Morgunblaðið - 30.06.2020, Blaðsíða 26
26 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚNÍ 2020
Pepsi Max-deild karla
Breiðablik – Fjölnir.................................. 3:1
Fylkir – Grótta ......................................... 2:0
Víkingur R. – FH...................................... 4:1
Staðan:
Breiðablik 3 3 0 0 7:1 9
Valur 3 2 0 1 7:1 6
Stjarnan 2 2 0 0 6:2 6
FH 3 2 0 1 6:7 6
KR 3 2 0 1 3:4 6
Víkingur R. 3 1 2 0 5:2 5
ÍA 3 1 0 2 5:5 3
Fylkir 3 1 0 2 3:3 3
HK 3 1 0 2 5:7 3
KA 2 0 1 1 1:3 1
Fjölnir 3 0 1 2 3:8 1
Grótta 3 0 0 3 0:8 0
3. deild karla
KFG – Ægir .............................................. 3:4
Staðan:
Ægir 2 2 0 0 6:3 6
Reynir S. 2 2 0 0 5:3 6
Elliði 2 1 1 0 6:1 4
Tindastóll 2 1 1 0 4:3 4
KFG 2 1 0 1 7:5 3
KV 2 1 0 1 4:4 3
Álftanes 2 0 2 0 1:1 2
Augnablik 2 0 1 1 2:3 1
Höttur/Huginn 2 0 1 1 2:3 1
Sindri 2 0 1 1 2:5 1
Einherji 2 0 1 1 3:8 1
Vængir Júpiters 2 0 0 2 1:4 0
England
Crystal Palace – Burnley........................ 0:1
Jóhann Berg Guðmundsson lék ekki með
Burnley vegna meiðsla.
Staðan:
Liverpool 31 28 2 1 70:21 86
Manch.City 31 20 3 8 77:33 63
Leicester 31 16 7 8 59:29 55
Chelsea 31 16 6 9 55:41 54
Wolves 32 13 13 6 45:34 52
Manch.Utd 31 13 10 8 48:31 49
Tottenham 31 12 9 10 50:41 45
Burnley 32 13 6 13 36:45 45
Sheffield Utd 31 11 11 9 30:31 44
Arsenal 31 10 13 8 43:41 43
Crystal Palace 32 11 9 12 28:37 42
Everton 31 11 8 12 38:46 41
Southampton 32 12 4 16 41:55 40
Newcastle 31 10 9 12 29:42 39
Brighton 31 7 12 12 34:41 33
Watford 32 6 10 16 29:49 28
West Ham 31 7 6 18 35:54 27
Bournemouth 31 7 6 18 29:50 27
Aston Villa 32 7 6 19 36:60 27
Norwich 31 5 6 20 25:56 21
Ítalía
B-deild:
Spezia – Pisa ............................................ 1:2
Sveinn Aron Guðjohnsen var varamaður
hjá Spezia og kom ekki við sögu.
Danmörk
Fallkeppnin, riðill 1:
OB – Lyngby............................................. 3:1
Aron Elís Þrándarson lék ekki með OB
vegna meiðsla.
Frederik Schram var varamarkvörður
Lyngby og kom ekki við sögu.
Staðan: OB 42, SönderjyskE 36, Lyngby
33, Silkeborg 20. Tvær umferðir eru eftir,
Silkeborg er þegar fallið.
Grikkland
Atromitos – Larissa................................. 3:0
Ögmundur Kristinsson var varamark-
vörður Larissa og kom ekki við sögu.
Larissa er í þriðja sæti af átta liðum í fall-
keppni deildarinnar en er 11 stigum frá
fallsæti þegar þrjár umferðir eru eftir.
Svíþjóð
Häcken – Helsingborg ............................ 1:0
Oskar Tor Sverrisson var ekki í leik-
mannahópi Häcken.
