Morgunblaðið - 30.06.2020, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 30.06.2020, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚNÍ 2020 Það var slæmt að fá þá frétt að okkar kæri skóla- bróðir hefði tapað þeirri baráttu sem hann háði við illvígan sjúkdóm frá því skömmu fyrir jól. Kynni okkar hófust þegar leiðir lágu saman á Hvanneyri. Það var vaskur hópur pilta og stúlkna sem settist á skóla- bekk í bændadeild á Hvanneyri haustið 1974. Nemendur komu úr flestum landsfjórðungum og var áhugavert að kynnast sam- nemendum. Þó flestir ættu uppruna úr sveit þá voru samt Finnbogi Sævar Kristjánsson ✝ Finnbogi Sæv-ar Kristjánsson fæddist 21. júní 1956. Hann lést 14. júní 2020. Útför Finnboga fór fram 22. júní 2020. ótrúlega ólíkar að- stæður og búhættir milli landsfjórð- unga og milli búa. Einnig var mál- notkun, orð og orðatiltæki yfir verk og verklag frábrugðið milli landsfjórðunga sem oftar en ekki kom af stað heitum umræðum. Eins sakleysislegt orð eins og „hey“ gat komið af stað miklu karpi og allir höfðu rétt fyrir sér, þ.e.a.s. hver landshluti hafði sitt orð yfir hey sem búið var að sæta upp eða kasta upp úti á túni sem voru lanir, sátur, galt- ar og fúlgur og skipti hæð og lögun miklu um hvaða nafni heyið (sátan) tilheyrði. Ekki var minni ágreiningur um það hvort væri réttara að ær væru í fjárhúskró og ætu úr garða eða eins og Vestfirðingar sögðu ærnar eru í garða, éta úr jötu og eru stíaðar af, þar gaf okkar ágæti skólabróðir ekki tommu eftir í sinni sannfæringu enda vitnaði hann þá í Biblíuna að Jesú hefði fæðst í fjárhúsi og verið lagður í jötu og skýrara gat það nú ekki orðið. Nú er eins og með margt annað í íslenskri tungu færri orð notuð yfir sama hlutinn. Okkur samnemendum Finn- boga duldist ekki að þar fór góður og grandvar maður og afburðanemandi. Hann hafði mikinn og góðan grunn í und- irstöðuatvinnugreinum landsins þar sem hann óx upp við hefð- bundinn búskap og útræði á Breiðafirði. Það var gaman fyr- ir okkur landkrabbana að fræð- ast af honum um sjósókn og grásleppuveiðar. Það var nokkuð ljóst að hann stefndi beint í búskap heima á Breiðalæk eftir skólalok á Hvanneyri þar sem þau Ólöf bjuggu fyrst með foreldrum hans og nú í nokkur ár með Kristjáni syni sínum og fjöl- skyldu. Alla tíð var sjósókn stór þáttur í hans búskap og eftir að Kristján og Elín komu inn í búskapinn þá var útgerðin og það sem að henni sneri hans aðalatvinna, hann gerði út frá Patreksfirði ásamt Páli syni sínum. Við hjón áttum því láni að fagna að Kristján sonur þeirra Ólafar kom til okkar í verknám frá Hvanneyri 2011 og þá skerptist enn á þeirri góðu vin- áttu sem hófst 1974. Fyrir fimm árum hittust gamlir Hvanneyringar í Borgarfirði og gerðu sér glaðan dag í tilefni 40 ára útskriftar. Nú í apríl stóð til að blása til endurfunda en Covid kom í veg fyrir það. Eins sárt og það er að sjá á bak góðum félaga þá gladdi það okkur mjög að fá fréttir af því að Finnbogi hefði komist heim í Breiðalæk og átt nokkuð góðan tíma þar með fjölskyldu og vinum. Við hjón þökkum Finnboga góð kynni og vináttu. Fjölskyldu Finnboga sendum við innilegar samúðar- kveðjur. Megi Guð og góðar vættir styrkja ykkur við fráfall Finnboga. Ágústína og Halldór, Hjartarstöðum. Nú hefur