Þórunn tók landspróf og
stundaði nám við Mennta-
skólann í Reykjavík, en lauk
ekki stúdentsprófi. Á árunum
1966-1973 starfaði Þórunn hjá
Loftleiðum sem flugfreyja. Hún
starfaði við sendiráð Banda-
ríkjanna og Menningarstofnun
Bandaríkjanna í Reykjavík á
árunum 1980-1985, en fór svo í
Leiðsöguskóla Íslands og út-
skrifaðist sem leiðsögumaður
árið 1986 og starfaði sem slíkur
um árabil, með hléum, fram til
2005. Hún sneri einnig, tíma-
bundið, aftur til flugfreyj-
ustarfa, hjá flugfélaginu Atl-
anta á árunum 1993-1995.
Útför Þórunnar Júlíu fór
fram í kyrrþey hinn 23. júní
2020 að ósk hinnar látnu.
október 1973.
Kona hans er
Sandy Naush fjár-
málastjóri, f. 2.
febrúar 1980, og
saman eiga þau
Steinar Max, f. 13.
nóvember 2013, en
þau eru búsett í
Noregi. Sonur Þór-
unnar og Ómars
Tómassonar, fv.
flugstjóra hjá Loft-
leiðum, f. 1. febrúar 1934, d. 2.
desember 1970, er Steinarr
Kristján Ómarsson lögreglu-
fulltrúi, f. 3. maí 1968, og er
hann kvæntur Úlfhildi Ösp Ing-
ólfsdóttur tollfulltrúa, f. 8. des-
ember 1967, saman eiga þau
dótturina Helenu Júlíu Stein-
arsdóttur, nema í Fjölbrauta-
skólanum við Ármúla, f. 20.
febrúar 2002. Þórunn átti einn
Minningar um Þórunni Júlíu
stórfrænku mína hrannast upp,
þegar mér var sagt frá andláti
hennar.
Foreldrar hennar voru Þórunn
K. Hafstein, ættuð frá Húsavík og
Steinarr Kristjánsson, skipstjóri
og hafnsögumaður, ættaður frá
Flateyri, traustar og góðar mann-
eskjur.
Þórunn Júlía, eða Djúlí, eins og
hún var ávallt kölluð, var fædd 24.
desember 1945 á aðfangadag jóla
og var því ávallt kölluð „jólaeng-
illinn“ okkar í fjölskyldu minni,
því jólin byrjuðu alltaf á aðfanga-
dagsmorgni kl. 10, þegar okkur
krökkunum var boðið í afmæli til
Þórunnar. Í mínum augum var
þetta alltaf svo flott og fallega
skreytt afmælisborð. Dórí,
mamman á heimilinu, var snill-
ingur í köku- og matarskreyting-
um.
Minningar frá bernsku-, æsku-
og unglingsárum hrannast upp,
Þórunn var alltaf svo fallega
klædd og átti falleg föt, sem bara
fengust í útlöndum, þetta var á
tímum skömmtunarseðla og
krakkar yfirleitt í fötum saumuð-
um upp úr öðrum fötum, þarna
var lífið saumavélar og stag, en
enginn að æsa sig yfir slíku.
Þórunn kom oft í strætó nr. 16
frá Lönguhlíð og heim til okkar á
Hringbraut, ég sótti hana á
stoppistöðina, þá hafði ég fengið
hvíta skauta og var búin að læra
að beita þeim, hún hafði líka feng-
ið skauta og niður á Tjörn skyldi
haldið og þar kenndi ég henni að
fara á skautum, hún var fljót til og
nutum við skautaferða vetrum
saman, fyrst á Tjörninni og síðar
á Melavellinum. Hún sótti mikið
til mömmu minnar, Helgu frænku
sinnar, og fór alltaf vel á með
þeim, mamma hafði þessa þægi-
legu nærveru og þær gátu talað
saman og skemmt sér. Mamma
fór með okkur í bíó, hún sat á milli
okkar og túlkaði fyrir okkur, þeg-
ar enski flaumurinn varð of mikill
og ímyndunarafl okkar fór for-
görðum.
Árin milli tektar og tvítugs
runnu hjá, Þórunn varð flug-
freyja hjá Flugleiðum, sem síðar
var breytt í Icelandair, og vann
þar í nokkur ár, síðar vann hún
hjá Arnarflugi og var í pílagríma-
flugi þar.
