Morgunblaðið - 27.06.2020, Page 39
DÆGRADVÖL 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 2020
„LÁGMARKSENDURBÆTUR SEM VIÐ
LEGGJUM TIL ERU AÐ HAFA AÐVÖRUNINA
Á PAKKANUM MEÐ STÆRRA LETRI.”
„GÆTTU ÞÍN ÞEGAR ÞÚ HANDLEIKUR
VÍNFLÖSKUNA. ÉG LENTI Í BASLI VIÐ AÐ
NÁ TAPPANUM ÚR.”
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að deila sömu
heimsmynd.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
HÓ! HÓ! HÓ!
ÞAÐ ER ÉG … LÓU-
JÓLI!
VONANDI ERU
RÚSÍNUR Í ÖLLUM
SMÁKÖKUNUM!
HVERS KONAR
MANNI LANGAR
ÞIG AÐ KYNNAST?
ÉG VIL MANN
SEM ER
DUGLEGUR AÐ
BERJAST!
ÞAÐ ER
ÉG!
ÉG BERST VIÐ TÁRIN
Á HVERJUM DEGI!
VÖRUPRÓFUN HF.
bændafélagi Vestmannaeyja í nokkur
ár og hefur frá 2011 verið varastjórn-
armaður í Vinnslustöð Vestmanna-
eyja.
„Í frístundum mínum hef ég gam-
an af laxveiði og reyni að fara einu
sinni til tvisvar góðar laxveiðiferðir á
ári. Ég hef býsna oft farið í Norðurá
og fór nokkur ár í Laxá í Dölum. Þá
má ekki gleyma sumarbústaðnum í
Vaðnesi í Grímsnesi en þar hef ég átt
margar góðar stundir.“
Fjölskylda
Eiginkona Eyjólfs er Sigríður
Árný Bragadóttir, f. 21.1. 1958. Þau
gengu í hjónaband 21.5. 1994. For-
eldrar Sigríðar voru hjónin Bragi
Guðmundsson, f. 6.12. 1932, d. 20.2.
2008, bæklunarlæknir, og Rakel Sól-
borg Árnadóttir, f. 27.8. 1936, d. 29.9.
1999, húsfreyja. Þau voru búsett í
Hafnarfirði.
Dætur Eyjólfs og Sigríðar eru 1)
Elín Sólborg, f. 18.11. 1992, læknir,
búsett í Reykjavík. Hún er í sambúð
með Almari Gauta Guðmundssyni; 2)
Guðrún Eydís, f. 24.12. 1993, hjúkr-
unarfræðinemi, búsett í Vestmanna-
eyjum. Börn Sigríðar úr fyrra sam-
bandi eru Bragi Þór, f. 1.3. 1978,
kvæntur Rósu Svövu sigurðardóttur
og eiga þau tvö börn, og Donna Ýr, f.
22.12. 1981, gift Héðni Karli Magn-
ússyni og eiga þau fjögur börn.
Systir Eyjólfs er Anna Guðjóns-
dóttir, f. 21.2. 1970, uppeldisfræð-
ingur, gift Gísla Sigurgeirssyni og
búa þau í Garðabæ.
Foreldrar Eyjólfs: Hjónin Guðjón
Pálsson, f. 10.5. 1936, d. 20.11. 1987,
útgerðarmaður og skipstjóri í Vest-
mannaeyjum, og Elínborg Jóns-
dóttir, f. 6.9. 1941, fyrrverandi fram-
kvæmdastjóri Ufsabergs, búsett í
Vestmannaeyjum.