Sigríð- ur Einarsdóttir kvatt okkur orðin 100 ára. Það eru orðin mörg ár síð- an ég sá hana fyrst, þá bjó hún ásamt foreldrum og bróður á Skarði sem var prestsetur sem var þá nýlegt, en þau bjuggu í gamla bænum sem var bursta- bær með torfþaki. Þetta var allt svo hlýlegt og notalegt hjá þeim. Sigga var svo dugleg í öllu, hvort sem það var úti eða inni. Ég var bara 7 ára þegar ég kom fyrst til þeirra og var þar í þrjú sumur, svo voru systur mínar Fríða og Rúna seinna hjá þeim. Það voru alltaf vissar reglur og allir höfðu sitt hlut- verk. En þarna var vinátta í heiðri höfð og góðir siðir, sem hafa haft góð áhrif á mann gegnum lífið. Það komu mörg börn á sumrin sem stoppuðu mislengi og hugsaði Sigga vel Sigríður Einarsdóttir ✝ Sigríður Ein-arsdóttir fædd- ist 10. apríl 1920. Hún lést 7. júní 2020. Útförin fór fram 19. júní 2020. um þau. Svo liðu árin og öll mín börn hafa verið í sveit hjá þessari góðu fjölskyldu í Lækjarbrekku. Pabbi minn Ísak Kjartan Vilhjálms- son hafði verið í sveit hjá foreldrum Siggu og Sessilía móðir hennar var honum svo góð. Hann vissi því að það væri gott fyrir okkur að vera hjá þessu góða fólki. Sigga og Sveinn bróðir hennar fluttu á Selfoss þegar þau hættu búskap og það var alltaf svo notalegt að koma til þeirra. Ég þakka vináttu gegnum árin og guð blessi minningu þína elsku Sigga. Björg Ísaksdóttir og börn. Sigríður Einarsdóttir, fóstra mín og vinkona, var borin til grafar frá Stóra-Núpskirkju 19. júní 2020. Hér minnist ég Siggu minnar sem ég tengdist sterkum bönd- um í rúm sextíu ár en eftirfar- andi minningabrot úr æsku gef- ur hugmynd um hvernig þau tengsl mynduðust. Ókunnugir hafa oft furðað sig á nánum tengslum mínum við Siggu en við erum lítið sem ekkert skyldar. Ætli það hafi ekki verið fyrsta sumarið mitt í Lækjarbrekku. Ég var mikil mömmustelpa, fékk fljótlega heimþrá og vildi fara heim og hélt ég gæti með þrjósku og látum fengið Siggu til þess að skila mér til mömmu eins og dagmamman hafði gert haustið áður. Ég lét öllum illum látum og hljóp út á veg og ætlaði að ganga í bæinn en var komin á móts við Markhvamm þegar Sigga náði mér og talaði mig rólega til. Hjá henni var ekki í boði að gefast upp fyrir stelp- unni sem hélt að hún gæti stjórnað heiminum með þrjósk- unni. Það skrýtna var að með því að gefast ekki upp á mér og hafna mér ekki eins og dag- mamman hafði gert, varð Sigga mín. Svo var Sigga svo góð við mig. Á háttatímum klappað hún mér blíðlega og spurði hvort hún mætti eiga litla putta en ekki leið á löngu þar til hún átti í mér hvert bein. Hún kenndi mér líka svo margt, hjá henni fitjaði ég upp mínar fyrstu lykkjur í prjóna- skap og með hennar hjálp byrj- aði ég að stauta mig fram úr Gagni og gamni. Síðast en ekki síst sýndi hún mér hvernig vanda skyldi til allra verka. Eitt vorið sungum við saman í björtu eldhúsinu í Lækjar- brekku: Vorið góða, grænt og hlýtt, græðir fjör um dalinn, allt er nú sem orðið nýtt, ærnar, kýr og smalinn. Á meðan ég bjó í Kanada fannst mér alltaf vanta vídd í tilveruna og þráði að geta skroppið í Lækjarbrekku til Siggu minnar. Svo flutti ég heim til Íslands og þá voru systkinin Sigga og Svenni heimsótt, fyrst um sinn í Lækj- arbrekku og síðan á Selfoss og var mér og mínum alltaf