Morgunblaðið - 30.06.2020, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 30.06.2020, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚNÍ 2020 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Ásunnudagurðu úrslitljós í borg- ar- og sveitar- stjórnarkosn- ingum í Frakklandi. Slíkar kosningar hafa ekki mikil áhrif utan Frakklands. Þátt- taka í þessum kosningum var dræm því einungis 40 prósent kjósenda nýttu réttinn til að kjósa. Innan Frakklands er stundum litið á þessar kosn- ingar sem vísbendingu um stöðu flokka fyrir forsetakosn- ingarnar eftir rúm tvö ár. Emmanuel Macron kom, sá og sigraði í forsetakosning- unum árið 2017, aðeins 39 ára gamall. Hann hafði verið fé- lagi í Sósíalistaflokki Hollande forseta og var ráðherra í stjórn hans. Það varð snemma ljóst að Hollande yrði ekki langlífur forseti enda ólaginn með stjórnartauma ríkisins. Fylgið tók að falla frá honum tiltölulega fljótlega og hneykslismál og klaufagangur af ýmsu tagi urðu til þess að það beinlínis hrundi og vonir um endurkjör með. Hrunið var ekki bundið við forsetann heldur fór flokkur hans sömu leið. Macron stofnaði nýjan flokk í kringum persónu sína og „stefnu“ og báðir fengu brautargengi. Macron varð forseti og flokkurinn komst í meirihlutaaðstöðu á þingi. Macron þótti framsækinn og ferskur. Hann hafði gert hlé á stjórnmálavafstri og efnast hratt og vel sem snúninga- laginn bankastrákur. Forsetaferill hans fór um margt vel af stað, en óveð- ursskýin tóku þó að þéttast óþægilega fljótt á stjórnmála- himni hans. Hann varð uppvís að þéttu sambandi við ungan lífvarðaforingja sem flutti inn í eina álmu forsetahallarinnar og því fylgdu ásakanir um að sá hefði notið óeðlilegs for- gangs þar. Mótmæli hreyfingar gul- vestunga reyndust illviðráð- anleg. Hún var sögð sprottin úr grasrótinni til að andæfa „umbótatillögum“ forsetans til að tryggja samkeppnisstöðu franskra fyrirtækja á alþjóða- vísu. Gulvestungar segjast taka undir kröfur um að gripið verði til aðgerða vegna „hlýn- unar jarðar“. En þeir hafna því að byrðar vegna þeirrar baráttu séu lagðar á vinnandi fólk, sem minnst efni hefur, til þess að bæta fyrir skemmdar- verk á loftslagi sem risafyrir- tæki alþjóðavæðingarinnar beri alla ábyrgð á. Macron var lengi vel brattur gagnvart miklum mótmælum, sem hafa að auki valdið miklu eignatjóni borg- aranna. Hann sagðist ekki mega gefa eftir, því að það þýddi að Frakkland dræg- ist aftur úr öllum helstu þjóðum heims. En gul- vestungar hafa haldið lengur út en spáð var. Þegar hafa 10 manneskjur látist í mótmæl- unum og þar af 3 gulvest- ungar. Macron hefur aft- urkallað hækkanir sínar á eldsneyti í þeirri von að hann næði samningsstöðu gagnvart mótmælendum. Kosningarnar á sunnudag veikja hann enn. Strax þegar tölur tóku að ber- ast komu þau skilaboð frá for- setahöllinni að húsbóndinn þar væri mjög hugsandi og áhyggjufullur vegna skilaboða frá kjósendum. Flokkur sósí- alista, sem Hollande hafði leitt fram af hengibrúninni, náði sér ekki í þessum kosningum, en fékk þó þá huggun harmi gegn að halda áfram völdum sínum í París. Fréttaskýrendur segja að helsti sigurvegari kosning- anna sé flokkur Græningja, en flokkur Marine Le Pen megi einnig ágætlega við úrslitin una. Á mánudag bárust þau skilaboð frá hinum áhyggju- fulla hugsandi forseta í Ély- sée-höll að hann hefði ákveðið að verja 15 milljörðum evra til aðgerða Frakka gegn „lofts- lagsvánni“ til viðbótar því sem áður hafði verið lofað. Þótt forsetinn sé hugsandi og áhyggjufullur hefði hann kannski mátt hugsa ráð sitt aðeins betur. Einungis 40 pró- sent kjósenda tóku þátt í kosn- ingunum. Þótt Græningjar þyki hafa komist best frá þeim þá er verið að tala um flokk sem fékk tiltölulega lítinn hluta af þessum 40% þannig að það er verið að horfa til ímyndaðra krafna fámenns hóps kjósenda. Að auki er vit- að að kjósendur haga atkvæð- um sínum iðulega með allt öðr- um hætti í slíkum kosningum en þegar þeir kjósa forseta eða til þings. Skilaboðin sem forsetinn sendir benda helst til þess að það sitji órólegur og óttasleginn forseti í höllinni fögru. Fyrir örfáum vikum minnt- ist Macron tímamótaræðu de Gaulle, hershöfðingja og síðar forseta, þegar hann talaði von, þor og þrótt í landa sína eftir að Adolf Hitler hafði óþarflega léttilega lagt Frakkland undir sig. Macron fer ekki auðveld- lega í föt hins stóra forvera síns, en gæti þó lært af honum hvernig eigi að senda afger- andi skilaboð. Macron forseti les skilaboð frá kjósendum, en les hann þau rétt?