Morgunblaðið - 30.06.2020, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 30.06.2020, Blaðsíða 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚNÍ 2020 70 ára Helga ólst upp í Flatey á Skjálf- anda en býr í Kópa- vogi. Hún er sölu- og markaðsstjóri Eddu heildverslunar. Maki: Kristinn Guðni Hrólfsson, f. 1951, múrarameistari og vinnur hjá BM Vallá. Börn: Sigurhanna, f. 1979, Brynjar, f. 1981, og Sesselja, f. 1989. Barnabörn- in eru orðin þrjú. Foreldrar: Sesselja Kristjánsdóttir, f. 1923, d. 1977, húsmóðir í Flatey, og Ragnar Hermannsson, f. 1922, d. 2009, útgerðarmaður í Flatey. Helga Ragnarsdóttir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þig langar svo sannarlega að losna undan hversdagsleikanum. Haltu svo áfram þegar niðurstaðan liggur fyrir. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú lærir best af reynslunni, en hún þarf ekki að vera eigin reynsla. Fólk sem er að kynnast þér á það til að opna sig fyrir þér. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Það er óvenju mikið rót á hugs- unum þínum í dag. Kannski er það hvernig hann/hún sýnir vanþóknun þegar þú kem- ur seint heim úr vinnunni. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Nú virðist vera lag til að fylgja eftir sannfæringu þinni. Broslegu hliðarnar og hláturinn lengja lífið. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú ert gjafmildur í dag. Skriftir, lestur og fundasetur taka mikinn tíma auk þess sem þú þarft að sinna heilsu þinni og skyldum þínum bæði á heimilinu og í vinnunni. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Freistingarnar eru margar þessa dagana og þú þarft oft að halda þér fast svo þú fallir ekki fyrir þeim. Gættu þess vel að enginn misnoti gestrisni þína. 23. sept. - 22. okt.  Vog Gerðu ráð fyrir því að kynnast nýrri manneskju í dag. Farðu varlega og gakktu úr skugga um að málstaður þinn sé þess virði að berjast fyrir. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú hefur tekið þá ákvörðun að láta einkalífið ganga fyrir öllu öðru. Taktu áhættu, í stað þess að fara öruggu leiðina. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Það er ekki mikill tími til stefnu svo þú verður að hraða þér ef þú ætlar að ljúka verkefnunum í tæka tíð. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þetta er góður tími til að end- urmeta sambönd þín við vini þína. En eng- in ástæða er til þess að láta það stöðva sig heldur vinnur þolinmæðin allar þrautir. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú hittir óvænt gamlan vin sem getur komið þér til hjálpar í erfiðu per- sónulegu máli. Vertu óhrædd/ur við að taka það að þér. 19. feb. - 20. mars Fiskar Nú er ekki rétti tíminn til að byrja á nýjum verkum. Brettu frekar upp erm- arnar og helltu þér ótrauður út í starfann og þér mun vinnast mun betur en þú áttir von á. arsviði en ég er umvafin frábæru samstarfsfólki og verð ævarandi þakklát fyrir fagmennskuna og metn- aðinn sem starfsfólk velferðarsviðs sýndi í vetur, í Covid-faraldrinum. Við erum með umfangsmikla þjón- ustu við eldri borgara og fatlað fólk þannig að það þurfti að standa vakt- ina á mörgum vígstöðvum.“ Regína náði að klára meistaranám í stjórnun frá Háskólanum í Aber- deen í Skotlandi árið 2010 og í fyrra- sumar fékk hún styrk frá Bloom- berg-stofnuninni í New York til að og sem skrifstofustjóri borgarstjóra, sem var eins konar borgarritarastarf þess tíma, þar sem það embætti hafði verið lagt niður. „Jón Gnarr gerði mig að tímabundnum framkvæmdastjóra yfir rekstri borgarinnar og staðgengli sínum þegar hann var nýkominn til valda og það olli miklum pólitískum usla á þeim tíma. Í dag er ég sviðs- stjóri velferðarsviðs Reykjavíkur- borgar og með vinnuaðstöðu á Höfða- torgi og er þar af leiðandi minna í hringiðu pólitíkurinnar en á ráðhús- árunum.