tekið með fögnuði. Eftir fráfall Svenna bróður Siggu árið 2007 urðu heimsókn- irnar tíðari og dvölin lengri hjá Siggu á Hörðuvöllum. Hjá henni fann ég fyrir jarðbund- inni festu og ró, hún sýndi mér að þrátt fyrir mótlæti er hægt að njóta einfaldleika lífsins: rifja upp gamla daga, hlusta á Rás 1, fara í bíltúr upp í Hrepp og njóta útsýnisins til sunn- lensku fjallanna. Lífshlaup Siggu í hundrað ár sýnir hvað seigla er mikilvægur eiginleiki og að hamingjan er í raun samsafn ánægjustunda með góðu fólki. Nú er Sigga mín fallin frá en minningin um hana lifir áfram í hjarta mínu. Helga Óla. 3. júní sl. lést vinur minn Sigurð- ur Einar Reynis- son Lyngdal eftir erfiða ævidaga síðustu ár. „Æ, þetta bölvaða vesen að hafa fæðst,“ er haft eftir E.M. Cioran en þetta gætu einmitt verið orð höfð eftir vini mínum Sigurði Lyngdal. Hann var beinskeyttur og kom ávallt beint að efninu og hafði skarpa kímnigáfu svo ekki meira sé sagt. Mannkostum mörgum var hann gæddur og ætla ég ekki að tíunda það hér. Þó vil ég nefna einn þátt í hans persónu- Sigurður E.R. Lyngdal ✝ Sigurður E.R.Lyngdal fædd- ist 15. ágúst 1948. Hann lést 3. júní 2020. Útför Sigurðar fór fram 12. júní 2020. leika sem ég mat mikils og öfundaði hann af, sem var hve vel hann varð- veitti barnið í sér. Það væri hægt að segja að hans innra líf hafi verið teikni- myndasería sem breyttist sam- kvæmt tímans rás. Þegar við hittumst eða töluðum saman í síma, þá spunnum við hverja teiknimyndasöguna af annarri og var hann ávallt teiknarinn. Við brölluðum margt saman en vorum mjög á öndverðum meiði hvað stjórnmálaskoðanir varð- ar, en mig grunar að stjórnmál og skoðanir þar um hafi verið meira í nösunum á honum en hjartanu og jafnvel til að stríða okkur félögunum sem vorum með ákveðnar skoðanir á stjórnmálum. Siggi var jafnan léttur í lund og kom mér ávallt til að hlæja og hætta að væla. Sigga var ýmislegt til lista lagt og má nefna að hann orti ljóð sem sýndu hvað í honum bjó og hugur hans geymdi. Sigurður átti með konu sinni, Magneu Antonsdóttur, þrjú börn, eftir aldri; Reyni, Krist- ínu og Anton. Öll efnileg, myndarleg og gerðarleg. Öll hafa þau tekið púlsinn á lífinu og látið úr þeirri öruggu höfn sem foreldrar þeirra sköpuðu þeim. Reynir kvikmyndagerð- armaður, Kristín kennari og Anton myndlistarmaður. Þau hafa fengið gott veganesti frá foreldrum sínum Sigga og Magneu. Sigurður hafði mjög ákveðna mannlega lífssýn sem hann deildi með samferðamönnum sínum og fjölskyldu, en ekki get ég með neinni vissu ákveðið trúarskoðun sem hann gæti hugsanlega hafa fylgt því hann hafði „víkingablóð“ í æðum. Við Sigurður kynntumst í Kennaraskólanum á árum áður og héldu þau vinabönd allar götur síðan. Ég er mjög þakklátur fyrir þá vináttu sem við Siggi spunn- um saman sem og kynni mín af Magneu og börnum þeirra sem öll saman hafa gefið okkur, þ.e. mér og eiginkonu minni, Mar- isu Arason, viðbót á lífið. Við búum, ég og eiginkona mín, í smábæ er nefnist Cas- telldefels rétt fyrir sunnan Barcelona í Katalóníu en við fluttum hingað alfarið 2008. Við kveðjum góðan vin sem Siggi var og viljum láta Magn- eu og börnin þeirra vita að þau eiga ávallt hauk í horni þar sem við, þ.e. undirritaður og Mar- isa, erum. Megi minning um Sigga gefa ykkur, Magnea, Reynir, Kristín og Anton, veganesti til fram- tíðar. Marisa og ég söknum þín mikið, Siggi minn, en við búum að mannkostum þínum sem í minningunni gefa okkur kon- fektkassa að maula úr. „Hasta siempre.