Morgunblaðið - 30.06.2020, Blaðsíða 28
28 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚNÍ 2020
Yfir 20 mismunandi
gerðir á lager
Slípirokkar
Ragnheiður Birgisdóttir
ragnheidurb@mbl.is
„Þema hátíðarinnar í ár er sam-
kennd,“ segir Guðrún Jóhanna Ólafs-
dóttir, mezzósópran og annar skipu-
leggjenda Sönghátíðar í Hafnarborg,
sem hefast á fimmtudaginn, 2. júlí og
stendur til 12.
júlí. „Hugmyndin
er að við getum
komist í þetta
samkenndarást-
and þegar við,
með ímyndunar-
aflinu, náum að
setja okkur í spor
annarra, og að sú
tónlist og ljóðlist,
sem sönglistin er
í raun blanda af,
sé hluti af því. Sönglistin túlkar til-
finningar sem eru ekki jafn abstrakt
og þær sem koma fram í hljóðfæra-
tónlistinni.“ Á efnisskrá hátíðarinnar
verða verk frá ólíku tímabilum, frá
endurreisnartímabilinu til okkar
tíma, og frá ólíkum löndum. Guðrún
segir flytjendurna vonast til þess að
geta dregið áheyrendurna til sín,
fengið þá til þess að ímynda sér að
þeir séu ljóðmælandi eða sá sem upp-
lifir þær tilfinningar sem koma fram í
söngnum. „Þannig víkkum við sjón-
deildarhringinn, öðlumst meiri sam-
kennd og víðsýni.“
Áströlsk stjarna kemur fram
Hugmyndin að baki þessarar há-
tíðar er, að sögn Guðrúnar, að bjóða
upp á söngtónleika með söngvurum í
fremstu röð, bæði einsöngvurum og
kórum. Hún segir frá því að þrír
söngvarar á hátíðinni hafi náð það
langt í sinni grein að hafa sungið í
Metropolitan-óperuhúsinu, sem hún
segir oft vera notað sem mælistika á
óperusöngvara. Dísella Lárusdóttir,
sem hefur sungið þar reglulega und-
anfarið, mun syngja á Óperugala há-
tíðarinnar 4. júlí ásamt Bjarna Thor
Kristinssyni. Kristinn Sigmundsson
mun einnig syngja á hátíðinni. „Hann
er líklega óþarft að kynna íslenskum
hlustendum,“ segir Guðrún. Þriðji
söngvarinn sem hefur náð þessum ár-
angri og kemur fram á Sönghátíð í ár
er ástralski tenórsöngvarinn Stuart
Skelton. Hann mun flytja ljóðatónlist
sem brúar bilið á milli rómantíska
tímabilsins og 20. aldarinnar á tón-
leikum 11. júlí.
Guðrún segir það „mikinn hval-
reka“ að fá Skelton á hátíðina. „Það
er ótrúleg heppni að við skulum fá til
okkar þennan heimsfræga óperu-
söngvara og stjörnu, sem átti að
syngja á Metropolitan núna í haust
en því hefur verið frestað vegna Co-
vid-19. Við erum svo heppin hér á Ís-
landi að það er ekki búið að aflýsa öllu
og við getum haldið tónleika. Skelton
er kvæntur íslenskum fiðluleikara,
Geirþrúði Ásu Guðjónsdóttur. Þess
vegna er hann staddur hérlendis og
vissi með góðum fyrirvara að hann
yrði hér. Ég hafði samband við hann
og hann féllst á það að syngja fyrir
okkur.“ Skelton er frægur hetjutenór
og Wagner-söngvari og Guðrún segir
hann vera með eina stærstu rödd sem
hún hafi nokkurn tímann hlustað á.
„Ég hlustaði á hann í konunglega óp-
eruhúsinu í Madríd í febrúar þar sem
hann söng Siegmund í Valkyrjunni
eftir Wagner og það var alveg rosa-
legt, hann er ótrúlegur listamaður
með einstaka og alveg risastóra rödd.
Það er algjör lúxus að fá hann.“
Heiðra Jón Ásgeirsson
Hátíðin hefst á fimmtudag, 2. júlí,
með kammerkórtónleikum Hljóm-
eykis og annar hópur, sönghópurinn
Cantoque Ensemble, mun flytja
Aldasöng eftir Jón Nordal á tón-
leikum á þriðjudag, 7. júlí. Sam-
úðarsöngvar verður yfirskrift tón-
leika Eyjólfs Eyjólfssonar tenórs,
Guðrúnar sjálfrar og Francisco Jav-
ier Jáuregui gítarleikara, 5. júlí. Eyj-
ólfur mun bæði syngja og leika á bar-
okkflautu. „Hann hóf sinn
tónlistarferil á þverflautunni. Hann
lauk flautunámi og sneri sér svo að
söngnum og núna er hann að leita aft-
ur í ræturnar með því að taka upp
flautuna á ný, barokkflautuna í þetta
sinn,“ skýrir Guðrún. Á dagskrá há-
tíðarinnar verða einir fjölskyldu-
tónleikar, þar sem Vala Guðna söng-
og leikkona, Matthías Stefánsson
fiðluleikari og Sigurður Helgi Odds-
son píanóleikari flytja ýmis sönglög.
Þeir verða föstudaginn 3. júlí.
Lokatónleikar hátíðarinnar, 12.
júlí, verða heiðurstónleikar tileink-
aðir Jóni Ásgeirssyni. Auk Guðrúnar
munu koma fram tveir söngvarar
sem eru búsettir erlendis, Herdís
Anna Jónasdóttir sópran og Hrólfur
Sæmundsson baritón. Að sögn Guð-
rúnar hafa þau verið að gera það gott
í óperuhúsum í Þýskalandi en voru
búin að ráðgera að vera hér á landi á
þessum tíma svo hún gat fengið þau
með sér í lið. Kristinn Sigmundsson
mun einnig syngja á tónleikunum.
