Morgunblaðið - 30.06.2020, Blaðsíða 27
Tilbúinn í stórt hlutverk
Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
Þrenna Óttar Magnús Karlsson fór illa með FH-inga í Fossvoginum í gær-
kvöld og skoraði þrjú af fjórum mörkum Víkinga í leiknum.
FÓTBOLTINN
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Víkingar sýndu og sönnuðu í gær-
kvöld að þeir hafa burði til að taka
þátt í baráttunni í efri hluta úrvals-
deildarinnar á þessu tímabili þegar
þeir gjörsigruðu FH-inga 4:1 í Foss-
voginum.
Óttar Magnús Karlsson sýndi líka
og sannaði að hann er tilbúinn til að
fara fyrir Víkingum í þeirri baráttu
en hann skoraði þrennu í leiknum,
tvö glæsimörk með skalla og skoti,
og eitt með ótrúlega nákvæmri
aukaspyrnu, nánast frá endalínu, í
tómt mark FH-inga.
Óttar Magnús hefur með
þrennunni nú gert 16 mörk í 31 leik
fyrir Víking í efstu deild. Hann er
þegar kominn í 9. sætið yfir marka-
hæstu Víkingana í deildinni og fór í
gærkvöld uppfyrir þá Bjarna
Guðnason, prófessor og fyrrverandi
alþingismann, og Trausta Óm-
arsson sem skoruðu báðir 15 mörk
fyrir Víking í deildinni á sínum tíma
og deila nú 10. sætinu á markalista
þeirra.
Þetta var jafnframt önnur
þrenna Óttars í deildinni en hann
skoraði þrjú mörk í 3:1 sigri á
Breiðabliki árið 2016. Hann og
Björgólfur Takefusa (2011) eru
einu Víkingarnir sem hafa skorað
þrennu í deildinni frá árinu 1992.
Steven Lennon skoraði fyrir
FH úr vítaspyrnu og gerði sitt 75.
mark í efstu deild. Hann er sá fimm-
tándi frá upphafi til að ná þeim
markafjölda í deildinni.
Morten Beck Guldsmed, eða
Morten Beck Andersen eins og hann
heitir stundum, danski sóknarmað-
urinn hjá FH, lék sinn 250. deilda-
leik á ferlinum í gærkvöld. Morten
Beck hefur spilað 11 leiki fyrir FH,
21 fyrir KR og 218 fyrir dönsku fé-
lögin Viborg, Fredericia, Hobro,
Silkeborg, Skive og AGF.
FH-ingurinn reyndi Pétur Við-
arsson þurfti að fara af velli í fyrri
hálfleik eftir að hafa fengið höfuð-
högg. Tveir aðrir reynsluboltar hjá
FH, Guðmann Þórisson og Baldur
Sigurðsson, voru ekki með í gær-
Morgunblaðið/Eggert
Tvenna Valdimar Þór Ingimundarson skoraði bæði mörk Fylkis gegn
Gróttu en Helgi Valur Daníelsson slasaðist illa og var fluttur á sjúkrahús.
kvöld – báðir voru hvíldir vegna
höfuðhögga sem þeir höfðu fengið.
„Kærkomin stig fyrir yfirlýsinga-
glaða Víkinga sem hafa nú loksins
komist á blað og það með því að
vinna stórleik sannfærandi,“ skrifaði
Kristófer Kristjánsson m.a. um leik-
inn á mbl.is.
Uppfylla fyrstu kröfurnar
Blikar enda þriðju umferðina á
toppnum með fullt hús stiga eftir 3:1
sigur á frískum Fjölnismönnum á
Kópavogsvelli þar sem þrjár víta-
spyrnur litu dagsins ljós.
Anton Ari Einarsson í marki
Blika varði eina þeirra frá Jóhanni
Árna Gunnarssyni sem hefði getað
jafnað metin af punktinum.
„Leikmannahópur Breiðabliks er
gríðarlega sterkur og verður áhuga-
vert að sjá liðið þegar það mætir
sterkari andstæðingum. Var gerð
krafa á níu stig úr fyrstu þremur
leikjunum og það má hrósa liðinu
fyrir að ná því marki, þótt spila-
mennskan hafi ekki verið glæsileg,“
skrifaði Jóhann Ingi Hafþórsson á
mbl.is.
