Morgunblaðið - 27.06.2020, Side 36

Morgunblaðið - 27.06.2020, Side 36
36 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 2020 Borgartúni 7C, 105 Reykjavík Sími 530 1400 www.rikiskaup.is RÍKISKAUP SKATTURINN OG SKATTRANNSÓKNARSTJÓRI (SRS) - LEIGUHÚSNÆÐI Athygli er vakin á breyttum fyrirspurnarfresti og skilatíma tilboða. 21161 - Ríkiskaup f.h. ríkissjóðs óska eftir að taka á leigu húsnæði miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu fyrir nýjar höfuðstöðvar Skattsins og SRS. Umsjónaraðili er Framkvæmdasýsla ríkisins. Miðað er við að húsnæðið verði tekið á langtímaleigu til 30 ára, fullbúið til notkunar með föstum innréttingum og búnaði, án lauss búnaðar. Gerð er krafa um sérhúsnæði á góðum stað miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu, gott aðgengi þ.m.t. fyrir hreyfihamlaða, hjólandi, gangandi og næg bílastæði bæði fyrir viðskiptavini og starfs- fólk. Einnig er gerð krafa um að húsnæðið liggi vel við almenningssamgöngum m.a. fyrirhugaða borgarlínu. Skilyrði er að húsnæðið verði tilbúið til notkunar eigi síðar en 18 mánuðum eftir undirritun leigusamnings. Húsnæðisþörf Skattsins og Skattrannsóknarstjóra er áætluð um 9.800 fermetrar. Húsnæðið skal vera skrifstofu- og þjónustuhúsnæði sem miðast við þarfir Skattsins og SRS. Æskilegt er að húsnæðið sé ekki meira en 6 hæðir. Tilboðsgjafar (leigusalar) mega setja fram í leigutilboði þann valkost að bjóða ríkinu að taka á leigu til viðbótar, við áætlaða 9.800 fermetra fyrir Skattinn og SRS, allt að 2.000 fermetra af hefðbundnu skrifstofu- og þjónustu- húsnæði á sömu lóð og er þá miðað við að aðrir ríkisaðilar myndu nýta umrædda 2.000 fermetra fyrir sína starfsemi. Frekari upplýsingar um þær kröfur sem húsnæðið verður að uppfylla voru aðgengilegar í rafræna kerfinu TendSign, á vefslóðinni https://tendsign.is/ miðvikudaginn 3. júní 2020. Fyrirspurnir varðandi auglýsinguna (Skatturinn og SRS – Leiguhúsnæði) skulu sendar rafrænt í gegnum kerfið TendSign og verða svör birt þar. Fyrirspurnarfrestur rennur út 14. ágúst 2020 en svarfrestur er til og með 21. ágúst 2020. Leigutilboðum skal skila rafrænt í TendSign eigi síðar en kl. 12:00, mánudaginn 31. ágúst 2020. Ekki verður tekið við tilboðum eftir að tilboðsfresti lýkur. Tilboðsgjafar eru því hvattir til að skila tilboðum tímanlega. Leiga á grundvelli þessarar auglýsingar er undanskilin lögum um opinber innkaup nr. 120/2016, sbr. a. lið 1. mgr. 11. gr. Framboðið húsnæði þarf að vera komið vel áleiðis í byggingarfasa til að geta komið til álita. Skipulag lóðar og ytri hönnun þarf jafnframt að liggja fyrir. Gögn sem fylgja skulu tilboði þurfa m.a. að innihalda eftirfarandi upplýsingar: • Afhendingartíma húsnæðis • Staðsetningu, stærð og aldur húsnæðis og tillöguteikningar auk upplýsinga um efnisval s.s. veggjagerða, gólfefna o.s.frv. • Fjölda bílastæða, aðkomu að lóð og byggingu • Leiguverð per/m2 og heildarleiguverð • Húsgjöld • Gildandi deiliskipulag svæðis þ.e. lóðar og aðlægra lóða • Tilvísun í gildandi aðalskipulag • Skal leigusali leggja fram úttektarskýrslu (ástandsskýrslu), frá óháðum aðila, í henni skal m.a. skoða sérstak- lega hvort húsnæðið sé myglulaust. Það skal gert áður en skrifað er undir leigusamning. • Önnur gögn sem eru tilskilin til að uppfylla kröfur húslýsingar. Nánar er fjallað um kröfur til tilboðsgjafa, um gagnaskil, leiguferli og matslíkan í köflum 3 til 6 í húslýsingu. Leigutaki hefur skipað valnefnd til að meta innsend tilboð. Við val á hagkvæmustu lausn notast valnefnd við fyrir fram skilgreint matslíkan þar sem búið er að skilgreina hvaða matsþættir eru lagðir til grundvallar og hámarks vægi hvers og eins liggur fyrir. Þessir matsþættir eru: • Leiguverð • Gæði • Staðsetning • Nýsköpun & umhverfismál Hér er því verið að vega saman ofangreinda matsþætti og eru tilboðsgjafar hvattir til að bjóða mismunandi útfærslur í tilboðum sínum. Leigutaki áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum tilboðum. Nánari upplýsingar um kröfur til leigusala, mat tilboða o.fl. koma fram í húslýsingu og fylgigögnum hennar. LEIGUHÚSNÆÐI ÓSKAST Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Byggingavörur Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, pallaefni, parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu verði. Eurotec A4 harðviðarskrúfur. Penofin harðviðarolía. Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 660 0230 og 561 1122. Ýmislegt NETVERSLUN gina.is Tískuverslunin Smart Grímsbæ/Bústaðavegi Verð kr. 12.500 Verð kr. 11.900 Verð kr. 13.500 Sími 588 8050. - vertu vinur SANDBLÁSTUR & MÁLUN Á stáli, tré ofl WWW. blastur.is Þú kemur til okkar eða við til þín! Verkstæði & verktakar Helluhrauni 6, 220 Hf. s: 555-6005 Veiði Silunganet • Sjóbleikjunet Fyrirdráttarnet • Bleikjugildrur Nýtt á afmælisári Kraftaverkanet • margar tegundir 25% afmælisafsláttur af Stálplötukrókum fyrir handfæraveiðar Að auki fylgja silunganetum vettlingar í aðgerðinni Bólfæri Netpokar fyrir þyngingu Og eitthvað meira skemmtileg Heimavík 25 ára 01.05.1995 - 01.05.2020 Tveir góðir úr nýju netunum Reynsla • Þekking • Gæði heimavik.is, s. 892 8655 Húsviðhald Vantar þig pípara? FINNA.is Intellecta ehf. Síðumúla 5 108 Reykjavík 511 1225 intellecta.is Árangur fyrirtækja ræðst af þekkingu, getu og reynslu starfsmanna. Hver einstök ráðning er mikilvæg fjárfesting og er hagur bæði fyrirtækis og viðkomandi einstaklings að vel takist til.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.