Morgunblaðið - 30.06.2020, Blaðsíða 17
UMRÆÐAN 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚNÍ 2020
Í meira en þrjá ára-
tugi hafa verið kynntar
vitlausar hugmyndir
um að flugvallarlest
þjóti af stað úr Vatns-
mýri í gegnum 20 km
löng neðanjarðargöng
undir höfuðborg-
arsvæðið, aðra leiðina
á 10-15 mínútum milli
BSÍ og Leifsstöðvar.
Alltaf snúast and-
stæðingar Reykjavík-
urflugvallar gegn öllum tilraunabor-
unum sem hefði fyrir löngu átt að
ráðast í, til að fá svör við spurning-
unni um hvort jarðgangagerð undir
höfuðborgarsvæðið sé of kostn-
aðarsöm, áhættusöm og alltof tíma-
frek. Hrós mitt fær Jón Gunnarsson,
fyrrverandi samgönguráðherra, sem
ítrekaði andstöðu sína gegn borg-
arlínunni og fluglestinni.
Eftir borgarstjórnarskiptin sem
fram fóru 1994 hafa fulltrúar vinstri-
flokkanna forðast óþægilegar spurn-
ingar um hvort jarðgangagerð fyrir
flugvallarlestina geti valdið jarðsigi í
íbúðahverfum Reykjavíkur og ná-
grannasveitarfélögum höfuðborg-
arinnar. Hér verður ekki betur séð
en að hætta á jarðskjálftum undir
höfuðborgarsvæðinu skipti andstæð-
inga Reykjavíkurflugvallar engu
máli. Það láta þeir sig engu varða, ef
náttúruöflin grípa inn í öllum að
óvörum, og taka strax ráðin af sið-
blindum óreiðumönnum sem bera
enga ábyrgð á mistökum sínum.
Burt með alla fréttamenn, er svar-
ið sem Dagur B., Hjálmar Sveinsson
og Runólfur Ágústsson, fram-
kvæmdastjóri fluglestarinnar, gefa
til að forðast óþægilegar spurningar
um hver sé bótaskyldur ef harðir
jarðskjálftar á höfuðborgarsvæðinu
valda stórtjóni á 20 km löngum lest-
argöngum sem falla strax saman
með ófyrirséðum afleiðingum og
eyðileggja járnbraut-
arlestina.
Ég spyr: Telja þeir
sem stjórna öllum
sveitarfélögum höf-
uðborgarsvæðisins að
það sé hafið yfir allan
vafa að þeir geti að eig-
in geðþótta krafið
stuðningsmenn
Reykjavíkurflugvallar
um svimandi háar
skaðabætur þegar
náttúruöflin eyðileggja
fluglestina, borgarlín-
una og lestargöngin?
Önnur spurning: Ætla óvinir
sjúkraflugsins að varpa sökinni á
Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkinn
þegar mannskaðar í lestargöng-
unum undir höfuðborgarsvæðinu
komast í fréttirnar og taka sinn toll?
Þá skiptir það andstæðinga Reykja-
víkurflugvallar engu máli, þegar
óbætanlegt tjón á þessum sam-
göngumannvirkjum, sem gætu sam-
anlagt kostað meira en 600 milljarða
króna, verður skrifað á reikning
skattgreiðendanna. Við þennan
kostnað ráða sveitarfélögin á höf-
uðborgarsvæðinu aldrei, allra síst
Reykjavík sem fengi stærsta bitann.
Þriðja spurning: Hvernig bregð-
ast vonsviknir einkaaðilar á höf-
uðborgarsvæðinu við sem geta aldr-
ei fjármagnað heildarkostnaðinn við
svona dýrt samgöngumannvirki,
þegar fjárfestar úti í hinum stóra
heimi neita að axla fjárhagslega
ábyrgð á þessu járnbrautarbulli sem
á ekki heima í fámennu landi með
368 þúsund íbúa?
Þessi háleitu markmið kosta nógu
mikið til að fáfróðir einkaaðilar á
höfuðborgarsvæðinu gefist fljótlega
upp á vonlausri fjármögnun fluglest-
arinnar, borgarlínunnar og rekstri
lestarganganna sem ein og sér kosta
aldrei undir 60 milljörðum króna.
