Morgunblaðið - 27.06.2020, Síða 41
ÍÞRÓTTIR 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 2020
„Ef þú þarft að ná í mig á
næstunni, þá slærðu á þráðinn,
sendir SMS eða tölvupóst. Sér-
trúarsöfnuðurinn mun eyðileggja
samfélagsmiðla í kvöld og næstu
daga.“
Þessi skilaboð fékk ég frá
stuðningsmanni erkifjenda Liver-
pool í fyrrakvöld þegar ljóst varð
að Manchester City myndi ekki
vinna Chelsea og taumlaus
meistarafögnuður Liverpool-
manna eftir þrjátíu ára bið væri í
þann veginn að hefjast.
Ég held að hann hafi staðið
við það, alla vega hefur viðkom-
andi ekki verið sjáanlegur „á lín-
unni“ frá þeim tíma.
Þeim sem fylgja Liverpool að
málum getur eflaust ekki verið
meira sama, eða þannig. Ég kíkti
aðeins á samfélagsmiðlana seint
í fyrrakvöld og get alveg skilið að
harðir stuðningsmenn andstæð-
inga rauða hersins hafi forðað
sér af þeim vettvangi.
Þegar ég mætti í vinnuna í
gærmorgun brá fyrir rauðum Liv-
erpool-treyjum og þannig hefur
það eflaust verið á mörgum
vinnustöðum þar sem þess er
ekki krafist að mætt sé í hvítri
skyrtu og með bindi.
En það er auðvelt að setja sig
í þessi spor. Sjálfur á ég 35 ára
gamlan son sem hefur haldið
með Liverpool frá fimm ára aldri.
Dóttir mín er í sama liði og fædd-
ist tveimur árum eftir að Liver-
pool varð síðast meistari. Þau
eru alveg þokkalega sátt með
sína menn.
Þegar titillinn vannst loks-
ins var það með slíkum yfirburð-
um að í nokkra mánuði hefur
þetta ekki verið spurning hvort,
heldur hvenær. Nema á þeim
kafla sem kórónuveiran virtist
vera það eina sem gæti komið í
veg fyrir að Jordan Henderson
fengi að lyfta meistaraskildinum.
Til hamingju Púlarar og njótið
stundarinnar. Kannski kemur sá
næsti ekki fyrr en 2050!
BAKVÖRÐUR
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Matteo Guen-
douzi, miðjumað-
ur enska knatt-
spyrnuliðsins
Arsenal, hefur
farið fram á sölu
frá félaginu sök-
um þess að hann
er óánægður hjá
Lundúnaliðinu
og með stjórann,
Mikel Arteta.
Það er franski miðillinn L’Equipe
sem greindi frá þessu í gærkvöldi
en Arteta var sömuleiðis búinn að
gefa það í skyn á blaðamannafundi
fyrr í vikunni að Frakkinn ætti ekki
framtíð hjá Arsenal. Guendouzi var
ekki í leikmannahóp liðsins sem
vann Southampton 2:0 í ensku úr-
valsdeildinni í fyrradag en Arteta
vildi ekki staðfesta að leikmaðurinn
yrði áfram í herbúðum liðsins á
næstu leiktíð.
Miðjumaðurinn er aðeins 21 árs
en hann á að 82 leiki að baki fyrir
Arsenal frá því að hann kom frá
Lorient í heimalandinu fyrir tveim-
ur árum. Samkvæmt frétt L’Equipe
hefur Frakkinn verið settur á sölu-
listann hjá Lundúnaliðinu og því
líklegt að hann fari í sumar.
Leikmaður
Arsenal vill
fara í sumar
Matteo
Guendouzi
LIVERPOOL
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Óhætt er að segja að frammistaða
Liverpool á yfirstandandi keppnis-
tímabili í enska fótboltanum sé orðin
einstök. Meistaratitillinn er þegar í
höfn að lokinni 31 umferð og 28
sigurleikir í úrvalsdeildinni í vetur
segja meira en mörg orð um yfir-
burði Jürgens Klopp og hans
manna. Heil 23 stig skilja að tvö
efstu liðin.
Nú er spurningin bara sú hvort
þeir bæti fleiri metum í sarpinn á
lokasprettinum en þeim sem þegar
eru í húsi, eða hvort leikmenn liðsins
séu orðnir saddir þegar stóra tak-
markinu er náð og slaki aðeins á síð-
ustu vikur tímabilsins. Sem væri vel
skiljanlegt.