Eftir það vann hún sem leið-
sögumaður og hafði mjög gaman
af að vinna við þau störf.
1968 eignaðist Þórunn soninn
Steinar Kristján Ómarsson, sem
starfar hjá rannsóknarlögreglu
ríkisins, kvæntur maður og á fal-
lega dóttur. Þórunn giftist Hauki
Jónassyni lækni og eignuðust þau
Jónas Svein Hauksson, sem býr í
Noregi, er kvæntur þar og eiga
þau soninn Steinar Max.
Feðgarnir komu heim til að
vera við jarðarför mömmu sinnar
og ömmu. Það var dásamlegt að
hitta þá.
Í hjónabandi sínu ól hún upp
Reyni, son Hauks. Þau bjuggu á
Seltjarnarnesi í nokkur ár með
strákunum þremur, á æsku- og
unglingsárum þeirra. Á þessum
tíma skildu hjónin.
Síðustu árin voru Þórunni erf-
ið, hún bjó í nokkur ár í Árbæj-
arhverfi, flutti svo í Norðlingaholt
í fallega íbúð sem hún bjó í um
nokkra ára skeið. Skömmu eftir
aldamót varð hún mjög veik og
átti við erfið veikindi að stríða og
voru þetta örðugir tímar hjá Þór-
unni frænku okkar.
Síðustu ár sín bjó hún á hjúkr-
unarheimilum, þar sem hún naut
atlætis, en hún vildi samt alltaf
fara heim.
Síðustu árin fórum við frænkur
hennar, Þorbjörg og Margrét
Guðmundsdætur, og undirrituð
alltaf til hennar í heimsóknir á
Kumbaravog, Vesturás í Hvera-
gerði og síðustu ár hennar að
hjúkrunarheimilinu Fellsenda.
Hún gladdist alltaf þegar við
komum, fórum með hana í sum-
arbústaðina okkar Möggu, gerð-
um henni glaðan dag, lituðum hár
hennar og lökkuðum neglurnar
eldrauðar, því hún elskaði að vera
með rauðar neglur. Í fyrrahaust
lá hún á Sjúkrahúsi Akraness og
þangað fórum við Ása Hjartar-
dóttir, mágkona mín, og dætur
hennar Mill og Monna.
Þá var hún orðin mikið veik.
Hún fór síðan aftur að Fellsenda,
þar sem hún andaðist í friði og ró.
Nú vitum við að Þórunn er
komin til fallegri heima og mun
áreiðanlega hitta ættingja sína og
vini. Við þökkum henni samfylgd-
ina, hláturinn, grínið, sem hún
átti fullt af.
Blessuð sé ævinlega minning
Þórunnar Júlíu.
Gerður G. Bjarklind,
Margrét og Þorbjörg
Guðmundsdætur.
Elskuleg frænka mín, hún
Djúlý, hefur nú kvatt okkur. Ég
hef þekkt hana alla mína ævi og
má segja að við höfum næstum
því alist upp saman því mikill og
kærleiksríkur samgangur var í
stórfjölskyldu okkar beggja á
uppvaxtarárunum. Afmælis-
dagurinn hennar var aðfangadag-
ur jóla og alltaf var haldið upp á
daginn snemma með tilheyrandi
„mömmukræsingum“ og fögnuði
sem stytti daginn og biðina eftir
kvöldinu góða.
Næstum öllum aðfangadags-
kvöldum og gamlárskvöldum
eyddum við saman sem litlar
stelpur og unglingar ásamt for-
eldrum okkar; þetta voru stundir
sem ég minnist með hlýju og
söknuði. Ég minnist einnig ævin-
týraferðar á einu af „Fellunum“
hans pabba hennar þegar hann
tók mig og Djúlý með sér í sjóferð
um vesturströnd Íslands og alltaf
var viss ævintýraljómi yfir heim-
sóknum okkar um borð í gamla
„Hræring“ þegar hann var í
Reykjavíkurhöfn og pabbi í landi
þegar við vorum börn.
Djúlý mín átti sínar hamingju-
stundir; hún eignaðist strákana
sína, þá Steinar Kristján og Jónas
Svein, og barnabörnin Helenu
Júlíu og Steinar Max, flaug um
loftin blá, þar sem hún dansaði
skýjum ofar og naut sín, ásamt
því að kynna land og þjóð fyrir er-
lendum ferðamönnum sem leið-
sögumaður.