Fyrir það yrðu vinnandi fjölskyldur
um allt land, að undirlagi sýslu-
manna, bornar út af heimilum sínum
og sviptar réttlætinu þegar allar til-
raunir erlendu kröfuhafanna, sem
reyna að innheimta þessar skuldir
íslensku óreiðumannanna, verða ár-
angurslausar.
Tilhæfulausar fullyrðingar um að
fluglestin þjóti af stað eftir sex ár, á
10-15 mínútum milli BSÍ og Leifs-
stöðvar, í gegnum neðanjarðargöng
undir höfuðborgarsvæðið eru á
skjön við raunveruleikann og í hróp-
legri mótsögn við góða blaða-
mennsku.
Til eru menn sem þvo hendur sín-
ar undir pólitísku yfirskini til að slá
ryki í augu borgarbúa með ósönnum
fullyrðingum um að vinna við járn-
brautarbullið og borgarlínuna hefj-
ist eftir tvö ár eða fyrr, án þess að
ríkisábyrgð fáist til að fjármagna
þessa græðgi óreiðumanna sem gera
öll sveitarfélögin á höfuðborgar-
svæðinu gjaldþrota um ókomin ár.
Það segir ekkert að þessi ríkis-
ábyrgð standi undir áætluðum heild-
arkostnaði við fluglestina, borgarlín-
una og 20 km gangalengd undir
höfuðborgarsvæðið. Engin trygging
er fyrir því að ríkisábyrgðin standi
undir heildarkostnaðinum við öll
þessi rándýru samgöngumannvirki
sem yrðu minnst tvo áratugi í
vinnslu eða lengur.
Spurningin um hvort áætlaður
heildarkostnaður við að koma upp
járnbrautarlest milli Keflavíkur og
Reykjavíkur geti hækkað um mörg
hundruð milljarða króna á 20 árum
fer illa í borgarstjórnarmeirihlutann
og allar bæjarstjórnirnar á höfuð-
borgarsvæðinu.
Járnbrautarbull og
græðgi óreiðumanna
Eftir Guðmund
Karl Jónsson » Við þennan kostnað
ráða sveitarfélögin
á höfuðborgarsvæðinu
aldrei, allra síst
Reykjavík.
Guðmundur Karl
Jónsson
Höfundur er farandverkamaður.
Í dag fer fram
landsfundur Lands-
sambands eldri borg-
ara. Á fundinum
munu fulltrúar frá
Félagi eldri borgara í
Reykjavík og ná-
grenni (FEB) halda á
lofti vilja félagsmanna
í félaginu, en hann
kom skýrt fram í
ályktunum sem sam-
þykktar voru á fjöl-
mennasta aðalfundi félagsins til
þessa.
Fundarmenn á aðalfundi FEB
lýstu yfir miklum vonbrigðum með
það hversu lítið hefur gengið að
leiðrétta launakjör eftirlaunafólks,
þrátt fyrir hástemmdar yfirlýsingar
stjórnmálamanna fyrir síðustu al-
þingiskosningar.
Í ályktun félagsins segir m.a.:
„Lífeyrir frá almannatryggingum
hefur ekki fylgt launaþróun síðustu
ára eins og lög um almannatrygg-
ingar kveða á um. Á tímabilinu
2010-2019 hækkuðu lágmarkslaun
um 92%, en á sama tíma hækkaði
grunnupphæð ellilífeyris frá TR
einungis um 61,6%. Skerðing á líf-
eyri frá almannatryggingum vegna
annarra tekna er meiri en þekkist í
þeim löndum sem við berum okkur
saman við. Tekjur eftirlaunafólks
eru að stærstum hluta frá lífeyr-
issjóðum og almannatryggingum og
því skiptir samspil þessa tveggja
kerfa öllu fyrir kjör þeirra. En hin
mikla skerðing almannatrygginga,
sem byrjar strax og greiðslur frá
lífeyrissjóðnum ná 25 þús. kr. á
mánuði, setur meirihluta eft-
irlaunafólks í þá stöðu að ávextirnir
af áratuga lífeyrissparnaði hrökkva
skammt til framfærslu.“
Óboðleg og óásættanleg
skattheimta
Þá segir enn fremur í álykt-
uninni: „Í ofanálag vinnur þetta
kerfi markvisst gegn því að fólkið
geti bætt kjör sín af eigin ramm-
leik með öflun viðbótartekna. Þegar
skerðing almannatrygginga leggst
við tekjuskattinn og útsvarið verð-
ur niðurstaðan grimmir jað-
arskattar, sem leggjast á eft-
irlaunafólk og öryrkja og valda því
að þau öldruðu halda í besta falli
eftir 27 til 35 krónum af hverjum
100 krónum sem þau hafa í aðrar
tekjur. Engum öðrum þjóðfélags-
hópum er ætlað að búa
við slíka skattheimtu,
enda er hún óboðleg
og óásættanleg. Aðal-
fundur FEB 2020
skorar á stjórnvöld að
taka strax afgerandi
skref til að leiðrétta
kjör eftirlaunafólks.
