Morgunblaðið - 27.06.2020, Page 30

Morgunblaðið - 27.06.2020, Page 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 2020 ✝ Hafþór IngiJónsson fæddist í Reykjavík 12. júní 1946. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 11. júní 2020. Faðir hans var Jón Jóhann- esson veit- ingaþjónn, f. 6.10. 1917, d. 22.10. 1996. Móðir hans var Ey- gerður Bjarnfreðs- dóttir húsfreyja, f. 4.1. 1927, d. 4.4. 1991. Systir Hafþórs er Helga María Jónsdóttir, f. 5.1. 1952. Synir hennar og Ingimundar Magn- ússonar eru Jón Ingi, f. 1972, Árni Þór, f. 1975 og Björn, f. 1979. Hafþór kvæntist 20.12. 1980 Kristínu Egilsdóttur ritara, f. 17.6. 1952. Þau skildu 1997. Dótt- ir þeirra er Eygerður Inga, f. 18.8. 1983, sjúkraþjálfari, búsett í Saint Augustine í Florida. Eig- inmaður hennar er Jacob Fouts Hafþór var fulltrúi á lög- mannsstofu Þorvaldar Þórarins- sonar hrl. frá maí-ágúst 1975 og tók við rekstri stofunnar frá þeim tíma eftir andlát Þorvaldar og rak hana til september 1981. Frá þeim tíma og til september 1989 var Hafþór fram- kvæmdastjóri Lögmannafélags Íslands, en frá þeim tíma fram á mitt ár 2006 rak hann aftur lög- mannsstofu í Reykjavík, en varð þá að hætta störfum vegna veik- inda. Hafþór var mikill áhugamað- ur um íþróttir og lék knatt- spyrnu og handknattleik með Knattspyrnufélaginu Fram. Hann gegndi einnig félagsstöfum fyrir félagið og var um tíma for- maður stjórnar handknattleiks- deildar þess. Hann var mikill stuðningsmaður Manchester United á Englandi. Hafþór var einnig áhugamaður um skák og tefldi talsvert sjálfur. Útför Hafþórs fór fram 26. júní 2020 í kyrrþey að hans ósk. sjúkraþjálfari, f. 1986. Synir þeirra eru Tristan, f. 2015, og Kristofer, f. 2017. Stjúpdóttir Haf- þórs er Auður Guð- mundsdóttir, f. 5.6. 1972. Börn hennar eru Aron, f. 2001, og Aníta, f. 2003. Hafþór lauk verslunarprófi frá Verzlunarskóla Ís- lands 1965 og stúdentsprófi frá sama skóla 1967. Hann lauk emb- ættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands 1974 og stundaði fram- haldsnám í vátryggingarétti við Kaupmannahafnarháskóla 1974- 1975. Hann öðlaðist réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómi í nóvember 1976. Á námsárunum stundaði Hafþór ýmsa sum- arvinnu, svo sem hjá Síldarverk- smiðjum ríkisins á Seyðisfirði og á Reyðarfirði og gangstétt- arlagningu og byggingarvinnu í Reykjavík. Elsku besti pabbi minn. Það er svo erfitt að meðtaka að þú hefur yfirgefið þetta jarðlíf og orð fá ekki lýst hversu mikið ég sakna þín. Ég á svo margar góðar minningar frá mínum uppvaxtar- árum. Við fórum tvö saman í ótal gönguferðir upp á Úlfarsfell og Esjuna. Þegar ég var ca. 9-10 ára og byrjuð að æfa íþróttir fórum við reglulega í Elliðaárdalinn og Heiðmörkina og hlupum saman. Ég minnist ótal sundlaugaferða og ísbíltúra, bara við saman. Við höfðum bæði brennandi áhuga á íþróttum og við horfðum á alla Ól- ympíuleika, heimsmeistaramót í knattspyrnu og frjálsum og vökt- um fram eftir að horfa á úrslita- keppni NBA-deildarinnar. Þú varst svo mikill aðdáandi Man- chester United og við horfðum á ófáa leiki saman. Þú varst mikill áhugamaður um skák og kenndir mér snemma að tefla. Þú talaðir um það seinast fyrir nokkrum mánuðum að kenna afastrákunum þínum að tefla og ég heiti því að við munum gera það. Þú hafðir einnig mikinn áhuga á tónlist, sérstaklega kántrýmúsík. Þú varst með sér- staka kántrýstöð í gegnum kan- ann og ég man að við hlustuðum saman á kassettur með kántrý- músík og sungum saman með. Það hlýjar mér einnig um hjartarætur að hugsa um minn- ingar síðastliðinna ára þegar þú komst og dvaldir hjá okkur fjöl- skyldunni á Flórída. Okkur fannst svo gott að hafa