Morgunblaðið - 27.06.2020, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 27.06.2020, Qupperneq 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 2020 ✝ Inga Ingólfs-dóttir fæddist á Akranesi 22. desem- ber 1929. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ 26. nóv- ember 2019. Faðir hennar var Ingólfur Sigurðsson, f. í Nýjabæ í Innri- Akraneshreppi 2. nóvember 1891, d. 6. febrúar 1954. Móðir hennar var Kristín Ingunn Runólfsdóttir, f. í Króki í Flóa í Árnessýslu 14. nóvember 1894, d. 12. desember 1975. Systkini Ingu voru Ragnheiður Arnfríður, f. 1920, látin; Jón, f. 1925, látinn; Guðrún, f. 1927, látin; Ingólfur Sigurðs, f. 1928, látinn; Ingólfur Arnar, f. 1931, látinn; Svandís, f. 1932, látin; Runólfur Viðar, f. 1933, látinn; Lóa, f. 1934, látin; og Ragnar, f. 1936. Uppeld- isbróðir Ingu var Sigurður B. Boga Halldórssyni og Elinborgu Jónsdóttur í Leirdal, þótt hún ætti alltaf einnig skjól hjá for- eldrum sínum í Björk. Inga lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræða- skólanum á Akranesi 1946. Eftir útskrift hóf hún störf við Lands- símann á Akranesi og vann þar í nokkur ár, þar til hún fór í Hús- mæðraskólann á Laugarvatni og lauk námi þar. Árið 1956 fór hún aftur til náms, þá til Noregs, í heimilisiðnaðarskóla í Voss, Voss Husflidskole, og útskrifaðist það- an sem handavinnukennari. Einnig starfaði hún í Noregi. Ár- ið 1958 kom Inga aftur til Íslands og hóf störf við Landssímann í Reykjavík. Þá var hún einnig við nám í norsku við Háskóla Íslands. Í febrúar 1961 fluttist hún ásamt eiginmanni sínum Stefáni í Skagafjörð og tóku þau við bú- skap í Grænumýri þar sem þau ráku myndarbú. Eftir að Stefán dó flutti Inga til Reykjavíkur og bjó lengst af á Grandavegi 47. Jarðsetning fer fram frá Flugumýrarkirkju í dag, 27. júní 2020, klukkan 12:30. Sigurðsson, f. 1915, látinn. Inga giftist 24. desember 1960 Stef- áni Jónssyni, f. 17.8. 1931. Hann lést 21.3. 2005. Þau eignuðust þrjú börn. Elst þeirra var drengur, f. 14.12. 1961. Hann lést í fæðingu. Næst honum er Gunn- hildur, þýðandi, f. 9.12. 1962, gift Einari Ólafssyni, og yngst er Elínborg hjúkrunar- fræðingur, f. 3.3. 1964. Börn Gunnhildar og Einars eru: 1) Ás- grímur, f. 23.11. 1988, og 2) Svan- dís, f. 3.6. 1994. Stjúpsonur Gunn- hildar er Bergur Einarsson, f. 15.6. 1981. Börn Elínborgar eru: 1) Gígja, f. 31.8. 1991, sambýlis- maður Stefán Björnsson, dóttir þeirra er Inga Sigurveig, f. 22.4. 2019, 2) Vignir, f. 29.5. 1997. Inga ólst upp á Akranesi hjá Sumarið er komið í Skagafjörð- inn, næturnar bjartar og dagarnir geisla af sól. Ástfangna parið kemur í sveitina, bóndadrengur- inn með stúlkuna að sunnan, sem ákvað að fylgja honum norður til að byggja með honum lífið. Síðan eru liðin 60 ár. Mamma hafði á orði að líf sitt væri eins og kaflar í bók, lífsins bók. Hún fæddist á Akranesi og í hjarta var hún ætíð Skagamaður þótt hún byggi 46 ár í Skagafirði. Skagfirsku fjöllin áunnu sér sess hjá mömmu en bláa Akrafjallið var fjallið hennar. Þótt Héraðsvötnin væru stór- fengleg saknaði hún ölduniðarins og brimsins. Ófáar sögur sagði hún af Langasandi, töfrafulla leik- vellinum hennar; hún hljóp niður úr Leirdal, eignaði sér pláss fyrir sandkastala, óð sem lengst út í öldurnar og ansaði ekki Ellu, fóstru sinni, er hún kom og kallaði á hana. Leirdalur og Björk, æskuheim- ilin mömmu. Í Björk voru foreldr- ar hennar og systkini, þar var fjör og gleði. Metnaður, dugnaður, kapp en líka skaphiti. Amma Stína, fjörug og meinstríðin og Ingólfur afi, alvörugefinn og fast- ur fyrir. Amma