Ég kveð hana með margar góð-
ar og ljúfar minningar í hjartanu,
þakka henni samfylgdina og bið
góðan Guð að blessa hana og
minningu hennar. Ég og fjöl-
skylda mín sendum ástvinum
hennar hjartans samúðarkveðjur.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi.
(Valdimar Briem)
Þórunn Hafstein (Djonsý).
Við kveðjum elsku frænku okk-
ar, hana Þórunni Júlíu, sem við
kölluðum alltaf Djúllý. Við þökk-
um okkar himneska Frelsara fyr-
ir hana og vottum Steinari og
Jónasi okkar innilegustu samúð.
Kærleikskveðjur sendum við öll-
um þeim sem stóðu með henni og
veittu henni umhyggju og samúð í
hennar löngu baráttu.
Hún er nú komin til stóra Guðs
sem veitir henni alla ást og um-
hyggju. Frelsarinn, sem var alltaf
hennar góði hirðir, fagnar nú
komu hennar. Við söknum þín,
elsku Djúllý.
Þórunn, Bergljót, Soffía og
Gunnar Stefán.
Fallin er frá æskuvinkona okk-
ar Þórunn Júlía Steinarsdóttir,
Djúlí eins og hún var ávallt kölluð,
og viljum við minnast hennar
nokkrum orðum.
Við kynntumst á skólaárum
okkar sem síðar leiddi til þess að
við stofnuðum saman sauma-
klúbb. Á tímabili vorum við flest-
ar á faraldsfæti, sumar sóttu sér
menntun til útlanda, aðrar settust
að erlendis, en klúbburinn stóð
það af sér og hefur notað hvert
tækifæri til að hóa vinkonunum
saman. Flugfreyjan Djúlí, var
löngum á flandri um heiminn, en
þegar hún mætti lýsti hún upp
saumaklúbbinn með skemmtileg-
heitum sínum og dillandi hlátri.
Þó að lítið færi fyrir saumaskap
gerðum við okkur ýmislegt annað
til gamans. Minnisstæð er leik-
húsferð sem við fórum til Akur-
eyrar þar sem ein okkar lék aðal-
hlutverkið á sviðinu. Við
pökkuðum niður okkar fínasta
pússi og vorum svo glæsilegar
þegar í leikhúsið kom að vinkonan
á sviðinu var spurð að því hvort
hún veldi sér vinkonur eftir fríð-
leika. Fleira bar til tíðinda í ferð-
inni, til að mynda var okkur borið
á brýn að hafa tekið ferðatösku
ófrjálsri hendi á Akureyrarflug-
velli. Málið var að vinkvennahóp-
urinn var stór, töskurnar margar
og handagangurinn svo mikill í
öskjunni að óvart lenti ókunn
taska í hrúgunni, en sem betur fer
upplýstist málið og við sluppum
með skrekkinn. Djúlí átti afmæli
á aðfangadag jóla og hafði fyrir
sið að bjóða gestum til sín um há-
degisbilið. Þó að ekki stæði alltaf
vel á hjá manni á lokametrum
jólaundirbúningsins kom ekki
annað til greina en að mæta og
alltaf var það jafn ánægjulegt.
Djúlí gekk ekki heil til skógar
síðustu árin og þau reyndust
henni erfið.
En allar góðu minningarnar
um okkar elskulegu og kæru vin-
konu er fjársjóður sem við geym-
um og erum innilega þakklátar
fyrir.
Við vottum Steinari, Jónasi og
fjölskyldum þeirra okkar innileg-
ustu samúð.
Soffía, Edda, Unnur,
Björg, Guðný, Auður
og Guðný Björnsson.
Þórunn Júlía
Steinarsdóttir
HINSTA KVEÐJA
Þú gengin ert hugglöð á
frelsarans fund
og fagnar með útvaldra skara,
þar gleðin er eilíf, þar grær
sérhver und.
Hve gott og sælt við hinsta blund
í útbreiddan faðm Guðs að fara.
(Hugrún)
Megi algóður Guð þína sálu nú
geyma,
gæta að sorgmæddum, græða
djúp sár.