Staðan:
Norrköping 4 4 0 0 13:4 12
Varberg 4 2 1 1 9:5 7
AIK 4 2 1 1 7:6 7
Djurgården 4 2 0 2 8:5 6
Malmö 4 1 3 0 7:5 6
Häcken 4 1 3 0 5:4 6
Elfsborg 4 1 3 0 4:3 6
Kalmar 4 2 0 2 7:7 6
Gautaborg 4 1 2 1 6:6 5
Sirius 4 1 2 1 6:6 5
Örebro 4 1 2 1 3:4 5
Hammarby 4 1 1 2 5:6 4
Mjällby 4 1 1 2 4:6 4
Falkenberg 4 1 1 2 3:6 4
Östersund 4 0 1 3 2:8 1
Helsingborg 4 0 1 3 0:8 1
Spánn
Getafe – Real Sociedad ............................ 2:1
Staða efstu liða:
Real Madrid 32 21 8 3 60:21 71
Barcelona 32 21 6 5 72:33 69
Atlético Madrid 32 15 13 4 41:23 58
Sevilla 32 14 12 6 45:33 54
Getafe 32 14 10 8 42:30 52
Villarreal 32 15 6 11 51:40 51
KNATTSPYRNA
Úrvalsdeild kvenna, Pepsi Max-deildin:
Hásteinsvöllur: ÍBV – Valur..................... 18
Í KVÖLD!
SLEGGJUKAST
Jóhann Ingi Hafþórsson
johanningi@mbl.is
Vigdís Jónsdóttir úr FH og ÍR-
ingurinn Elísabet Rut Rúnarsdóttir
eru tveir bestu sleggjukastarar Ís-
lands frá upphafi. Vigdís bætti Ís-
landsmetið á Origo-móti FH í Kapla-
krika á laugardag er hún kastaði
62,58 metra og bætti eigið met um 20
sentímetra. Elísabet var aðeins 16
ára gömul þegar hún bætti þágild-
andi Íslandsmet Vigdísar á kastmóti
UMSB í Borgarnesi í maí á síðasta
ári, en hún kastaði þá 62,16 metra.
Kepptu þær báðar á Innanfélags-
móti ÍR í Laugardalnum í síðustu
viku og þá hafði Elísabet betur, en
hún kastaði 61,58 metra og Vigdís
61,49 metra. Morgunblaðið ræddi við
Vigdísi og Elísabetu og viðurkenndu
þær báðar að ákveðinn rígur hefði
myndast á milli þeirra undanfarið og
er baráttan um Íslandsmetið hörð.
Guð minn góður, já
„Það er rígur þarna á milli og við
reynum að hrista upp í þessu hjá
hvor annarri. Það er ekkert illt á bak
við það, en auðvitað kemur pirringur
ef maður missir met. Það er holl
samkeppni og svo þegar upp er stað-
ið er þetta bara leikur,“ sagði Vigdís,
en hún viðurkennir að það hafi verið
áfall að missa metið í fyrra. „Guð
minn góður, já. Ég var á leiðinni á
æfingu og ég sá þetta fyrir tilviljun á
Instagram og ég trúði þessu ekki.
Þetta var svakalegt spark í rassinn,“
sagði Vigdís. Hefur hún alls ellefu
sinnum sett Íslandsmet í fullorð-
insflokki en hún viðurkennir að það
sé sætara að slá metið þegar sam-
keppnin er meiri. „Áður en Elísabet
tók metið af mér gerði ég ekki mikið
mál úr þessu, en núna er þetta orðið
sætara þar sem það er alvöru-
samkeppni. Það er öðruvísi að ná
metinu af annarri manneskju en að
bæta eigið met. Staðreyndin er sú að
það er kalt á toppnum og það er ekki
gaman að gera þetta einn með sjálf-
um sér.“
Staðráðin í að ná metinu aftur
Skiljanlega var Elísabet aðeins
kátari með að slá Íslandsmetið en
Vigdís að missa það á síðasta ári.