þig. Þú og Jacob minn gátuð talað tímunum saman um íþróttir og stundum í gríni þrætt um hitt og þetta sem við- kom íþróttum. Ég veit hvað þér þótti vænt um Jacob og þú elsk- aðir litlu afastrákana þína út af líf- inu. Þú hefur alltaf verið einstak- lega góður pabbi. Þú hefur kennt mér svo ótrúlega marga hluti, fyrst og fremst hlýhug og kærleik og að vera góð við alla. Þú varst mjög metnaðarfullur og kenndir mér snemma að ég þyrfti að leggja hart að mér til að ná árangri. Ég hef alltaf verið mjög mikil pabbastelpa. Ég hef alltaf getað leitað til þín ef eitthvað bjátaði á og þú hefur alltaf verið til staðar fyrir mig. Ég á eftir að sakna mik- ið okkar reglulegu löngu símtala og þeirra fjölmörgu tölvupósta sem við sendum fram og til baka. Ég finn huggun í því að við bæði vissum hversu okkur þótti óend- anlega vænt hvoru um annað. Ég veit að þú ert kominn á betri stað, elsku pabbi minn, og þér hefur verið tekið opnum örmum af ömmu og afa og þínum bestu vin- um, Óla Axels og Bóa. Ég elska þig að eilífu, elsku pabbi minn. Ég bið Guð um að varðveita þig. Minning þín mun lifa að eilífu í hjarta mínu. Þín Eygerður Inga (Eyja). Kær vinur, skólabróðir og frændi, Hafþór Ingi Jónsson lög- fræðingur, er fallinn frá. Á þess- um tímamótum reikar hugurinn aftur til hinna áhyggjulitlu ung- dómsára á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar þegar við vorum bekkjarbræður í Verzlun- arskóla Íslands og síðan í laga- deild Háskóla Íslands. Á þessum árum störfuðum við einnig tals- vert saman á sumrin, m.a. hjá Síldarverksmiðju ríkisins á Aust- fjörðum og við gangstéttalagn- ingu í Reykjavík. Þetta var ljúfur og skemmtilegur tími og ýmislegt brallað sem oft hefur verið rifjað upp síðan og haft gaman af. Hvort sem var við nám eða vinnu var Hafþór harðduglegur og sam- viskusamur og hans eðlislæga skyldurækni ávallt til staðar. Hann var afar góður samstarfs- maður þótt hann gæti stundum verið nokkuð fastur á sinni mein- ingu um hlutina. Eftir framhaldsnám í lögfræði við Kaupmannahafnarháskóla réð Hafþór sig sem fulltrúi á lög- mannsstofu Þorvaldar Þórarins- sonar hæstaréttarlögmanns vorið 1975. Nokkrum mánuðum síðar féll Þorvaldur óvænt frá og skip- uðust mál þannig að Hafþór tók yfir rekstur stofunnar með samn- ingi við dánarbúið og var hann þannig orðinn sjálfstætt starfandi fyrr en áætlað var. Á árinu 1981 tók hann við starfi framkvæmda- stjóra Lögmannafélagsins og sinnti því í um átta ár, en hvarf þá aftur til lögmannsstarfa. Hvort sem var í lögfræðistörfunum eða starfi framkvæmdastjóra var Hafþór farsæll og lét ekki standa upp á sig með að ljúka verki. Hafþór var alla tíð mikill áhugamaður um íþróttir af ýmsu tagi. Hann var fjölfróður um þau efni, t.d. um ýmis met og önnur af- rek, og átti það til að leiðrétta íþróttaþuli þegar þeir fóru ekki rétt með í þeim efnum. Hann var mikill Framari og lék með félag- inu og tók síðar þátt í félagsstörf- um innan þess, m.a. sem formaður handknattleiksdeildar. Hann var eldheitur stuðningsmaður Man- chester United og hafði sterkar skoðanir á því félagi og rekstri þess. Er enn í fersku minni ferð okkar og fleiri á Old Trafford, heimavöll félagsins, og Goodison Park, heimavöll Everton, sem far- in var í tilefni af sextugsafmæli Hafþórs. Það var mjög vel lukkuð ferð þar sem við sáum bæði heimaliðin vinna sína leiki og heimsóttum Bítlasafnið í Liver- pool í leiðinni. Sólargeislarnir í lífi Hafþórs eru Eyja dóttir hans og afastrák- arnir tveir. Samband þeirra feðg- ina var greinilega einstaklega gott og ástríkt og hann studdi hana með ráðum og dáð, hvort sem var í náminu eða í íþróttunum, en þar áttu þau sameiginlegt áhugamál. Hafþór