Morgunblaðið - 30.06.2020, Blaðsíða 4
ÁHRIF KÓRÓNUVEIRUNNAR Á ÍSLANDI4
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚNÍ 2020
Funahöfða 7, 110 Reykjavík | Sími 577 6666
Kæli- & frystiklefar
í öllum stærðum
Ný vefverslun: www.donna.is
Erum nú á Facebook: donna ehf
Sími 555 3100 www.donna.is
„Veist þúað skilgreining
áhitabreytist eftir aldri?
ThermoScan7eyrnahita-
mælirinnminnveit það.“
BraunThermoScan
eyrnahitamælar fást í öllum
lyfjaverslunum
ThermoScan® 7
Lilja Hrund Ava Lúðvíksdóttir
Snorri Másson
Ragnhildur Þrastardóttir
Nýtt smit sem mögulega tengist hóp-
sýkingu vegna knattspyrnukonu sem
kom smituð frá Bandaríkjunum og
greindist ekki smituð í fyrstu kom
upp síðdegis í gær.
Tvö kórónuveirusmit til viðbótar
greindust á sunnudag, eitt í landa-
mæraskimun og annað á sýkla- og
veirufræðideild Landspítalans. Alls
eru þrettán hér á landi með virk smit
og 443 í sóttkví.
Ekki er lengur fyrirséð hvenær
hægt verður að rýmka fjöldatak-
markanir, að því er fram kom í máli
Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis
á upplýsingafundi almannavarna í
gær. Áður hafði Þórólfur sagt að hann
myndi leggja til við heilbrigðisráð-
herra að slakað yrði á fjöldatakmörk-
unum vegna kórónuveirunnar 13. júlí
næstkomandi. Síðan hefur smitum
fjölgað nokkuð.
Sömuleiðis er ekki tímabært, að
mati Þórólfs, að mæla með því að
skemmtistaðir fái að hafa opið lengur
en til klukkan ellefu á kvöldin.
1.365 sýni voru tekin í landamæra-
skimun á sunnudag. Það er næst-
mesti fjöldi frá því að skimanirnar
hófust 15. júní síðastliðinn.
Þórólfur sagði að hópsýkingin, sem
smit greindust í fyrir og um helgina,
sé vísbending um það hve hratt smit
geti farið úr böndunum. Fjögur smit
hafa greinst í hópsýkingunni, fimm ef
með er talið hið nýja smit sem mögu-
lega tengist henni.
Málið opinberi veikleika
Þórólfur tók fram að konan hefði
gert allt rétt þegar hún kom til lands-
ins og mikilvægt væri að sýna þeim
sem smitast af kórónuveirunni og
smita aðra nærgætni. Konan fór í
veirupróf við landamærin sem var
neikvætt. Átta dögum síðar ákvað
hún að fara í annað próf sem sýndi
fram á að hún væri smituð. Konan
smitaðist í Bandaríkjunum en nú hef-
ur verið skimað fyrir veirunni í sex
hundruð manns sem höfðu verið í um-
hverfi knattspyrnukonunnar frá því
að hún kom til landsins.
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskr-
ar erfðagreiningar, segir í færslu á
Facebook-síðu sinni í gær að draga
megi þá ályktun af smiti konunnar að
veiruprófið sé ekki fullkomið.
„Þessi saga opinberar einn af veik-
leikum þess sem er að mjög snemma í
sýkingu, áður en veiran er búin að ná
almennilega fótfestu, er erfitt að
finna hana. Næmi prófsins er hins
vegar töluvert meira en 70% og prófið
dugði okkur til þess að hemja fyrsta
kapítula faraldursins fljótar og betur
en flestir.“
Tekur hann fram að skimun á
landamærunum minnki mjög líkurn-
ar á að smitandi einstaklingar komist
inn í landið án þess að fara í einangr-
un.
Þórólfur sagði að erfiðara væri að
ráða við smit hjá Íslendingum. Því
gæti verið mikilvægara að setja
Íslendinga í sóttkví en aðra.
Á upplýsingafundinum sagði Alma
Möller landlæknir að til skoðunar
væri að setja einstaklinga sem koma
frá hááhættusvæðum í sóttkví og
jafnvel prófa þá oftar en einu sinni.
Skoða þyrfti hvernig þessi hópsýking
verður áður en teknar verða frekari
ákvarðanir.
Embætti landlæknis telur að hóp-
smitið sé ekki mjög útbreitt, að sögn
Ölmu. Þó sé gengið úr skugga um það
með smitrakningu og raðgreiningu
sýna.