var mikill sauma- snillingur sem mamma nam hjá og átti eftir að miðla síðar af ómældri ánægju. Afi með sína doðranta sem mamma sökkti sér í. Hún dáði þau bæði. Afi Bogi í Leirdal átti sérstakan stað í hjarta mömmu, hann umvafði hana kærleik og umhyggju þar sem hún kom sem uppeldisbarn til þeirra hjóna. Kappsemina fékk mamma frá Björk, frá Leirdal iðjusemina. Hún hóf öll verk samstundis. Hik og seinlæti var sem eitur í hennar beinum: „Hálfnað er verk þá hafið er“, „jæja, það dugar ekki að hangsa, eitthvað verð ég að láta af mér leiða í dag“. Í fátækt kreppuáranna þurfti eljusemi til að hafa í sig og á. Mamma kynntist því. Hún minnt- ist með dimmum huga kartöflu- garðanna þar sem hún vann dag- ana langa og ömurlegs púlsins í mógröfunum. Lífið var þó ekki eintómt erfiði, á Skaganum voru boltaleikir í hávegum hafðir og þar var mamma á heimavelli. Við systur fylgdumst agndofa með mömmu í eldhúsinu með 5-6 bolta á lofti, appelsínur eða epli eftir því hvað var hendi næst. Svo tók við Noregur þar sem mamma viðaði að sér þekkingu á handíðum, þaut yfir snjóinn í skóginum og var frjáls eins og fuglinn á ferðum sínum. Heim kom hún ófús að beiðni fjölskyld- unnar en þá beið næsti kafli. Ástin birtist í bóndastrák að norðan og hún varð að heilu æviskeiði með honum í búskap, blíðu og stríðu í Grænumýri í Skagafirði þar sem mamma og pabbi stofnuðu og ráku myndarbú. Kærleikurinn ríkti milli þeirra, gagnkvæm virð- ing, stuðningur í þrautum, sam- fögnuður í gleði. Þau saman í bú- verkunum, mamma að hvetja og gefa ordrur, pabbi fór hægt en örugglega. Í minningunni sitja þau inni í stofu, grúskandi um tón- list sem þau voru að hlusta á, höf- undinn eða flytjandann og nýttu sér uppflettirit og plötuumslög. Síðasti kaflinn í bókinni hennar mömmu var í Vesturbæ Reykja- víkur, „það kom mátulega á mig Skagamanninn að enda hjá KR“! Hún naut sín við handavinnu og íþróttaáhorf en þó vantaði pabba til fyllingar í lífið. Við systurnar erum þakklátar fyrir þá gæfu að hafa átt hana fyr- ir móður. Gunnhildur og Elínborg. Elsku amma, í dag kveðjum við þig í síðasta skipti. Það er erfitt að kveðja vegna þess að við héldum að við fengjum að hafa þig örlítið lengur hjá okk- ur. Það var svo sárt að missa þig, en þú varst víst betur undir það búin að kveðja og hverfa á brott en við. Það er svo margs að minnast sem ég er þakklátur fyrir. Þess vegna langar mig að þakka þér fyrir alla dagana sem við áttum saman, bæði þá góðu og þá erfiðu. Ég veit að þú hvílir í friði. En hamingjan geymir þeim gullkransinn sinn, sem gengur með brosið til síðustu stundar fær síðan kvöldroða á koddann sinn inn, kveður þar heiminn í sólskini og blundar. (Þorsteinn Erlingsson) Ásgrímur Einarsson. Inga Ingólfsdóttir Við önnumst alla þætti undirbúnings og fram- kvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin. Við þjónum með virðingu og umhyggju að leiðarljósi og af faglegum metnaði. Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Guðmundur Baldvinsson, umsjón útfara Útfararþjónusta & lögfræðiþjónusta Með kærleik og virðingu Útfararstofa Kirkjugarðanna Vesturhlíð 2, Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is Frímann & hálfdán Útfararþjónusta Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Sími: 565 9775 www.uth.is uth@uth.is Cadillac 2017 Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MARGRÉT ERLINGSDÓTTIR, Miðleiti 12, lést mánudaginn 8. júní. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju mánudaginn 29. júní klukkan 13. Sigurður Hannesson Margrét Karlsdóttir Kristín Hannesdóttir Páll Einar Kristinsson Erlingur Hannesson Halldóra Halldórsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Elsku systir mín, frænka og vinkona, GRÓA JÓNATANSDÓTTIR, Fannborg 8, áður Bræðratungu 36, Kópavogi, lést á Landspítalanum fimmtudaginn 18. júní. Útförin fer fram frá Digraneskirkju miðvikudaginn 1. júlí klukkan 13. Ragnar Jónatansson og aðrir aðstandendur Elskulegur faðir minn, tengdafaðir, afi, stjúpfaðir og bróðir, HAFÞÓR INGI JÓNSSON lögfræðingur, Þórðarsveig 2, Reykjavík, lést 11. júní. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að hans ósk. Eygerður Inga Hafþórsdóttir Jacob Fouts Tristan Kristofer Auður Guðmundsdóttir Helga María Jónsdóttir Elsku faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, STURLA SNÆBJÖRNSSON kennari, frá Grund í Eyjafirði, sem lést 22. mars, verður jarðsunginn frá Háteigskirkju fimmtudaginn 2. júlí klukkan 13. Hann verður síðan jarðsettur 3. júlí á Grund í Eyjafirði klukkan 14. Þórður Sturluson Svandís Sturludóttir Hannes Frímann Sigurðsson Snorri Sturluson Guðríður Sturludóttir Sævar Örn Sævarsson Yngveldur Myrra Sturludóttir afa- og langafabörn Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við fráfall ástkærs eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, GUÐNA ÞÓRÐARSONAR byggingatæknifræðings, Sækambi vestri, Seltjarnarnesi, sem lést 18. maí á Landakoti. Við sendum starfsfólki á skilunardeild og deild 12e á Landspítalanum við Hringbraut og á deild K1 á Landakoti okkar allra bestu þakkir fyrir einstaka umönnun og hlýju við erfiðar aðstæður á Covid-tímum. F.h. aðstandenda, Sjöfn Guðmundsdóttir Elskulegur sonur minn, bróðir okkar, mágur og frændi, INDRIÐI RÚNAR ÞORSTEINSSON, Túngötu 1, Grindavík, lést miðvikudaginn 17. júní. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Ingibjörg Vermundsdóttir Sigríður Fjóla Þorsteinsd. Þráinn Maríusson Friðgeir Már Þorsteinsson Jónína Björg Hilmarsdóttir Brynja Hjarðar Þorsteinsd. Jón Gunnar Sigurðsson Guðríður Helga Þorsteinsd. Kristján Símonarson Elvar Þór Þorsteinsson Aníta Ósk Guðbjargardóttir og frændsystkini Elsku mamma okkar, tengdamamma, amma og langamma, SOLVEIG THORARENSEN framhaldsskólakennari, lést í faðmi fjölskyldunnar á Jónsmessu, 24. júní. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 2. júlí klukkan 15. Sérstakar þakkir eru færðar starfsfólki líknardeildar Landspítalans í Kópavogi fyrir yndislega umönnun og hlýju. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á ABC barnahjálp. Ingunn Ósk Sturludóttir S. Rósa Sturludóttir Sigþór Sigurðsson Óskar Sturluson Þorgerður Jörundsdóttir ömmubörn og langömmubörn Bróðir okkar og frændi, SIGURBJÖRN ÞORGRÍMSSON, lést 5. júní á Hrafnistu - Boðaþingi. Útför hefur þegar farið fram í kyrrþey. Sérstakar þakkir til starfsfólks Lóulundar. Steinunn Þorgrímsdóttir Jónína Þorgrímsdóttir og stórfjölskyldan Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GYLFI ÓLAFSSON bifvélavirki, Arnarási 1, Garðabæ, lést á Landspítalanum í Fossvogi 17. júní. Útför hans fór fram í kyrrþey að ósk hins látna. Sérstakar þakkir fær starfsfólk gjörgæsludeildar Landspítalans fyrir frábæra umönnun og hlýhug. Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug. Hildur Friðriksdóttir Ólafur Gylfason Unnur Hallgrímsdóttir Guðbjörg Gylfadóttir Sölvi Gylfason Brynjar Aron, Fanney Rún, Halla Hrund Tania Lind Guðbjargardóttir Heimir Morthens Hildur Anissa Guðbjargard. Sebastian Loui Sölvi Snær Guðbjargarson Sara Regína Rúnarsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.