Hækka verður lífeyri
a.m.k. til jafns við lág-
markslaun og líta sér-
staklega til þess hóps
aldraðra sem er verst
settur. Jafnframt verð-
ur að hefja vinnu við uppstokkun á
regluverki lífeyristrygginga, sem
komið er í ógöngur vegna óhóflegra
tekjutenginga og hárra jað-
arskatta.“
Neyðast til að hefja
málsókn gegn ríkinu
Aukin heldur lýsti aðalfundur
FEB yfir fullum stuðningi við mál-
sókn Gráa hersins gegn stjórnvöld-
um og hvatti eftirlaunafólk til að
fylkja sér á bak við hana.
„Tilgangur málsóknarinnar er að
fá úr því skorið hvort skerðing al-
mannatrygginga standist stjórn-
arskrá og mannréttindasáttmála.
Eftirlaunafólk hefur ekki yfir að
ráða neinum þvingunarúrræðum til
að knýja á úrlausn mála sinna
gagnvart stjórnvöldum. Málsókn
gegn ríkinu er því aðferð sem eft-
irlaunafólk neyðist nú til að grípa
til, þar sem ekki virðast vera líkur
á að aðrar og hefðbundnari aðferðir
muni bera árangur. Fundurinn
fagnar mjög þeirri ákvörðun
stjórnar VR að gerast fjárhags-
legur bakhjarl Málsóknarsjóðs
Gráa hersins, og tryggja með því
að mögulegt verður að reka málið
fyrir öllum dómstigum þar til loka-
niðurstaða fæst,“ segir í álykt-
uninni.
Eftir Ingibjörgu H.
Sverrisdóttur
Ingibjörg H.
Sverrisdóttir
» Lífeyrir frá al-
mannatryggingum
hefur ekki fylgt
launaþróun síðustu ára
eins og lög um almanna-
tryggingar kveða á um.
Höfundur er formaður Félags eldri
borgara í Reykjavík og nágrenni
(FEB).
ihs@mi.is
Nú duga ekki
lengur orðin tóm
Undirritaður er löggilt-
ur áfengis- og vímuefna-
ráðgjafi, einn þriggja ráð-
gjafa hjá SÁÁ sem sagt
var upp nýlega vegna ald-
urs í tengslum við fjár-
hagslegan niðurskurð
samtakanna. Ég verð að
viðurkenna það að mér
létti þegar ég las nöfn
þeirra kollega minna sem
undirrituðu gildishlaðna
yfirlýsingu gegn Þórarni
Tyrfingssyni og sá að þrátt fyrir mik-
inn þrýsting og vafasamar aðferðir við
undirskriftasöfnunina léði meirihluti
þeirra ekki nafn sitt á hana. Ég verð
líka að segja að ég undraðist það að
talsverður hluti þeirra sem skrifuðu
undir hefur litla eða enga reynslu af
samstarfi við Þórarin.