Fólk verði á varðbergi
Alma sagði einnig að skerpa þyrfti
á upplýsingagjöf til fólks við komuna
til landsins, um að sýnataka gæfi ekki
óyggjandi niðurstöðu.
Þá sagði Þórólfur að almenningur
væri minna móttækilegur fyrir þeirri
hættu sem stafar af veirunni en áður.
Hann vildi þó ekki kalla ný smit
vegna hópsýkingar aðra bylgju veir-
unnar.
„Við erum í öðrum leik en við vor-
um,“ sagði Þórólfur, og taldi erfitt að
segja til um það hversu mörg smit
þyrftu að koma upp til að gripið væri
til frekari takmarkana í sóttvarna-
skyni.
Alma bað fólk sem tilheyrir
áhættuhópum um að vera á varðbergi
og fylgja leiðbeiningum, forðast
mannþröng og fara eftir tveggja
metra reglunni.
Verið er að vinna að og skoða opn-
un landamæra utan Schengen-svæð-
isins. Almannavarnir eru tilbúnar að
bregðast við ýmsum sviðsmyndum
varðandi það, að sögn Þórólfs sem
telur að veiran sé langt í frá horfin úr
íslensku samfélagi þó lítið hafi borið á
henni undanfarið.
Dagsetning tilslakana óljós
Nýtt smit sem gæti tengst hópsýkingu greindist í gær Veiran ekki horfin á braut, að sögn sótt-
varnalæknis Áætlanir um tilslakanir fá að bíða Erfiðara að ráða við smit Íslendinga en útlendinga
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Fundur Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason og Alma Möller á upplýsingafundi í gær. Embætti landlæknis telur að hópsmitið sé ekki mjög útbreitt.
2
1
2 2 2
1
2
1
3
1 10
3 3 1
1
1
1
Kórónuveirusmit á Íslandi
Fjöldi jákvæðra sýna frá 15. júní
15. 16. 17. 18. 19. 20. 21. 22. 23. 24. 25. 26. 27. 28.
Jákvæð sýni í landamæraskimun
Smitandi
Ekki smitandi
Beðið eftir
niðurstöðum
77.176 sýni hafa verið tekin
Þar af í landamæraskimun
12.471 sýni443 manns eru í sóttkví
Uppruni smita frá 15. júní, öll sýni
Innanlands
Erlendis
Óþekktur
22 19
5 43
1.841 staðfest smit
13 eru með virkt smit
Landamæraskimun LSH
Heimild: covid.is
2
Neyðarstjórn velferðarsviðs
Reykjavíkurborgar hefur vegna
innanlandssmita og mögulegrar
hópsýkingar á höfuðborgar-
svæðinu gefið út tilmæli um
heimsóknir í þjónustuíbúðir fyr-
ir aldraða, á hjúkrunarheimili og
íbúðakjarna eða sambýli í hús-
næði fyrir fatlað fólk sem er í
flokki A vegna mögulegrar smit-
hættu af vörlum kórónuveir-
unnar.
Á fólk sem hefur verið erlend-
is ekki að heimsækja íbúa í 14
daga eftir komu til landsins.
Þetta gildir einnig þó að ekki
hafi greinst smit við sýnatöku á
landamærum. Fólk sem hefur
umgengist einstaklinga með
smit á ekki að heimsækja íbúa
og fólk sem finnur fyrir kvefi
eða flensulíkum einkennum á
ekki að heimsækja íbúa. Aðrir
gestir geta heimsótt íbúa ef
fyllstu varúðar er gætt.
Tilmæli um
heimsóknir
REYKJAVÍKURBORG
Heimkaup.is
hafa ákveðið í
ljósi frétta af
mögulegum hóp-
smitum og að
fólki fjölgi í
sóttkví að taka
aftur upp hluta
af því verklagi
sem var viðhaft
hjá fyrirtækinu
þegar faraldur
kórónuveirunnar stóð sem hæst.
Í fréttatilkynningu frá fyrir-
tækinu í gær segir að til að mynda
muni allir starfsmenn í vöruhúsi
nota hanska öllum stundum og bíl-
stjórar skipti nú um einnota hanska
eftir hverja einustu afhendingu.
„Vonandi er þetta of varlega far-
ið en allur er varinn góður og þetta
er gert til að vernda viðskiptavini
sem og starfsfólk,“ er haft eftir
Guðmundi Magnasyni, fram-
kvæmdastjóra Heimkaupa.
Herða verklag vegna
smithættunnar
Guðmundur
Magnason