„Það var ótrúlega gaman að ná met-
inu af henni í fyrra. Ég vissi alveg að
ég ætti þetta inni en ég bjóst ekki
endilega við því að kasta svona langt
á þessu móti. Þetta var rosalega
skemmtilegt. Það var svo spark í
rassinn að missa metið og núna ætla
ég mér að ná því aftur. Ég vissi að
Vigdís ætti það alveg inni að ná met-
inu aftur, en maður er aldrei búinn
undir það að missa svona met. Ég
var staðráðin í að ná því aftur um leið
og ég missti það og það er engin
spurning um að ég mun ná því. Ég
hef nægan tíma, þar sem ég er enn
bara 17 ára og verð 18 á þessu ári.
Ég er rétt að byrja í þessu,“ sagði
Elísabet.
Þekkjast ekki vel
Vigdís er fædd árið 1996, sex árum
á undan Elísabetu. Hún viðurkennir
að þær séu ekki nánar og aldurs-
munurinn sé ein ástæða þess. Hefur
Elísabet því ekki leitað ráða hjá
reynslumeiri Vigdísi. „Ég get ekki
sagt að við þekkjumst vel. Ég hef
ekki verið í sambandi við hana eins
og aðra kastara. Hún er sex árum
yngri en ég og það spilar inn í þetta.
Hún var að keppa í unglingaflokki
lengur en ég og því var ekki sam-
keppni á milli okkar fyrr en nýlega,“
sagði Vigdís.
Meistaramót Íslands fer fram á
Kópavogsvelli helgina 25.-26. júlí og
búast þær báðar við spennandi
keppni í sleggjukastinu. „Það er
mjög spennandi að sjá hvernig þetta
fer. Við getum báðar unnið þetta og
við erum jafnar. Ég vann síðast með
níu sentímetrum og þetta getur fallið
hvoru megin sem er. Dagsformið
skiptir öllu máli í svona keppni,“
sagði Elísabet. Vigdís spáir sögulegu
meistaramóti, þar sem þær eru báð-
ar í afar góðu formi og köstuðu báðar
yfir 60 metra í Laugardalnum í síð-
ustu viku. „Þetta var sögulegt í síð-
ustu viku þegar við köstuðum báðar
yfir 60 metra, það hefur aldrei gerst
áður á Íslandi. Þetta verður svaka-
legt á Meistaramótinu í júlí og von-
andi söguleg keppni,“ bætti Vigdís
við.
Hafa þær báðar lent í áföllum síð-
ustu mánuði. Vigdís nemur við Uni-
versity of Memphis í Tennessee í
Bandaríkjunum þar sem hún keppir
sömuleiðis fyrir hönd skólans. Óvissa
er með framhaldið vegna kórónu-
veirunnar, sem hefur verið skæð í
Bandaríkjunum. „Staðan er mjög
óljós og hún verður bara óljósari. Nú
er allt lokað og læst og það var meira
að segja skipt um lás á æfingasvæð-
inu úti svo enginn kæmist inn. Ég er
skráð í áfanga á næsta ári og ég er
búin að fá stundatöfluna mína og
pósta um að skólinn byrji í ágúst aft-
ur. Ástandið úti fer hins vegar versn-
andi og það er allt í óvissu. Ég skráði
mig í HÍ til öryggis og ég komst
þangað inn, en núna er spurning
hvað gerist næst,“ sagði FH-
ingurinn.
Æfði í stofunni heima
Hún viðurkennir að góður árangur
í byrjun sumars hafi komið sér á
óvart, miðað við ástandið síðustu
mánuði. „Þetta er betra en við mátti
búast fyrir tímabilið. Miðað við
ástandið átti ég ekki von á að þetta
yrði gott tímabil. Ástandið hefur haft
mikil áhrif á mig og ekki á góðan
hátt. Ég er í skóla úti og þurfti að
koma heim þar sem öllu var lokað og
í leiðinni missti ég aðstöðuna mína til
að æfa. Ég kom heim en þá var allt
lokað þar líka. Ég gat kastað en ekki
lyft neitt af viti. Ég leigði mér lóð en
ég var ekki með neina aðstöðu svo ég
æfði í stofunni heima, sem var erfitt.
