Morgunblaðið - 30.06.2020, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚNÍ 2020
Höskuldur Daði Magnússon
Snorri Másson
„Við lítum málið auðvitað alvarlegum
augum og markmiðið með rannsókn-
inni er að ákveða hvernig við ætlum
að vinna þetta áfram og læra af þess-
um harmleik,“ segir Davíð Snorra-
son, forstöðumaður brunamála hjá
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.
Stofnunin hefur hafið rannsókn
vegna brunans á Bræðraborgarstíg í
síðustu viku. Rannsóknin beinist að
slökkvistarfinu og aðstæðum í hús-
inu. Hún er skilgreind sem sjálfstæð
rannsókn sem unnin er í samtarfi við
lögreglu og slökkvilið. Hermann Jón-
asson, forstjóri Húsnæðis- og mann-
virkjastofnunar, hefur boðað slökkvi-
liðsstjóra höfuðborgarsvæðisins og
byggingarfulltrúann í Reykjavík til
fundar í dag vegna málsins. Þar verða
rædd þau verkefni sem hafa verið í
gangi varðandi eftirlit með aðstæðum
fólks sem býr í atvinnuhúsnæði og
öðru ósamþykktu og óviðunandi hús-
næði.
„Við munum meðal annars kanna
hvernig slökkviðið hefur unnið og
brugðist við. Ef þar kemur í ljós að
breyta þarf lögum og reglum þá
munu menn ekki skorast undan að
bregðast við því,“ segir Davíð.
Sem kunnugt er hefur um árabil
verið umræða um aðstæður á hús-
næðismarkaði sem birtist meðal ann-
ars í þeim fjölda sem býr í óboðlegu
húsnæði. Samkvæmt nýlegu mati
sem kom fram í svari Ásmundar Ein-
ars Daðasonar, félags- og barnamála-
ráðherra, við fyrirspurn á Alþingi búa
um 4.000 manns nú í atvinnu- og iðn-
aðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu.
Þörf á ítarlegri greiningu
Átakshópur um aukið framboð á
íbúðum og aðrar aðgerðir til að bæta
stöðu á húsnæðismarkaði kynnti til-
lögur sínar í ársbyrjun 2019. Meðal
þess sem þar kom fram var að hefja
ætti átak til að safna upplýsingum um
fjölda óskráðra íbúða og að skil-
greindir væru hagrænir hvatar sem
leiða myndu til þess að eigendur
óskráðra íbúða sæju sér hag í því að
íbúðin kæmi fram í opinberum skrán-
ingum. Jafnframt að lögfestar yrðu
lögheimilisskráningar á fasteigna-
númer og hafið átaksverkefni þar
sem eldri lögheimilisskráningar yrðu
yfirfarnar og skráðar á íbúðir.
Anna Guðmunda Ingvarsdóttir, að-
stoðarforstjóri Húsnæðis- og mann-
virkjastofnunar og annar formanna
átakshópsins, sagði í samtali við
Morgunblaðið að tillagan um skrán-
ingu væri komin inn í framvarp um
breytingu á húsaleigulögum sem
kynnt hefur verið í samráðsgátt
stjórnvalda. Hún segir að söfnun upp-
lýsinga um fjölda óskráðra íbúða hafi
að mestu verið hjá Slökkviliði höfuð-
borgarsvæðisins. „Næsta skref í því
væri að HMS og slökkviliðið færu í ít-
arlegri greiningu á þessum óleyfisí-
búðum,“ segir Anna.
Eftirlitið verði fært
Fram kom í máli Halldórs Grön-
vold, aðstoðarframkvæmdastjóra
ASÍ, á mbl.is í gær að þúsundir
verkamanna á Íslandi, einkum er-
lendra, byggju við það að vinnuveit-
andi þeirra útvegaði þeim húsnæði.
Þar með væri starfsfólkið mjög háð
fyrirtækinu, því missi það vinnuna
missir það um leið húsnæðið. Úr því
að atvinna og húsnæði er í svo mörg-
um tilvikum tvinnað saman er verka-
fólkið skiljanlega í erfiðri stöðu með
að gera miklar athugasemdir við
húsakost sinn. Hann er síðan eins og
komið hefur á daginn oft óviðunandi
til búsetu, með öðrum orðum „í mörg-
um tilvikum stórhættulegt húsnæði,
þar sem hvorki brunavarnir né annað
sem lög gera ráð fyrir er í lagi,“ segir
Halldór.