átti við erfið veikindi að stríða á síðari árum sem settu æ meira mark á hans daglega líf, en nú er hann laus undan því oki. Á kveðjustundu þakka ég mínum gamla góða vini fyrir allt og allt og óska honum góðrar heimferðar. Eyju, Auði stjúpdóttur hans sem sinnti honum einstaklega vel síð- ustu dagana og Helgu systur hans og fjölskyldum þeirra sendum við Kristín innilegar samúðarkveðj- ur. Góður drengur hefur kvatt. Ólafur G. Gústafsson. Gamall vinur minn og sam- starfsmaður hjá Lögmannafélagi Íslands, Hafþór Ingi Jónsson lög- fræðingur, andaðist 11. júní. Við Hafþór vorum á sama tíma við nám í lagadeild Háskóla Ís- lands, en þekktumst reyndar líka gegnum fótboltann en við vorum báðir heitir Framarar. Í laga- deildinni vorum við ásamt Gesti Jónssyni í sigursælu fótboltaliði sem bar heitið Léttfeti Utd. Nánustu kynni mínum af Haf- þóri voru samt þegar ég var for- maður Lögmannafélagsins árin 1983-1986. Hann hafði tekið til starfa sem framkvæmdastjóri þess á árinu 1981 og áttum við mjög nána samvinnu á vettvangi félagsins allan minn stjórnartíma. Stjórnarfundir voru haldnir viku- lega síðdegis á miðvikudögum. Oftast var dagskráin þétt setin af hinum margvíslegu málum sem stjórnin þurfti að fjalla um. Ég mætti fundardagana tveimur til þremur klukkustundum fyrir upphafstíma fundar. Hafþór lagði þá fyrir mig dagskrárliðina og oft drög sín að bókunum um af- greiðslu þeirra. Verk sín vandaði hann afburðavel enda má segja að Hafþór hafi verið mikill ná- kvæmnismaður í vinnubrögðum. Það sparaði mikla vinnu að hafa þennan dugmikla lögfræðing að þessum störfum hjá félaginu og reyndar líka við alls kyns aðra sýslan á vettvangi þess. Hafþór hvarf síðan til annarra starfa einhverjum árum síðar og starfaði m.a. sem fulltrúi fyrir starfandi lögmenn þegar mál þeirra voru tekin fyrir á regluleg- um dómþingum í Héraðsdómi Reykjavíkur. Þá hikaði hann ekki við að gera kröfur til lögmann- anna sem hann vann fyrir um vandaðan frágang málanna, jafn- vel svo að sumir kveinkuðu sér undan. Með tímanum kenndi Hafþór sér sjúkdóms sem ágerðist smátt og smátt. Varð hann að láta af störfum af hans sökum og dró sig þá einnig mikið út úr samskiptum við aðra. Hann hélt þó áfram góðu sambandi við nokkra gamla skóla- félaga. Á þessari kveðjustund er mér ofarlega í huga þakklæti til þessa góða drengs fyrir samvinnuna, sem aldrei bar nokkurn skugga á. En fyrst og fremst sakna ég góðs vinar og hinnar málefnalegu sam- stöðu sem við nutum hvor af öðr- um alla tíð. Jón Steinar Gunnlaugsson. Kær vinur hefur kvatt þennan heim. Þann 11. júní lést Hafþór Ingi Jónsson eftir skamma legu. Leiðir okkar lágu fyrst saman sem keppinautar í yngri flokkun- um í fótbolta, ég í KR og hann í Fram. 1958 börðust liðin um fyrsta Ís- landsmeistaratitil í 5. flokki og höfðum við betur. Þeir tóku hins vegar Reykjavíkur- og haustmót- ið. 1961 urðum við svo bekkjar- félagar í Versló. Það voru góðir tímar, ungir menn að taka sín fyrstu skref til framtíðar í góðum félagsskap. Þar urðum við góðir vinir sem staðið hefur til þessa dags. Við áttum góða tíma í Versló, en það var þó hinn sameiginlegi áhugi okkar á íþróttum sem tengdi okkur saman, en þar vor- um við alætur. Haustið 1968 hófum við nám í lagadeild HÍ. Nokkrir félagar okkar úr Versló höfðu valið lög- fræðina 1967, en ég fór í ÍKÍ og Haffi í viðskiptafræði. Í lögfræðinni urðum við eins og tvíburar, alltaf saman, studdum hvor annan í námi sem okkur fannst ekki mjög skemmtilegt, en vorum staðráðnir í að standa okk- ur. Þar kom einnig enski boltinn inn, en þar vorum við heldur ekki á sama róli. Hann United- en ég Liverpool-maður. Það breytti þó engu um það að á mánudögum