Þegar allt var opnað aftur var síðan
erfitt að komast á flug aftur en þetta
er allt að koma og ég er að finna
gleðina í íþróttinni aftur,“ sagði hún.
Vigdís viðurkennir að aukin sam-
keppni sé að skila sér á keppnisvell-
inum. „Það er mikill drifkraftur sem
fylgir því að við Elísabet séum svona
jafnar. Núna verður maður að vinna
fyrir þessu og maður verður að gera
hlutina 110 prósent,“ sagði Vigdís
Jónsdóttir.
Búin að ná sér eftir meiðsli
Elísabet var að glíma við meiðsli
síðari hluta síðasta árs en hún er loks
komin almennilega af stað á ný. „Ég
var að glíma við erfið meiðsli í mjó-
bakinu sem höfðu mikil áhrif á æf-
ingarnar í vetur. Undirbúnings-
tímabilið síðasta haust var erfitt og
ég æfði nánast ekkert í ágúst og
september og mjög takmarkað út
árið. Ég er sem betur fer öll að koma
til og klár í sumarið. Ég kastaði yfir
60 metra strax á fyrsta móti sumars-
ins og þetta var fínt fyrsta mót og
gott að komast af stað. Ég veit ég get
kastað lengra en þetta en ég get ekki
kvartað miðað við að þetta hafi verið
fyrsta mót mitt í sumar,“ sagði El-
ísabet Rut.
Reynum að hrista upp í
þessu hvor hjá annarri
Vigdís og Elísabet bítast um Íslandsmetið Samkeppnin drífur þær áfram
Ljósmynd/FRÍ
Ákveðin Hin unga Elísabet Rún Rúnarsdóttir ætlar sér
að ná Íslandsmetinu af Vigdísi á nýjan leik.
Ljósmynd/University of Memphis
Reyndari Vigdís Jónsdóttir viðurkennir að það hafi ver-
ið áfall að missa Íslandsmetið til Elísabetar í fyrra.
Deildar- og bikarmeistarar Stjörn-
unnar í körfubolta hafa fengið liðs-
styrk því félagið hefur samið við
Slóvenann Mirza Sarajlija. Sarajlija
er 29 ára gamall bakvörður og lék
síðast með Revda í B-deild Rúss-
lands. Áður hefur hann leikið með
liðum í Slóveníu, Króatíu, Svart-
fjallalandi, Albaníu, Serbíu og
Bosníu, m.a. unnið albanska meist-
aratitilinn, og spilaði 17 ára gamall
í Euroleague. Á hann að fylla í
skarðið sem Nikolas Tomsick skilur
eftir sig, en Tomsick samdi við
Tindastól eftir síðasta tímabil.
Slóveni á leið
í Garðabæinn
Ljósmynd/FIBA
Reyndur Mirza Sarajlija hefur leik-
ið körfubolta í mörgum löndum.
Handknattleikskonan Hanna Guð-
rún Stefánsdóttir hefur framlengt
samning sinn við Stjörnuna og mun
leika með liðinu næsta vetur. Verð-
ur tímabilið það 26. hjá Hönnu í
meistaraflokki. Hanna, sem er 41
árs, lék sinn fyrsta leik fyrir Hauka
tímabilið 1994/95 og skoraði sín
fyrstu mörk í meistaraflokki tveim-
ur árum síðar. Hefur hún verið í
herbúðum Stjörnunnar frá árinu
2010. Þá hefur hún einnig leikið
með Holstebro í Danmörku. Hanna
skoraði 42 mörk í tólf leikjum í úr-
valsdeildinni á síðustu leiktíð.
Hanna tekur
sitt 26. tímabil
Morgunblaðið/Eggert
41 Hanna Guðrún Stefánsdóttir
heldur áfram af fullum krafti.