Kristinn Steindórsson gerði
fyrsta markið og hefur nú skorað í
öllum þremur leikjum tímabilsins
sem hann hefur spilað með Breiða-
bliki. Tvö mörk í tveimur leikjum í
deildinni og tvö mörk í einum bikar-
leik. Þetta eru gríðarleg viðbrigði
fyrir Kristin sem skoraði ekki mark í
deildakeppni frá 2015 til 2019. Hann
bætti hinsvegar markamet sitt fyrir
Breiðablik og hefur nú skorað 36
mörk fyrir félagið í efstu deild, 34
þeirra á árunum 2007 til 2011.
Jón Gísli Ström skoraði sitt
fyrsta mark í efstu deild þegar hann
minnkaði muninn fyrir Fjölni úr
vítaspyrnu. Þetta var hans fjórði
leikur í deildinni en hann lék þrjá
með ÍBV fyrir nokkrum árum.
Sætt og súrt fyrir Fylki
Gróttumenn sitja á botninum án
stiga og marka eftir 2:0 tap gegn
Fylki í Árbænum þar sem Valdimar
Þór Ingimundarson skoraði bæði
mörkin.
Oliver Dagur Thorlacius gat kom-
ið Gróttu á blað undir lokin en Aron
Snær Friðriksson í marki Fylkis
varði vítaspyrnu hans.
„Þrátt fyrir að hafa verið lengi af
stað fyrsta hálftímann voru yfir-
burðir Fylkis miklir í Árbænum í
kvöld og sigurinn verðskuldaður.
Gróttumenn líta þó ekki vel út, hafa
enn ekki skorað mark í efstu deild
og hafa varla veitt mótherjum sínum
alvöru mótspyrnu það sem af er
móti,“ skrifaði Lilja Hrund Ava Lúð-
víksdóttir m.a. um leikinn á mbl.is.
Helgi Valur Daníelsson, fyrir-
liði Fylkismanna, meiddist illa
snemma í seinni hálfleik og var flutt-
ur á sjúkrahús. Óttast var að um fót-
brot væri að ræða. Helgi er elsti úti-
spilari deildarinnar í ár en hann
verður 39 ára í næsta mánuði.
Þrenna frá Óttari Magnúsi og Víkingar sýndu hvað í þeim býr gegn FH
Blikar með fullt hús án þess að sýna sitt besta Grótta án stiga og marka
ÍÞRÓTTIR 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚNÍ 2020
Undirritaður hefur nú gengið
á bak orða sinna þriðja sumarið í
röð. Pílagrímsferð til Grenivíkur
hefur verið í kortunum síðan
Magnamenn komust upp í fyrstu
deildina fyrir þremur árum. En
ávallt þegar Framararnir mínir
eiga leið um Eyjafjörð er ég vant
við látinn, einhverra hluta vegna.
Við áhugamennirnir um
knattspyrnu sjáum gjarnan róm-
antík í því að keyra hingað og
þangað í þrjá, sex eða níu
klukkutíma til að sjá einn níutíu
mínútna leik, með hléi. Í raun
hefur enginn boltaunnandinn lif-
að, fyrr en hann hefur lagt í slíkt
ferðalag.
En ekki komst ég til Grenivíkur
í sumar, enn eina ferðina; og er
það sérlega ergilegt í ljós þess
að mínir menn kváðu loks niður
Magna-grýluna.
Ekki er þó ástæða til að ör-
vænta. Fyrsta deildin býður upp
á óteljandi tækifæri til ferðalaga
á hvert landshorn. Það er í raun
varla farandi á útileik, nema
menn séu tilbúnir að leggja á sig
erfitt og jafnvel glæfralegt ferða-
lag. Það er erfitt að vera í fyrstu
deild, vegna þess að það á að
vera erfitt!
Í sumar hef ég hugsað mér að
heimsækja Leiknismenn á Fá-
skrúðsfirði, Víkinga í Ólafsvík og
ÍBV í Vestmannaeyjum. Það hlýt-
ur að vera fátæklegt að búa á
höfuðborgarsvæðinu og styðja
lið í efstu deild.
Jú jú, þú getur skroppið á Ak-
ureyri og hætt þér í gegnum
Hvalfjarðargöngin en rómantíkin
er ekki mikil í því.