“ Þetta vil ég hafa að kveðju- orðum til þín, Siggi, minn kæri vinur. Jón Friðrik Arason. Mig langar að minnast með örfá- um orðum Siggu vinkonu minnar. Við kynntumst fyr- ir ekki svo mörgum árum en á milli okkar myndaðist einstak- lega góður vinskapur. Enda var Sigga svo yndisleg, broshýr, hlý og góð kona. Yndislegri konu er vart hægt að finna. Áttum við margar ljúfar og góðar stundir saman. Að sögn dætra hennar Sigríður K. Thors ✝ Sigríður Thorsfæddist 13. maí 1927. Hún lést 13. maí 2020. Útför Sigríðar fór fram 28. maí 2020. kvaddi hún bros- andi sem ég skil svo vel því alltaf var stutt í fallega brosið. Covid-19 kom í veg fyrir að ég gæti kvatt hana. Ég votta dætrum hennar og fjöl- skyldum þeirra mína innilegustu samúð. Hitti þig, Sigga mín, þegar minn tími kemur. Ég vil gjarnan lítið ljóð láta af hendi rakna. Eftir kynni afargóð ég alltaf mun þín sakna. (Guðrún V. Gísladóttir.) Gréta Sigfúsdóttir. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, JÓN HJÖRLEIFSSON athafnamaður, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju, miðvikudaginn 1. júlí klukkan 13. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hans er bent á Hollvinasjóð hjúkrunarheimilisins Hjallatúns, Vík í Mýrdal, kt. 430206-1410, bnr. 0317-13-300530. Eva María Jónsdóttir Sigurpáll Scheving Ragna Sara Jónsdóttir Stefán Sigurðsson Hjörleifur Jónsson Hildur Pétursdóttir Sigrún Ágústsdóttir og barnabörn Elsku besta mamma okkar, tengdamamma, amma og langamma, SIGRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR frá Þórisdal í Lóni, Kópavogsbraut 1a, lést sunnudaginn 14. júní. Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 3. júlí klukkan 13. Guðmundur Knútsson Signý Knútsdóttir Hannes Ingi Jónsson Kristín Knútsdóttir Guðmundur Atlason Hildur, Atli, Sigrún, Sævar Knútur, Egill Jón, Björgvin Bergur, Guðmundur Hrafn, Sunna Kristín, Björn Kári, Ylfa Hólm, Hilmar Örn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR HILMAR GUÐJÓNSSON húsasmíðameistari, Bárugerði, Sandgerði, sem lést á sjúkrahúsi á Torrevieja á Spáni þriðjudaginn 26. maí, verður jarðsunginn frá Sandgerðiskirkju (Safnaðarheimilið) mánudaginn 6. júlí klukkan 13. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Minningarsjóð Örvars Arnarsonar, banki 526-14-403800, kt. 660614-0360. Sæunn Guðmundsdóttir Guðjón Ingi Gunnhildur Ása Geir Sigurðsson Sævar Erla Sigurjónsdóttir Sigurður Jóna Pálsdóttir afabörn og langafabörn Okkar elskulegi SIGÞÓR REYNIR STEINGRÍMSSON fv. bifreiðaeftirlitsmaður og leigubílstjóri, áður að Þverbrekku 2, Kópavogi, lést þriðjudaginn 23. júní á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ. Útför fer fram frá Seljakirkju mánudaginn 6. júlí klukkan 11. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Skógarbæjar fyrir góða umönnun og hlýju í hans garð. Fyrir hönd aðstandenda, Nína V. Magnúsdóttir Tómas Bergsson Sigurgeir Steingrímsson Svanlaug Sigurðardóttir Hólmsteinn Steingrímsson Haukur Steingrímsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.