Þó komin sért yfir í aðra heima
mun minning þín lifa um ókomin
ár.
(Sigríður Hörn Lárusdóttir)
Helga Kr. Bjarnason
Ég hef ávallt litið upp til þín.
Þú hefur verið og verður fyr-
irmynd mín; frjáls, sjálfstæður,
traustur, ábyrgðarfullur, velvilj-
aður og ósérhlífinn. Virðing ann-
arra í þinn garð var áunnin og
verðskulduð.
Þú varst lifandi sönnun þess,
sem faðir þinn og langafi minn
ritaði oft, að sigursæll er góður
vilji.
Minningar um þig og andi
þinn mun svífa yfir vötnum og
lifa svo lengi sem brimaldan
brotnar á klöppum og skerjum
undir bökkum fósturjarðar þinn-
ar, í fjallasal Borgarfjarðar
eystri.
Tilvist þín markaði djúp spor í
lífshlaup mitt og var mér hvatn-
ing til góðra verka. Ég verð þér
ævinlega þakklátur.
Hvíl í friði, afi minn.
Stefán Þór Eyjólfsson.
Það er kominn gestur í eld-
húsið á Snotrunesi. Ég þekki
röddina og dríf mig í föt og niður
í eldhús. Má ekki missa af því
sem Skúli frændi á Framnesi er
að segja mömmu. Þau eru systk-
inabörn og ólust upp fyrstu árin í
torfbæ á Snotrunesi, mamma
sex árum eldri. Þau eru vinir.
Skúli orðinn bóndi í Framnesi,
nýbýli frá Snotrunesi. Hann hef-
ur komið gangandi út bakka frá
fjárhúsunum sínum á grundinni.
Þau eru að ræða búskapinn og
Skúli að gefa mömmu ráð. Svona
man ég þetta 8 eða 10 ára gam-
all.
Skúli hjálpaði okkur mikið við
búskapinn eftir að pabbi dó.
Hann þjálfaði og kenndi Pétri
bróður að taka við búinu og ger-
ast bóndi. Þeir urðu góðir fé-
lagar, hjálpuðust að og áttu sam-
an tæki og tól. Góðir fjármenn
og áhugasamir fjárbændur.
Skúli var góður íþróttamaður,
hafði alla tíð mikinn áhuga á
íþróttum og fylgdist vel með.
Hann lék knattspyrnu, kastaði
kringlu og kúlu. Líklega var
hann bestur í millivegahlaupum
og víðavangshlaupum, enda
margfaldur Austurlandsmeist-
ari. Árið 1952 vann hann víða-
vangshlaupið á landsmóti á Eið-
um. Þetta vissum við útbæingar
og það hvatti okkur áfram. Skúli
sagði okkur til og sýndi æfingum
okkar áhuga.
Þegar ég var að alast upp
voru mörg börn á útbæjum og
oft margt um manninn í Fram-
nesi. Alltaf var okkur vel tekið af
Skúla og Stínu, allir velkomnir
og nutu þar veitinga þrátt fyrir
að mamma vildi það ekki því
margir munnar voru í Framnesi.
Betri nágranna var ekki hægt að
hafa en Skúla og Stínu. Skúli var
hjálpsamur, greiðvikinn,
skemmtilegur og traustur. Ég
votta Stínu, börnum og afkom-
endum öllum samúð mína.
Njáll Eiðsson
frá Snotrunesi.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum)
Þessi orð úr Gestaþætti Háva-
mála komu upp í huga mér er ég
fregnaði að móðurbróðir minn,
Skúli á Framnesi, væri lagður af
stað yfir landamærin. Víst er að
orðstírs þessa eðalfrænda mun
lengi verða minnst.
Mörg minningabrot og mynd-
ir koma upp í hugann, sérstak-
lega minnist ég samskipta systk-
inanna frá Snotrunesi, sem
einkenndust alltaf af virðingu og
kærleik.
Glettnin, spaugið, litrík frá-
sagnargáfa og eftirhermurnar,
það var eins og að vera kominn í
leikhús þegar sá gállinn var á
hópnum. Alltaf innan þeirra
marka að lítillækka engan þó
sumir væru áræðnari og leiknari
en aðrir að færa í stílinn.
