Morgunblaðið - 30.06.2020, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 30.06.2020, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚNÍ 2020 Hagstofa Íslands hefur birt nýjar upplýsingar um þróun meðal- ævilengdar karla og kvenna á Ís- landi. Tölur stofnunarinnar sýna að meðalævilengd hefur aukist jafnt og þétt á árunum 1988-2019. Meðal- ævilend karla árið 2019 var 81,0 ár, sem er aukning um rúmlega sex ár á tímabilinu og meðalævilengd kvenna var 84,2 ár, sem er aukning um rúm- lega fjögur ár á sama tímabili. Samanburður við önnur Evrópu- lönd á árunum 2009-2018 sýnir sterka stöðu lífaldurs Íslendinga. Karlar verma þar annað sæti meðalaldurs; 80,8 ár, á eftir þeim svissnesku sem að meðaltali lifðu 80,9 ár. Íslenskar konur eru í sjö- unda sæti með 84,1 ár. Á undan koma Spánn (85,8 ár), Frakkland (85,6), Sviss (85,2), Ítalía (85,1), Liechtenstein (84,4) og Lúxemborg (84,2). Tölur Hagstofunnar sýna einnig fram á fylgni ólifaðrar meðalævi kvenna og karla eftir þrítugt út frá mismunandi menntunarstigi; grunn-, framhalds- og háskóla- menntunar. Samkvæmt greiningu aukast lífslíkur með hækkandi stigi menntunar. Þannig er ólifuð ævi- lengd 30 ára karla með háskóla- menntun tæplega fimm árum lengri en þeirra með grunnskólamenntun. Sami munur kvenna er rúmlega þrjú ár. Ungbarnadauði hér á landi hefur minnkað að jafnaði síðustu þrjá ára- tugi. Samanburður við önnur Evr- ópulönd á árunum 2009-2018 sýnir að hvergi var ungbarnadauði jafn fá- tíður og hér á landi, eða 1,7 af hverj- um 1.000 fæðingum, samanborið við t.d. 2,5 í Noregi, 2,4 í Svíþjóð og 2,1 í Finnlandi. Tíðastur var ungbarna- dauði í Tyrklandi, 11,0 af hverjum 1.000 lifandi fæddum. Lífslíkur með þeim hæstu í Evrópu  Tengsl menntunar og lífaldurs  Lítill ungbarnadauði Morgunblaðið/Hari Lífslíkur Meðalævi Íslendinga hefur lengst á seinni árum. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra kynnti í gær aðgerðir til að stytta boðunarlista og biðtíma til afplánunar refsinga. Starfshópur sem ráðherra skipaði 9. mars sl. skilaði henni skýrslu með sjö tillögum til úrbóta og ákvað dómsmálaráðherra að fallast á allar tillögurnar, sem hún kynnti á blaðamannafundi í fangelsinu á Hólmsheiði í gær. Undanfarin ár hefur þróunin verið á þann veg að biðtími eftir því að komast í afplánun er sífellt að lengjast og sífellt fleiri bætast á biðlista. Fyrningum refsinga hefur sömuleiðis fjölgað talsvert síðustu ár. Meðalbiðtími frá því dómur fell- ur þangað til afplánun hefst er nú um 17 mánuðir. „Það er algjörlega óboðlegt að dómþolar bíði stundum í mörg ár eftir því að geta afplánað dóm sinn. Það minnkar varnaðaráhrif refs- inga, refsingar fyrnast og síðast en ekki síst þá er það mjög þungbært fyrir aðila að þurfa að bíða svona lengi,“ segir Áslaug í samtali við Morgunblaðið. „Refsingar hafa lengst og fleiri fengið óskilorðsbundnar refsingar. Gæsluvarðhaldsföngum hefur fjölgað og nýtingin í fangelsunum hefur ekki verið nægilega góð,“ segir hún, spurð hvers vegna þró- unin hafi verið á þessa leið. Verði snemma á næsta ári Í aðgerðunum felst meðal annars að heimild til að fullnusta refsi- dóma með samfélagsþjónustu verði rýmkuð, heimildir ákærenda til að ljúka málum með sáttamiðlun verða einnig rýmkaðar og fjár- magn til málaflokksins verður auk- ið. Áslaug vonast til þess að aðgerð- irnar verði flestar komnar að fullu til framkvæmda snemma á næsta ári. „Fyrir utan sáttamiðlunartil- löguna þar sem það mun taka lengri tíma að breyta kerfinu í þá átt að það verði virkt úrræði. Það þarf að fara í allnokkrar lagabreyt- ingar er varða samfélagsþjónustu, reynslulausn og sáttamiðlun og sú vinna fer strax í gang í ráðuneyt- inu.“ Páll Winkel fangelsismálastjóri tók til máls á blaðamannafundinum í gær og þakkaði ráðherra fyrir ákveðni, áræði og frumkvæði í málaflokknum. Í samtali við Morg- unblaðið segist Páll vænta þess að það taki tíma að vinda ofan af bið- tímanum en með auknum fjárheim- ildum til að reka fangelsin á fullum afköstum geti það gerst nokkuð hratt. Biðtíminn er óboðlegur  Ráðast í aðgerðir til að stytta boðunarlista og biðtíma  Heimild til að afplána með samfélagsþjónustu rýmkuð Morgunblaðið/Eggert Aðgerðir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra og Páll Winkel fangelsismálastjóri eftir fund. Vantar þig pípara? FINNA.is Skipholti 29b • S. 551 4422 Fylgið okkur á facebook SUMARÚTSALAN ER HAFIN! ALLT AÐ 50% AFSLÁ TUR Töfrar eldamennskunnar byrja með Eirvík Eldhúsið er ekki bara herbergi, heldur upplifun Eirvík Suðurlandsbraut 20, Reykjavík, sími 588 0200, eirvik.is. Opnunartími mánudaga - föstudaga 10-18, laugardaga 11-15 Eirvík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.