Ég var búinn að lofa sjálfum mér því
að þrátt fyrir marga „vitleysuna“ sem
ég hef lesið að undanförnu um málefni
SÁÁ, skyldi ég ekki taka opinberlega
þátt í umræðunni. Viðtal Mbl. við Sig-
urð Friðriksson um helgina þar sem
hann eys svívirðingum yfir Þórarin
Tyrfingsson og vegur alvarlega að æru
hans var hins vegar kornið sem fyllti
mælinn. Ég tel mig einfaldlega vera
skyldugan til að skýra opinberlega frá
samskiptum mínum við Þórarin.
Þórarinn Tyrfingsson
Í þau tæplega sex ár sem ég hef
starfað hjá SÁÁ hefur framkoma
Þórarins Tyrfings-
sonar við mig ein-
kennst af virðingu,
stuðningi og kærleika
sem og trausti og upp-
byggjandi sam-
skiptum.
Í allri handleiðslu
og kennslu sem ég hef
notið hjá SÁÁ, s.s.
fræðsluerindum, fyrir-
lestrum, viðtölum,
handleiðslu o.s.frv. var
það alltaf, að mínu
mati og margra ann-
arra ráðgjafa, Þórar-
inn sem bar af og miðlaði af yfir-
burðaþekkingu á alkóhólisma og
meðhöndlun sjúklinga SÁÁ.
Í desember 2018, þegar ég tók
lokaprófið í áfengis- og vímuefnaráð-
gjöf, úthlutaði Ingunn Hansdóttir,
yfirsálfræðingur og núverandi
fræðslustjóri SÁÁ, mér lesefni. 50-
60% af því efni (ef ekki meira) var
eftir Þórarin Tyrfingsson, allt á ís-
lensku. Restin var efni frá banda-
rísku stofnuninni NAADAC, á ensku.
Liðinn vetur, þegar ég var enn að
starfa hjá SÁÁ, fengum við ráðgjaf-
arnir að vita að það væri alfarið búið
að útiloka Þórarin frá kennslu fyrir
okkur. Við þetta voru ég og margir
aðrir ósáttir og í kjölfarið kom hann
aftur í kennsluna sem varði í stuttan
tíma vegna átaka í SÁÁ og kórónu-
faraldursins. Í dag skilst mér að yfir-
stjórn meðferðarsviðs SÁÁ hafi úti-
lokað Þórarin Tyrfingsson frá allri
fræðslu fyrir ráðgjafa samtakanna.
Nokkuð sem er gríðarlega skaðlegt
vegna yfirburðaþekkingar fræði-
manns á heimsmælikvarða.
Sýnum virðingu
Ég hef nú ákveðið að gefa kost á
mér til stjórnar SÁÁ á aðalfundinum
á þriðjudaginn. Með því er ég ekki að
lýsa andstöðu við aðra frambjóð-
endur. Ég býð mig fram fyrst og
fremst til að styðja Þórarin Tyrfings-
son til formanns vegna þess að ég tel
að hann geti leitt SÁÁ úr alvarlegum
ógöngum, sjúklingunum til heilla.
Það er svolítið langt síðan ég lærði
að enginn er fullkominn en ég lærði
einnig að jákvæðni þýðir líka að vera
minna hræddur við galla annarra og
leggja meiri áherslu á styrkleika
þeirra. Ég held að þaðþað sé ekki til
of mikils mælst að biðja fólk um að
gæta orða sinna, sýna öllum virðingu
og sérstaklega þeim sem lagt hafa
svo mikið í sölurnar fyrir aðra.
Ég þekki þennan
mann aðeins að góðu
Eftir Kristin
Manuel Salvador » Í allri handleiðslu og
kennslu sem ég hef
notið hjá SÁÁ var það
alltaf, að mínu mati og
margra annarra ráð-
gjafa, Þórarinn sem bar
af og miðlaði af yfir-
burðaþekkingu.
Kristinn Manuel
Salvado
Höfundur er löggiltur áfengis- og
vímuefnaráðgjafi.
Lækjargata 34a / 220 Hafnarfjörður
- Við erum hér til að aðstoða þig! -
• Sérsmíðaðir skór
• Skóbreytingar
• Göngugreiningar
• Innleggjasmíði
• Skóviðgerðir
Erum með samning við
sjúkratryggingar Íslands
Tímapantanir í síma 533 1314
Allt um sjávarútveg