Spennufallið eftir að hafa tryggt
félaginu þennan langþráða meist-
aratitil, þann fyrsta í heil 30 ár, verð-
ur eflaust til staðar og spurning
hvaða áhrif það hefur á leik liðsins á
lokasprettinum. Miðað við myndir
sem birst hafa í fjölmiðlum og á sam-
félagsmiðlum slettu leikmenn Liver-
pool ærlega úr klaufunum eftir að
flautað var til leiksloka hjá Chelsea
og Manchester City í fyrrakvöld en
þeir höfðu fylgst saman með leikn-
um á hóteli í Liverpool. Þeir hafa
hinsvegar viku til að jafna sig fyrir
stórleikinn gegn Manchester City á
fimmtudagskvöldið kemur, þar sem
leikmenn City þurfa að standa heið-
ursvörð þegar meistararnir ganga til
leiks.
En tímabilinu er ekki lokið og eft-
ir að útkljá eitt og annað. Mohamed
Salah og Sadio Mané eru með í bar-
áttunni um markakóngstitilinn, með
17 og 15 mörk, en þar er James
Vardy hjá Leicester með forystuna,
19 mörk. Eflaust koma nokkrir leik-
menn Liverpool til greina þegar ein-
staklingsverðlaunum deildarinnar
verður úthlutað þar sem varnar-
tröllið Virgil van Dijk og fyrirliðinn
Jordan Henderson eru líklegir.
Hefur notað 24 leikmenn
Jürgen Klopp hefur teflt fram 24
leikmönnum í úrvalsdeildinni á tíma-
bilinu og þeir eru eftirtaldir, leikir/
mörk í svigum:
Markverðir: Alisson (22/0), Adri-
án (11/0).
Varnarmenn: Virgil van Dijk
(31/4), Trent Alexander-Arnold
(31/3), Andy Robertson (29/1), Joe
Gomez (21/0), Dejan Lovren (10/0),
Joel Matip (9/1), Nico Williams (1/0).
Miðjumenn: Georginio Wijnaldum
(30/3), Jordan Henderson (27/3),
Alex Oxlade-Chamberlain (23/3),
Fabinho (22/2), James Milner (19/2),
Adam Lallana (15/1), Naby Keita
(11/1) Xherdan Shaqiri (6/1), Curtis
Jones (2/0), Harvey Elliott (2/0).
Sóknarmenn: Roberto Firmino
31/8, Sadio Mané 28/15, Mohamed
Salah (27/17), Divock Origi (23/3),
Takumi Minamino (5/0).
Af þessum leikmönnum voru Lall-
ana, Milner og Origi í fyrsta byrj-
unarliðinu sem Klopp tefldi fram eft-
ir að hann tók við stjórn liðsins í
október 2015. Frá þeim tíma hefur
hann smám saman byggt upp það
öfluga lið sem nú stendur uppi sem
enskur meistari 2020, ásamt því að
vera ríkjandi Evrópumeistari og
heimsmeistari félagsliða.
Sjö umferðir eftir
Metin sem þegar eru í höfn hjá
Liverpool eru þessi:
Liverpool er fyrsta liðið sem
verður meistari þegar enn er sjö um-
ferðum ólokið. Fyrra met áttu Man-
chester United, vorið 2001, og Man-
chester City, vorið 2018, en bæði lið
tryggðu sér meistaratitilinn þegar
þau áttu fimm leikjum ólokið.
Liverpool er fyrsta liðið í sög-
unni sem nær 25 stiga forystu á ein-
hverjum tímapunkti á tímabilinu.
Liverpool vann sinn 23. heima-
leik í röð í deildinni á miðvikudags-
kvöldið, 4:0 gegn Crystal Palace, en
fyrra metið átti Manchester City, 20
sigrar í röð, frá árunum 2011 og
2012.
Byrjun Liverpool á þessu tíma-
bili er sú besta í sögunni. Liðið var
komið með 61 stig eftir 21 leik og
það hefur ekkert félag gert áður í
einhverri af fimm sterkustu deildum
Evrópu. Þetta bætti liðið með sex
sigrum í röð og var því komið með 79
stig af 81 mögulegu úr fyrstu 27
leikjunum þegar kom að eina tap-
leiknum til þessa, gegn Watford.
Fellur stigametið?
Í þeim sjö umferðum sem eftir eru
af deildinni getur Liverpool bætt
nokkrum metum í safnið.
Liðið getur orðið það fyrsta til
að vinna alla 19 leiki sína á heima-
velli. Þeir eru orðnir 16, Aston Villa,
Burnley og Chelsea eiga eftir að
mæta á Anfield. Chelsea, Manchest-
er United og Manchester City hafa
öll unnið 18 heimaleiki á tímabili.