Fína fólkið ekur um á milli
Hlíðarenda, Kópavogs og Kapla-
krika og horfir á knattleiki í nú-
tímaglæsihýsum án þess að
þurfa nokkuð að hafa fyrir hlut-
unum.
Og svo sleikur og putt fyrir af-
ganginn! Það er nú ekki öfunds-
vert að vera í þessari svokölluðu
úrvalsdeild.
BAKVÖRÐUR
Kristófer Kristjánsson
kristoferk@mbl.is
Burnley lyfti sér upp í áttunda sæti
ensku úrvalsdeildarinnar í knatt-
spyrnu í gærkvöld með góðum úti-
sigri á Crystal Palace í London, 1:0.
Miðvörðurinn Ben Mee skoraði
sigurmarkið á 62. mínútu og hélt
með því upp á stóran áfanga en
hann lék sinn 300. deildaleik fyrir
félagið. Jóhann Berg Guðmundsson
var ekki í leikmannahópi Burnley
vegna meiðsla. Burnley er komið
með 45 stig og fór uppfyrir Palace,
Arsenal og Sheffield United og í
áttunda sætið, með jafnmörg stig
og Tottenham sem er í 7. sæti.
Burnley komið
í áttunda sætið
AFP
300 Ben Mee hélt upp á áfangaleik-
inn með sigurmarki Burnley.
Öllum leikmönnum í úrvalsdeildum
karla og kvenna í fótbolta stendur
til boða að fara í skimun hjá Ís-
lenskri erfðagreiningu í þessari
viku í kjölfarið á smitunum sem upp
hafa komið síðustu daga.
Frestuðum leikjum fjölgaði í gær
þegar næstu tveimur leikjum
kvennaliðs Fylkis var frestað vegna
smits í herbúðum félagsins. Þar
með standa eftir aðeins fjórir leikir
af þeim tíu sem fram áttu að fara í
næstu tveimur umferðum kvenna-
deildarinnar. Enn hefur aðeins ein-
um karlaleik verið frestað.
Allir í skimun og
frestað hjá Fylki
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Sóttkví Smit kom upp í röðum
Fylkiskvenna um helgina.
BREIÐABLIK – FJÖLNIR 3:1
1:0 Kristinn Steindórsson 8.
2:0 Thomas Mikkelsen (víti) 56.
2:1 Jón Gísli Ström (víti) 73.
3:1 Gísli Eyjólfsson 84.
M
Anton Ari Einarsson (Breiðabliki)
Elfar Freyr Helgason (Breiðabliki)
Viktor Karl Einarsson (Breiðabliki)
Thomas Mikkelsen (Breiðabliki)
Gísli Eyjólfsson (Breiðabliki)
Kristinn Steindórsson (Breiðabliki)
Ingibergur Kort Sigurðsson (Fjölni)
Örvar Eggertsson (Fjölni)
Hans Viktor Guðmundsson (Fjölni)
Jón Gísli Ström (Fjölni)
Dómari: Egill Arnar Sigurþórsson – 7.
Áhorfendur: 1.335.
VÍKINGUR R. – FH 4:1
1:0 Óttar Magnús Karlsson 26.
2:0 Davíð Örn Atlason 38.
3:0 Óttar Magnús Karlsson 45.
3:1 Steven Lennon (víti) 51.
4:1 Óttar Magnús Karlsson 84.
MM
Óttar Magnús Karlsson (Víkingi)
M
Ágúst Eðvald Hlynsson (Víkingi)
Davíð Örn Atlason (Víkingi)
Erlingur Agnarsson (Víkingi)
Halldór Smári Sigurðsson (Víkingi)
Júlíus Magnússon (Víkingi)
Hörður Ingi Gunnarsson (FH)
Þórir Jóhann Helgason (FH)
Dómari: Pétur Guðmundsson – 6.
Áhorfendur: 1.152.
FYLKIR – GRÓTTA 2:0
1.0 Valdimar Þór Ingimundarson (v) 63.
2:0 Valdimar Þór Ingimundarson 73.
MM
Valdimar Þór Ingimundarson (Fylki)
M
Daði Ólafsson (Fylki)
Birkir Eyþórsson (Fylki)
Pétur Theódór Árnason (Gróttu)
Dómari: Sigurður H. Þrastarson – 6.
Áhorfendur: 915.
Liðsuppstillingar, gul spjöld, viðtöl og
greinar um leikina – sjá mbl.is/sport/fot-
bolti.