biðum við spenntir eftir umfjöllun Halls Símonarsonar um enska boltann í Vísi, auk ensku blaðanna sem hægt var að fá í Ísafold. Haffi var ekki aðeins frábær vinur og félagi. Hann var einnig úrvalsnámsmaður, alltaf einn af þeim efstu í Versló og dúxaði á lagaprófinu. Hann var einnig góður íþrótta- maður, handboltinn var hans að- algrein og hann spilaði með Fram upp í meistaraflokk, var í körfu- bolta í ÍR og baneitraður í innan- hússfótbolta sem við stunduðum af kappi fram til fertugs. Hann hafði mikið keppnisskap sem nýttist honum vel þegar hann tókst á við Bakkus og hafði betur. Það er margs að minnast þegar horft er til baka. Vorið 1965 vorum við herberg- isfélagar í útskriftarferð til Köben og um sumarið fórum við á síld á Seyðisfjörð, en þá brást síldin en við skemmtum okkur vel. Notuðum námslánið eftir fyrri hluta í lögfræðinni til að fara fót- boltaferð til London með Bjarna Fel sem fararstjóra. Fórum ógleymanlega ferð til Köben með LMFI og loks til Manchester 2007 með Óla Gúst og Grétari Má syni hans, frábæra ferð og auðvitað vann United og okkar maður var kátur. En nú er komið að leiðarlokum. Haffi var lengst af heilsugóður, en fyrir u.þ.b. 15 árum fór heilsan að gefa sig og seinustu árin voru vini mínum erfið. Hann var þó alltaf í sambandi við augasteininn sinn, einkadótturina Eyju og heimsótti hana tvívegis til Flórída á seinustu árum, sem var honum afskaplega mikils virði og hann var mjög stoltur af afastrákunum sínum. Við héldum alltaf góðu sam- bandi, hittumst reglulega og töl- uðum mikið saman í síma og nú skal þakkað fyrir áratuga vináttu, ótal ánægjustundir og það að hafa fengið að vera honum samferða um stund. Innilegar samúðarkveðjur eru sendar til dótturinnar Eyju, Helgu systur hans og Auðar stjúpdóttur og fjölskyldna þeirra. Blessuð sé minning Hafþórs Inga Jónssonar. Far í friði, kæri vinur. Guðmundur Pétursson. Hafþór Ingi Jónsson Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KRISTINN ARNBERG skipstjóri, lést á Gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut laugardaginn 20. júní. Útför hans fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju mánudaginn 29. júní klukkan 15. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á SOS Barnahjálp. Laufey Dagmar Jónsdóttir Kristgeir Arnar Ólafsson Erna Pálmey Einarsdóttir Hallfreður G. Bjarnason Díanna Rut Jóhönnudóttir Óðinn Arnberg Kristinsson Svava Berglind Grétarsdóttir Jón Arnberg Kristinsson Eva Hrund Guðmarsdóttir Kristinn Arnberg Kristinsson Eygló Ýr Ævarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn FALLEGIR LEGSTEINAR Auðbrekku 4, 200 Kópavogi, sími: 537-1029, www.bergsteinar.is Á góðu verði Verið velkomin Opið: 11-16 virka daga Ástkær og elskulegur sonur okkar, bróðir, mágur og frændi, SIGURBJÖRN M. THEODÓRSSON, Heimagötu 37, Vestmannaeyjum, lést á heimili sínu 22. júní. Útför mun fara fram í Landakirkju miðvikudaginn 8. júlí klukkan 14. Theodór S. Ólafsson Margrét Sigurbjörnsdóttir Þorbjörg Theodórsdóttir Haukur Logi Michelsen Hafþór Theodórsson Hanna R. Björnsdóttir Júlíanna Theodórsdóttir Ingólfur Ingólfsson Bára Theodórsdóttir Tommy Westman Björk Theodórsdóttir Harpa Theodórsdóttir Örvar G. Arnarson og fjölskyldur Ástkær eiginkona mín og móðir mín, VALGERÐUR MARINÓSDÓTTIR hagfræðingur, lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni þriðjudaginn 23. júní. Útför fer fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Guðmundur Sigurðsson Guðbjörg Erla Guðmundsdóttir Móðir okkar, tengdamóðir og amma, LILLIAN SIMSON, Grenimel 3, er látin. Guðrún Dröfn Ragna Björk fjölskylda og aðrir ástvinir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.