Manchester City á metið yfir
flesta sigurleiki, 32 talsins. Liver-
pool er komið með 28 sigra og þarf
því að vinna fimm af síðustu sjö til að
slá metið.
Manchester City á stigametið
sem er 100 stig. Liverpool er með 86
og þarf því 15 stig úr sjö leikjum til
að slá metið.
Manchester City á líka metið í
mestum mun á tveimur efstu liðum,
19 stig tímabilið 2018-19. Núna
skilja 23 stig að Liverpool og City
þannig að það met er líka í hættu.
Síðustu fjórir útileikir Liverpool
eru gegn Manchester City,
Brighton, Arsenal og Newcastle.
Viðureign Manchester City og
Liverpool næsta fimmtudag, 2. júlí,
er því afar áhugaverð. Þó meistara-
titillinn sé í höfn hjá Liverpool getur
City lagt sitt af mörkum til þess að
koma í veg fyrir að félagið missi ein-
hver meta sinna yfir til nágranna-
borgarinnar.
Frammistaðan er einstök
Englandsmeistarar Liverpool hafa þegar slegið nokkur met og gætu bætt
fleirum við Heldur liðið sínu striki eða verður spennufall á lokasprettinum?
AFP
Fögnuður Emily Farley stuðningsmaður Liverpool bauð í gær upp á þessa skreytingu framan við heimili sitt í borg-
inni þar sem Jürgen Klopp, Virgil van Dijk og Jordan Henderson fyrirliði voru allir mættir til leiks.
Tjasa Tibaut, ein marksæknasta
knattspyrnukona í sögu Slóveníu,
er gengin til liðs við Fylki og leikur
með Árbæjarliðinu út þetta tímabil.
Tibaut er 31 árs og skoraði rúm-
lega 300 mörk í efstu deild í Slóven-
íu fyrir Pomurje og Olimpia Lju-
bljana áður en hún samdi við
Tavagnacco í ítölsku A-deildinni
snemma á þessu ári. Hún hafði að-
eins leikið þrjá leiki þegar keppni
var hætt vegna kórónuveirunnar.
Þá hefur Tibaut leikið 33 landsleiki
fyrir Slóveníu og skorað í þeim sex
mörk.
Markaskorari
í Árbæinn
Ljósmynd/Tavagnacco
Fylkiskona Tjasa Tibaut með bún-
ing ítalska liðsins Tavagnacco.
Körfuknattleikskonan Haiden Den-
ise Palmer er komin aftur í Snæfell
þar sem hún mun spila á næstu leik-
tíð í efstu deild, Dominos-deildinni.
Snæfellingar greindu frá þessu á
heimasíðu sinni í gær.
Palmer kemur frá finnska liðinu
Tapiolan Honka en hún spilaði með
Snæfellingum árið 2016 og varð Ís-
lands- og bikarmeistari með liðinu.
Þá skoraði hún að meðaltali 20 stig,
tók 11 fráköst og gaf fimm stoð-
sendingar og var lykilmaður í lið-
inu áður en hún færði sig til Þýska-
lands.
Palmer aftur til
Stykkishólms
Morgunblaðið/Eggert
Endurkoma Haiden Denise Palmer
er snúin aftur í lið Snæfells.
Meistaratitillinn sem Liverpool
tryggði sér í fyrrakvöld er sá 19. í
sögu félagsins og sá fyrsti í þrjá-
tíu ár. Þetta eru meistaraárin hjá
Liverpool:
1901, 1906, 1922, 1923, 1947,
1964, 1966, 1973, 1976, 1977, 1979,
1980, 1982, 1983, 1984, 1986, 1988,
1990, 2020.
Aðeins Manchester United hef-
ur unnið enska meistaratitilinn
oftar, eða 20 sinnum. United
sigldi framúr Liverpool með sín-
um 19. titli árið 2011 og bætti
þeim 20. við 2013. Eftirtalin félög
hafa orðið enskir meistarar:
20 – Manchester United
19 – Liverpool
13 – Arsenal
9 – Everton
7 – Aston Villa
6 – Sunderland, Manchester City,
Chelsea.
4 – Newcastle, Sheffield Wed-
nesday.
3 – Wolves, Leeds, Huddersfield,
Blackburn.
2 – Preston, Tottenham, Derby,
Burnley, Portsmouth.
1 – Sheffield United, WBA, Ips-
wich, Nottingham Forest, Leic-
ester.
Nítján meistaratitlar