} Skilur Macron boðin? J ohann Hari lýsir rót fíknar þannig að hún spretti ekki frá því að fólk sprauti í sig efnum eða innbyrði. Hún spretti miklu fremur úr sársauk- anum sem fólk upplifir innra með sér. Samt erum við búin að búa til kerfi sem snýst um að auka sársauka fíkla í von um að stöðva neyslu þeirra. Þetta kerfi sé í raun gert til að halda fólki í viðjum fíknar. Hugmynda- fræðin um stríð gegn fíkniefnum snérist upp í þessa andhverfu sína og eins og öll önnur stríð þá verður skaðinn meiri og verri. Stríðið átti að útrýma vímuefnanotkun en afleiðingarnar voru fjötrar og fordómar um þennan sjúkdóm. Mörg okkar hafa á einhverjum tímapunkti þurft að fást við einhverskonar fíkn. Spilafíkn, kynlífsfíkn, vinnufíkn, matarfíkn. Alla jafna er lausnin við fíknivanda sú sama: Meðferð og við- eigandi heilbrigðisþjónusta. En sem samfélag höfum við tekið eina fíkn út fyrir sviga og ákveðið að beita annars konar úrræðum hennar vegna – það er að þeim sem ánetj- ist vímuefnum skuli refsað til bata. Þó að undanfarin ár hafi talsvert dregið úr vægi slíkra refsinga og sjónarmið skaðaminnkunar orðið æ meira í sviðsljósinu þá hefur vilj- inn til breytinga ekki verið meiri en svo að enn eru til stað- ar í lögum heimildir til þungra fangelsisrefsinga til handa neytendum vímuefna. Hugmyndin um að refsa fíklum til bata er þáttur í stríð- inu gegn fíkniefnum sem ruddi sér til rúms á síðari hluta 20. aldar. Ekki ósvipað því sem reynt var með banni á áfengi snemma á sömu öld. En saga refsistefn- unnar er sorgleg og birtist einna helst í því að fólki sem er hjálparþurfi sé refsað með fang- elsi eða sektum. Sú saga er sögð reglulega með nýjum leikendum. Slíkar sögur rata þó ein- ungis af og til í fjölmiðla. Þess á milli endur- tekur sagan sig aftur og aftur. Miklu oftar en við viljum. Sögurnar birtast sem auglýsingar eftir týndum einstaklingum, minningargreinar og einstaka reynslusögur frá hugrökku fólki sem náði að brjótast úr viðjum fíknar. Þær sögur eru einungis lítill kafli í bókinni um fíkn. Ef við þekktum allar sögurnar, vissum hversu marg- ar þær væru, þá myndum við kannski bregðast betur við. Fyrir rétt rúmu ári ritaði öll velferðarnefnd Alþingis undir nefndarálit þar sem stóð: „Beinir nefndin því til heilbrigðisráðherra að vinna mark- visst að því að afnema refsingar fyrir vörslu á neyslu- skömmtum fíkniefna.“ Þegar þessi grein er rituð bíður at- kvæðagreiðslu frumvarp þingmanna nokkurra flokka um afglæpavæðingu vörsluskammta vímuefna. Þegar greinin birtist verður orðið ljóst hvort frumvarpið hlaut brautar- gengi eður ei. Það er von mín að í dag getum við samglaðst yfir sameiginlegum árangri okkar í átt að mannúðlegri framkomu við fólk með fíknivanda. Björn Leví Gunnarsson Pistill Refsing vegna fíknar Höfundur er þingmaður Pírata. bjornlevi@althingi.is STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Pétur Magnússon petur@mbl.is Ísland uppfyllir ekki lág-marksskilyrði um aðgerðirgegn mansali samkvæmtskýrslu bandaríska utanríkis- ráðuneytisins um mansal sem birt var fyrir helgi. Skýrslan tekur saman stöðu einstakra ríkja þegar kemur að málum tengdum mansali og aðgerð- um þeirra til að sporna við því. Ísland er í öðrum flokki (Tier 2) fjórða árið í röð, sem þýðir að stjórn- völd uppfylla ekki lágmarksskilyrði bandaríska utanríkisráðuneytisins með tilliti til varna gegn mansali, en hefur sýnt viðleitni til þess. Ísland hefur ekki verið í fyrsta flokki (Tier 1) síðan árið 2016. Í skýrslunni segir að stjórnvöld hafi tekið skref til