“ Regína hefur tvívegis verið búsett á landsbyggðinni, en það var á árunum 1995-1997 sem félagsmálastjóri í Skagafirði og á árunum 2013-2017, sem bæjarstjóri á Akranesi. „Á báðum stöðum kynntist ég og starfaði ég með dásamlegu fólki. Ég horfi á Akranes frá heimili mínu í Vesturbæ Reykja- víkur þannig að ég minnist gjarnan mikils skipulags- og framkvæmdatíma á Skaganum með uppbyggingu gamla miðbæjarins, skipulagi sementsreits- ins og endurgerð útivistarsvæðis í kringum vitana auk undirbúningar að byggingu Guðlaugar, heitrar laugar á Langasandi, svo helstu verkefni séu nefnd. Verkefnin eru ekki síðri á velferð- R egína Ásvaldsdóttir er fædd 30. júní 1960 í Kópavogi. „Ég bjó fyrstu árin með for- eldrum mínum í Birki- hlíð, en þar ráku afi og amma gróðrar- stöð. Foreldrar mínir byggðu hús í Löngubrekku, skammt frá þar sem ég ólst upp. Það var stutt á milli heimila og ég hóf starfsferilinn í gróðrarstöð- inni við garðyrkjustörf og sölu á blóm- um 11 ára gömul. Það var mikið líf og fjör í Birkihlíð enda gestkvæmt auk þess sem frændfólk úr Reykjavík var gjarnan sent í sumardvöl og vinnu í Birkihlíð.“ Á sumrin og með skóla vann Regína ýmis störf, meðal annars í heimaþjón- ustu, við skúringar og í bakarí og eitt sumar var hún send í vist austur á land. „Það urðu hins vegar straum- hvörf í sumarstörfunum þegar ég fór í fyrsta sinn til útlanda, sumarið 1977, til að vinna á hóteli í Sognsfirðinum í Noregi, Kvikne hóteli. Þangað fór ég í þrjú sumur enda ástfangin af Noregi og fegurðinni þar. Það endaði með því eitt haustið að ég sneri ekki heim í þriðja bekk í menntaskóla heldur fór á flakk um Evrópu og vann meðal ann- ars á vínbúgarði skammt frá Bordeaux. Þaðan fór ég til skíðabæj- arins Geiló til að vinna um veturinn. Skynsemin tók aftur völd og ég kláraði Menntaskólann í Kópavogi vorið 1981.“ Regína lauk síðan Cand.mag. gráðu í félagsráðgjöf með afbrotafræði sem aukagrein við Háskólann í Ósló vorið 1987 og vann á Barnaverndar- skrifstofu Óslóarborgar áður en hún sneri heim til að vinna sem félags- ráðgjafi á Íslandi. „Á Noregsárunum vann ég við ýmis skemmtileg störf á sumrin, meðal annars í fjallaseli í Guð- brandsdalnum og við garðyrkju í Vige- landsparken auk þess að skúra ráð- húsið í Ósló með skóla. Ég fór út með eldri dóttur mína barnunga og sú yngri fæddist úti.“ Regína hefur lengi unnið hjá Reykjavíkurborg, var framkvæmda- stjóri Miðgarðs í Grafarvogi sem varð síðar fyrirmynd að þjónustu- miðstöðvum í Reykjavík sem eru í fimm hverfum borgarinnar. Hún vann í ráðhúsinu í nokkur ár sem sviðsstjóri fara í leiðtoganám í Harvard. „Ég verð Degi borgarstjóra ævarandi þakklát fyrir tilnefninguna. Það var ótrúlega áhugavert að kynnast um 70 samnemendum frá hinum ýmsu ríkjum Bandaríkjanna og fá umræðu um átakamál samfélagsins beint í æð.“ „Stærsta áhugamál mitt á hverj- um tíma er vinnan og allt sem tengist henni,“ segir Regína aðspurð. „En ég hef líka gaman af því að spila golf, fara í fjallgöngur og á gönguskíði og bara öllu sem tengist útiveru og sam- veru með vinunum. Ég ætlaði að vera umkringd dásamlegum systrum, dætrum og systurdætrum í Cornwall á Englandi í dag, en við höfðum skipulagt viku gönguferð um svæðið. Í staðinn fór- um við í göngu á Suðurlandi um helgina og afmælisdeginum ætla ég að verja á hóteli á landsbyggðinni ásamt Birgi, eiginmanni mínum. Veisluhöld fá hins vegar að bíða til haustsins.“ Fjölskylda Eiginmaður Regínu er Birgir Páls- son, f. 16.9. 1966, tölvunarfræðingur. Foreldrar hans: Hjónin Páll Skúlason, f. 4.6. 1945, d. 22.4. 2015, heimspeki- Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar – 60 ára Stórfjölskyldan Regína ásamt foreldrum sínum, systrum og afkomendum á 90 ára afmæli föður hennar 2018. Þakklát fyrir samstarfsfólkið Afmælisbarnið Regína. Bjarni Reykjalín Magnússon á 90 ára afmæli í dag. Hann er fæddur 30. júní 1930 í Grímsey og eiginkona hans var Vilborg Sigurðardóttir, f. 1. maí 1929, d. 2. febrúar 2009. Börn þeirra eru Siggerður Hulda, Sigurður Ingi, Krist- jana Bára, Magnús Þór og Bryndís Anna, Barnabörnin eru 12, þar af eitt látið, og barnabarnabörnin eru 11. Bjarni ætlar að taka því rólega heima hjá sér í Grímsey í tilefni dagsins en veisla verður haldin í haust. Árnað heilla 90 ára 40 ára Jófríður er Reykvíkingur, ólst upp í Breiðholti en býr í Laugarnesi. Hún er sjúkraþjálfari hjá Sjúkraþjálfuninni sporthúsinu og lands- liði kvenna í knatt- spyrnu og Breiðabliki. Maki: Guðmundur Þór Magnússon, f. 1980, rekstrarstjóri hjá Kex hostel. Börn: Björg, f. 2009, Magnús, f. 2011, og Helgi Már, f. 2019. Foreldrar: Halldór Þorsteinsson, f. 1944, grafískur hönnuður, og Björg Guðmunds- dóttir, f. 1949, húsmóðir. Þau eru búsett í Reykjavík. Jófríður Halldórsdóttir Til hamingju með daginn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.