Eyjólfur Guðjónsson
Elínborg Gísladóttir
húsfreyja á Laufási
Þorsteinn Jónsson
útvegsbóndi á Laufási í
Vestmannaeyjum
Anna Þorsteinsdóttir
húsmóðir í Vestmannaeyjum
Jón G. Ólafsson
útgerðarmaður og verkstjóri í
Vestmannaeyjum
Elínborg Jónsdóttir
fv. framkvæmdastjóri og
húsmóðir í Vestmannaeyjum
Auðbjörg Valtýsdóttir
Húsfreyja á Garðstöðum
Ólafur Eyjólfsson
útgerðarmaður á Garðstöðum
í Vestmannaeyjum
Helga Jónsdóttir
húsfreyja á Neistastöðum, síðar
vinnukona í Skarði í Landsveit
Guðjón Guðbrandsson
bóndi á Neistastöðum í Flóa
Jónína Guðjónsdóttir
húsmóðir í Reykjavík
Páll Guðjónsson
trésmiður í Reykjavík
Sólveig Magnúsdóttir
húsfreyja í Nefsholti
Guðjón Jónsson
bóndi í Nefsholti í Holtum
Úr frændgarði Eyjólfs Guðjónssonar
Guðjón Pálsson
útgerðarmaður og skipstjóri
í Vestmannaeyjum
Gátan er sem endranær eftirGuðmund Arnfinnsson:
Mér í koll hún kemur nú.
Kennd við mýri bænum á.
Mjög í ljósið sækir sú.
Svo er hún loka fyrir skrá.
Eysteinn Pétursson svarar:
Í höfuð margur flugu fær.
Á Flugumýri logaði bær.
Flugu ljósið líst vel á.
Er loka fyrir hurðarskrá.
Þessi er lausn Hörpu á Hjarð-
arfelli:
Flugu í höfuð fékk hann
Flugumýri hjá.
Fluga flaug á lampann.
Fluga yfir skrá.
Sigmar Ingason leysir gátuna
þannig:
Barist var á Flugumýri fyrr á tíð.
Flugur kringum lampann suða ár og síð.
Skráargati áður skýldi flugan víst
og skýst í margan hausinn þegar varir
síst.
Guðrún B. svarar:
Fékk ég þá flugu í haus
Flugumýri að skoða.
Flugur við ljósin loða.
Lá á skrá flugudaus.
Helgi R. Einarsson á þessa lausn:
Ég flugu í hausinn fékk,
að Flugumýri gekk.
Flugan í ljósið fer
og fluga á skránni er.
Þorgerður Hafstað sendi þetta
svar frá Sviss:
Fluga í höfuð, hugmynd snjöll.
Höfuðból, Flugumýri.
Ljósið freistar, flugan öll.
Fluga opnar ævintýri.
Góður vinur og frændi sendi
þessa lausn:
Flugu í haus ég fékk í gær
hjá Flugumýrar-vánni;
þá kom þar fluga, alveg ær
upp að flugu á skránni.
Sjálfur skýrir Guðmundur gát-
una þannig:
Fluga í koll mér kemur sú.
Kom ég að Flugumýri nú.
Flugu í ljósið leita sá.
Lauf er fluga á hurðarskrá.
Þá er limra:
Það sagt er um Sigurstein
sálnahirði á Rein,
að berji hann guma
gamla og hruma,
en geri’ ekki flugu mein.
Síðan er ný gáta eftir Guðmund:
Rísa verð ég fleti frá,
fráleitt dugir þetta slen,
gátu saman setja má,
sem er núna ansi klén:
Við hann oft ég lausan leik.
Lausan oft ég gef hann Bleik.
Rák er brún og rönd á kinn.
Reipi eða kaðallinn.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Illa höggva hungraðar flugur AUÐVELT, FLJÓTLEGT OG ÖFLUGT
BYGGINGAKERFI
Við framleiðum lausnir
Sími 577 6700 / islandshus@islandshus.is / www.islandshus.is
Bestu undirstöðurnar fyrir:
SÓLPALLINN
SUMARHÚSIÐ
GIRÐINGUNA
NÝ VEFVERSLUNdvergarnir.is
Fáðu
Dvergana
senda heim
að dyrum
Dvergarnir R