Morgunblaðið - 27.06.2020, Page 43
MENNING 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 2020
Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is
FRÁ SÖMU OG FÆRÐU OKKUR
SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI
Aðrar Christopher Nolan myndir:
The Dark Knight,
The Dark Knight Rises
Póstkortamorðin , hörkuspennandi þriller byggð
á sögu eftir Lizu Marklund og James Patterson,
sem komið hefur út í íslenskri þýðingu. EXTENDED EDITION
Í FYRSTA SINN Í BÍÓ Á ÍSLANDI
30 ÁRA AFMÆLISÚTGÁFAN
SÝND Í NOKKRA DAGA.Sýnd með íslensku tali
»Sýningin Allt sem
sýnist – Raunveru-
leiki á striga 1970-2020
var opnuð á Kjarvals-
stöðum á fimmtudags-
kvöldið. Á henni eru
verk eftir 18 listamenn
sem allir hafa gert raun-
veruleikann að yrkis-
efni, hver með sínum
hætti. Fjöldi gesta skoð-
aði sýninguna á opn-
unarkvöldið.
Sýning með raunsæisverkum var opnuð á Kjarvalsstöðum
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Raunsæissýning Verk listamannanna 18 eru í vestursal Kjarvalsstaða.
Raunsæisskoðun Magnús Flygering og Friðrik Friðriksson ræddu málin í
sýningarsalnum. Á milli þeirra má sjá Pál Valsson rithöfund.
Gestir Guðný Helgadóttir, Ingimundur Gíslason og Sigríður Þorbjörns-
dóttir voru meðal fjölmargra listunnenda sem skoðuðu sýninguna.
Á sýningunni Þuríður Petersen og Birna Kristjáns-
dóttir. Fjölbreytileiki verkanna vakti eftirtekt.
Forvitnilegt Gestir skoða annað verka Eggerts Péturssonar á sýningunni.
Efnistök og nálgun listamannanna er með ýmsum og ólíkum hætti.
Fjölhæfur Hallgrímur Helgason ávarpaði gesti en sýnt
er frægt verk hans af Karlakórnum Heimi.
Undanfarið hefur staðið yfir á
Hlöðuloftinu á Korpúlfsstöðum
myndlistarsýningin Mixtúra. Sýn-
ingunni lýkur nú um helgina og á
morgun, sunnudag, klukkan 15
munu myndlistarmennirnir sem
eiga verk á sýningunni bjóða til
samtals við gesti um verkin og
segja frá þeim. Listamennirnir eru
Anna Jóa, Bryndís Jónsdóttir, Guð-
björg Lind Jónsdóttir, Hildur Mar-
grétardóttir, Hlíf Ásgrímsdóttir,
Kristín Geirsdóttir, Kristín frá
Munkaþverá og Ólöf Oddgeirs-
dóttir. Sýningarhópurinn á að baki
fjölda sýninga í óhefðbundnum
rýmum víðs vegar um landið og er-
lendis. Aðgangur er ókeypis og
verða léttar veitingar í boði.
Fjölbreytileg Sýningargestur kynnir sér
verkin á Hlöðuloftinu á Korpúlfsstöðum.
Listamennirnir
segja frá Mixtúru
Nú um helgina
lýkur í Gallery
Stokk á Stokks-
eyri sýningunni
Manneskjur með
verkum eftir
Dagbjörtu Drífu
Thorlacius. Hún
er með BA-gráðu
í myndlist frá
LHÍ, nam líka
listkennslufræði
og er með MA-gráðu í hagnýtri
menningarmiðlun.
Á sýningunni eru fígúratíf mál-
verk sem sýna fólk í hinum ýmsu
stellingum. „Fólk vekur minn áhuga.
Ég elska að mála fólk, ég rannsaka
fólk, líkama þess, andlitsfall, fatnað
og ég veit ekki hvað og hvað,“ segir
hún. Sýningin er opin kl. 13-17.
Dagbjört Drífa
sýnir manneskjur
Hluti eins verka
Dagbjartar.