Morgunblaðið - 30.06.2020, Blaðsíða 1
Þ R I Ð J U D A G U R 3 0. J Ú N Í 2 0 2 0
Stofnað 1913 152. tölublað 108. árgangur
SAMKENND
Á SÖNGHÁTÍÐ
Í HAFNARBORG
FERÐAMENN
FLÝJA
FARALDUR
SKIPTAST Á
ÍSLANDS-
METUM
FEGNIR Í FRÍI 6 SAMKEPPNI Í SLEGGJU 26HETJUTENÓR 28
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Lengri tíma mun taka að ná samn-
ingum við helstu lánardrottna og við-
skiptamenn Icelandair Group en
vonir stóðu til. Þannig standa enn yf-
ir viðræður við innlendar banka-
stofnanir og erlendar um fjárhags-
lega endurskipulagningu félagsins.
Þá eru viðræður við flugvélaleigu-
sala á viðkvæmu stigi en þeir hafa
fjármagnað endurnýjun flugflota fé-
lagsins sem nú stendur að hluta
kyrrsettur í Frakklandi. Heimildir
Morgunblaðsins herma að viðræður
við Íslandsbanka og Landsbanka,
ásamt forsvarsmönnum ríkissjóðs,
gangi vel en þær miða bæði að því að
bankarnir breyti lánum á hendur fé-
laginu í hlutafé og að ríkissjóður veiti
ríkisábyrgð á lánalínum sem hægt
verði að grípa til ef þörf krefur.
Einnig herma heimildir Morgun-
blaðsins að viðræður við CIT Bank
sem er stór lánardrottinn gangi vel.
Þar eigi hins vegar, eins og í tilfelli
hinna bankanna, eftir að hnýta lausa
enda og ekki verði gengið frá þeim
með viðunandi hætti fyrr en hluta-
fjárútboð hefur farið fram og nýju fé
til rekstrarins verið safnað.
Stærstu hluthafar Icelandair eru
íslenskir lífeyrissjóðir. Hafa þeir í
allnokkrar vikur beðið upplýsinga
um framtíðaráform félagsins en
möguleg þátttaka þeirra í fyrirhug-
uðu hlutafjárútboði mun velta á mati
þeirra og ráðgjafa sem þeir hafa
kallað að borðinu á þeim áformum.
Vonir þeirra um að geta hafið sjálf-
stæða greiningarvinnu á rekstrar-
horfum félagsins urðu að engu í gær
þegar Icelandair frestaði útboðinu
fram í ágústmánuð. Ljóst er að end-
urteknar frestanir á útboðinu munu
reyna enn frekar á fjárhagslegt þan-
þol félagsins. Segir í tilkynningu frá
því að laust fé þess standi í 150 millj-
ónum dollara, eða nærri 21 milljarði
króna. Er það 50 milljónum dollara
undir því markmiði sem félagið hef-
ur haft um laust fé til ráðstöfunar.
Enn þurfa stórir hluthafar
að bíða nánari upplýsinga
Icelandair frestar hlutafjárútboði eina ferðina enn
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Flug Útboðinu var frestað í gær.
MStaðan þrengist þegar … »12
Um 100 til 150 manns komu saman á kyrrðarstund við
Bræðraborgarstíg í gærkvöldi til að votta þeim sem létust í
bruna þar fyrir helgi virðingu sína og sömuleiðis til þess að
sýna samúð og samhug með þeim sem eiga um sárt að binda
eftir eldsvoðann. Margir hverjir komu með blóm og lögðu upp
að húsinu sem brann. Starfsfólk Húsnæðis- og mannvirkja-
stofnunar vinnur nú að því að læra af eldsvoðanum. Ef í ljós
kemur að breyta þurfi lögum þá mun stofnunin vinna að slík-
um breytingum, að sögn forstöðumanns brunamála. »10
Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
Sýndu þeim sem eiga um sárt að binda samúð og samhug
Óumdeilt er að
yfirlögn á vegar-
kafla á Kjalar-
nesi, þar sem
banaslys varð á
sunnudag, hafi
ekki uppfyllt
kröfur Vega-
gerðarinnar.
Þetta segir Berg-
þóra Þorkels-
dóttir, forstjóri
Vegagerðarinnar, spurð að því
hvort verktakinn sem lagði yfir-
lögnina á vegarkaflann væri ósam-
mála því mati stofnunarinnar að
hann hefði ekki staðist kröfur.
Bergþóra fundaði með verktök-
unum í gær og átti einnig fund með
mótorhjólamönnum, en banaslysið
varð þegar mótorhjól og húsbíll
skullu saman.
Á vegarkaflanum sem slysið varð
á var nýtt malbik sem var afar hált
og stóðst ekki kröfur Vegagerð-
arinnar.
Nú á að leggja nýja yfirlögn á
kaflann en sami verktaki mun ann-
ast það verk og lagði hálu yfirlögn-
ina. »2
Óumdeilt að kröfur
hafi verið óuppfylltar
Bergþóra
Þorkelsdóttir
Íslensk stjórnvöld uppfylla ekki lág-
marksskilyrði um aðgerðir gegn
mansali, samkvæmt nýrri skýrslu
um stöðu mansals í löndum í heim-
inum.
Skýrslan er byggð á úttekt banda-
ríska utanríkisráðuneytisins, en
samkvæmt henni fellur Ísland í ann-
an flokk fjórða árið í röð, sem þýðir
að stjórnvöld uppfylli ekki að fullu
skilyrði um mansal, en hafi sýnt við-
leitni til þess.
Bæta þurfi sérfræðiþekkingu
Stjórnvöld hafa tekið skref til að
bæta aðgerðir gegn mansali, en Ís-
land er gagnrýnt fyrir m.a. skort á
sérfræðiþekkingu og að ekki sé
nægilegt eftirlit með viðkvæmum
samfélagshópum.
Ísland þarf skv. úttektinni að
bæta fyrirbyggjandi aðgerðir til að
bera kennsl á möguleg fórnarlömb,
ásamt því að bæta sérfræðiþekkingu
í rannsókn mála og öflun sönnunar-
gagna. petur@mbl.is »14
Ísland í 2.
flokki í úttekt
á mansali