Þegar húsnæði er ólöglegt er þó
bót í máli fyrir vinnuveitendur sem
hafa þennan háttinn á að engin sér-
stök takmörk virðast vera fyrir því að
hrúga kennitölum saman á löglegt
lögheimili, á meðan raunveruleg bú-
seta starfsfólksins er í því ólöglega.
Að mati Halldórs er sá kennitölufjöldi
sem var í 192 íbúðarfermetrunum á
Bræðraborgarstíg 1, þ.e. 73, til marks
um málamyndatilfæringar á kennitöl-
um, því að ljóst hafi verið að svo
margir hafi ekki haft þar búsetu.
Sú stjórnsýslueining sem á að hafa
eftirlit með húsnæði sem vinnuveit-
endur útvega verkafólki sinnir ekki
eftirlitinu, að sögn Halldórs. Það eru
svonefndar heilbrigðisnefndir sveit-
arfélaganna. „Okkar reynsla er sú að
þessir aðilar hafi ekki verið að sinna
þessum málum nokkurn skapaðan
hlut,“ segir Halldór.
Þess vegna segir hann afstöðu ASÍ
á þá leið að hyggilegra væri að færa
eftirlit með íbúðarhúsnæði á vegum
vinnuveitenda til Vinnueftirlitsins.
Nú þegar hafi það eftirlit með sjálfu
atvinnuhúsnæðinu og því væri eðli-
legt að það hefði eftirlit með því íbúð-
arhúsnæði sem er á vegum atvinnu-
rekandans.
Aðgerðir vegna hættulegs húsnæðis
Bruninn á
Bræðraborgarstíg
til rannsóknar
Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
Kyrrðarstund Efnt var til kyrrðarstundar við Bræðraborgarstíg 1 í gær til að votta þeim sem létust í eldsvoðanum í síðustu viku virðingu.
Í júlí mun ríkissáttasemjari fara í
sumarfrí, en enn eru mörg sáttamál
á borði embættisins. Aðalsteinn
Leifsson ríkissáttasemjari sagði í
samtali við Morgunblaðið að flest
sáttamál væru í ágætis farvegi og
ekki þyrfti að funda í júlí, en í brýn-
um málum kann að vera þörf á fund-
um og mun ríkissáttasemjari sinna
því.
Aðalsteinn segir að síðustu miss-
eri hafi verið löng og ströng, ekki að-
eins hjá ríkissáttasemjara, heldur
einnig hjá verkalýðsfélögum og at-
vinnurekendum, en meðal þeirra
taka sér flestir frí í júlí.
Þrettán mál í sáttameðferð
„Það er mjög góð sátt um það að
hlutir séu í ákveðnum farvegi og
ekki mikil þörf á miklum fundar-
höldum þangað til í ágúst í lang-
flestum tilfellum, en þar sem eru
brýn mál er þeim öllum sinnt.“
Þrettán mál eru í sáttameðferð
hjá ríkissáttasemjara sem stendur.
Meðal þeirra mála eru deilur Flug-
freyjufélags Íslands og Samtaka
atvinnulífsins fyrir hönd Air Ice-
land Connect, deilur Eflingar og
Samtaka sjálfstæðra skóla og deila
Fræðigarðs, stéttarfélags bóka-
safns- og upplýsingafræðinga, lög-
fræðinga og félagsvísindamanna,
við Samband íslenskra sveitarfé-
laga.
Auk þess eru á borðum ríkis-
sáttasemjara mál Landssambands
lögreglumanna, Félags íslenskra
flugumferðarstjóra og Félags ís-
lenskra leikara.
Miðlunartillaga ríkissáttasemjara
í máli Félags íslenskra hjúkrunar-
fræðinga og fjármála- og efnahags-
ráðherra fyrir hönd ríkissjóðs hefur
verið samþykkt og mun niðurstaða
gerðardóms um afmarkaðan hluta
launaliðar kjarasamnings liggja fyr-
ir 1. september. Skipun gerðardóms
stendur nú yfir. petur@mbl.is
Enn mörg mál á
borði sáttasemjara
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Sumarfrí Þrettán mál eru í sátta-
meðferð hjá ríkissáttasemjara.
Brýnum málum sinnt í sumarlokun