Morgunblaðið - 30.06.2020, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚNÍ 2020
Borgartúni 7C, 105 Reykjavík
Sími 530 1400
www.rikiskaup.is
RÍKISKAUP
MARKAÐSKÖNNUN FYRIR FRAMKVÆMDASÝSLUNA – 21240
Framkvæmdasýslan óskar eftir upplýsingum um mögulegar lóðir,
staðsetningar, húsnæði og tækifærum á samstarfi á markaði
Áform eru um að leita eftir eða útvega sérhæft húsnæði fyrir löggæslu og viðbragðsaðila á
höfuðborgasvæðinu.
Löggæslu og viðbragðsaðilar: Ríkislögreglustjóri, Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu (öll starfsemin á
Hverfisgötu og hluti af Vínlandsleið), Tollgæslan, Landhelgisgæsla (ekki flugdeildin á RVK flugvelli),
Neyðarlínan, Slysavarnafélagið Landsbjörg, Slökkvilið höfuðborgasvæðisins (annað en slökkvistöðvar).
Stefnt er að því að staðsetja löggæslu og viðbragðsaðila á höfuðborgarsvæðinu á einum stað til að auka
samstarf þeirra á milli með samnýtingu og hagræðingu í húsnæðismálum. Samkvæmt þarfagreiningu á
sameiginlegu húsnæði er áætluð þörf um 26.000 m². Áætlað er að þurfi um 30.000 m² lóð undir mannvirki,
bílastæði og útisvæði.
Markmiðið er að kanna framboð á lóðum sem uppfyllt geta þarfir verkefnisins. Upplýsingarnar verða m.a.
notaðar vegna frekari undirbúnings á uppbyggingu fyrir starfsemina á hentugri lóð. Áætlað er að fara í útboð
síðar á árinu 2020.
Kröfur til viðkomandi lóðar:
1) Lóðin verður að liggja miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu.
2) Staðsetning gefi sem stystan viðbragðstíma frá Alþingisreit.
3) Útakstur af lóð sé aðgengilegur inn á stofnbrautir og nokkrar leiðir séu af lóðinni.
4) Nálægð við almenningssamgöngur (borgarlínu), göngu- og hjólaleiðir.
Um þessa markaðskönnun gilda lög um opinber innkaup 120/2016 nánar tiltekið 45 gr.
Auglýst er eftir þátttöku frá aðilum sem hafa áhuga á að koma á framfæri mögulegum lóðum/húsnæði/samstarfi.
Upplýsingar sem óskað er eftir:
a) Nafn fyrirtækisins/aðila og kennitala.
b) Staðsetning og stærð lóðar, og ef við á byggingar.
c) Lóðarblað, er sýni aðkomu að lóð og ef við á byggingu.
d) Gildandi deiliskipulag lóðar svæðis, þ.e. lóðar og aðlægra lóða.
e) Þarf að fara í breytingar á núverandi deiliskipulagi/aðalskipulagi til að uppfylla notkun lóðar?
f) Mögulegur afhendingartími lóðar.
g) Er nýtingarhæft húsnæði á viðkomandi lóð og hver er stærð þess?
h) Vill aðili koma með tillögur að útfærslu á lóð, uppbyggingu og nýtingu?
i) Vill aðili koma einhverjum ráðum eða athugasemdum á framfæri, sem kynnu að nýtast við undirbúning?
Nánari upplýsingar eru aðgengilegar í rafræna kerfinu TendSign á vefslóðinni
http://utbodsvefur.is/markadskonnun-fyrir-fsr/.
Þess er óskað að svör berist Ríkiskaupum eigi síðar en 14.08.2020 í gegnum TendSign.
Kynningarfundur verður haldin fimmtudaginn 2. júlí í fundarsal við Skúlagötu 4 (Sjávarútvegshúsið) kl. 14:00 og
einnig í gegnum fjarfundarkerfi Microsoft TEAMS, sem jafnfram verður tekinn upp og gerður aðgengilegur sem
viðhengi. Skráning þátttakenda er í gegnum netfangið fsr@fsr.is.
Fyrirspurnarfrestur er til 07.08.2020.
KÖNNUN