Mamma Villa og Skúli voru
náin; það kom víst oft í hennar
hlut að fást við stráksa sem
gjarnan vildi fara sínar leiðir, en
systir hans var ekki alltaf á því
þegar Valgerður móðir þeirra
hafði gefið sín fyrirmæli.
Löngu síðar kom hann systur
sinni heldur betur til hjálpar. Þá
hafði hún háð harða baráttu við
að koma frumburðinum í heim-
inn. Hvorki gekk né rak eftir
tveggja sólarhringa baráttu,
krakkagemlingurinn allur þvers
og kruss, læknirinn gjörsamlega
búinn á því að reyna að toga
barnið úr móðurkviði. Var þá
Skúli frændi minn, 21 árs, sótt-
ur, hann settur á tangirnar og að
lokum náði hann að koma dreng
inn í mannheim. Hann er því
með réttu „ljósa mín“ og þarna
sem fyrr og síðar gekk að hverju
verki með einurð og staðfestu.
Lífshlaupið er litrík fjallaleið.
Langt af fjöllum hríslast lækirnir
og laða þig margir til fylgdar.
En vegurinn er einn, vegurinn velur
þig,
hvert spor þitt er stigið.
Og frá upphafi allra vega
fór enginn þá leið nema þú.
(Snorri Hjartarson)
Í hvert sinn sem ég kom aust-
ur var það mitt fyrsta verk að
heilsa upp á ykkur heiðurshjónin
á Framnesi. Stína, sú gáfaða,
hlýja og yndislega manneskja,
tók manni ávallt opnum örmum,
þú samur við þig, glettinn og til
alls vís, maður hafði á tilfinning-
unni að vera kominn heim. Við
vorum ekki alltaf á sama máli
hvað íhaldið og kommana varð-
aði en allt um það, alltaf fór mað-
ur ríkari í sinni að heimsókn lok-
inni.
Ég kveð þig, kæri frændi
minn, með stóru þakklæti.
Stínu og afkomendum öllum
votta ég mína dýpstu samúð um
leið og ég þakka ykkur trygga
og gefandi vináttu.
Andrés Bjarni
Sigurvinsson.
Skúli Andrésson bóndi á
Framnesi, Borgarfirði eystri,
lést á hjúkrunarheimilinu
Dyngju á Egilsstöðum föstudag-
inn 19. júní sl. eftir stutt veik-
indi. Hann var búinn að dvelja
nokkur ár á Dyngju ásamt Krist-
ínu eiginkonu sinni. Skúli er ein-
hver sá öflugasti og magnaðasti
einstaklingur sem Borgarfjörður
hefur alið á síðustu öld. Fyrir
svo margt skaraði hann fram úr,
hann var mikill íþróttamaður,
einkum hlaupari, langhlaupari.
Þá hlupu þeir bræður hans Jón
og Björn líka með honum. Eitt
sinn hlupu þeir allir bræðurnir á
landsmóti og unnu mótið ásamt
íþróttafélagi sínu. Margir ungir
menn á Borgarfirði tóku hann til
fyrirmyndar í mörgu enda veitti
hann þeim leiðsögn og athygli.
Hann gaf oft góð ráð, t.d. við mig
sagði hann alltaf að ef ég vildi ná
árangri í íþróttum skyldi ég
hvorki reykja, drekka né stunda
kvennafar.
Ég tók þetta mjög bókstaf-
lega, hef aldrei reykt, né drukkið
og hitt stundað í löglegu lág-
marki. Skúli var mjög duglegur
bóndi og bjó með kindur á
Snotrunesi og síðar á Framnesi.
Hann var sérstaklega hjálpsam-
ur og greiðvikinn, það þekktu
þeir vel sem bjuggu honum næst
og þekktu hann best eins og ég
og mín fjölskylda. Skúli eignað-
ist einn af fyrstu bílum sem
komu í Borgarfjörð og lenti hann
oft í fólksflutningum af þeim
sökum og taldi það ekki eftir sér.
Skúla frænda vil ég að lokum
þakka fyrir vináttu og vinsemd í
gegnum árin.
Vegna fráfalls Skúla frænda
míns sendi ég Kristínu, börnum,
barnabörnum og öðrum ná-
tengdum dýpstu samúðarkveðj-
ur og megi hann hvíla í friði.
Jón Björnsson
frá Geitavík.
Minningarkort á
hjartaheill.is
eða í síma 552 5744