að bæta aðgerðir gegn mansali frá því á síðasta tíma- bili. Þar á meðal juku stjórnvöld styrki til samtaka sem veita fórnar- lömbum mansals aðstoð og fræða er- lenda verkamenn um íslenskan vinnumarkað. Engu að síður stóðust stjórnvöld ekki kröfur í nokkrum lykilþáttum. Sérfræðiþekkingu skortir Þá er helst gagnrýnt að ekki hafi verið dæmt fyrir mansalsbrot á Íslandi í níu ár í röð. Þar að auki er gagnrýnt að fá mansalsmál séu tekin til rannsóknar og ekki sé nægilega mikið eftirlit með viðkvæmum sam- félagshópum. Fram kemur í skýrslunni að Ís- lendingar þurfi að auka fyrirbyggj- andi aðgerðir til að bera kennsl á möguleg fórnarlömb mansals, ásamt því að auka sérþekkingu í rannsókn mála og öflun sönnunargagna. Á skýrslutímabilinu, sem var 1. apríl 2019 til 31. mars 2020, voru rannsökuð fimm mansalsmál á Ís- landi, en í tveimur þeirra voru ger- endur lögsóttir fyrir ásakanir sem ekki tengdust mansali, m.a. um smygl. Tveimur mansalsmálum var vísað til saksóknara á tímabilinu, en vegna ónægra sönnunarganga voru málin felld niður. Í skýrslunni kemur fram að stjórnvöld hafi greint frá skorti á mansalstengdri sérþekkingu innan löggæslunnar og að þörf væri á frekari þjálfun. Þá ber að nefna að sakfellingar- tíðni í mansalsmálum er yfirleitt lág, þar sem um er að ræða margþætt og flókin mál. Sönnunarstaðan er erfið og fórnarlömb eru oft hikandi við að hjálpa löggæslu við rannsókn þess- ara mála. Erfitt að útvega tölfræði Dómsmálaráðuneytið hefur tek- ið skref til að bæta meðferð mansals- mála og auka þekkingu á eðli og ein- kennum brota. Einnig hefur verið lagt kapp á að vernda þolendur og mæta þörfum þeirra. Sett var á stofn aðgerðaáætlun til að bæta máls- meðferð kynferðisbrota, sem leiddi til aukinnar fjárfestingar og mönn- unar innan löggæslu og ákæruþjón- ustu. Einnig var komið á stofn net- föngum vegna vísbendinga er varða mansal og vændi, sem haldið er úti af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Þá segir að ráðuneytið hafi borið kennsl á sjö möguleg fórnarlömb mansals á Íslandi á skýrslu- tímabilinu, á móti níu árið 2018. Verkalýðsfélög og Rauði krossinn báru einnig kennsl á möguleg fórnar- lömb, en ekki var haldin opinber töl- fræði um fjölda þeirra. Í skýrslunni kemur fram að erfiðlega hafi gengið að útvega töl- fræði um mansal á landsvísu, og því sé erfitt að gera sér grein fyrir um- fangi slíkrar starfsemi hérlendis. Greint er frá að gerendur nýti sér viðkvæma aðstöðu útlenskra og að minna leyti íslenskra einstaklinga hér á landi. Konur frá Afríku, Aust- ur-Evrópu, Eystrasaltsríkjunum og Suður-Ameríku eru sagðar seldar í kynlífsþrælkun hér á landi, og ein- staklingar frá Austur-Evrópu, Asíu og Eystrasaltsríkjunum eru misnot- aðir í byggingarvinnu, ferðamanna- iðnaði og veitingaiðnaði. Fórnarlömbum vísað úr landi Í skýrslunni segir að þótt Út- lendingastofnun og Vinnumála- stofnun hafi þróað formlegt verklag til að bera kennsl á möguleg fórnar- lömb mansals hafi mögulegum fórnarlömbum, sérstaklega konum frá Nígeríu og Gana, verið vísað úr landi án þess að skimað hafi verið fyrir vísbendingum um mansal. Hælisleitendur og erlendir nem- endur eru einkum sagðir varn- arlausir gegn mansali. Þar að auki eru erlendir verkamenn sem sendir eru tímabundið til landsins í aukinni hættu á að lenda í nauðungarvinnu. Slíkum verkamönnum er gjarn- an greitt í heimalandi sínu, en eru sendir í allt að 183 daga til Íslands til að forðast skatt- og stéttarfélaga- greiðslur, sem gerir það erfiðara að fylgjast með vinnuaðstöðu þeirra og launum. Þá séu vegabréfsáritunar- frjálsar reglugerðir í Schengen og EES misnotaðar til að senda fórn- arlömb mansals til Íslands í allt að þrjá mánuði, án þess að þurfa að skrá þá einstaklinga hjá yfirvöldum. Stjórnvöld uppfylla ekki lágmarksskilyrði Morgunblaðið/Valli Úttekt Íslendingar uppfylla ekki skilyrði um aðgerðir gegn mansali, að því er kemur fram í nýrri skýrslu. Ísland er í öðrum flokki fjórða árið í röð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.