„Svo erum við í samstarfi við söng-
keppnina Vox Domini, sem er á veg-
um Félags íslenskra söngkennara.
Þar sigraði Gunnlaugur Bjarnason
og hluti af verðlaunun hans er að
koma fram á þessum tónleikum.“
Námskeið fyrir unga sem aldna
Ýmis námskeið verða í boði í
tengslum við hátíðina. Yngstu aldurs-
hóparnir, 6-18 mánaða og 3-5 ára
börn eru boðin velkomin á námskeið
með foreldrum sínum. Vonast er til
að með námskeiðinu eflist sameig-
inleg tónlistarupplifun foreldra og
barna. „Þessi námskeið voru líka í
fyrra og voru rosalega vinsæl,“ segir
Guðrún. Listgreinum verður svo
blandað saman á myndlistar- og tón-
listarnámskeiði fyrir 6-12 ára. Guð-
rún heldur söngnámskeið fyrir byrj-
endur og Kristinn Sigmundsson
heldur fjögurra daga masterclass-
námskeið. Afrakstur söngvaranna
fjórtán á námskeiði Kristins verður
sýndur á opnum tónleikum fimmtu-
daginn 9. júlí.
Hátíðin er sjálfstæð hátíð, skipu-
lögð af Guðrúnu og Francisco Javier
Jáuregui gítarleikara, en er haldin í
samstarfi við Hafnarborg. „Það er al-
veg frábært og við eigum í mjög góðu
samstarfi við alla starfsmenn þar. Við
nýtum líka þennan sal sem er
kannski ekki mikið sóttur yfir sum-
artímann.“ Guðrún bendir á að tón-
leikagestum gefist tækifæri á að sjá
myndlistarsýningu sem er í húsinu á
sama tíma og þannig blandist list-
greinarnar.
Sem von er reyndist það skipu-
leggjendunum talsverð áskorun að
skipuleggja sönghátíðina að þessu
sinni. „Við vorum hrædd um það á
tímabili að geta ekki haldið hátíðina,
að við og aðrir gætum ekki komið til
landsins. Við Javier erum búsett í
Madríd en við höfum skipulagt hátíð-
ina úr fjarlægð.“ Þau ákváðu að koma
með síðasta beina fluginu frá Spáni
svo þau myndu örugglega ná hátíð-
inni. „Það leit ekki út fyrir að við
þyrftum að vera á Spáni, það var búið
að aflýsa öllu sem við hefðum átt að
vera að gera á Spáni út árið svo við
komum hingað.“
Rannsókn á röddinni
Guðrún lýsir því að lengi vel hafi
verið miklar breytingar á dag-
skránni, til dæmis hafi listamenn að
utan orðið að hætta við þátttöku. En
þó verða flestir listamennirnir þeir
sömu og áætlað var í upphafi. „Við
gengum í gegnum ýmislegt. Við vor-
um lengi vel að velta því fyrir okkur
hvort við yrðum bara að streyma tón-
leikunum eða hvort við gætum bara
verið með fimm, tíu eða fimmtíu gesti
í salnum.“
„En sem betur fer er ástandið al-
veg ótrúlega gott á Íslandi núna svo
það er algjör lúxus að vera hér, að
geta hitt fólk og haldið tónleika. Þetta
er auðvitað rosalega erfiður tími fyrir
tónlistarmenn, og auðvitað alla, en
sérstaklega fyrir fólk í tónlist og
sviðslistum. Þannig að það hafa orðið
breytingar en þetta hefur allt þróast í
rétta átt og við erum ótrúlega fegin
að geta haldið hátíðina. Hún verður
eins og hún á að vera.“
Eins og nafn hátíðarinnar, Sönghá-
tíð, gefur til kynna er megináherslan
á sönglistina; klassískan söng, kór-
söng, ljóðasöng og óperusöng. „Há-
tíðin er eiginlega stórt rannsóknar-
verkefni á röddinni, á raddtækni, á
möguleikum hennar, og á söngbók-
menntum. Hún lítur til ýmissa þátta
sönglistarinnar og hugmyndin er að
fólk geti notið söngs í hæsta gæða-
flokki og að hún stuðli að framþróun
sönglistarinnar á Íslandi.“ Guðrún
bendir áhugasömum á að hún mun
taka viðtöl við þá söngvara sem fram
koma, um söng og söngtækni, og birt-
ir á Youtube-rás hátíðarinnar. Nán-
ari upplýsingar um dagskrá hátíð-
arinnar má nálgast á vefnum
songhatid.is.
Söngurinn stuðlar að samkennd
Sönghátíð í Hafnarborg hefst í fjórða sinn Ástralskur stjörnutenór meðal flytjenda
Markmiðið að bjóða upp á söng í hæsta gæðaflokki og kynna ýmsa þætti sönglistarinnar
Morgunblaðið/Ómar
Stjarna Ástralinn Stuart Skelton er frægur hetjutenór
og mun flytja ljóðatónlist frá ýmsum tímum.
Fjör Vala Guðna, Matthías Stefánsson og Sigurður
Helgi flytja sönglög fyrir alla fjölskylduna.
Morgunblaðið/Kristinn
Bassi Kristinn Sigmundsson heldur námskeið og syng-
ur á heiðurstónleikum Jóns Ásgeirssonar.
Morgunblaðið/Kristinn
Óperuaríur Dísella Lárusdóttir sópran syngur á
Óperugala ásamt Bjarna Thor Kristinssyni.
Guðrún Jóhanna
Ólafsdóttir